Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
Gleðileikurinn er úti
„Ég greiði atkvæSi me8 þessari
ályktun, svo að þessi Divina
Comedia (guðdómlegi gleðileikur) fíi
svipmeiri leikslok en unnt er að setja
á svið hér." Með þessum orðum
samþykkti einn fulltrúi á flokksþingi
Alþýðuflokksins. sem haldið var í lok
októbermánaðar 1972, fyrirhugaða
sameiningu við Samtök frjálslyndra
og vinstri manna. Sá „gleðileikur"
sem Alþýðuflokkurinn setti á svið
með vinstri viðræðunum svonefndu
fyrir ráttum fjórum árum hefur nú
sannarlega fengið svipmeiri leikslok
en unnt var að setja á svið á einu
flokksþingi. Úrslit borgarstjórnar-
kosninganna i matmánuði sl. voru á
þann veg. að forystumenn Alþýðu-
flokksins þurftu ekki að fara i graf-
götur um, að sameiningarsjónleikur
þeirra hafði fallið og það með svip-
meiri hætti en flestir höfðu búizt við.
Fylgishrun Alþýðuflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna t borgarstjórnarkosningunum
sýndi svo að ekki varð um villzt að
sameiningarhugmyndirnar höfðu
aldrei skotið rótum t islenzku þjóð-
Irfi. Það voru mistök að setja þennan
sjónleik á svið og Alþýðuflokkurinn
og forystumenn hans eru nú að sdpa
seyðið af þeim. Gylfi Þ. Gístason
sem verið hefur formaður Alþýðu-
flokksins frá því árið 1968 hefur nú
tilkynnt, að hann muni ekki gefa
kost á sér til endurkjörs á flokksþingi
Gylfi Þ. Gíslason. Tekst hon-
um að leiða flokkinn úr sjálf-
heldu?
Hannibal komst ekki föður-
túna til.
Eggert G. Þorsteinsson hvatti
til varfærni í sameiningarmál-
inu á flokksþinginu 1972.
Alþýðuflokksins sem haldið verður t
næsta mánuði. Afsögn hans markar í
raun réttri endalok sameiningar
sjónleiksins. Hún kemur ekki á
óvart. Ljóst hefur verið um nokkurt
skeið, að hann stæði höllum fæti
innan flokksins.
Afdrifarík mistök
Þegar Björgvin Guðmundsson
borgarfulltrúi Allþýðuflokksins hafði
i annað sinn kafsiglt flokkinn í
borgarstjórnarkosningum var það
hans fyrsta verk að skella skuldinni
á Gylfa og krefjast þess opinberlega
að skipt yrði um forystu ( flokknum.
Þessar yfirlýsingar kristölluðu þau
viðhorf sem uppi hafa verið ( Alþýðu-
flokknum um nokkurt skeið. Segja
má, að Gylfi hafi síðan ratað ( enn
meiri erfiðleika eftir ósigurinn ( Al-
þingiskosningunum i jún(. Þegar þau
úrslit lágu fyrir gaf hann út ásamt
Birni Jónssyni yfirlýsingar um, að
Alþýðuflokkurinn mundi ekki taka
þátt ( stjórnarsamstarfi á næsta kjör-
tlmabili. Þessar yfirlýsingar voru
gefnar án nokkurs samráðs við aðra
helztu forvigismenn flokksins. Þessi
afstaða olli þv( mikilli reiði innan Al-
þýðuflokksins. og bæði Björn og
Gylfi urðu að éta hana ofan ( sig.
Þessi mistök veiktu enn stöðu for-
mannsins, enda var meirihluti
flokksstjórnar Alþýðuflokksins þeirr-
ar skoðunar, að Alþýðuflokknum
bæri að stefna að stjórnarsamvinnu.
Við þetta bættist svo almenn
óánægja vegna sameiningartilraun-
anna, sem Gylfi vakti upp fyrir fjór-
um árum eftir ósigur Björgvins Guð-
mundssonar (borgarstjórnarkosning-
unum árið 1 970.
Upphaf gleðileiksins
Niu manna nefnd innan Alþýðu-
flokksins gerði tillögur um viðbrögð
flokksins ( kjölfar ósigursins 1970. f
samræmi við álit þessarar nefndar
samþykkti flokksþing Alþýðuflokks-
ins haustið 1970 að fela þingflokki
Alþýðuflokksins að hafa frumkvæði
að sameiginlegum fundi þingflokka
Alþýðuflokksins, Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna og Alþýðu-
bandalagsins til þess að ræða stöðu
vinstri hreyfingar á íslandi. Þetta var
upphafið að sameiningarsjónleikn-
um, sem sumir telja að hafi komið
Alþýðuflokknum i þá sjálfheldu, sem
hann nú er I. Vist er a.m.k. að þessi
sjónleikur hefur ekki bætt vígstöðu
flokksins. f framhaldi af samþykkt
flokksþingsins bauð Gylfi Þ. Gisla-
son fulltrúum frá þingflokkum Al-
þýðubandalagsins og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna til viðræðna
tiltekinn dag í október 1 970. Þing-
flokkur Alþýðubandalagsins taldi
Gylfa ekki réttan aðila til að boða til
sliks fundar, og það hafði þær af-
leiðingar i för með sér, að Karl Guð-
jónsson sagði sig úr þingflokki
bandalagsins. Nokkru síðar hófust
fundir þessara flokka. En samninga-
mennirnir voru klofnir frá upphafi.
í fyrstu var enginn grund-
völlur fyrir sameiginlegum fundum
og viðræðurnar fóru þvi fram (
tvennu lagi. En ! byrjun desember
1970 tilkynnti Gylfi Þ. Gislason í
sjónvarpi, að þessir aðilar mundu
koma saman til sameiginlegs fundar.
Það kallaði hann „mikinn sögulegan
viðburð."
Sameiginlegir fundir þessara aðila
urðu þó ekki fleiri. Mönnum varð þvi
brátt Ijóst. að hér var um sjónleik að
ræða. Samtök frjálslyndra og vinstri
manna vildu taka upp viðræður við
unga framsóknarmenn en það mátti
Alþýðuflokkurinn ekki heyra nefnt.
Alþýðubandalagið hafði raunveru-
lega aldrei áhuga á þátttöku i við-
ræðum af þessu tagi.
Leiksýning eða alvara
í viðtali við Mbl. um miðjan júli
1971 sagði Gylfi Þ. Gislason. að það
væri ekki rétt skýring. að Alþýðu-
flokkurinn hefði stofnað til vinstri
viðræðnanna til þess fyrst og fremst
að koma Alþýðuflokknum inn i
stjórnmálaumræður eftir tapið í
borgarstjórnarkosningunum 1970.
Jón Þorsteinsson sagði hins vegar á
flokksþingi Alþýðuflokksins 1972
tæpitungulaust, að þessar viðræður
hefðu verið leiksýning fyrir kosning-
ar, þær hefðu verið settar á svið, en
ekkert hefði gerzt. Alþýðu-
flokkurinn átti að sjálfsögðu á
hættu að verða utangátta i stjóm-
málaátökunum. Það vá'r þvi
að ýmsu leyti ekki óeðliiegt, að
forystumenn hans notuðu þann
klofning, sem orðið hafði ( Alþýðu-
bandalaginu með þessum hætti, þó
að síðar hafi komið á daginn, að það
var ekki það þjóðráð, sem menn
höfðu vænzt.
Sameiningarmálið var eitt helzta
kosningarmál Hannibals Valdimars-
sonar ( kosningunum 1971. Hann
neitaði að taka þátt i viðræðunum
um myndun vinstri stjómar undir
forystu Ólafs Jóhannessonar fyrr en
Alþýðuflokknum hafði verið boðin
þátttaka i þeim viðræðum. Þá réð
Gylfi Þ. Gíslason þvi, að Alþýðu-
flokkurinn hafnaði því tilboði af-
dráttarlaust, en sendi þess i stað
Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna og Alþýðubandalaginu nýtt
tilboð um vinstri viðræður. Hannibal
treysti sér ekki til að ganga til
þessara viðræðna af fullri alvöru og
gekk því inn ( vinstri stjórnina. Þar
með hafði Gylfi tak á Hannibal, sem
með þessu móti hafði komið í veg
fyrir sameiningu að svo stöddu, enda
lýsti Gylfi Þ. Gislason þá yfir þvi i
samtali við Morgunblaðið, að ekki
mætti búast við sameiningu eins og
stjórn og stjórnarandstöðu væri hátt-
að.
Landsfundur og flokks-
þing 1972
Haustið 1972 héldu Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna landsfund
og Alþýðuflokkurinn flokksþing.
Sameining þessara tveggja flokka
virtist þá vera komin á nokkurn rek-
spöl enda var það helzta umræðuefni
á báðum þessum fundum. Þessi sam-
einingarlandsfundur Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna varð þó til
þess að kljúfa Samtökin endanlega,
enda gekk Bjami Guðnason og
stuðningsmenn hans út af þeim
fundi ( mótmælaskyni við samein-
ingaráform Hannibals og Gylfa.
Björn Jónsson lét þá að þvi liggja, að
líkur kynnu að vera á þvi, að Sam-
tökin hættu stuðningi við rikisstjórn-
ina til þess að tryggja framgang sam-
einingarmálsins, en Bjami Guðnason
og hans menn vildu krefjast þess, að
Alþýðuflokkurinn lýsti yfir stuðningi
við ríkisstjórnina og stefnu hennar
einkum i varnarmálum áður en af
sameiningu yrði.
Á flokksþingi Alþýðuflokksins lýsti
Gylfi Þ. Gislason sameiningarhug-
myndinni þannig, að gengið yrði til
kosningabandalags við Samtök
frjálslyndra og vinstri manna og
e.t.v. fleiri aðila undir nafni
Jafnaðarmannaflokks fslands. Al-
þýðuflokkurinn mundi eiga aðild að
þessu bandalagi og endanleg sam-
eining kæmi fyrst til athugunar eftir
næstu Alþingiskosningar. Margir Al-
þýðuflokksmenn voru þó tortryggnir
þegar hér var komið sögu. Einn
þeirra var Eggert G. Þorsteinsson
sem ekki vildi gefa sameiningar-
nefnd flokkanna ótakmarkað um-
boð. Jón Þorsteinsson fyrrverandi
alþingismaður barðist hins vegar ein-
dregið gegn sameiningaryfirlýsing-
unni en varð að lúta i lægra haldi.
Niðurstaðan varð sú, að sam-
einingaryfirlýsingin var samþykkt og
viðræðunefnd flokkanna var komið á
fót.
Arangurinn af þeirri stefnu, sem
þarna var mörkuð, kom svo fram
þegar GylTi.og Hannibaltilkynntufyrr
á þessu árí óm sameiginlegt framboð
flokkanna við borgarstjórnarkosn-
ingarnar sl. vor. Aðstæður voru þá
að ýmsu leyti breyttar frá þvi sem
áður var, Samtökin voru margklofin
og Hannibal og Björn höfðu ekki
lengur þau (tök þar sem áður var.
Andstaðan í Alþýðuflokknum við
þessar aðgerðir hafði einnig magn-
azt og margir forvigismenn flokksins
studdu hann ekki i borgarstjórnar-
kosningunum. Úrslit þeirra urðu
einnig mikið áfall fyrir sameiningar-
hugmyndina og Alþýðuflokkinn sem
hélt áfram að tapa i Alþingiskosning-
unum mánuði siðar. Allar háfleygar
hugsjónir um sameiningu voru nú
afskrifaðar á einu bretti. Og Hanni-
bal komst ekki föðurtúna
til, þó að mjóu hafi munað. Al-
þýðuflokkurinn var greinilega
kominn í sjálfheldu sem
hann situr raunar i enn. Margir Al-
þýðuflokksmenn telja nauðsynlegt
eins og sakir standa að herða kapp-
hlaupið við Alþýðubandalagið innan
verkalýðshreyfingarinnar. Hitt er
jafnljóst, að með þvi móti á Alþýðu-
flokkurinn á hættu að tapa traustu
fylgi, sem hann hefur haft fram til
þessa Óánægjan hlaut að bitna á
formanni flokksins, þó að Ijóst sé að
Alþýðuflokkurinn eigi ekki á að
skipa hæfari manni til þess að
standa i fylkingarbrjósti eins og sakir
standa. Gylfi var þvi kominn i
svipaða aðstöðu og Stefán Jóhann
Stefánsson fyrir flokksþingið haustið
1952.
Sporin hræða
Á þeim tima var blásið til andstöðu
gegn Stefáni Jóhanni innan Alþýðu-
flokksins en hann var enn formaður
flokksins. Meðal helztu andstæðinga
Stefáns Jóhanns á þessum tima voru
Hannibal Valdimarsson, Benedikt
Gröndal og Gylfi Þ. Gíslason. Stefán
var sakaður um að hafa dregið Al-
þýðuflokkinn of langt til hægri, hann
var gagnrýndur fyrir að hafa of litið
samband við flokksmenn og að taka
ákvarðanir án þess að ráðfæra sig
við aðra forystumenn i flokknum.
Athyglisvert er, að það er einmitt
gagnrýni af þessu tagi, sem Gylfi Þ.
Gíslason hefur orðið fyrir að undan-
förnu. Stefán Jóhann Stefánsson féll
eins og kunnugt er i formannskjöri á
flokksþingi Alþýðuflokksins 1952
fyrir Hannibal Valdimarssyni. Stefán
Jóhann greinir frá þessum atburðum
i æviminningum sinum og segir þar
m.a.: „Ég ákvað þvi að vera F kjöri,
enda átti ég vissan stuðning margra
áhrifamanna flokksins. sem með mér
höfðu starfað bæði vel og lengi.
Siðan hef ég oft sakað mig um það
að hafa gert skyssu þegar ég ákvað
þetta. Ég hefði átt að reyna að stuðla
að þvi á flokksþinginu 1952, að Emil
Jónsson yrði þá kosinn formaður í
minn stað. Var og af sumum and-
stæðingum minum látið i það skina,
að á það mundi verða sætzt." Ein-
mitt þetta hefur Gylfi nú gert og
þannig komið i veg fyrir að atburðir
þessa sögufræga þings yrðu endur-
teknir.
Kænskubragð, en flokk
urinn í sjálfheldu
Ekki er óliklegt, að Gylfi hafi tekið
mið af niðurstöðum flokksþingsins
1952 þegar hann nú tilkynnir að
hann verði ekki í kjöri sem formaður
flokksins á komandi flokksþingi.
Hann hefur nú fyrir flokksþingið gert
það, sem Stefán Jóhann (hugaði eft-
ir á, en um seinan. Þessi ákvörðun
hans er vafalaust rétt og skynsamleg
eins og málum er komið. Það er
engum vafa undirorpið, að Gylfi hef-
ur mjög styrkt stöðu sina með
þessari ákvörðun. Hann verður eftir
sem áður leiðtogi Alþýðuflokksins
með þvi að halda áfram formennsku
( þingflokki. Benedikt Gröndal verð-
ur ekki leiðtogi með þvi einu að taka
við formannsstarfinu. Alþýðuflokk-
urinn er ( þeirri erfiðu aðstöðu, þó að
hann vilji sparka Gylfa, að hann
hefur ekki á að skipa öðrum hæfari
manni. Gylfi hefur i raunréttri stolið
glæpnum og sjálfur ákveðið að vikja
úr formannssætinu, þó að hann hafi
ekki gegnt þvi nema i 6 ár. Með
þessu kænskubragði hefur hann
skotið sér undan þvi að þurfa að
hlita dómi flokksþingsins i hugsan-
legri atkvæðagreiðslu eins og Stefán
Jóhann forðum og um leið virðist
hann á nýjan leik hafa komið ár sinni
nokkuð vel fyrir borð innan
flokksins.
A hinn bóginn er Ijóst, að Alþýðu-
flokkurinn er eftir sem áður i sömu
sjálfheldunni og áður. I lýðræðis-
flokkunum vilja menn ógjaman, að
Alþýðuflokkurinn þurrkist út af Al-
þingi eins og við lá að gerðist i
siðustu kosningum. Kommúnistar
vilja hins vegar gjarnan koma Al-
þýðuflokknum fyrir kattarnef. Al-
þýðuf lokkurinn virðist hafa valið
þann kost að fara i kaupphlaup við
Alþýðubandalagið innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. en ábyrgum mönn-
um i flokknum er þó eflaust Ijóst, að
það getur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir flokkinn á öðrum sviðum. Það
verður þvi fróðlegt að fylgjast með
þvf á næstunni, hvort Gylfa tekst að
leiða Alþýðuflokkinn úr sjálfheldunni
með svipuðum hætti og honum hef-
ur nú tekizt að bjarga eigin skinni i
innanflokksátökunum. Engum blöð-
um er um það að fletta, að Gylfi er
einn af áhrifamestu stjórnmála-
mönnum þjóðarinnar nú um stundir
og vafalaust er það fyrst og fremst
honum að þakka. að Alþýðuflokkur-
inn hélt velli í siðustu Alþingiskosn-
ingum. Það kæmi þvi ekki á óvart,
þó að Alþýðufiokkurinn rétti úr kútn-
um á ný undir hans forystu. — Þ.P.
Gylfi og Hannibal tilkynna um sameiginlegt framboS Alþýðuflokksins og SFV 22. janúar sl
Á milli þeirra eru Björgvin Guðmundsson og Steinunn Finnbogadóttir.