Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974
15
eö-
æla-
0 Við höfum látið móðan mása um
Cornelis, en við megum ekki gleyma
Trille. Hún er yngri f vísnasöngnum
en Cornelis. En engu að síður hefur
hún öðlazt frægð og vinsældir. Hún
byrjaði að syngja opinberlega 1965,
en er nú 9 árum síðar talin í hópi
fremstu vísnasöngvara á Norður-
löndum. Trille býr með dóttur sinni
Sille í miðborg Kaupmannahafnar.
0 Danskur djassisti og blaðamað-
ur, Christian Duch, sem dvelst á
jslandi um þessar mundir, þekkir
söngferil Trille og var m.a. viðstadd-
ur fyrstu sameiginlegu tónleika
hennar og Cornelis Vreeswijks.
Hann var svo vinsamlegur að taka
saman eftirfarandi frásögn um Trille
fyrir Slagsíðuna:
„Trille er í hópi þeirra dönsku lista-
manna, sem reyna að vinna danska
málinu aftur sess i sögnum. Jafnvel
þótt maður geti varla kallað hana mót-
mælasöngkonu, hefur hún þó náð að
- Danskur blaðamaður
fjallar nm Trille og
Cornelis Vreeswijk
fyrir Slagsíðuna
valda æsingi út af textavali sínu. Þann-
ig leiddu mótmæli Hins kristilega
hlustendafélags vegna sýningar henn-
ar á „Augana" í danska sjónvarpinu til
heiftarlegra deilna um land allt.
Söngur Trille er umfram allt ósvikinn
og smitandi I lífsgleði sinni. staðreynd,
sem hefur gert hana mikils metna í
barnatfmum sjónvarpsins.
Sumarið 1970 kom hún i fyrsta
skipti fram með Cornelis Vreeswijk í
hljómleikasal Tívolf f Kaupmannahöfn.
Fyrirfram bjóst maður við, að lág og
Ijúf rödd Trille mundi drukkna í stórum
salnum og við hliðina á krafti og lifs-
fjöri C.V., en það sýndi sig, að lista-
ménnirnir tveir sómdu áér svo vel
saman, að söngur beggja styrktist enn
frekar
Tónleikar þessara tveggja þóttmiklu
söngvara í Norræna húsinu hafa alla
möguleika á að takast stormandi vel,
umgjörðin er eins og bezt verður á
kosið, bæði munu þau njóta sín til fulls
í þessum litla innilega heimi, þar sem
sambandið við áheyrendur verður
óþingað en þó sterkt.
Christian Duch.
annai) í söngnnm”
Led Zeppelin og
úrsögn úr Islandi
0 Eftirfarandi er nokkuð sérstætt með-
mælabréf, og eru slfk að sjálfsögðu
alltaf meir en velkomin Þó erorðbragð
W. B.Móe tæpast boðlegt á pörtum, og
finnst Slagsíðunni það ekki alveg nógu
pent. En við látum það gossa, þvf
Slagsíðan kallar ekki allt ömmu sína og
Móe kallinum er þrátt fyrir allt ekki alls
varnaðá ritvellinum:
Heilir og sælir, þér mannorðssnauðu
Slagsfðu . . . menn!!!
Ég hef fylgst með skrifum þeim, er
fslenzk ungmenni hafa framið f dálka
yðar . . . 0, svei! Smápíur grátandi
yfir hvað allir séu vondir við veslings
Davfð Kassabfl, eða þroskaðir og klárir
strákar sem eru að lýsa yfir þvl, að
Davfð sé lúði og hinir einu réttu séu
U.Heep, Purple, Músog Blús. En ég er
ekki einn af þeim. Ónei! Þetta er bara
einföld og skorinorð úrsögn úr (slandi
hjá mér.
Ég var aðeins litill drengur sumarið
1 970, en þó man ég það með afbrigð-
um vel. Þrennt er mér minnisstæðast:
Verkföll, sólskinið og Led Zeppelin. En
því miður eru sennilega fáir sem muna
Zep., eftir þvf sem mér virðist af lestri
islenzkra popp-tíðinda.
Ástæðan fyrir því hvers vegna fs-
lenskir skyldu minnast Zep. er sú, að
engir erlendir aðilar hafa sagt eða
sungið jafnfallegt um ísland sem þeir.
Ég veit að það væri synd, að vera að
halda þessum heiðri sýnkt of heilagt á
loft, eins og oft vill verða, ef einhver
útlendingur segir t.d. „ísland hefur
falleg fjöll . ." þvf þá eru blöðin
mígandi á sig af hrifningu . . . en að
halda kjafti um Immigrant Song og
Bron-Y-Aur Stomp er brot á Mannrétt-
indayfirlýsingu S.Þ., og lýsi ég hér
með yfir að ég geng úr (slandi, nema
einhver biðjist afsökunar opinberlega
Afsökun frá Óla Jóh.,
yrði mér sko alveg nóg.
(og Zep Ifka).
W.B. Móe.
NP.A(iNFUAII
BRflOAfJORDUR
# Loksins, Ioksins hcfðu sumir
sagt. Og þó fyrr hefði verið, hefðu
aðrir sagt. En nú er þetta sem
sagt orðið að veruleika. Nýr út-
varpsþáttur hefur göngu sfna á
þriðjudagskvöldið sem hefur þá
sérstöðu að vera ætlaður ungu
fólki á aldrinum 14—16, og jafn-
vei 18 ára, en um leið ekki ein-
göngu poppþáttur. Þátturinn
nefnist „Eitt og annað“, og tjáði
Gunnvör Braga hjá útvarpinu
Slagsíðunni, að miklar vonir
væru bundnar við að þarna tækist
að ná til breiðs áheyrendahóps
ungs fólks. Væri ætlunin að f hon-
um yrðu reifuð staða unga fólks-
ins í ísienzku þjóðfélagi, réttindi
þess og skyldur, ungt listafólk t.d.
úr skólum yrði kynnt, bréfaþátt-
ur þar sem hlustendum gefst
kostur á að setja fram vandamál
sfn og fá svör frá lærðum við
þeim, o.s.frv.
# Hjálmar Árnason og Guð-
mundur Arni Stefánsson sjá um
þáttinn á þriðjudaginn, en með
þeim munu starfa í vetur Berg-
ljót Kristjánsdóttir, Jóhann
Kristjánsson og Olga Þórhalls-
dóttir. Þau eru flest háskólanem-
ar og kennarar. Hjálmar sagði
Slagsfðunni að efni fyrsta þáttar
væri ekki alveg ákveðið, en þau
hyggðust stefna að þvf að afla
efnis ekki aðeins af Reykjavfkur-
svæðinu, heldur lfka utan af
landsbyggðinni. Auk þeirra efnis-
hugmynda sem minnzt er á að
ofan, væri ætlunin að hafa f
þættinum tónlistarkynningu, t.d.
kynna ungar og upprennandi
hljómsveitir, sem ekki komast að
öllu jöfnu á framfæri svo glatt,
sömuleiðis kynningu á ritverkum
ungskálda og yngri útgáfu á hin-
um gamalgróna útvarpsþætti
„Um daginn og veginn“. Lýsti
Hjálmar eftir hugmyndum hlust-
enda um frekari efnisþætti.
Enginn sér
viðÁsláki
— nema ef vera skyldi Asterix
EIN er sú stétt manna, sem
lftið hefur borið á hér á landi,
en það eru hinir svokölluðu
plötusnúðar. Erlendis er þessi
stétt hins vegar fjölmenn og
áberandi, a.m.k. meðal þess
fólks sem lætur sér annt um að
halda við fótmennt sinni, þvf
eins og sigldir menn og vfð-
förlir vita, hafa diskótekin að
mestu tekið við þvf hlutverki
að sjá mönnum fyrir dans-
tónlist úti f hinum stóra heimi.
Hér á klakanum hefur
þetta nýja fyrirbrigði
f skemmtiiðnaðinum átt örð-
ugt uppdráttar og er það
undarlegt ef haft er f huga
hversu opnir við Islendingar
erum annars fyrir hvers konar
nýjungum f menningarmálum.
Fyrir tæpum fjórum árum
festi Gfsli Sveinn Loftsson
kaup á sfnum fyrstu hljóm-
flutningstækjum og flutti
hingað til lands. Tæki þessi
hugðist Gfsli nota sem diskótek
enda var þörfin þá þegar fyrir
hendi. Diskótekið hlaut nafnið
ÁSLAKUR og tiltæki Gfsla
vakti athygli. Á þeim tæpum
fjórum árum sem liðin eru
hefur hróður Ásláks borizt vfða
og eftirspurn fer stöðugt vax-
andi. SI. sumar var svo komið
að Gfsli sá sér þann kost
vænstan að halda til Englands
til kaupa á nýjum hljómflutn-
ingstækjum. Þetta nýja diskó-
tek, sem hlotið hefur nafnið
ASTERIX, er töluvert minna
en stóri bróðir Áslákur, enda er
ætlunin að nota það f minni
sölum og fámennari sam-
kvæmum. Kjarni málsins er
sem sagt sá, að með Asterix
gefst mönnum kostur á að
leigja sér góða danstónlist fyrir
minni háttar samkomur án
þess að þurfa að kosta of miklu
til. Þess skal að lokum getið, að
þeir bræður Aslákur og Asterix
eru vel birgir af hljómplötum
og geta boðið upp á danstónlist
við allra hæfi.
Nýr, sérstœður
útvarpsþáttur
hefur
göngu
sína:
Eitt *
annað ^0
við hæfi ungs fólks