Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
19
ræða að taka neitt rafmagn að
vetrinum. Og ef öll linan yrði
tilbúin i árslok 1976, á svipuðum
tíma og Sigölduvirkjun, þá yrði
séð fyrir þörfum Norðlendinga
alveg þangað til Kröfluvirkjun
kemur í gagnið.
0 Skipta má Aust-
fjarðavirkjun
í áfanga
— Þá erum við líklega komin að
stóru Austfjarðahugmyndinni um
virkjun jökulsánna þriggja — á
Fjöllum, á Brú og í Fljótsdal?
— Já, það svæði höfum við
verið að skoða og rannsaka siðan
1969 í sambandi við stórvirkjun
og búið að taka fyrir jarðfræði-
rannsóknir á yfirborðinu á öllu
svæðinu, þar sem þessar þrjár ár
yrðu virkjaðar. En hugmyndin er
að hafa stöðina við Valþjófsstað
með 580 metra falli, en lón inni á
Eyjabökkum, annað í farvegi
Jökulsár á Brú, og það þriðja í
farvegi Kreppu eða farvegi
hennar og Jökulsár á Fjöllum.
Ennþá er aðeins búið að ganga frá
jarðfræðiskýrslu um Jökulsá í
Fljótsdai, en næsta skýrsla kemur
væntanlega í vetur og sú þriðja í
framhaldi af þvi. Landmælinga-
menn luku verki sínu nú í sumar
og í vetur verður hafizt handa um
teikningu korta af þessu svæði,
sem er mikið verk. Þá verður úr
þvi skorið hvort hugmyndir breyt-
ast frá þvl sem upphaflega var
gert ráð fyrir. Ef til vill má segja,
að við þessar rannsóknir hafi
komið i ljós, að upprunalegar
hugmyndir um stiflu í Jökulsá á
Fjöllum virðist ekki árennilegar,
því svæðið er svo sprungið. Sá
hluti gæti því fallið úr, en líka er
hugsanlegt að reynt verði að ná
þvi vatni Jökulsár á einhvern
annan hátt austur á bóginn.
— Hvenær gæti þetta orðið til-
búið af ykkar hálfu?
— Ekki hafa verið gerðar
neinar verkfræðilegar áætlanir
um þetta siðan i byrjun árs 1970,
þar sem skort hefur gögn, er með
þarf. En nú, þegar þessi kort eru
komin, þá hyggjumst við láta gera
nýja áætlun. Og á þvi stigi verður
kannski farið að skoða fleiri til-
haganir en gert hefur verið áður.
Þá fyrst liggja fyrir gögn til að
fara að gera sér nánari grein fyrir
möguleikunum, sem þarna eru til
virkjunar. Hvenær þetta verði til-
búið frá okkur? Það fer eftir þvi
hvar mörkin eru sett milli okkar
og framkvæmdaaðilans. Ef sú
áætlun stenzt að við fáum kortin í
vetur, þá ættum við næsta haust
að geta haft miklu betri verk-
fræðilegar áætlanir um þessa
virkjun en við höfum nú. Siðan
þurfa frekari jarðfræðirannsókn-
ir að fara fram á þeim stöðum, þar
sem helztu mannvirki yrðu ráð-
gerð, þar á meðal allmiklar jarð-
boranir. Jarðfræðirannsóknirnar
til þessa hafa miðað að þvi að fá
yfirlit yfir virkjunarsvæðin í
heild. Ég geri ráð fyrir að við
þurfum alltaf 3—4 ár í viðbót,
áður en þessar rannsóknir komast
á það stig, að hægt verði að taka
ákvarðanir.
— Hafið þið líka gert ykkur
grein fyrir vatnaborðshækkunum
og því, sem gerist eftir að vatninu
er steypt fram af heiðinni og
sleppt lausu?
— Já, við höfum reiknað út
hvert vatnsborðshæðin yrði hjá
Egilsstöðum á ýmsum tímum árs,
ef þessi stöð væri komin I það
horf, sem við hugsum okkur hana
og ef ekkert verður að gert. Þá
kemur I ljós, að þar er um að ræða
vatnsborðshækkun, sem alls ekki
er hægt að sætta sig við, sérstak-
lega á vissum árstímum. Við ger-
um því ráð fyrir að nauðsynlegt
muni reynast að dýpka farveg
Fljótsins á kaflanum frá Egils-
stöðum og út að Vífilsstaðaflóa.
Jarðfræðingur kannar Jökulsá á Fjöllum 1 rannsóknarferð vegna virkjana á hálendinu.
„Vegna þeirra hluta landsins,
sem munu hita hús sín með raf-
magni í framtíðinni, er mjög áríð-
andi, að ekki sé slakað á virkjun-
arrannsóknum, svo skortur á upp-
lýsingum og nauðsynlegum gögn-
um verði ekki til þess að tefja það,
að fólk í þessum landshlutum losni
við hina dýru olíuhitun,” segir
orkumálastjóri Jakob Björnsson.
Rannsóknin á þessu er ennþá
skammt á veg komin hjá okkur,
en við höfum byrjað mælingar á
Lagarfljóti á fyrrnefndum kafla
'til að grundvalla á áætlunargerð
um slikar aðgerðir í fljótsfarveg-
inum.
— Verður ekki of langt bil
þarna á milli virkjana, þrátt fyrir
Lagarfossvirkjun.
£ Boruð jarðgöng
með borvél?
— Líklegt er að reynt verði að
skipta þessari stóru Austurlands-
virkjun i áfanga. Og það, sem við
höfum kannað hingað til, bendir
til þess að það ætti að vera hægt.
Þá yrði virkjun Jökulsár á Fljóts-
dal einnar í fyrsta áfanga. Einnig
hafa verið uppi hugmyndir um
það, að e.t.v. mætti byrja á þessari
stóru virkjun i mjög smáum stil,
t.d. 30 mw virkjun. Leifur Bene-
diktsson, verkfræðingur, hefur
gert lauslega áætlun um slika
virkjun. Aætiun þessa gerði Leif-
ur sem prófverkefni við Tækni-
háskólann i Kaupmannahöfn, en
hefur siðan útfært hana nánar.
Þessi virkjun, svonefnd Bessa-
staðaárvirkjun, nýtir svipað fall
og stóra virkjunin mundi gera, en
tekur einungis vatn af afmörkuðu
svæði á Fljótsdalsheiði, en ekkert
úr Jökulsá á Fljótsdal. Hún
mundi ekki á nokkurn hátt skaða
stóru virkjanirnar síðar. Einn
möguleikinn á því að gera þessa
Bessastaðaárvirkjun, sem Leifur
tekur til athugunar, er sá, að bora
þarna jarðgöng með sérstakri bor-
vél. Slikar jarðgangaborvélar
hafa verið notaðar sums staðar
erlendis, en ekki er reynsla af
þeim við aðstæður eins og þær
gerast hérlendis. Það yrði hugsan-
lega dýrara að bora göng fyrir
Bessastaðaárvirkjun en að leiða
vatnið i pípu á venjulegan hátt.
En miklu æskilegra með tilliti til
stóru virkjunarinnar, því að þá
Rannsóknir við Dettifoss eru komnar það langt á veg, að ekkert
er þvf til fyrirstöðu að taka megi ákvörðun um hvort þar skuii
virkja eða ekki.
fengist gífurlega mikilvæg
reynsla af slíkri jarðgangagerð
við hérlendar aðstæður. Gæti
þessi litla virkjun þar með orðið
eins konar forrannsókn að þeirri
stóru. Nefnt hefur verið sem
hugsanlegur möguleiki, að Bessa-
staðaárvirkjun gæti orðið tilbúin í
árslok 1978, þó ég telji slíkt hið
allra fyrsta, einkum vegna þess,
að enn skortir gögn til að leggja
raunhæft mat á þær frummæl-
ingar, sem fram hafa komið. Það
verður þá fyrst unnt, er kortin
koma síðar í vetur.
Annars hafa verið hugmyndir
um fleira þarna fyrir austan. Við
höfum verið að athuga tiltölulega
litla virkjun, innan við 100 mw,
upp af Berufirði. Sú rannsókn er
skammt á veg komin og ekkert
bendir enn til þess að hún sé mjög
nákvæm. Við ætluðum að mæla
svæðið i sumar, en gafst ekki
tækifæri til þess vegna úrkomu
og þoku á fjöllunum. En við skoð-
um það seinna.
Þá erum við nokkurn veginn
komin hringinn i kringum landið.
Virkjunarrannsóknir við Hvítá
hafa legið niðri að undanförnu,
þar eð önnur verkefni hafa þótt
meira aðkallandi. En ekki getum
við skilið við rannsóknastörf
Orkustofnunar, án þess að
minnast á þær rannsóknir, sem
fara fram vegna hugsanlegra
linulagna milli landshluta. En i
þeim tilgangi er rekin athugunar-
stöð á hálendinu, i Sandbúðum.
— Já, við fluttum þessa stöð,
sem var I Nýjabæ, upp á Sprengi-
sand og heitir hún núna Sand-
búðir, sagði Jakob. Þar verða
athuganir í vetur og við vonum að
svo verði áfram. Þetta er á leið,
þar sem lína milli t.d. Dettifoss og
Suðurlands mundi liggja. Þó svo
að fyrsta lina milli Norðurlands
og Suðurlands liggi um byggð, þá
þykjumst við sjá fram á að seinna
muni koma þarna lína i sarobandi
við síðari virkjanir. Og þá er
mikilvægt að vera búinn að fá
einhverjar upplýsingar um veður
á þessum slóðum og fleira. Við
fáum þarna ailgóðar upplýsingar.
Til sæmis hefur komið í ljós, að
ísing virðist þarna vera nokkuð
sjaldgæfari en margir bjuggust
við og minni en við Nýjabæ. En
auðvitað er þetta alltaf mismun-
andi eftir árum og þvi þurfa
athuganir að fara fram í mörg ár.
I framtiðinni hlýtur raforkukerfi
landsins aðtengjast samanaf hag-
kvæmni — og öryggisástæðum, og
til að nýta megi hagkvæma
virkjunarmöguleika í öllum
landshlutum. Aðalatriðið er að
þær aðgerðir, sem gerðar eru nú,
geti fallið á eðlilegan hátt inn í
væntanlegt heildarkerfi. Og við
þurfum að vera reiðubúnir með
upplýsingar um valkosti á
hugsanlegum línustöðum.
Að lokum ræddum við stærri
virkjanirnar, sem verið er að at-
huga, Blönduvirkjun, Dettifoss-
virkjun, Hvítárvirkjun og Jökuls-
árvirkjun í Fljótsdal og hvort
þetta yrðu þær virkjanir, sem
bera þyrfti saman og velja á milli.
Jakob sagði, að það væri hugsan-
legt, að þó væru rannsóknir mjög
mislangt komnar og þær því til-
búnar á misjöfnum tíma. Ekki er
að vfsu að þessu komið. Og þó —
það virðist þurfa að halda býsna
vel á spöðunum til að ekki mynd-
ist skaðlegar eyður í virkjunar-
framkvæmdir i framtiðinni. Og
hækkað olíuverð og orkukapp-
hlaup í heiminum gerir ennþá
brýnna að svo verði ekki. Vegna
þeirra hluta landsins, sem munu
hita hús sin með rafmagni í fram-
tíðinni, er mjög áríðandi að ekki
sé slakað á klónni i virkjunar-
rannsóknum, þannig að skortur á
upplýsingum og nauðsynlegum
gögnum verði ekki til þess að
tefja það, að fólk í þessum lands-
hlutum losni við hina dýru oliu-
hitun.
— E. Pá.