Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 23

Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974 23 vinnugöllum eSa stuttbuxum — en konurnar I litrlkum búningum heimagerðum, sérkennilegum stutterma blússum og pilsum, sem sveipað var utan um þær. Ilskó höfðu þær i fótum og um leggina útsaumuð eða ofin bönd I skærum litum. Um höfuðið höfðu þær klúta, rauða og gula. Eitthvað voru þær málaðar I framan, m.a. svart mjótt strik frá enni og fram é nefbrodd. Þetta strik var einnig á ungbörnum. Okkur var sagt að það væri einungis á stúlkum, en ég sá það llka á litlum dreng, á að gizka þriggja mánaða. Okkur hafði raunar verið sagt, að hann væri stúlka, en annað var að sjá, þegar móðirin skipti á honum skömmu slðar. Blússur kvennanna voru sér- staklega athyglisverðar. Fram- og bakstykkin ferköntuð upp undir hendur en þar fyrir ofan beru- stykki og ermar út I eitt. Fer- köntuðu stykkin nefnast „mola" og eru oft mestu listaverk, enda haldið stlft að ferðamönnum og seld dýrum dómum. Sakir fákunn- áttu I hannyrðum get ég sennilega ekki lýst þessum saumi svo vit sé I, en hann hef ég hvergi séð annars staðar. Stykki I mismun- andi litum eru lögð saman, mynstur klippt I þau efstu og þau síðan saumuð á neðri stykkin. Lit- ir geta verið allt frá tveimur og upp I sex og mynstrin margvlsleg, stundum einfaldar rendur, en oft llka dýramyndir, sérstaklega eru fuglamyndir algengar, enda fjör- ugt fuglallf á þessum slóðum. Það var gaman að sjá hversu margvls- leg þessi „mola" stykki voru að gerð og hve mismunandi að gæðum. Sýnilega fengu þama list- hneigðar konur útrás fyrir sköp- unargleði sína og voru sér þess fyllilega meðvitandi, þegar þeim tókst bezt upp. •'rímínútur f barnaskóla á San Blas. Við nálguðumst El Porvenir full eftirvæntingar. Það, sem við höfð- um þegar séð gaf fyrirheit um góðan dag. SYKURINN GÓDUR FYRIR SYSTEMIÐ Skyndilega vorum við hrifin úr þessum paradlsarhugleiðingum við að flugvélin skoppaði eftir flugbrautinni I Porvenir eins og bolti með ógnarhávaða. braki og brestum. Flugmaðurinn gerði sýni- lega allt, sem hann gattil að halda vélinni I jafnvægi en gekk ekki sem bezt og fyrr en varði tók annan vænginn niðri og vélin snarsnerist til vinstri — og stefndi nú beint á pálmatrén við strönd- ina. Hjá þvl varð ekki komizt að reikna með þvi að þetta ferðalag gæti fengið heldur leiðinlegan endi — svo fáránlegt sem það nú virtist að fara að leggja upp laup- ana þarna I Panama og sumarfrlið rétt að byrja. En — á síðustu stundu tókst flugmanninum að sveigja frá trjánum og vélin stöðv- aðist skammtfrá þeim. Varla hefur þessi harkalega en giftusamlega lending tekið meira en nokkrar sekúndur — en þær virtust býsna lengi líða — svo lengi að hverjum og einum gafst tækifæri til að Ihuga viðbrögð sln og annarra við þvl sem gerðist. Hræðslu var hvergi að sjá, ekkert hljóð heyrðist, ekki einu sinni börnin æmtu, en tvö þau yngstu höfðu vaknað við skellinn, þegar vélin tók niðri. Þegar vélin hafði numið staðar og slokknað var á hreyflunum horfðum við þegjandi hvert á annað andartak og flugmaðurinn beygði höfuðið yfir stýrið. Svo sagði Jack, sem sat við hlið hans. „Þetta var vel af sér vikið, drengur minn — en komum okkur út héðan, það gæti orðið spreng- ing I vélinni." Við vorum fljót að taka hann á orðinu og klöngruðumst út. Mexi- kanski læknirinn sagði: „Timi okkar hefur ekki enn verið kom- inn." Ég átti slzt von á þvl, að 'hann léti sér sllkt örlagatrúarhjal um-munn fara, en var þvl fyllilega sammála. Við Helen vorum slð- astar út, sátum fyrir miðju og þar sem hjólin höfðu brotnað I lend- ingunni urðum við að hálfskrlða framhjé hreyflinum. Okkur fannst ósköp gott að koma út I sólskinið til ferðafélaganna. Sennilega er ekkert eins vel til þess fallið að hrista saman ókunn- uga ferðafélaga og sllk atvik. Alla vega var nú eins og við hefðum lengi þekkzt. Öllum fannst sjálf- sagt að segja frá þvl hvernig þeim hefði liðið I lendingunni og við lá að við föðmuðum flugmanninn fyrir að koma okkur lifandi á áfangastað — engum kom til hugar að álasa honum fyrir að hafa komið of snemma inn til lendingar. í ögn kjánalegri kæti smelltu menn myndum hver af öðrum og stungu I vasana fllsum úr vélar- vængnum, sem hafði rifnað á pörtum. Og þegar við vorum setzt að kaffidrykkju skömmu slðar heimtaði læknirinn að allir ætu a.m.k. tvær teskeiðar af sykri — sagði það nauðsynlegt fyrir systemið eftir svonalagað. Það var nú eiginlega erfiðast af þessu öllu — að kyngja sykrinum. Fólkið, sem tók þarna á móti okkur, var ákaflega elskulegt. Smávaxið og broshýrt. Karlarnir I SIGLT MILLI EYJANNA Eftir kaffi vorum við leidd til hvlldar I hengirúmum — hamm- ockum — er strengd voru milli stöpla I gistihúsinu, sem þarna er rekið, en það eru fjögur tveggja manna herbergi I skálum, heldur lltilfjörleg. Það yrði bið á þvl, að við gætum hafið siglinguna milli eyjanna, við yrðum að blða eftir rannsóknarnefnd frá Panama. Við löbbuðum um eyjuna á meðan, hvltan sandinn á strönd- inni og skoðuðum gömlu spænsku húsin tvö, sem nú voru skrifstofur, en höfðu áður verið sumarhús efn- aðrar fjölskyldu, með tilheyrandi garðskála og bekkjum meðfram trjágöngum. Þar var notalegt að sitja og horfa á pelikanana stinga sér I sjóinn eftir æti með miklu skvampi. Þegar flugvél rannsóknarnefnd- arinnar var lent, lallaði ég I áttina þangað og hitti nefndarmenn ásamt ferðafélögunum þremur, Jack, Charles og Edvardo I fjör- unni, þar sem við höfðum komið inn til lendingar. Þar lá stór reka- viðarbútur, sem þeir töldu vélina hafa rekizt á, áður en hún plægði sig gegnum dálltinn gróðurhól við enda brautarinnar. „Þið eruð lán- Mæður og börn við bambuskofana. söm að vera lifandi, sagði einn þeirra, strákurinn hefur komið allt of snemma niður." Þegar nefndin hafði lokið störfum og úrskurðað að vélina yrði að taka sundur og flytja I pörtum, var haldið á sjó. Við sigld- um milli eyja næstu klukkustund- irnar skoðuðum hfbýli indlánanna, „mola"-saum og aðra minjagripi, fylgdumst með fiskimanni að veiðum og smástrákar skemmtu okkur með þvl að kafa eftir skelj- um og smápeningum. Leiðsögumaðurinn var ekki sér- lega málglaður á ensku, en svar- aði þó spurningum eftir beztu getu og mexikönsku hjónin þýddu jafn- óðum úr spænskunni, ef hann rak I vórðurnar. Það kom I Ijós, að konur hafa mikil ráð og áhrif á þessum eyjum. Þær annast til dæmis mestalla verzlun og fjér- reiður fjölskyldunnar eru gjarnan I höndum eiginkonunnar eða fjöl- skyldu hennar. Eiginmaðurinn lýtur valdi tengdaföður slns meðan hans nýtur við. Þegar stúlka fer að hafa á klæð- um er jafnan haldin veizla l fjöl- skyldunni. Skömmu siðar er hár stúlkunnar skorið og henni gert að hylja það. Þeirri athöfn fylgir fjög- urra daga veizla. Úr þvl er stúlkan tilbúin til hjónabands og makinn undir flestum kringumstæðum frá einhverri eyjunni á San Blas. Svo sem að llkum lætur eru eyja- skeggjar þvl allir meira og minna skyldir enda llkjast þeir mjög hver öðrum I útliti. Helztu frávikin eru alblnóarnir, hvltu Indlénarnir rauðhærðu, sem eru sagðir tæp- lega 14 af öllum Cuna Indiánum. Þegar Cuna Indíáni deyr er hann jarðsettur I hengirúmi sínu svo og föt hans, en helztu per- sónulegu munir hans lagðir ofan á gröfina. Oýpt grafarinnar er miðuð við hæð hins látna. Allir, sem vettlingi geta valdið.eru viðstaddir jarðarfarir, því þæreru meiriháttar samkomur og tækifæri til að hitt- ast og rabba saman. Cuna Indíánarnir telja sig kaþólska, en gamlir trúarsiðir eru enn sterkir þeirra á meðal. Fyrrum trúðu þeir fyrst og fremst á sólina og tunglið og töldu heiminn lag- skiptan svo og mannkynið og var stéttaskipting sterk I samræmi við það. Hún hefur minnkað nokkuð, en I mörgum siðum, svo og dansi og hljóðfæraleik, sjást merki hins gamla átrúnaðar. Húsakynni Cuna Indlána eru fá- breytt eins og þorra fólks á þess- um slóðum. Bambusveggir og stráþök, sem skýla þó vel fyrir vindi og vætu. Sums staðar gat að llta kofaskrifli úr óhefluðum kassafjölum með bárujárnsþökum, en sllk hrófatildur eru þó mun algengari I bæjum og borgum en úti um landsbyggðina eða á af- Indíjánakona við „mola“saum. skekktum stöðum. Sjaldnast hafa þeir annað en moldargólfin og strámottur að sitja á og litið fer fyrir húsmunum. Sumir eiga þó gömul rúm — og það þykir flnt, en flestir sofa I hengirúmum. Önnur húsgögn eru þar yfirleitt ekki nema þá kannski stólgarmar hér og hvar. Eldhúsllát og fatnað- ur hanga I bambusstöngum I loftum en yfirleitt er eldað og borðað úti við. Frá Columbiu kom bátur íisöluferð, varningurinn að- allega strámottur og vefnaðarvara. morguninn hafði ég hugsað mér að láta matinn eiga sig. — Að- stæður þar voru vægast sagt ákaf- lega frumstæðar og hreinlætið eft- ir þvi. Kokkurinn sjálfur, aldraður Indláni, með afbrigðum óhreinn, en afskaplega elskulegur og kunni talsvert hrafl I ensku. Hann sagðist hafa siglt á flutningaskip- um vlða um höf og þar lært að elda mat. Það hafði hann sannar- lega gert og gljáandi humarinn var girnilegri en svo að hann fengi nokkur staðizt. Við vorum enda orðin sársvöng og snæddum með beztu lyst. Blessaður karlinn virt- ist himinlifandi og Ijómaði af ánægju, þegar við hældum honum fyrir matinn. Að málsverði loknum var lagzt fyrir I hengirúmi um stund, sumir sofnuðu, aðrir brugðu sér I sjóinn og um sexleytið kom önnur flug- vél að sækja okkur. Flugmaðurinn bað okkur að koma um borð I skyndi, þvl að veðrið væri að versna — og eftir tlu mlnútna flug varð að taka vélina á ratsjá sökum dimmviðris og rigningar. Það átti sýnilega ekki af okkur að ganga þennan dag — en Jack og Charles héldu uppi gleðskap og smituðu frá sér. Fyrr en varði vorum við lent á Paitilla flugvelli, heil á húfi og nokkurri reynslu rlkari — og allshugar fegin að finna fast land undir fótum. LOSTÆTI ÚR LJÖTU ELDHÚSI A stærri eyjunum eru verzlanir, sem Indlánarnir eru mjög svo hreyknir af og minna á gamlar krambúðir. Þar gat m.a. að llta kælikassa fyrir Pepsi Cola — þvl rafmagn er á stærri eyjunum, litlar disilrafstöðvar. Hitun þarf að sjálfsögðu enga né kælingu, þvl að loftslag á þessum eyjum er nánast fullkomið. Heitt. en þó ekki um of. hressandi golan af hafi sér fyrir þvl. Þar þarf heldur hvorki að óttast snáka né skordýr — né önnur dýr yfirleitt. Sjórinn er hæfilega volgur og hvltur sandurinn mjúkur undir fæti. Verði manni full heitt er fljótgert að velta sér I skugga pálma- trjánna. Eftir skemmtilega ferð um eyjamar var aftur komið til El Porvenir laust eftir klukkan þrjú og skyldi nú snæddur málsverður, humar og fleira góðgæti. Eftir að hafa litið við I eldhúsinu um ÍEXTI OG MYNDIR: MARGRÉT R. RJARNASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.