Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur KonráS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10 100. ASalstrœti 6. slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. i mánuði innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakið Mikilvægasta og brýn- asta verkefni núver- andi ríkisstjórnar hefur verið að tryggja rekstrar- grundvöll atvinnuveganna og bægja frá þeirri vofu samdráttar og atvinnu- leysis, sem við blasti. Nauð- synlegt var að skrá gengi krónunnar I samræmi við raunverulegt fall hennar. Með því móti styrktist staða útflutningsatvinnu- greinanna. í kjölfar gengislækkunarinnar voru síðan sett bráðabirgðalög um hliðarráðstafanir í sjávarútvegi í því skyni að jafna afkomu milli ein- stakra greina. Alþýðublaðið hefur að undanförnu haldið því fram, að ríkisstjórnin stefni nú að því, í fram- haldi af þessum aðgerðum, að rýra kjör sjómanna með því að breyta skiptahlut- falli þeim í óhag. Öll stjórn- málaskrif Alþýðublaðsins síðustu vikurnar hafa snú- ist um tilbúnar hugmyndir en verið víðs fjarri raun- verulegum ágreiningsefn- um og staðreyndum. Eins er um þessa yfirlýsingu. Enginn fótur er fyrir því, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að breyta hlutareglunum sjómönn- um í óhag. Hitt er ljóst, að sjóða- kerfi sjávarútvegsins er orðið flókið og full ástæða til þess að endurskoða það, ef aðstæður leyfa. Hluti fiskverðs rennur nú að óskiptu til Stofnfjársjóðs fiskiskipa. Þessi sjóður var stofnaður í tíð viðreisnar- stjórnarinnar, þegar Alþýðuflokkurinn fór með sjávarútvegsmálin. Fram- lag til stofnfjársjóðsins hefur nú verið hækkað úr 10 I 15%, en í einstökum tilvikum lækkað úr 20 í 15%. Með þessu móti fær sjóðurinn 565 millj. kr. við- bótartekjur, en innstæðum skipa í sjóðnum er varið til að standa undir afborgun- um og vöxtum af lánum. Þá hafa útflutningsgjöld verið hækkuð til samræmis við gengissigið fyrr á þessu ári og gengisfellinguna. Um það bil 88% útflutningsgjaldanna fara til þess að standa straum af vátryggingariðgjöldum fiskiskipa. Þetta fyrir- komulag var einnig tekið upp í tíð viðreisnar- stjórnarinnar meðan Alþýðuflokkurinn réð sjávarútvegsráðuneytinu. Loks má geta þess að gripið hefur verið til þess ráðs að leggja á sérstakt útflutningsgjald til þess að standa undir niðurgreiðsl- um á olíu til fiskiskipa. Hver lítri olíu kostar nú kr. 14,30 en útgerðin greiðir aðeins kr. 5,30 samkvæmt fyrirheiti sem fyrrverandi ríkisstjórn gaf í ársbyrjun. Á hinn bóginn brugðust þær tekjuöflunarleiðir, sem fyrirhugaðar voru. Af þeim sökum var talið nauð- synlegt að grípa til þessa ráðs, enda ljóst, að útgerð- in gæti ekki risið undir þeim bagga að greiða olí- una fullu verði eins og nú háttar. Alþýðublaðið hefur ekki getað fjallað um þau raun- verulegu viðfangsefni, sem nú er við að glíma í efna- hagsmálum þjóðarinnar, það ræðir einungis um fyrirbrigði, sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikan- um. Eigi að síður er ástæða til þess að krefja Alþýðu- flokkinn svara. Á hvern hátt átti t.d. að fara með þetta vandamál? Átti út- gerðin ein að standa undir þessum hækkunum? Vill Alþýðuflokkurinn e.t.v. jafna þeim á milli ein- stakra greina sjávarút- vegsins? Eða er það skoðun Alþýðuflokksins að leggja h^fði átt nýja skatta á landsmenn til þess að greíða niður olíuna fyrir fiskiskipin? Þátttaka Alþýðuflokksins í raun- verulegum stjórnmálaum- ræðum er í lágmarki, en þó verður að gera þá kröfu til hans að hann geti svarað spurningum af þessu tagi. Fæstum dylst að hér var um óhjákvæmilegar að- gerðir að ræða. Hitt er ljóst, að færa má rök að því að sjóðakerfi útvegsins sé orðið of flókið. Fulltrúar farmanna og fiskimanna hafa lagt á það áherslu í viðræðum við ríkisstjórn- ina að þetta sjóðakerfi verði stokkað upp. I viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra um þetta atriði: „Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að ger- breyta hlutaskiptafyrir- komulaginu, og ég vil fyrir mitt leyti vera þess hvetj- andi, að það verði gert, en þá verða bæði útvegsmenn, sjómenn og ríkisvaldið að ganga til þeirra samninga á þann veg, að litið sé á allar þessar þarfir og þær tekn- ar inn í heildarkostnað út- gerðarinnar." Þessi ummæli gefa ekk- ert tilefni til þeirra tilbúnu og margendurteknu full- yrðinga Alþýðublaðsins, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að breyta skiptahlutfalli sjómönnum I óhag. Þvert á móti hefur sjávarútvegs- ráðherra lagt áherslu á að kerfisbreyting af þessu tagi yrði gerð í samvinnu og með samningum við sjó- menn og útgerðarmenn. Af þessu má sjá, að engin áform eru uppi um að rýra skiptahlutfall sjómanna. Fullyrðingar um annað eru staðlausir stafir. Sennilega yrði það vænlegra til árangurs fyrir Alþýðu- flokkinn að hefja þátttöku í stjórnmálum á ný í stað þess að tönnlast í sífellu á tilbúnum hugdettum. Hvað vill Alþýðuflokkurinn gera? Rey kj aví kurbréf ►Laugardagur 26. okt. Björn Ólafsson Fremri röð frá vinstri: Visotin, forstöðumaður alþj sendiherra, Nikolai V. Podgorny, forseti Sovétríkja mála Sovátrfkjanna. Aftari röð frá vinstri: S. D. Komissarov, fulltrúi, Kh D. S. Nikiforov, protokollmeistari, P. V. Klimenko rfkisráðuneytisins, A. Baidanov, fulltrúi forsetas utanrfkisráðuneytisins. Með Birni Ólafssyni, fyrrum ráðherra, er hniginn í valinn einn svipmesti fulltrúi fslenzkrar verzlunarstéttar. Hann var einn þeirra merku manna af „gamla skólanum", sem með dugnaði og góðum gáfum brauzt til valda og áhrifa og setti svip á samtíð sína. Björn Ólafsson tók virkan þátt í félagsstörfum ýmiss konar, auk þess sem hann iagði gjörva hönd á margvísleg efni, sem heilla fram- kvæmdamenn, verzlun, iðnað og útgerð, og var hvarvetna í farar- broddi. Björn Ólafsson átti sæti í ríkis- stjórnum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, m.a. sem menntamálaráð- herra, enda þótt hann væri að mestu sjálfmenntaður og minnti að því leyti á annan merkan full- trúa verzlunar og iðnaðar í land- inu, Björn Kristjánsson, fyrrum ráðherra. En lengst verður Björns Ólafssonar minnzt sökum þess, að hann var fjármálaráðherra í lýð- veldisstjórninni svonefndu, en hún var utanþingsstjórn, eins og kunnugt er, og umdeild að því leyti. Þegar Björn Olafsson leit yfir farinn veg og minntist f samtali við einn af ritstjórum Mbl. á 20 ára afmæli lýðveldisins, hvernig honum var innanbrjósts á Lög- bergi 1944, svaraði hann: „Mér fannst, er ég sat á þingpallinum með veðurofsann beint 1 andlitið, að við værum að leysa landfestar og leggja úr höfn á skipi, sem enginn vissi, hvernig mundi láta að stjórn. Við höfðum óskað að stjórna okkar eigin farkosti og öiium mátti nú vera ljóst, að far- sæld hans var komin undir vizku, þroska og manndómi okkar sjálfra. Síðan eru nú liðin 20 ár, verkefnin hafa stækkað þjóðina og hún hefur ekki kiknað undir vandanum, sem hún tókst á hendur 17. júní 1944. Hún hefur sýnt, að hún er verðug frelsisins, og hún hefur með djörfung og bjartsýni stýrt skipi sínu. Áföllin hafa ekki verið meiri en búast mátti við, þegar beitt er upp í vindinn." Björn Ólafsson var mikil kempa og lýsa þessi orð honum sjálfum og afstöðu hans til framtíðar ís- lenzku þjóðarinnar. Vonandi á sú bjartsýni, sem felst í þessum orðum hans, ávallt við rök að styðjast. Björn Ólafsson var sjálf- stæðismaður 1 tvennum skilningi, fyrir hönd þjóðar sinnar og ekki síður vegna þeirrar trúar, sem hann hafði á einstaklingnum i frjálsu þjóðfélagi og möguleika hans til að berjast til þess frama, sem farsæld og hæfileikar hvers og eins standa til. Sjálfur var Björn Ólafsson einn þeirra manna, sem hafa verið hvað beztir fulltrúar þjóðar sinnar á þessari öld sakir þreks og mann- dóms. Hann var einarður maður, en sanngjarn. Þrekmenni í útlegð En aðrar þjóðir hafa einnig átt sín þrekmenni. A okkar dögum getum við nefnt marga slíka yfir- burðamenn, Solzhenitsyn kemur fyrst í hugann og svo menn eins og Andrei Sinjavsky og hans líkar, en Sinjavsky var dæmdur í margra ára þrælkunarvinnu í Sovétríkjunum vegna ritverka sinna, eins og flestum er 1 fersku minni. Maður heitir Robert Conquest. Hann hefur skrifað undirstöðu- verk um Sovétrfkin og er þar flestum hnútum kunnugur, enda er bók hans, The Great Terror, eitt þeirra rita, sem hvað mest áhrif hefur haft á söguskoðun samtfmans. I grein, sem Robert Conquest ritaði ekki alls fyrir löngu í Soviet Analyst, fagnar hann því af alhug, að þeir fjöl- mörgu útlagar frá Austur-Evrópu löndum, sem leitað hafa hælis í lýðræðislöndunum í Vestur- Evrópu, skuli hafa tekið þá ákvörðun að gefa út tímarit á rússnesku, sem þeir nefna Kon- tinent. Unnið hefur verið að því að safna efni f ritið og munu bæði Solzhenitsyn og Andrei Sinjavsky leggja því lið, auk annarra merkra útlaga og samherja þeirra. En þá allt í einu birtist opið bréf frá þýzka rithöfund- inum Gtinter Grass til Sinjavskys í Stiddeutsche Zeitung í MUn- chen, þar sem útlagarnir eru gagnrýndir fyrir að taka þátt í útgáfu fyrrnefnds tímarits og þeir varaðir við þeim öflum, sem hafa fallizt á að fjármagna tíma- ritið, s.s. forlagi blaðakóngsins Springers, og er ástæðulaust að fara frekar út í þá sálma hér. En það vakti mikla athygli, þegar Sinjavsky svaraði GUnter Grass fullum hálsi í sama blaði og er ekki úr vegi að birta svar hans hér, en það er á þessa leið: „Kæri GUnter Grass. Mér fannst undar- legt að lesa það í hinu opna bréfi yðar til Alexanders Solzhenitsyns og mín, að við rithöfundarnir, sem eigum hlutdeild að hinu nýja tímariti Kontinent séum í sam- vinnu við annarleg öfl og „drottn- unarveldi" Springers, sem sé jafn skelfilegt og Leninisminn og Stal- inisminn, og að við séum óviljandi nærri því að verða stuðnings- menn fasismans. Ég ber ekki glöggt skyn á vest- ræn málefni. Ég hef enga reýnslu hvað viðkemur baráttu vestræns lýðræðis og það er ekki mitt mál að láta fara fram rannsóknir á þessu útgáfufyrirtæki eða öðrum, eða á þessum eða hinum auð- hringnum, eins og þér orðið það, eða skera úr um það, hverra pen- ingar eru hér betri eða verri. Þér dragið greinilega ályktanir yðar af baráttu milli stjórnmálaflokka 1 yðar landi. Mig og vini mína skiptir aftur á móti tlmaritið Kontinent aðeins máli sem slíkt . . . Haldið þér e.t.v. að við værum reiðubúnir að lúta ein- hverjum f einu og öllu? Haldið þér, að kröfur um frelsi, mannúð og umburðarlyndi séu ekki í sam- ræmi við stefnu þess útgáfufyrir- tækis, sem við höfum samvinnu við? Orðið „Springers-hringurinn" hljómar illa 1 yðar munni — álíka og „Tító-klíkan“ eða „fasistinn de Gaulle", sem við í Rússlandi vorum hræddir við frá barnæsku. Án þess að ég láti mig málefni þessa „auðhrings" neinu skipta, því að mér eru þau einfaldlega ókunn, vil ég þó fullyrða, að þetta „slæma félag“ hefur þrátt fyrir allt, ef dæma á eftir sama mæli- kvarða og þér gerið í bréfi yðar, ekki enn skotið einn einasta rit- höfund eða sent í fangabúðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.