Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 29

Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTOBER 1974 29 Rætt við framkvæmda- stjóra FSN: Askcll Einarsson, fram- kvæmdastjóri FSN, fyrrver- andi bæjarstjóri á Húsavfk. Byggðabandalag Hver landshluti hefur sin staðbundnu sérkenni. Og fólk- ið, sem landshlutana byggir, hefur sín einkenni: í máifari, háttum og þankagangi. Nútíma samgöngur hafa að vísu fært byggðir saman og máð að nokkru þann mismun, sem áður var. Norðlendingar vóru og eru enn með sitt sérstaka svipmót. Húnvetningar, Skagfirðingar, Tvær fræðsluskrifstofur á Norðurlandi Samkvæmt lögum um grunn- skóla verða stofnsettar tvær fræðsluskrifstofur á Norður- landi. Önnur á Akureyri, fyrir Norðurland eystra, hin á Blönduósi fyrir vesturhlutann. Gert er ráð fyrir því, að þær taki til starfa á næsta ári og að stöður fræðslustjóra verði aug- Strjálbýli tilheyrandi tilkostnaði. Ekki er að efa, að þetta ástand raforku- mála hefur verið þröskuldur i vegi eðlilegrar iðnþróunar í landsfjórðungnum. Væntanleg Kröfluvirkjun er spor i rétta átt, en nokkur ár munu liða þar til raforka frá þeirri virkjun verður að veru- leika. Þegar þarf að velja á milli fyrirliggjandi valkosta á Norðurlandi í ákvörðun nýrrar virkjunar, í landsfjórðungnum sjálfum. Þar sem vötn falla í norður ið. Hér verða þau mál ekki rædd, aðeins látin i ljós sú von, að þær megi gefa góða raun fyrir fjórðunginn, og verði hraðað sem frekast má verða. Varðandi samgönguáætlun kemur i hugann, að sveitarfé- lög hér nyrðra hafa stofnað samstarfsfélag, Norðurbraut hf., um varanlega gatnagerð á Norðurlandi, en á þvi sviði eru mörg og stór verk óunnin. Von- andi hefjast framkvæmdir á vegum félagsins á næsta ári. Vinna þarf að margháttaðri áætlanagerð varðandi fjórðung- inn: landbúnaðaráætlun, iðn- þróunaráætlun, ferðamálaáætl- un o.fl. Hólar f Hjaltadal. Höfuðstaður og menntasetur Norðlendinga um margra alda skeið. Enn segja Norðlendingar: „heim að Hólum“, eins og kynslóðirnar hafa gert gegn um aldirnar. Svo veglegan sess skipa Hólar enn f hugum og hjörtum Norðlendinga. Eyfirðingar og Þingeyingar eiga hverjir um sig sfn sérkenni í þjóðarvitundinni, sem skerpzt hafa i munnmælum og geymd þjóðarinnar. Ætla mætti, að héraðsstolt og svæðarígur tor- veldaði byggðasamstarf norðan heiða. Þó er svo ekki. Þar sem vötn falla í norður eru elztu starfandi landshlutasamtökin: Fjórðungssamband Norðlend- inga, sem verður 30 ára á næsta ári. Norðurland skiptist engu að síður í nokkur afmörkuð svæði, sem hvert um sig er samstarfs- vettvangur um héraðsmálefni, innan sýslunefnda og milli kaupstaða og aðliggjandi sveita. Siglufjörður og Ólafs- fjörður hafa sérstöðu sem hreinræktaðir útgerðarstaðir, með takmörkuð tengsl við land- búnaðarhéruð. Fjórðungssamband Norð- lendinga (FSN) er samnefnari norðlenzkra sveitarfélaga; byggðabandalag, til að virkja samtakamátt Norðlendinga um sameiginleg hagsmunamál. I tilefni af 16. fjórðungsþingi FSN beindum við nokkrum spurningum til framkvæmda- stjóra þess, Áskels Einarssonar, fyrrv. bæjarstjóra í Húsavík. — Frásögn hans verður efnislega rakin hér á eftir. lýstar til umsóknar upp úr næstu áramótum. Ljóst er, að fræðsluumdæmin nýju hafa veigamiklu hlutverki að gegna. Hinsvegar skortir landshluta- samtökin tekjustofn til að mæta kostnaði við þau. Fræðsluráðin verða sjálfstæðar stofnanir, en ekki deildir landshlutasam- taka, og kostnaðarhliðin hlýtur að þurfa nánari könnunar við. Stefna FSN f menntamálum f dag markast m.a. af: 1) Að fiskvinnslu- eða fisk- iðnskóli verði stofnsettur í Siglufirði. 2) Nýr tækniskóli og nýr verzlunarskóli verði staðsettir á Norðurlandi. 3) -Hjúkrunarnám verði hafið við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 4) Starfsemi tónskóla fái sams konar kostnaðarlega viðurkenningu og aðrar náms- brautir í skólakerfinu. 5) Starfsgrundvöllur héraðs- bókasafna og bæjarbókasafna verði efldur. 6) Vegur Hóla f Hjaltadal, hins forna menntaseturs og höfuðstaðar Norðurlands, verði efldur. Orkumál og iðnþróun Beinn raforkuskortur og óvissa í raforkumálum Norður- lands hefur verið eitt stærsta vandamál fjórðungsins undan- farin ár. A Norðausturlandi hafa truflanir í raforkufram- leiðslu valdið umtalsverðum óþægindum og tilkostnaði hjá ibúum kjördæmisins. I vestur- hlutanum er stór hluti rafork- unnar dísilframleiddur, með Landshlutaáætlanir Unnið er að samgönguáætlun fyrir Norðurland og landshluta- áætlunum fyrir Norðurland vestra og N-Þingeyjarsýslu. Þessar áætlanir eru seinar í vinnslu og skiptar skoðanir eru um, hvern veg að þeim er stað- Landshlutasamtökin Það er að mínu mati tíma- bært að lögfesta stöðu lands- hlutasamtaka sveitarfélaga í stjórnkerfinu. Reynslan hefur sýnt, að þessi samtök eiga fullan rétt á sér og að þau hafa áunnið sér sinn sess. Ég tel, að ekki megi blanda þessu máli saman við hugmyndir manna um fylkjaskipan, sem er óskylt mál. Landshlutasamtökin eru sveitarstjórnasamtök, í senn þjónustu-, hagsmuna- og stjórn- unarsamtök, í umboði sveitar- stjórna. Síðustu ár hafa verið tíma- mótaár í búsetuþróun á lslandi. Á sl. ári, 1973, náðist í fyrsta sinn um langt árabil jafnvægi í íbúaaukningu landsbyggð- arinnar miðað við Stór-Reykja- víkursvæðið. Þessu þarf að fylgja eftir meó markvissum aðgerðum í framleiðsluupp- byggingu landsins. 1 þessu efni hafa landshlutasamtökin mik- ilsverðu hlutverki að gegna. Tímabært er að nkisstjórn og Alþingi stuðli að því, að lög- festar verði til lengri tíma sér- stakar aðgerðir til að tryggja þetta byggðajafnvægi, sem og stöðu samtakanna í því starfi og stjórnkerfinu. sf. Fréttabréf úr Meðallandi Hnausum, 18. oktl974. Veður og heyskapur Nú hefur rignt nokkuð, en mjög gott veður hefur verið undanfar- ið. Kom það sér vel fyrir þá, sem hafa haft lömb á túnum. Það lán- ast verr, ef óveðrasamt er. Jörð sölnaði snemma, enda kom gróður óvenju fljótt í vor. Nú stendur yfir sauðfjárslátrun og er eflaust með drýgra móti. Var heyfengur víða lélegur. Þar sem verst var hér f sveit má þykja gott, ef náðist þriðji partur, miðað við 1 fyrra. Þetta eru af leiðingarnar af ótíðar- kaflanum mikla fyrri part síðast- liðsins vetrar. Líklega þeim versta á öldinni, því 1918 voru meiri stillur. Þarna var um köfn- un að ræða. Líkt mun ástandið vera á Brunasandi og sums staðar í Álftaveri, en ógleggra hef ég frétt þaðan. Misjafnlega hafa menn sloppið út úr þessu og hall- andi tún í Meðallandi kól minna. Sumir hafa þegar keypt hey, en fyrningar bjarga þessu eitthváð við. Örn Örnin kom í fyrra um veturnæt- ur og hélt til við Edduvatnið þangað til í þorrabyrjun. Hún hef- ur alltaf komið síðan veturinn 1967—'68. Verstu veturna á þessu tímabili kom hún um veturnætur og var þá stundum til vors. Þetta er voldugur fullorðinn fugl. Ég hef ekki haft spurnir af henni ennþá. Rafmagn Nú er langt komið að rafvæða alla bæi í Meðallandi frá Rafveit- um rfkisins. Að Botnum er þó ekki lagt ríkisrafmagn, en þar er verið að byggja stóra vatnsafls- stöð. Líður senn að því að nær öll byggðin „milli Sanda“ fái ríkis- rafmagn, en nú er unnið að því í Fljótahverfi og Álftaveri. Beruflóð I sumar var að mestu lokið við að grafa fram Beruflóð. Eitt sinn var það allmikið stöðuvatn, en það er nú að mestu fullt af sandi. Þarna var áður silungurog mikill áll, meðan vatnið var nógu djúpt, en er nú hvort tveggja horfið. Er skurðurinn er fullgerður þorna miklar ógöngur, er hafa orðið margri sauðkindinni að fjörtjóni. Skurðurinn gerir aðstöðu til bú- setu allt aðra á stóru svæði, þar sem túnin hafa verið komin í eyði- leggingu vegna bleytu. „Að hverju sem mér verður það” Meðallandið er orðin allt önnur sveit eftir að skurðgröfurnar komu. Þarna hefur mörg blástararbláin þornað. Sumar eiga sér sögu, sem hverfur með þeim. Hún er orðin þurr gamla bláin fyrir austan Strönd. Þarna var skírður maður um aldamótin síðustu, þá ferðuðust Mormónar um landið og boðuðu mönnum trú sína. Trúboðinn skírði. Það var kuldaveður og þeir lentu þarna í mikilli vosbúð. Þetta var niður- dýfingarskírn og sá hængur varð á athöfninni, að skírnarþeginn sá aldrei heilagan anda hversu oft sem honum var difið í blána. Sein- ast segir Mormóninn: „Sérðu þá mig?“ „Já,“ segir hinn. Varð það þá að duga. Var víst hvort tveggja, að Mormónanum var orð- ið nógu kalt og þótt leitt, ef hann drekkti þarna manninum. Ingimundur Eiríksson á Rofa- bæ var þá orðinn gamall og ævin senn á enda. Mormóninn kom að Rofabæ og boðaði heimilisfólkinu nýja trú. Er hann hafði lokið máli sínu segir Ingimundur: „Ég ætla nú að reyna að halda mig við kenningu þeirra Hallgríms Péturssonar og meistara Jóns, „að hverju sem mér verður það.“ Sumum náttúruverndarmönn- um er illa við uppþurrkun og áður var mjög mikið fuglalíf við Beru- flóð, en nú er það að mestu horfið, minkurinn hefur séð fyrir því. Og það er engin hætta á að ekki verði mýrar í Meðallandi, því mikið af landinu innan sandgræðslugirð- inganna verður mýrlendi. Eldvatn Laxveiði varð minni í Eldvatni á veiðisvæði Stangveiðifélags Hafnfirðinga en undanfarin tvö ár, u.þ.b. rúmlega 30 laxar, urðu rúmir 100 í fyrra. Var miðhluti veiðitímans hálfdauður nú og ekki sízt hvað sjóbirting snerti, en hefur alltaf verið bestur. Þetta ár mun þó marka tímamót hvað ána snertir. Þar sem mestur sandur var hjá Feðgum var hún þrengd og ýtt út af miklu sand- svæði þar utar. Gæti farið svo, að lítill sandur yrði i ánni fyrir vest- an Hnausa næsta sumar. 10.000 niðurgöngulaxaseiðum var sleppt í Eldvatn i sumar og voru nú í fyrsta skipti höfð i þró við ána í nokkurn tíma. Kúðafljót Áður kom oft fyrir, að Kúða- fljót flæddi austur á byggðina í Meðallandi, erþað spilltistá vetr- um. Var það þá mesti vágestur. Fyrir nálægt 20 árum var komið í veg fyrir þetta með fyrirhleðsl- um. Að því er kunnugir segja er fljótið nú byrjað að brjóta sér leið austur aftur. Er ekki um annað að ræða en koma í veg fyrir það, að öðrum kosti leggst aðalbyggðin f sveitinni í eyði. Þarna eru allt rikisjarðir og margar orðið vel upp byggðar. Yrði það tvennt ólíkt fyrir rikið að gera og halda við fyrirhleðslum við fljótið eða að þurfa að kaupa upp mannvirk- in á jörðunum. Vilhjálmur. Hilmar Foss lögg. skjalaþýð. og dómt. Hafnarstræti 11 — simi 14824 (Freyjugötu 3 7 — simi 12105) margfaldor markod vðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.