Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974
31
Öli fær sér drykk úr kókoshnotu, en
drykkurinn var bananabjór.
konu sem sat á hækjum sínum
og spændi án afláts á miðja
götu, en feiknastór kassi með
lifandi hænum í haggaðist ekki
á höfði hennar. Það var líka
þarna sem slöngu var hent á
háls Snorra og blessunin vafði
sig um hann með það sama, en
ekki leið á löngu þar til Snorri
hafði smogið úr fangi hennar.
Við skoðuðum hafnarborg
Mombosa, þrælamarkað og
fleira og svo var farið í sólbað.
Ut úr þvi komu algjör ham-
skipti hjá sumum og þótti nú
ekki slorlegt i lokin að hafa
nýja húð út úr klabbinu.
Skömmu eftir að við vorum
setztir að í sólinni, sem dólaði
beint fyrir ofan kolla okkar,
urðum við ægilega þyrstir, en
Daði leysti málið snarlega með
því að klifra upp í 15 metra hátt
kokospálmatré og henti niður
til okkar kokoshnetum. Hins-
vegar gekk verr hjá honum að
komast niður, því hann var í
stuttbuxum einum fata og með
fremur viðkvæma kríka.
Svo var farið í flugtúr og
stoppað í Nairobi þar sem við
hittum Birnu skáta úr Keflavik
og spásseruðum með henni í tvo
daga vítt og breytt. Það var
farið í næturklúbba og mikið
var okkur boðið af eiturlyfjum
og öðru slíku, en ekki féll það i
kramið hjá okkur og prangar-
arnir höfðu lítið upp úr því. Við
stöldruðum við í sex daga I
Nairobi og kynntum okkar sex,
gróðurfar, mannlíf og eitt og
annað áður en við héldum aftur
til Kaupmannahafnar eftir frá-
bæra Afrikuferð, sem SAS
skipulagði einstaklega vel. Það
var allsstaðar tekið á móti okk-
ur, hótel og allt var fyrsta
flokks og hver þáttur þannig
óaðfinnanlegur.
I Kaupmannahöfn var stuttur
stanz áður en við flugum heim
á leið, en þó ákváðum við þar að
næst skyldi kannaður mögu-
leiki á ferð til Grænlandsfjalla.
— Bless með von um gott'
gengi,
Eyjapeyjarnir.
Litið á dýrin f Lake Mayara-
þjóðgarðinum.
, ,Þar hefurjllinn
allan rétt í
umferðinni ’ ’
.Jngblfur töb fmr lanb er
nnjeitir IngóIfJjöfbi.
lanímámabób Zkap. bljs 32.
GUÐLAUGUR A. MAGNUSSON
skartgripaverzlun
Þýzkunámskeið
Germaníu
hefjast 4. og 6. nóv.
Mánudaginn 4. nóv. fyrir byrjendur í 6.
kennslustofu Háskólans kl. 20 — og miðviku-
daginn 6. nóv. á sama stað og tíma fyrir þá sem
lengra eru komnir. — Allar upplýsingar verða
gefnar í I. kennslustund.
Germanía.
Jarðýta
Vil kaupa eða taka á leigu jarðýtu 1 2 tonn eða
þyngri. Upplýsingar í síma 53773 milli 7 — 9 í
kvöld og næstu kvöld.