Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974 33 Jóhann Þórólfsson: Hugleiðing um stöðu at- vinnumála á Reyðarfirði Ágætur Austfirðingur kvað eitt sinn svo: Sérhæð í Heimahverfi m. bíl- skúr. 6 herbergja sérhæð, (1. hæð) sem skiptist i 4 svefnherb. 2 stofur o.fl. Bílskúr m. hita og rafmagni. Uppl. aðeins gefnar á skrifstofunni (ekki i sima) Eignamiðlunin, Vonarstræti 12, Sími 27711. Við Ljósheima Til sölu 4ra herb. endaíbúð á 8. hæð með 3 svefnherb. Vönduð íbúð. Svalir. Gott útsýni. Ibúðin er til sýnis í dag sunnudaginn 27. október kl. 3—6 e.h. Uppl. ísímum 21 155 — 30083. „Þótt ég lifi og leggi [ strand langtfrá dölum þínum, aldrei hverfur Austurland andans sjónum minum." Ég er sama sinnis og sá góð maður, en að sjálfsögðu verður Reyðarfjörður alltaf fegurstur í minum augum og þaðan á ég beztu minningarnar. Það er því ekki óeðlilegt eftir margra ára fjar- véfu, að ég fari að velta því fyrir mér, hveYrng á þvi standi, að Reyðarfjörður hefur dregist aftur úr með uppbygg- ingu atvinnutækja, með þeim afleið- ingum, að þar hefur ekki orðið fólks- fjölgun svo nokkru nemi síðan 1 967. Á árunum 1 960 — 1 967 var mikil síldveiði við Austurland og þá voru á Reyðarfirði fjórar sildarsöltunarstöðvar og þar var byggð stór slldarverksmiðja, enda var þá nóg atvinna o'g fólki fjölg- aði ört. Láta mun nærri, að helmingur allra húsa á Reyðarfirði hafi verið reist- ur á þeim árum. Þegar síldin hvarf og upp var staðið voru síldarsaltendur að sjálfsögðu misjafnlega staddir fjárhags- I lega, sumir höfðu lagt í mikinn kostnað við að byggja upp hinar fullkomnustu sildarsöltunarstöðvar. Svona mun ástandið hafa verið á öðrum stöðum á Austurlandi, en þeir voru fljótari að átta sig á, að eitthvað varð að koma í stað síldarinnar. Og afleiðingin er, að alls staðar eru komnir skuttogarar nema á Reyðarfirði. 10 okt. s.l. sá ég I Þjóðviljanum grein um Reyðarfjörð eftir Helga Selj- an, alþingismann, þar sem hann segir fréttirfrá staðnum og nágrenni. I grein- inni stendur m a : „Allgóð vinna i frystihúsi KHB í sumar, en það olli mestu um, að KHB á hálfan togara á móti Eskfirðingum, og fær 1 / 4 af afla togaranna tveggja, sem þar eiga heimahöfn." En þingmaðurinn veit vel, að samningur um kaup á þessum togara var Reyðfirðingum alveg óvið- komandi og hinn óhagkvæmasti f alla staði. Ég hygg, að hefðu þessir samn- ingar aldrei verið gerðir, hefðu Reyð- firðingar verið búnir að fá sinn eigin togara, og furða ég mig reyndar á, að stjórn KHB skyldi samþykkja þessi kaup. Þingmaðurinn telur það allgóða atvinnu í frystihúsi KHB, að á timabil- inu frá mat-byrjun til ágúst-loka hefur vinna ekki verið nema annanhvern dag til jafnaðar. Ætli fólki á Norðfirði hefði þótt það allgóð atvinna? Síðar i sömu grein nefnir Helgi, að fenginn hafi verið sameiginlegur byggingarfulltrúi fyrir Reyðarfjörð og Eskifjörð, og að sjálfsögðu hefur hann aðsetur á Eski- firði eins og togarinn. Samvinna er að sjálfsögðu æskileg, ef hún er byggð á jafnréttisgrundvelli. Það er ekki langt á milli þessara tveggja staða eins og allir vita, en ekki eru það 15 km heldur 7 km siðan Eskfirðingar færðu hreppamörkin inn á miðjan Hólmaháls, og ef þeir tækju jafnlagt skref í næsta áfanga yrði ekki nema einn km til Eskifjarðar. Ég vil taka það fram, að ekki er hægt að kenna stjórnvöldum um allt það, sem úrskeiðis hefur farið með upp- byggingu atvinnufyrirtækja á Reyðar- firði, þar á sofandaháttur hreppsnefnd- ar staðarins sinn stóra þátt; eins og hún telji það ekki í sínum verkahring að standa að atvinnuuppbyggingu ásamt einstaklingum og félögum. Það má segja, að oft var þörf en nú er nauðsyn að Reyðarfjörður eignist skut- togara og hafin verði markviss barátta til að rétta við stöðu byggðarlagsins í atvinnumálum með því að byggja fyrir- tæki til fullvinnslu sjávarafurða og ann- ars iðnaðar, en ekki með þvl að vera að eltast við að ná til staðarins tveimur eða þremur skrifstofumönnum. Reyðfirðingar þurfa að sameinast um að vinna upp það forskot, sem önnur byggðarlög fyrir austan háfa náð á siðustu árum. Við hreppsnefnd Reyðarfjarðar vil ég segja, að hafi hún ekki dug eða kjark til þess að greiða götu þeirra ungu manna, sem nú eru að berjast við að koma fyrstihúsi Fisk- iðju Austurlands h.f í gang, vil ég benda henni á að skreppa á námskeið á Stöðvarfjörð eða til Breiðdalsvíkur, og ef það ekki dugar þá ætti hún að reyna að búa til þó ekki væri nema einn „Alla". Ef það tækist er ég sann- færður um, að það yrði algjör bylting i atvinnumálum Reyðarfjarðar Jóhann Þórólfsson. Parhús í Vesturbæ Á 1. hæð eru stórar stofur m. svötum, eldhús, gestasnyrting, gott hol. Á 2. hæð eru 3 góð herbergi og baðherbergi. Svalir út af hjónaherbergi. í risi eru 2 herbergi undir súð. ( kjallara eru 2 herbergi, snyrting, þvottaherb. og geymslur, sér inngangur. Hér er um mjög vandaða eign að ræða á góðum stað. Uppl aðeins á skrifstofunni (ekki í sima). Eignamiðlunin, Vonarstræti 12, Sími 27711. Frá timburverzlun Árna Jónssonar, Vatnsþolinn krossviður (WBP) (Weather and boil proof) Allar þykktir. Margar stærðir. Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar og Co. hf., Laugavegi 148, — simar 11333 — 11420. Kosning safnaðarnefndar fyrir Seltjarnarnessókn i Reykjavíkurprófastsdæmi fer fram á fundi, sem haldinn verður i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, laugardaginn 9. nóv. n.k. kl. 2 e.h. Kosnir verða 5 menn í safnaðarnefnd fyrir Seltjarnarnessókn og ennfremur varamenn. n Þá verður einnig kosinn safnaðarfulltrúi fyrir sóknina. Til glöggvunar fyrir safnaðarfólk i Seltjarnarnessókn, visast til auglýs- ingar Kirkjumálaráðuneytisins frá 19. ág. 1963, um skiftingu Reykja- vikurprófastsdæmis i sóknir og prestaköll. Reykjavík, 25. okt. 1974 Dómprófastur Styrktarsjóður ísleifs Jakobssonar Stjórn Styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðarmenn að fullnuma sig erlendis í iðn sinni. Umsóknir ber að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Hallveigarstíg 1, Reykjavík fyrir 1 1. nóvember nk. ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað fram- haldsnám. Sjóðsstjórnin. Tilboð óskast í Clark vörulyftara árg. 1954 gerð Y-6024 m. Hanomag deiselvél. Einnig óskast tilboð í ógangfæra lyftara sömu gerðar ásamt fjölda varahluta. Tækin verða til sýnis hjá Áburðarverksmiðju ríkisins Gufunesi. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir 2. nóv. 1974. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 3ja herb. við Skipholt Höfum í einkasölu mjög vandaða 3ja herb. íbúð í nýlegri blokk um 95 fm 6 metra langar vestursvalir. íbúðin er öll nýmáluð með nýjum teppum. Harðviðarinnréttingar. Ræktuð lóð með malbikuðum bílastæðum. Kennaraskólinn og verzlanir hinum megin við götuna. Verð 4,6 — 4,7 milljónir. Útborgun 3,8 — 4 milljónir. Laus nú þegar. Samningar og fasteignir, Austurstræti 10 a, 5. hæð, simi 24850, heimasími 37272. Fyrirliggjandi: SPÓIMAPLÖTUR sænskar og tékkneskar. Brennigaboon Grenikrossviður Furukrossviður Plasthuðaðar spónaplötur Harðplast Páll Þorgeirsson & Co., Ármúla 27 Símar86-100 og 34-100. óskar eftir starfs fólki í eftirtalin störf: AUSTURBÆR Kjartansgata, Þingholtsstræti, Sóleyjargata, Skólavörðustígur, Laufásvegur frá 58 — 79, Freyju- gata frá 1—27, Grettisgata frá 2 — 35, Úthlíð. VESTURBÆR Vesturgata 3—45. Nýlendugata, Ægissíða 44 — 98, Nesvegur 31—82. ÚTHVERFI Vatnsveituvegur, Fossvogsblett- ir, Selás. SELTJARNARNES Miðbraut. Upplýsingar ísíma 35408. ARNARNES Blaðburðarfólk vantar FLATIR Blaðburðarfólk óskast. Upplýsmgar í síma 52252. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. gefur Guðjón R. Sigurðsson í síma 2429 eða afgreiðslan i Reykja- vík, sími 101 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.