Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 KIRKJAN AÐSTARFI NVLEGA lauk í Reykjavlk haustráðstefnu Æskulýðsstarfs þjððkirkjunnar. Þar var lögð fram skýrsla æskulýðsfulltrúa og umræður voru um ýmis mál. Við ræddum við þá æskulýðs- fulltrúana sr. Guðjðn Guðjðns- son og Guðmund Einarsson. Um hvað fjallaði þessi ráð- stefna? „Lögð var fram skýrsla æsku- lýðsstarfsins frá sfðast liðnu ári og rætt mjög ítarlega það, sem í deiglunni er. Ráðstefnan skipt- ist í tvö megin stef: 1. Skýrsla æskulýðsfulltrúa og starfsnefnda. 2. Endurskoðun á stöðu og starfsháttum æskulýðsstarfs- ins. Framsögumenn voru sr. Ingólfur Guðmundsson, lektor, og Kristján Guðmundsson, félagsmálastjóri Kópavogs." Er þessi ráðstefna einhver nýjung i æskulýðsstarfi kirkj- unnar? „Nei, haustráðstefnan er haldin árlega, t.d. var hún hald- in á Akureyri f fyrra." Hverjir sóttu hana? „Þeir, sem sitja þessa ráð- stefnu, eru menn úr nefndum þeim, sem eru skipaðar af biskupi og fjalla um ákveðin verkefni innan Æskulýðsstarfs- ins. Formenn þessara nefnda mynda miðnefnd, sem heitir æskulýðsnefnd Þjóðkirkj- unnar. Auk þess voru gestir á ráðstefnunni biskupinn, dóm- prófastur, formaður stjórnar prestafélagsins og sr. Jón Dal- bú Hróbjartsson, skóla- prestur." Hverjar eru helstar nýj- ungar? „1 sumar voru sumarbúðirnar reknar á safnaðargrundvelli. Með þessu hefur gamall draum- ur rætzt. Það var ákveðið á síð- astliðnu sumri að reyna að út- hluta söfnuðunum ákveðnum tfma í sumarbúðum okkar að Skálholti. Aðeins Stór-Reykja- víkursvæðið tók þátt í þessari tilraun og hverjum söfnuði var úthlutað einni viku. Prestur viðkomandi safnaðar eða full- trúi dvaldist síðan með börnun- um og það starf, sem siðan hófst í sumarbúðunum í sumar, mun halda áfram innan safnað- anna f vetur og vonandi fram- FRETTIR vegis. Sumarbúðastarfið er með þessu móti ekki afmarkaður starfsvettvangur, heldur liður í barna- og unglingastarfi safnaðanna. Vonir standa til, að æskulýðs- félög og unglingastarf safnað- anna geti haft afnot af húsnæði sumarbúðanna á veturna, undir leiðsögn viðkomandi sóknar- prests. I framhaldi af þessu kom fram á ráðstefnunni, að hlut- verk æskulýðsstarfsins á að vera að vekja og efla barna- og unglingastarf í söfnuðum landsins. Starfsvettvangurinn hefst þegar foreldrar koma með börn sín til skfrnar, og honum lýkur þegar skírnarþeginn stendur í sporum foreldris og ber barn sitt til skírnar. Þetta er sá hringur, sem við miðum við, og hér er ekki einungis átt við lff barnsins, heldur og líf f jölskyldu þess. Það væri ekki úr vegi að nefna helstu nýjungar á þess- um starfsvettvangi. I prentun er bæklingur um heilaga skírn, er nefnist „Kveðja frá kirkj- unni“. Þar er ávarp til foreldra, sagt hvað felst í skfrninni og hvert sé hlutverk foreldra og guðfeðgina. Á baksíðu er síðan fæðingar- og skírnarvottorð. Nýtt fræðsluefni fyrir sunnu- dagaskóla er komið út og nefn- ist „Sunnudagapósturinn". Kostir póstsins eru m.a. þeir, að hann tengir heimili og kirkju. Svo má segja, að í unglinga- starfinu sé stór draumur að rætast þar sem er kvikmynda- safn. Aætlað er að kaupa sjö myndir á þessu ári, sem eiga að vekja ungt fólk til umræðu um kristna trú. Stefnt er að þvf að auka safnið árlega. Við bindum miklar vonir við foringjanámskeið, sem við ætl- um að halda tvisvar á ári á vetri komanda. Við fáum þá ungl- inga, sem lengst hafa starfað í æskulýðsfélögum á þessi nám- skeið og vonum, að þeir verði við það hæfari til að stjórna félögunum. M.a. verður lagt til grundvallar efni frá Æskulýðs- ráði ríkisins. Fermingabarna- mótin má e.t.v. minnast á í þessu sambandi. Fermingarbörnum úr hverri sókn er safnað saman í 2—3 daga ásamt prestinum og hjálparfólki. Presturinn kynnir það efni, sem á að fara f að vetrinum, og um leið kynnist hann betur unglingunum. Hin besta reynsla hefur fengist af slíkum mótum, bæði hérlendis og erlendis. Kominn er út 40 sfðna bækl- ingur, sem hefur að geyma helgileiki og leikrit. Þessir helgileikir eru valdir eftir kirkjuárinu og eru mjög heppi- legir fyrir æskulýðsstarf. Þá er og væntanlegur bæklingur með smásögum, bæklingur með skemmtiefni, sem ætlaður er til nota á kvöldvökum, og loks er von til, að bæklingur með hreyfisöngvum og léttum unglingasöngvum með nótum komi út bráðlega. Æskulýðsdagurinn er árlegur viðburður. Hann er fyrsta sunnudaginn f mars. Mikil vinna er lögð í hann af hálfu æskulýðsstarfsins og verður slíkur dagur haldinn í ár eins og undanfarið." Framhald á bls. 47 Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason. Fóstureyðingar 21.000 læknar frá Belgfu, Frakklandi, Hollandi og fleiri löndum eru nú f alþjóðasamtökum, sem berjast gegn frjálsum fóstureyð- ingum. Samtökin voru stofnuð um miðjan maí f Amsterdam. Um 1.000 hollenskir læknar eru f þeim og telja þeir, að ófætt barn sé raun veruleg mannvera f rá augnabliki getnaðar. Svipuð hreyf ing'. f f Belgfu telur 3.000 félaga. Franskir læknar hafa einnig hafið svipaða herferð. 10.031 læknir hefur skrifað undir yfirlýsingu, sem segir það vera gegn hlutverki læknis að binda enda á þungun til lausnar þjóðfélags-, siðferðis- eða félagslegum vandamálum eða þeim, sem lúta að erfðum. Tala undirskrifta er nú orðin 17.000. Nú eru 36 félög f Evrópu og Bandarfkjunum f þessari alþjóðahreyfingu til verndar mannslffum. HoIIand Nýlega fengu kristnir menn f Hollandi eitt kvöld f viku f sjónvarpi til umráða og níu tfma f viku f útvarpi. Sterk öfl hafa barist gegn þvf, að slfkt efni kæmist f fjölmiðla, en eins konar hlustendafélag hefur verið stofnað með um 140.000 meðlimum og væri þetta árangur af starfi þess. Talið er, að þetta hafi mikið gildi fyrir kristni f Hollandi. Hvað er hlustendafélag? I Noregi starfar félagið Norges Kristelige Radio- og Fjersynslag, NKRF og hefur það hlutverk með höndum að styðja og ýta undir allt gott útvarpsefni. Það mótmælir ef fram koma efni, sem eru f andstöðu við kristna trú og siðferði. Félagið er ópólitfskt og stutt af kristnu fólki úr öllum stjórnmálaflokkum. Öll samtök innan norsku kirkjunnar standa að félaginu, frf- kirkjur og kristileg félög og standa þau vörð um það, sem berst inn á heimili f fjölmiðlum. Þá hafa samtökin hvatt ungt fólk til að leggja stund á nám f „fjölmiðlum“ með þvf að veita styrki til námsins. tölli MMURÍMÍ, SfM HJÁLPMl H6r cr oar.a, setn Jcsús saröi einu cinni. :Jnu sinnt var maöur. í'ar.r. v»: í'rá Ganaríu. hcss vcrr.a /.ollura viö hann Jara- ve"ja. r.aravorjlnn var á fcröaiari. Hann rcið csr.a cftir fáförnura veri, ^ r. r.." t fró mannaby rr;ðum. 3iblíutexti: Lúk. 10:30-37 recluleca 1 brjósti ura hann, or, cekk til hans oc batt ura sárin, svo aö hon- um liöi ekki cinc illa. 3vo hiálpaði hann mann- ir.uir. a bak asrans síns, en Cekk sjálfur oc tcyr.di asnanr.. Þefar þcir höföu Ccnfið lcnci, komu þe',r aö fictihúci, þar sec. þoir fátu fer.fif aö vera utr. nóttir.a. I rislihÚEÍnu ':.jó har.r. olnc vel ura sár raanncins of hanr. .vaL, en raorrur.inr. cftir þurfti hann að halda ferö sinni áfrara. Ilann Allt i einu sá hann manr., scra lá viö v^carbrúnina, nakinn or, mciddur. I’cgar oamverjinr. sá hann, st-pp- aöi hann undir eins. Hann stökk af baki asnans oc fekk nær. Hann sá, aö aum- incja maöurinn hafði ljót sár. Honum var svo illt, aö hann cat varla staöiö upp. Samverjinn kenndi . : ) r því or tok uDra pcráncabudduna sína oc sácöi: "Sjáöu nú vel ura aumincja mar.ninn, svo honum batni fljótt. Ef þaö kostar meira cn þetta, þá skal éc borca þaö, þegar ép kem til baka. Svona ceröi nú Samverjinn, sem Jer.ús saföi frá. Oc Jesú^ Tajöi: "Far þú oc • Ceröu hiö cama." Opna I sunnudagspóstinum. HVAÐ ER SYND? Synd er það, sem er andstætt vilja Guðs. En hvað er þá vilji Guðs? I biblíunni getum við fundið hver vilji hans er með okkur. Hann vill, að við eignumst syndafyrirgefningu fyrir sakir þess, sem Jesús vann á krossinum. Synd ... Það er þetta ... .. . að þú ert ekki eins og Guð vill, að þú sért. ... að þú gerir ekki það góða f öllum kringumstæðum lífsins. . . . að þú brýtur 10 boðorð Guðs. . . . að þú grípur af og til ósannsögli til að komast út úr vandræðum. . . . að þú gerir hluti, sem þú veizt innst inni, að eru ekki réttir. ... að þú gerir þetta af því, að þú elskar þig sjálfan meira en þú elskar Guð og samborgara þína. Synd...er það .. . sem Guð hatar. . . . sem einu sinni aðskildi Guð og hinn fyrsta mann. sem hefur verið manneskjunni til vandræða á öllum tfmum. . . . sem gerir okkur sjálfs- elsk. . . . sem skapar kærleiksleysi til náungans. . . . sem hefur sett þig í þá aðstöðu, sem þú ert í gagnvart Guði. Syndugur maður. Þetta fylgir allt syndinni vegna þess, að Guð hatar hana. Eitt sinn stöndum við frammi fyrir dómi Guðs; þegar jarð- neska lífinu lýkur. Annað hvort eignumst við .. . eilíft líf með Guði, eða .. . eilífa glötun f jarri Guði. Syndin. . . . það var hún, sem Jesús bar. . . . það var vegna hennar, sem Jesús lítillækkaði sig og gerðist maður. . . . það var vegna hennar, sem Jesús leið og þjáðist á krossi. Ef þú vilt eignast fyrirgefn- ingu synda þinna þá trú á Jesú og þú munt eignast eilíft líf. (Ungdom og tiden).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.