Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
Svona urðu
beltisdýrin til
Smásaga eftir
Rudyard Kipling.
Þýðandi
Ingibjörg Jónsdóttir
Hlébarðinn slæmdi loppunni til broddgaltarins og
allir broddarnir stungust inn í loppu hlébarðans. Og
það sem verra var. Hlébarðinn kipptist svo til, að
hann henti broddgeltinum langt inn í myrkviðinn
þar sem enginn gat fundið hann. Svo stakk hann
loppunni í hvoptinn og auðvitað stungu broddarnir
hann sárar þar.
Um leið og hann mátti mæla, sagði hann: „Aha! Nú
veit ég, að hann er engin skjaldbaka, en—“ hann
klóraði sér í kollinum, — „hvernig veit ég, að þessi
er skjaldbaka?"
„Ég er skjaldbaka," sagði sú hægfara. „Mamma
HÖGGNI HREKKVÍSI
Ég veit þér þykir það skemmtilegt, — en Högni kláraði
sig niður af húsþakinu.
þín sagði satt. Hún sagði að þú ættir að veiða mig úr
skelinni með loppunni. Byrjaðu.“
„Það sagðirðu ekki áðan,“ sagði hlébarðinn og beit
broddana úr aumri loppunni. „Þú sagðir, að hún
hefði sagt eitthvað annað.“
„Þú sagðir, að ég segi, að hún hafi sagt eitthvað
annað, en ég skil ekki, að það skipti neinu máli, því
að hafi hún sagt það, sem þú sagðir, að ég segði, að
hún hefði sagt, þá er það nákvæmlega það sama og ef
ég hefði sagt það sem hún sagði, að hún hefði sagt.
Ég held, að hún hafi sagt að þú ættir að taka mig upp
með skeið í stað þess að vökva mig með skel, en það
er mitt mál.“
„En þú sagðir, að þú vildir að ég skóflaði þér upp
úr skelinni með loppunni,“ sagði hlébarðinn.
„Ef þú hugsar þig um veiztu, að það sagði ég
aldrei. Ég held, að mamma þín hafi sagt, að þú ættir
að taka mig upp úr skelinni.“
„Hvað kemur fyrir, ef ég geri það?“ spurði hlé-
barðinn varkárnislega.
„Ég veit það ekki, því að ég hef aldrei verið tekin
úr skelinni fyrr. En það segi ég þér satt og í
einlægni, að þú þarft aðeins að varpa mér í fljótið, ef
þig langað til að sjá mig synda á brott.“
„Ég trúi þér ekki, “ sagði hlébarðinn. „Þú hefur
blandað saman öllu, sem mamma sagði mér og nú
veit ég ekki, hvort snýr fram eða aftur á mér, skottið
eða hausinn og nú ertu að segja mér dálítið, sem ég
skil, svo á ég treysti þér alls ekki. Mamma sagði mér
að henda öðru ykkar í fljótið og ég held, að það hafi
ekki verið þú, því að þú vilt láta henda þér í það.
Stökktu þá bara sjálf í hið straumharða Amazon-fljót
ogflýttu þér.“
„Mamma þín verður ekki hrifin. Ég vara þig við,“
sagði sú seinfara.
„Ef þú ert að minnast á það, sem hún mamma
sagði,“ sagði hlébarðinn, en hann hafði ekki lokið við
setninguna, þegar sú seinfara henti sér í hið straum-
harða Amazon-fljót og synti langa leið undir vatns-
yfirborðinu og fór upp á fljótsbakkann, þar sem
broddgölturinn beið hennar.
ANNA FRÁ STÓRUBORG
— SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD
eftir
Jón
Trausta
lendir og innlendir ævintýramenn, oflátungar og slæpingjar.
Nú þótti varla tryggilegt að sýna þar fríðan kvenmann
fyrir siðleysi hermanna og höfðingja — eða fagurbúinna
flökkumanna.
Tjöldin stóðu dreifð um völlinn allt í kringum lónið i ánni,
en þó einkum niður með ánni að vestanverðu, gagnvart
prestssetrinu, og í hóhnunum. Lögréttan var á sléttunni norð-
an við lónið og tjald höfuðsmannsins skammt burtu þaðan,
en tjald Skálholtsbiskups í stærsta hólmanum. Tjöld lög-
mannanna beggja voru vestan við ána. Flökkulýður og
prangarar söfnuðust að tjöldunum og ráfuðu á milli þeirra
leitandi að einhverju æti. Það voru menn klæddir slitnum
görmum, síbetlandi, kvartandi, syngjandi, þvættandi og jafnvel
stelandi. Filhraustir erfiðismenn óðu berfættir, með bux-
urnar brotnar upp fyrir hné, fram og aftur yfir kvíslamar í
ánni og báru menn á bakinu.
Og drykkjuskapurinn —f Drykkjuskapurinn var eitt af
höfuðeinkennum þessarar háu samkundu. Það var ekki leng-
ur hin milda vima af öli og léttum þrúguvínum, sem verið
hafði í gamla daga. Nei, nú var brennivínið komið til sög-
unnar. Nú gátu menn drukkið sig blindfulla á fám augna-
blikum í þessu ramma, tæra aqua vitae. Og um þetta var ekki
svikizt á þinginu við öxará. Hver dagur endaði með veizlu,
hver veizla með samdrykkju, hver samdrykkja með uppsöl-
um og áflogum. Það var dyggS að drekka sig ærlega fullan.
Það var móðgun við húsbóndann að láta hann ekki sjá, að
maður hefði þegið vínið hans. Það var gaman til frásagnar og
jók samdrykkjugleðina, ef menn komust ekki út úr tjaldinu
til að „afferma“. Það var gaman að geta sigað einhverjum
bráðlyndum náungum saman í áflog, svo að dálítið blóð drypi.
Blóð var ómissandi krydd í vínflóðið. Drykkjuháreystin barst
um hinar björtu nætur út yfir hljótt og alvarlegt hraunið og
endurkvað frá hinum gömlu gjáveggjum, sem svo margt og
margt hafa bergmálað um ævina. Það var rifizt og bölvað og
skammazt og svarið á eins konar babýlonískum hrærigraut
úr íslenzku, norsku, dönsku, ensku, lágþýzku og latínu.
títlendir og innlendir oflátungar og uppskafningar föðmuð-
ust og flugust á til skiptis. Að lokum voru sumir bornir sof-
andi heim í tjald sitt. Aðrir lágu eins og hráviði til og frá
úti í hrauni, gulir, rauðir, grænir og bláir á belginn, eins og
sveiptir í pjötluábreiður, og gulir, rauðir og grænir í framan
eftir áflogin og uppsölurnar og brennivínskrampann. Þó þótti
sá maðurinn mestur, sem búinn var að drekka sig fullan að
nýju fyrir hádegi næsta dag.
Þetta og annað þaðan af verra urðu gömlu fjöllin, sem
standa kringum Þingvallasveitina, að horfa á, — fjöllin, sem
staðið höfðu þar á gullöldinni, söguöldinni, Sturlungaöldinni
og öld biskupavaldsins. Margt höfðu þau misjafnt séð að
undanfömu, satt var það; en nú fór þó stöðugt versnandi,
því að nú fóru gallarnir í vöxt, en færra og færra var til
að bæta þá upp.
En því fer betur, að hér að framan er þó ekki alþingi öllu
lýst. Innan í þessum flökkulýð, sem klæddur var görmum
ýmist úr silki eða vaðmáli og gaf alþingi svip við fyrstu sýn, —
mcðimofgunlMiffinu
n
Sem ég heiti Napóleon
Bónaparte — læknir,
borga ég fyrir þessa
hjálp yðar.
Ég er vant við látinn —
hringdu seinna.
r\
/oj/L - §*rp
Þú hlýtur að sjá, að þú
ert vonlaus.
Matur — hraðþjónusta.
IBíR-
Það er ekkert í pökkun-
um — aðeins til að vekja
öfund nágrannanna.