Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 46

Morgunblaðið - 27.10.1974, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 Aðsent: **••••* Síðastliðinn áratug hef ég fylgzt talsvert með kvikmynd- um sökum þess að ég hef meira dálæti á þeim en leikhúsum. Kvikmyndagagnrýni i dag- blöðunum hef ég einnig lesið, þegar ég rekst á slík skrif. Margar umsagnir hafa verið góð blaðamennska, en oft hef- ur kvikmyndagagnrýni verið höfundi sínum til skammar. Eina sögu kann ég að segja af kvikmyndagagnrýnanda. Sagan er hvorki atvinnurógur né níð. Eg segi þessa sögu af því að hún er sönn. Kvikmyndagagnrýnandinn kom inn í salinn ásamt föru- naut af gagnstæðu kyni. Þau voru bæði á felgunum, og þó að sýning hæfist, þá sam- kjöftuðu þau ekki, umvafin þessum feikna áfengisdampi. Þau sátu við hlið mér, svo ég hefði getað fengið mér einn tvöfaldan i útblæstrinum frá þeim, en hjúin höfðu vakið áhuga minn, og því lét ég eins og ekkert væri. öðru hverju var mér litið til hliðar, og sýnd- ist mér þau horfa ákaflega hvort upp í annað, ef þau gerðu hlé á samræðunum, sennilega hafa þau verið að telja fyllingar i tönnum hvors annars. Það hvarflaði ekki að mér, að gagnrýnandinn væri að vinna, en skömmu síðar birtist kórónan á myrkraverki þeirra í einu dagblaðanna. Kvik- myndagagnrýnandinn skrifaði eitthvað á þessa leið: „Ég skil ekki, hvað vakir fyrir höfundi, og sennilega veit höfundurinn það ekki sjálfur". Svo mörg voru þau orð. Mér þykir rétt að geta þess hér, að höfundur kvikmyndar- innar var Fellini en myndin hét Satyrikon. En svo ég snúi mér að skrif- um um kvikmyndir almennt, þá finnst mér þai> þurfa að greinast i þrjá vel sundur- greinda flokka: í fyrsta iagi yfirlit yfir nýjustu framleiðsl- una í kvikmyndaiðnaðinum, í öðru iagi greinar um merka höfunda og myndir, og í þriðja lagi gagnrýni á myndir, sem verið er að sýna. Þegar kvikmyndagagnrýnin var í mörgum smádálkum á einni síðu hér í blaðinu, þá fanrtst mér hún verða of áhrifamikil, hvernig sem á því stóð. Þá vissi ég um marga, sem létu beinlínis stjórnast af um- sögnum gagnrýnanda. Fólk er að sjálfsögðu áhrifagjarnt, en ekki held ég megi.leika það svo grátt, að fólk fari þangað, sem kvikmyndagagnrýnandi telur æskilegt, hversu heilsusamlegt sem það kynni að vera fyrir almenning. Frá mlnum bæjar- dyrum séð eru slíkir boðhættir ekki rétta leiðin, heldur er við- kunnanlegra að raða upp- lýsingum þannig niður, aðþær vekji áhuga. Mér finnst kvikmyndagagn- rýnandi þurfa að gera stutta grein fyrir gæðum myndarinn- ar, finna ályktunum sínum stað I myndinni og segja eins litið um framvindu myndar- innar og hann getur. Vel má vera að kvikmynda- gagnrýnandi verði umburðar- lyndari og ekki eins hástemmdur, heimti til dæmis ekki að rúsína verði að vínberi, ef hann miðar við, hvaða flokki (genre) kvikmyndin til- heyrir, þó ekki sé hægt að neita því, að það geti verið virkilega skemmtileg gagnrýni að lesa hástemmda lofgerðarrullu um miðlungsgóða hnakkróna- mynd. Á hinn bóginn finnst mér kvikmyndagagnrýnandi verða sjálfs sín vegna, og vegna bíó- gesta og kvikmyndahúseig- look now” *eftir ÁRNA LARSSON enda, að stuðla að þvi, að léleg framleiðsla fari til andskotans, jafnvel þó að gagnrýnandinn eigi það á hættu, að andskot- inn geri einnig einhverjar lág- markskröfur i menningarmál- um. Tvo kvikmyndagagnrýnend- ur kannaðist ég við, sem þoldu ekki skrif hvor annars. Þaðvar mjög fróðlegt að ræða við þá hvorn fyrir sig, því ásakanir þeirra beggja voru samhljóða: Ritstuldur úr erlendum tima- ritum. Annar þeirra er að visu frægur fyrir slíkar lyftingar, og því var ekki ólíklegt, að eitthvert sannleikskorn leynd- ist í ákærunni, svo það var hvorki timahrak né aðstöðu- leysi, sem ýtti undir slíka blaðamennsku. Sennilega eru slæmar að- stæður fyrir kvikmyndaskrif hér á landi. Hér er ekkert kvikmyndasafn, svo það hlýtur að taka talsverðan tíma að efna í eina góða grein. Ef á hinn bóginn er stuðzt við erlendar tímaritsgreinar, þá er það dónaskapur að birta næstum þvi óbreyttar ályktanir og skil- greiningar erlendra kvik- myndagagnrýnenda án þess að geta heimilda. Á meðan Penelope Houston, Gordon Gow, Sarris, Eric Braun, Tom Milne og Alexand- er Stuart og aðrir erlendir kvikmyndagagnrýnendur hafa ekki sótt um íslenzkan rikis- borgararétt og þar með tekið sér ný nöfn — Islenzk, þá finnst mér það skylda Is- lenzkra kvikmyndagagnrýn- enda að taka dálítið tillit til höfundarréttar þeirra og geta heimilda. Þórhallur Sigurðsson leikari hefur skrifað kvikmynda- greinar um árabil, og er hann einn I hópi fárra, sem birtir heimildaskrá, þegar við á. Af erlendum tlmaritum má einnig draga ýmsan annan lær- dóm. Kvikmyndatímarit eins og til dæmis Sight and Sound og Films and filming eru þeim góðra kosti búin að vera laus við menningarlegan yfirdreps- skap. I þessi tímarit skrifa menn af hreinni fagmennsku um smáa hluti og stóra í kvik- myndaframleiðslunni. Engin kvikmynd er svo vond, að hennar sé ekki getið, og engin kvikmynd er svo góð, að henni megi ekki slátra hátiðarlaust að lokum. Með ritstjórn af þvf tagi skapast tvennt: í fyrsta lagi fæst allgóð heildarsýn yfir kvikmyndaframleiðsluna, og I öðru lagi skapa skrif, sem laus eru við átrúnað og dýrkun, frjósemi í skoðanamyndum. Ritstjórar íslenzkra menningartímarita þyldu vel að kynna sér slík fagtímarit, og þar gætu þeir ef til vill lært, hvernig breiður grundvöllur er lagður undir menningar- tímarit. Þar gætu þeir séð, að erlendir starfsbræður þeirra gera grein fyrir menningunni; skýra frá þeim hlutum sem verið er að skapa og segja frá því sem er að gerast, i stað þess að þröngva menningarlegu harðlífi sjálfra sín upp á aðra. En það er önnur saga. Við þökkum Árna grein- ina. Nafnlausar dæmisög- ur um gangrýnendur hafa þvf miður lftið gildi, og eru ekki til annars en að kasta rýrð á þá yfirleitt. Ef Árni hefur ætlað að hitta okkur með þessum dæmisögum, þá geigar skotið illilega og ég ræð honum að leggja sig eftir betri blaðamennsku f framtfðinni. Hvað viðkem- ur æskulegu formi á kvik- myndaskrifum, þá er þvf til að svara, að þetta form hefur nokkuð verið reynt, en staðreyndin er sú, að við höfum aðeins eina sfðu til umráða á viku fyrir efni, sem gæti orðið veru- legt að umfangi t.d. f menningarlegu tfmariti. Greinar um höfunda og myndir hljóta hins vegar ávallt að vera byggðar á erlendum heimildum, einni eða fleirum og hvað viðkemur lyftingum þá virðist Árni ekki hafa farið varhluta af þeim sjálfur f nafninu á grein sinni. kvik-ifi muncJc |a /íocm I Sæbjörn Valdimarsson Sigurður Sverrir Pálsson Bréfa- dálkur I A R 11< hálfiim mámihi hirlum vit> hrr á síihinni oskir iim ;i«> fá ;n> hr>r;i í álnnfrmlum um vmis kvikmv iid;imál. I>;rr óskir haf ;i nú vrrió uppf> IIt ar m* vnniini vió aó flciri láli í sór ht;> ra. Ka*ri hrófadálkur: >li.ú lan^ar til aó vita livorl |)ió urtió s;mt mór li\rna*r von só á diií n IIA l< Itf II hiiigað lil Iandsi iiv Og Inrnirr \ <tn sé á na'slii in> iid með ( linl I asl v\ <ii><11 Þakka k \ i km\ndagagn- riiima siðiisln ár þó ckki hafi iiiaður nii alllaf irrið sanunála. I’ál I \sinurulsscm. I skllllíð lí. I>irt\ II arr\ 11 m un r era ncfnd „Magnuin l'nrcc" u« cr drcifl af Warncr Itrns. sciii |i.\'ðir að Auslurlia'.jar- liló niun sína mvmlina. Irúlcga eflir árannilin. Onniir ni.\ nd með ( linl Kastwoud cr einnig \a'iil- ánleg. cn það cr ..lligh l’lams Drifler". þar scni liann ha>ði leiksivrir ng lcikur aðalliluH cfk. Þcssi m\nd licfiir lihiíið mjog góða dónía crlcndis og xcrðursínd i l.augaráshíói fljóllcga eflir áramólín. cf ir þeim hcimilduin scni nú ligg.já f>rir. \rni Þórarinsson sp\r: lá iinkkur iiin til að llafn- arhfó cnd urs \ ni S\ slur ef I ir Itian dc l’alnia.’ ÞclJjijrr < iii umlaiaðasta hrnlhckja sciiini ára og dc l’alma \ar talinn \ckja lals\crðar \onirscm leiksljóri. Ilcnni \ar kippl úl af s\ningiim f \ rir \ aralíl ið f\rir níikkr- iiiii máiiuðiim. og hafði þá \crið s\ n(I í I cða á daga. Skphim cf ckki \érður gef- ið la kifa ri 111 að s.já liana aflur. \ ið erum Arna Þórarins s\ni „f\I lilcga sainmála og lokiiin iinilii hciðni hans iim ('iidursvningu. ó IJoklinu Laugarásbfó EINVlGIÐ irir A meðan Spielberg heldur sig á veginum með tól sfnn er myndinni borgið, og þá bregður oft fyrir skemmtilegu handbragði. Þar fyrir utan er myndin óttalegt lap (atriðið á kaffi- stofunni t.d. er hreinlega fáránlegt), enda er efni- viðurinn einfaldur. En Spuelberg (THE SUGAR- LAND EXPRESS) er á hraðri uppleið vestan hafs, og hann lofar svo sannarlega góðu ef hann fær verðugra verkefni. Háskólavfí LITTLE FAUSS AND BIF HALSY if Sagt er að R. Redford velji hlutverk sfn af mikilli vandfýsi, eitthvað hefur honum yfirsést f þetta sinn og ólfklegt að það verði hon- um til mikils álitsauka. Þetta er innihaldslftil enda- leysa þar sem fáa aðra Ijósa punkta er að finna utan Lauren Hutton (sem er ein þekktasta tfzkusýningar- stúlka heims), en fegurð hennar og þokki er með af- brigðum. Michael J. Pollard leikur sjálfan sig að vanda og Redford berar á sér tenn- urnar Ifkt og Kirk Douglas. Hæpin fyrirmynd það. S.V. Háskólabfó KAPPAKSTURINN if Það er næsta ótrúlegt, hve margir líta framhjá mikilvægi leikstjóra f kvik- mynd, og þar af leiðandi þeim augljósu sannindum, að sumir leikstjórar gera betri myndir en aðrir aftur og aftur — og öfugt. Leikstj. Kappakstursins, Sidney Furie er f hópi þeirra, sem gera vondar (eða slakar) myndir aftur og aftur. Hon- um tekst jafnvel að halda dágóðum leikurum, eins og Robert Redford og Michael J. Jollard (Bonnie og Clyde), við frostmark með þeirri einföldu aðferð að pakka þeim inn f efnislegt tómarúm. SSP. Laugarásbíó EINVIGIÐ (DUEL) ifkir Mynd þessi er efnis- lega mjög einföld og unnin á framur hefðbundinn hátt. Það góða við hana er hins vegar það, að höfundurinn gerir sér fyllilega ljóst tak- mörkun efnisins og reynir að vinna skapandi innan þessa ramma. Annar kostur myndarinnar er að mínum dómi sá, að þetta er KVIK- mynd, þar sem texti er af mjög skornum skammti (og hefði ekki þurft að vera neinn, það hefði gert þetta enn verðugra viðfangsefni fyrir leikstj.). Myndatakan, klipping og hljóðeffektar eru látin segja sögu, að vfsu mjög einfalda, en sannar- lega veitir lesþreyttum Is- lendingum ekki af þvf að fara að venja sig á að skilja myndmál og þessi mynd er kjörið tækifæri til þess að öðlast smá æfingu. Hvort áhorfendur líta hins vegar á myndina sem samfellda martröð eða blákaldan raun- veruleika er ákvörðunarefni hvers og eins. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Steven Spielberg, kornungs Banda- rfkjamanns, sem sfðan hefur gert myndina „Sugar- land Express". Vert er að geyma nafn hans bak við eyrað upp á framtfðina. SSP. s.v. Steven Spielberg (til vinstri) leikstj. Duel við upptöku á Sugarland Express.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.