Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTOBER 1974 47 — Unun Framhald af bls. 2 þeirra Gunnars og „hins frábæra samleiksmanns hans, Gfsli Magnússonar", eins og þar er komizt að orði. I Noregi kvartar Aftenposten sáran yfir þvf, — undir fyrir sögninni „Hæfileikamiklir fs- ienzkir listamenn" — að áheyr- endur skyldu ekki vera fleiri en raun ber vitni og segir vafa- laust erfitt fyrir unga hijóm- iistarmenn að koma til Noregs f fyrsta sinn. „I annað skiptið er það auðveldara, ef um er að ræða góða iistamenn,** segir blaðið og bætir við: „Og sú var sannarlega raunin f gær. Ungu listamennirnir tveir sýndu það á sannfærandi hátt, að þeir eru meðal hinna útvöldu. Sellóleikarinn með sfnum djarfiegum strokum og yfir- burða tækni, pfaóleikarinn með hljómfögrum og persónulegum leik sfnum og f samleik sýndu þeir frábæra tilfinningu fyrir pppbyggingu og sérkennum Verkanna. Þar við bættist, að kunnátta þeirra varð þeim ekki til trafala, þeir gátu spilað „con amore . Sfðan fylgir nánari útlistan á meðferð þeirra á einstökum verkum afar iofsamieg og að lokum segir gagnrýnandinn, Thoralf Norheim, að þeir hafi vakið ósvikna hrifningu við- staddra. t sömu strengi tekur Verdens Gang undir fyrirsögninni „Góð- ir listamenn“. Þar segir m.a., að báðir séu tónlistarmennirnir kunnáttumenn hinir mestu og hafi sýnt slfka tæknilega yfir- burði, að þeir hafi getað gengið upp f verkefnum sfnum af Iffi og sál. Sellóleikarinn hafi þróttmikinn, syngjandi, fagran og blæbrigðarfkan tón og pfanóleikarinn hafi staðið hon- um fyllilega jafnfætis. Eftir að hafa hæit þeim Gunnar og Gfsla fyrir meðferð þeirra á sónötum Schuberts og Brahms og Fantasfum Schu- manns, segir gagnrýnandinn, Reimar Riefiing, að verk Þor- kells Sigurbjörnssonar „Oft vex leikur af Iitlu“, hafi verið stutt og tæknilega vel gert tóna- málverk, þar sem notaðar séu ýmsar stfltegundir, „mest kannski Schönberg og Webern“. Að lokum segir Riefling: „Þessa tónleika hefðu fleiri átt að heyra.“ Thorkil Baden skrifar f Dag- biadet f Ösló og Conrad Baden f Morgenbladet, einnig f Ösló og fara báðir afar lofsamlegum orðum um leik þeirra félaga. Þeir eru sammála um, að sam- leikur þeirra hafi verið athyglisverður — „hrein unun á að hlýða“ segir f Dagbladet, — svo heilsteyptur hafi hann verið og sveigjanlegur. Morgen- bladet segir ekkert, hægt að setja út á tækni eða tóngæði Gunnars Kvarans, sem jafn- fram sé vandaður tónlistarmað- ur. Hann hafi þann mikiivæga eiginleika til að bera að geta gengið tónlistinni á hönd jafn- framt þvf sem hann gefi henni sinn persónulega svip. Ulla-Britt Edberg hælir sér- staklega samleik þeirra Gunnars og Gfsla i Svenska Dagbiadet og segir það hafa verið ánægjulegt að hlusta á þessa tvo fslenzku hljómlistar- menn — það gerist ekki oft. . r \.A 1 trgaiHo d. «. 'T ■ d'Qntf 7f^^r 1 /s/dn.-t r'<s Jtmn 1 V. i Q Æ Yi Pperlig 233 Onstiao 9 nt-.sVEN^ Bega vet cellist pTiJannWgH — Rvíkurbréf Framhald af bls. 25 reynist, en grfpa ekki til rógs og lyga. Ekkert áhorfsmál væri að leggja nokkrar piilljónir í þessa starfsemi og sjá, hver viðbrögð Sovétstjórnarinnar yrðu, a.m.k. mundi þá komast á eitthvert jafn- vægi f þessum efnum og sú gagn- kvæmni, sem minnzt er á i^tefnu- yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins yrði þá reynd til þrautar. Um Upplýsingaþjónustu Banda- rfkjanna hér á landi er ástæðulaust að fjölyrða, hún rekur bókasafn og gengst fyrir tónleikum, að því er virðist, en að öðru leyti er áróðursstarfsemi þessarar upplýsingaþjónustu löm- uð, sem betur fer. Fyrr á árum sendu Bandaríkjamenn út frétta- bréf til dagblaðanna á ábyrgð bandariska sendiráðsins hér, en f upphafi Víetnamstyrjaldarinnar eða fyrir hana höfðu Bandaríkja- menn vit á að leggja niður þessa starfsemi. En auðvitað ætti gagn- kvæmnissjónarmiðið að ríkja gagnvart Bandaríkjunum, ekki síður en Sovétrfkjunum, og kæmi vel til mála, að íslenzka sendi- ráðið í Washington kæmi sér upp dálitlu bókasafni og efndi til tón- leika annað veifið, jafnvel með bandarískum tónlistarmönnum, enda virðist bandariska upplýs- ingaþjónustan styðjast einna helzt við innlenda tónlistarmenn i þessari starfsemi sinni. En nú reynir á rfkisstjórnina, að hún haldi vöku sinni og þá ekki sízt á sjálfstæðismennina í ríkisstjórninni, að þeir reyni að framfylgja þeirri stefnuskrá, sem m.a. átti þátt í því, að Sjálfstæðis- flokkurinn vann glæsilegan kosn- ingasigur í síðustu kosningum. Engum væri betur treystandi en Hannesi Jónssyni, sendiherra í Moskvu og fyrrverandi blaðafull- trúa ríkisstjórnarinnar, til að koma réttum upplýsingum á framfæri við Sovétmenn og gjalda þeim liku líkt — þó með þeim fyrirvara, sem á var minnzt hér að framan, þ.e. um sannsögli og réttar upplýsingar. Ef Sovét- menn gerðu tilraun til að loka fslenzku fréttamiðstöðinni í Moskvu og teldu slfka starfsemi utan þeirra réttinda, sem stjórn- málasamband felur i sér, lægi auðvitað beinast við að leggja nið- ur starfsemi Novostí og APN á Islandi þegar í stað — og raunar er hneyksli, að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. En við Islendingar erum öðrum mönnum frjálslyndari, eins og kunnugt er, og seinþreyttir til vandræða. Hin gífurlegu umsvif sovézka sendiráðsins á Islandi vekja í senn ugg og undrun. Ekki væri úr vegi að þessi starfsemi yrði könn- uð niður f kjölinn, svo að hin raunverulega ástæða hennar lægi fyrir, ef einhverjum skyldi bland- ast hugur um tilgang hennar. Þess má að lokum geta, að nú starfa a.m.k. tveir heimsþekktir njósnarar f sovézka sendiráðinu. Mbl. hefur áður birt nöfn þeirra beggja. Áður hafa þekktir njósn- arar starfað í sovézka sendiráðinu samkvæmt beztu heimildum, þeirra hefur einnig verið getið hér f Mbl., og ef þess er óskað mun blaðið prenta aftur þessi nöfn með glöðu geði og allar þær upplýsingar um sovézka njósnara á fslandi, sem því væru fengnar í hendur af ábyrgum aðilum. En slikar upplýsingar yrðu helzt að vera á öðrum málum en rúss- nesku, því að reynslan sýnir, að erfitt er að fá rússneskumælandi íslendinga til að þýða úr móður- tungunni, a.m.k. skýrði forstjóri útgáfuforlags á Siglufirði frá því í Mbl. ekki alls fyrir Iöngu, að einn af velluspóum Þjóðviljans hefði ekki treyst sér til að þýða Gulag- eyjahafið á íslenzka tungu — enda þurfa menn helzt að hafa stáltaugar til þess að lesa þá yfir- gengilegu morðsögu, hvað þá að snara henni á önnur mál. En kannski snúa hinir sovétmennt- uðu menningarkommúnistar hér á landi sér að þvf að þýða Konti- nent. Við sjáum hvað setur. — Sýkill Framhald af bls.48 að þðtt fiskurinn færi sig út f kaldan sjó, hverfi sjúkdómurinn ekki heldur haldist aðeins niðri, en um ieið og fiskurinn sé kom- inn f heitan sjó blossi hann upp á ný. Morgunblaðið hafði f gær sam- band við fiskifræðingana Sigfús Schopka og Jakob Jakobsson og spurði þá hvort þeir þekktu til þessa sjúkdóms. Jakob Jakobsson sagði, að sér væri ekki kunnugt um, að þessi sjúkdómur herjaði á norska síldarstofninn, og ef svo væri þá væri það ekki f ríkum mæli. Fyrir tveimur vikum hitti Jakob koll- ega sfna f Noregi að máli, og virt- ust þeir ekki hafa orðið varir við ókennilegan sjúkdóm, en þarna voru samankomnir allir helztu fiskifræðingar Noregs. Þá sagði Jakob, að þann 4. nóvember hæfist fundur f Austur Atlanthafsráðinu í Hamborg og sjúkdóminn myndi vafalaust bera þar á góma, ef hann væri talinn það alvarlegur. Sigfús Schopka sagði, að sjúk- dómurinn „vfbríóse“ væri þekkt fyrirbrigði frá aldamótum, t.d. í vatnafiskum eins og ál og silungi. A Islandi væri enginn aðili, sem stundaði fisksjúkdómarannsóknir og væri ekki vitað til þess, að þessi illræmdi sjúkdómur hefði skotið upp kollinum. Dymbilvika MORGUNBLAÐINU hefur borizt bókin „Dymbilvika" eftir Arnald Arnason og segir á kápu, að bókin fjalli „um sögugildi evangelí- anna“ og „tveggja Messíasa kenn- inguna". Bókinni er skipt f nokkra kafla, sem bera m.a. heit- in: Hver var Jesús Barrabas? — „rigndi” Framhald af bls. 48 þyrluna. Ekki tókst betur til en svo að þegar þyrlan lenti í fyrstu ferð voru allir staurarnir horfnir neðan úr henni. I annarri ferð- inni komst hún með um það bil helminginn, en f þriðju ferðinni hafðist að flytja allt búntið á ákvörðunarstað. Munu hinir glöt- uðu girðingarstaurar dreifðir yfir all stórt svæði á Fljótsdalsheiði og er f athugun hvort svara muni kostnaði að leita þá uppi. —ha. — Taylor Framhald af bls. 48 Islands. Skipið, sem hér um ræðir, Hannes Hafstein, var fyrst á Akureyri, sfðar á Seyðisfirði og nú sfðast f Grindavfk. Utgeró þess hef- ur ekki gengið sem bezt hin sfðari ár og hafa eigendur þess áhuga á að seija það úr landi. Utgerðarfyrirtæki á trlandi fékk fljótlega áhuga á kaupunum, en ekki er vitað til hvaða veiða það hyggst nota skipið, og heldur ekki hvort af kaup- unum verður en það mun fara eftir þvf hvernig Taylor hefur litizt á skipið. Ef selja á fslenzk fiskiskip úr iandi, mun þurfa til þess sérstakt leyfi st jórnvalda. — Krossgötur Framhald af bls. 36 Ýmislegt fleira fróðlegt höfðu þeir að segja um starfið, m.a. vinnubúðir, hugmyndir um notkun fjölmiðla og starf skiptinema Þjóðkirkjunnar. Einu má bæta við, Eurofest ’75. Aðstoðarmaður dr. Billy Grahams, Harvey Thomas, kom hingað til að kynna stórt Evrópumót, sem halda á í Brlissel á næsta ári. Nefnd á „þverkirkjulegum" grundvelli hefur verið stofnuð og er for- maður hennar Guðmundur Einarsson. Þessari nefnd er m.a. ætlað að kynna mót þetta hér á landi. Ráðstefnunni lauk í Dóm- kirkjunni s.l. sunnudag. Dóm- prófastur, sr. Óskar J. Þorláks- son, þjónaði fyrir altari og Guðmundur Einarsson æsku- lýðsfulltrúi prédikaði. Leiðtoginn frá Nazareth, Dauði leiðtogans, Fórnardauði konungs, Tvær stefnur í fornkirkjunni, Um heimildir og Hvíta Kristur. Morðinginn handtekinn Moskvu 26. október Reuter. MOSKVUBUAR anda nú léttar, eftir að lögreglan þar I borg hand- tók ungan mann, sem grunaður er um að hafa myrt 11 konur f borg- inni á si. þremur vikur. Maður- inn, sem er 23 ára, hefur verið settur f geðrannsókn. Hann réðst aðeins á konur klæddar rauðum fötum og rak þær á hol með al, sem er verkfæri trésmiða. Mikil skelfing hafði gripið um sig f Moskvu og gengu sögur um það, að hópur geðsjúklinga hefði sloppið úr haidi meðan verið var að fiytja þá milli hæla. Nor„ðmenn banna tóbaks- auglýsingar Ósló 26. október. Reuter. NORSKA stjórnin fyrirskipaði f dag bann við tóbaksauglýsingum og tekur bannið gildi í júlí nk. Bannað verður að setja tóbaksvör- ur út í búðarglugga og skilti tóbaksverzlana mega ekki vera upplýst. Varnaðarorð verða prentuð á allar tóbaksumbúðir. Erlend blöð og timarit eru undan- þegin banninu. Fiskur og gosdrykkir Siglufirði laugardag STÁLVlK er komin með 70—80 tonna afla. Lfnubátarnir eru nú með 4—7 tonn. En vera má að það þyki í frásög- ur færandi að heyra um verðmun- inn sem er á allskonar gosdrykkj- um hér nyðra og syðra. I Reykja- vík kostar maltölið 27 kr. flaskan, en hér er hún 10 krónum dýrari og flaska af kók, sem kostar 18 kr. f Reykjavík, kostar hér 27 krónur. Og enn má nefna appelsínið sem hér kostar 29 kr. en í Reykjavík 20. Nú er þess að geta, að verð- lagsakademian í Reykjavík leggur blessun sfna yfir þetta, en ekki stórkapítalistarnir hér í bænum. Fréttaritari. Kammer- tónleikar í Hamrahlíð HLJÓMLEIKAR Kammersveitar Reykjavfkur verða í dag kl. 4 f sal HamraHlíðarskólans. Margir kunnir hljóðfæraleikarar skipa sveitina, en einsöngvari á tónleik- unum f dag verður Ruth L. Magnússon. A dagskránni eru m.a. tónverk eftir Herbert H. Agústsson við ljóðabálkinn Sálma á atomöld eftir Matthías Johann- essen og mun skáldið lesa úr sálmunum á milli þátta. Þá er verk eftir Mozart, ftalska tón- skáldið A. Casella og tónverk eftir danska tónsmiðinnn Carl Nielsen. Húseignir á Siglufirði til sölu. Tilboð óskast í fasteignir vorar að Aðalgötu 32 A og Lækjargötu 1 Siglufirði. Húseignirþær er áður tilheyrðu kjörbúð Siglufjarðar. Brunabóta- mat á Aðalgötu 32 A er 4,7 millj., en á Lækjargötu 1 7,1 millj., frá 1. októbers.l. Tilboð óskast send fyrir nóvemberlok n.k. til Haraldar Hermannssonar, Samvinnufélagi Fljótamanna Haganesvík eða Helga Rafns Traustasonar Kaupfélagi Skagfirðinga Sauðár- króki, sem gefa jafnframt nánari upplýsingar. Samvinnufélag Fljótamanna, Kaupfé/ag Skagfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.