Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 48
GNIS
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SIMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294
SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
pt®irpnií>M>iÍ>
nUGLVSincnR
^^-«22480
Djúpvegarbréfin
að verða uppseld
SALA A happdrættisskuldabréf-
um rfkissjóðs, sem komu á
markaðinn á fimmtudagsmorgun.
Richard
Taylor í
skipa-
kaupum á
Islandi
SÁ KUNNI Iandhelgisbrjót-
ur Richard Taylor eða Dick
Taylor eins og hann er jafn-
an kallaður, var á Islandi
fyrir nokkrum dögum. Ekki
var þó erindið hans að skoða
aðbúnaðinn f fslenzkum
fangelsum, eins og flestir
gætu haldið, þvf fangelsis-
dám á hann yfir sér hér eftir
að hann var dæmdur fyrir
landhelgisbrot á C.S. Forest-
-t á Seyðisfirði f sumar.
Taylor kom að þessu sinni
til að athuga iheð kaup á um
það bil 10 ára gömlu
íslenzku fiskiskipi, sem til
stendur að selja til frlands.
Eftir að Taylor koin til
IIull á C.S. Forester úr ferð-
inni frægu og eftir að hafa
verið dæmdur fyrir land-
helgisbrot á Seyðisfirði,
sagði útgerðarfyrirtæki
skipsins honum upp starfi
og héldu þá flestir, að hann
færi að starfa hjá fyrirtæk-
inu f landi. Ekki varð neitt
úr þvf og réð einn af stærri
bönkunum f Hull Taylor til
starfa og hans aðalstarf er
nú bankafulltrúi. Hans starf
er einkum f sambandi við
hinar ýmsu útgerðir á
Bretlandseyjum, sem skipta
við bankann, og var hann
sendur f þvf sambandi til
Framhald á bls. 47
hefur gengið mjög vel. Flokkur
sá, sem nú kom- á markaðinn og
nefnist E-flokkur, er að upphæð
80 millj. kr. og skal fénu varið til
að fullgera Djúpveginn.
Stefán Þórarinsson, aðalfé-
hirðir hjá Seðlabankanum, sagði í
samtali við Morgunblaðið f gær,
að salan á bréfunum hefði verið
mjög ör og sums staðar væru þau
uppseld, en útsölustaðir eru 100
víðsvegar um landið. Það hefur
verið áberandi hvað Vestfirð-
ingar kaupa mikið af bréfunum,
og það eitt sýnir bezt hve mikinn
áhuga þeir hafa á þessu nauð-
synjamáli.
Mjög er misjafnt hve mörg
skuldabréf fólk kaupir. Flestir
láta sér nægja að kaupa eitt bréf,
en nafnverð hvers bréfs er 2000
kr. Aðrir kaupa fyrir nokkur
hundruð þúsund og til eru menn,
sem kaupa skuldabréf fyrir
milljón kr. eða svo. Þeir, sem það
gera, segjast vera að fjárfesta í
bréfunum, en þau eru vísitölu-
tryggð.
Stefán sagði, að vextirnar væru
10% og væru þeir greiddir út í
formi vinninga, sem eru 8 millj.
kr. á ári. Dregið verður í fyrsta
sinn 27. desember n.k.
Þessa mynd tók Sigurgeir þar sem verið var að gera hitaveitutilraunir f nýja hrauninu f Eyjum. Þarna
er verið að stilla upp upptakinu og inntakinu fyrir sjálfan hitarann, sem er grafið niður í hraunið á um
meters dýpi, þar sem hitinn er frá 100—500 gráður. Köldu vatni er hleypt í gegnum hitarann, þar
hitnar það upp í allt að 80—90 gráður, en tilraunin er á frumstigi.
Það virðist þó augljóst að hitaleiðarinn, sem er 17 ferm. að grunnfleti getur hitað upp 14 meðalstór
íbúðarhús.
Skuldum Rússum 3000
-4000 millj. króna
ÓLAFUR Jóhannesson viðskipta-
ráðherra fer til Moskvu f dag til
viðræðna við stjórnvöld um við-
skipti tslands gagnvart Sovétrfkj-
unutn,
„Þetta stendur hörmulega illa,“
sagði Ólafur, „við erum stórskuld-
ugir, og skuldum þar milli 3 og 4
milljarða, því miður eins og er, og
útlitið er ekki gott: Megintilgang
íslenzkir fískistofnar í
1 .. 9 SKAÐLEGUR SÝKILL
næitu; herjar á þá norsku
ibnose-angrep’
oppdaget pá sild
SEI-D0DJEN er
meget alvorlig
l-lere tiskesiaq er anqrepet av vibriose |
NORSK blöð hafa skýrt frá þvf að
undanförnu, að milljónir smá-
ufsa við norsku ströndina hafi
flotið upp dauðir af völdum bak
terfusjúkdómsins „vfbróse". I
fyrstu var talið, að þessi sjúkdóm-
ur, sem er nokkuð algengur með-
al vatnafiska, hefði aðeins náð til
ufsans, en sfðustu daga hefur ver-
ið skýrt frá þvf, að hann herji
einnig á norska þorskstofninn og
sfldir hafa fundizt með þessum
skaðlega sjúkdómi. Haft er eftir
norskum vfsindamönnum, að
þessi sjúkdómur sé ólæknandi f
sjávarfiskum, en tekizt hafi að
lækna hann f fiskum, sem eru f
búrum. Sjúkdómurinn „vfbrose“
varð fyrst kunnur 1892, en þá
varð hans vart f ál. Sýklarnir virð-
ast þrffast bezt f heitum sjó, en
það, sem veldur vfsindamönnum f
Noregi mestum áhyggjum, er, að
hann virðist sffellt færast norðar
með norsku ströndinni. Þá segir,
Framhald á bls. 47
Fiskedoden kan fore til:
KATASTR0FE F0R
RSKE-FISKET
Fyrirsagnir úr nokkrum norskum blöðum um hinn ill-
ræmdasjúkdóm.
urinn með þessari ferð er að ræða
viðskiptamál, bæði þessar skuldir
og einnig aukin viðskipti. Sovét-
menn hafa verið ákaflega góðir
skuldheimtumenn fram til þessa,
en ekki er við þvf að búazt að slfkt
verði látið viðgangast, og óeðlilegt
fyrir okkur. En við höfum líka
geysilegan áhuga á að auka mjög
útflutning til þeirra á fiskafurð-
um og fleiri vörum einnig, til þess
að reyna að grynnka á þessum
skuldum. Þessi halli stendur nú
fyrst og fremst i sambandi við
olíuviðskiptin og þá sprengingu
sem þar varð, og einnig er ástæð-
an sú að minni sala varð á vörum
til Rússlands en ráðgert var. Þessi
mál verða þó öll á viðræðustigi og
þvf erfitt að segjá-neitt ákveðið".
erfitt að segja neitt ákveðið".
Þá taidi viðskiptaráðherra lík-
legt að olíumál kæmu til umræðu,
en islenzk sendinefnd er nú í
Moskvu til þess að ræða olíuverð
innan samningsins, sem gildir til
ársloka 1975. 1 nefndinni eru Þór-
hallur Asgeirsson ráðuneytis-
stjóri, allir forstjórar olfufélag-
anna og fulltrúi, sem annast Rúss-
landsviðskipti fyrir olíuíélögin.
Ólafur Jóhannesson er væntan-
Tveir seldu
í Danmörku
TVEIR síldveiðibátar, Sæberg SU
og Faxaborg GK seldu síldarafla f
Skagen í gær. Sæberg seldi 1521
kassa fyrir 1,8 millj. kr. og Faxa-
borg seldi 2712 kassa fyrir 3,4
millj. kr.
„Staðan er hörmuleg
og útlitið ekki gott”,
segir viðskiptaráð-
herra sem heldur ut-
an í dag til við-
ræðna um þessi mál
legur heim aftur n.k. laugardag,
en í þessari ferð fer hann einnig á
aðalfund EFTA í Helsingfors.
Girðingar-
staurum
„rigndi
yfír Fljóts-
dalsheiði
Egilsstöðum 26. nóv.
FYRIR dyrum standa nú fram-
kvæmdir inni á Fljótsdalsheiði og
eru það undirbúningsframkvæmd
ir að svokallaðri Bessastaðaár-
virkjun. Hefur verið notuð þar
þyrla Andra Heiðberg til að flytja
menn neðan úr Fljótsdal og upp
að rannsóknarsvæðunum.
S.l. sumar var ákveðið hjá til-
raunastöðinni á Keldum að hefja
tilraunir með gróðurrannsóknir
við Eyvindarfjöll á Fljótsdals-
heiði. Var því gripið til þess ráðs
að fá þyrluna til að flytja girðing-
arstaura neðan úr Hrafnkelsdal
og upp að gróðurrannsóknarstöð-
unum.
Var áætlað að flytja staurana í
búntum, sem hengd væru neðan í
Framhald á bls. 47