Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 Aðaifundur kjördæmaráðs á Narðvesturlandi: Egill Gunnlaugsson dýralœknir formaður Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins I Norður- landskjördæmi vestra var haldinn að Sæborg, Sauðárkróki, 27. október sl. Formaður Sjálfstæðis- Geir Hallgrfmsson forsætisráð- herra. flokksins, Geir Hallgrfmsson for- sætisráðherra, flutti yfirlitsræðu um stjórnmálaviðhorfið og svaraði fyrirspurnum fundar- manna. Fundarsókn var mjög góð úr öllum hlutum kjördæmisins. Auk kjörinna fulltrúa sjálf- stæðisfélaganna sátu fundinn þingmenn kjördæmisins, Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jóns- son, og framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, Sigurður Haf- stein. I stjórn kjördæmisráðsins voru kjörnir: Egill Gunnlaugsson dýra- læknir, Hvammstanga, formaður ráðsins, Adolf Berndsen bifreiða- stjóri, Skagaströnd, Karl Sigur- geirsson verzlunarstjóri, Hvammstanga, Pálmi Jónsson verktaki, Sauðárkróki og Björn Jónasson bankastarfsmaður, Siglufirði. Kári Jónsson fráfar- andi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og voru honum þökkuð mikil og góð störf f þágu flokksins, fyrr og síðar. Kjörið var í önnur trúnaðar- störf, samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Einnig f blaðstjórn Norðanfara, en hana skipa nú: Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir, Sauðárkróki, sem endurkjörinn var formaður blað- stjórnar, Pálmi Rögnvaldsson bankastarfsmaður, Hofsósi, Þor- móður Runólfsson skrifstofumað- ur, Siglufirði, Halldór Jónsson, bóndi, Leysingjastöðum A-Hún. og Björn Lárusson bóndi, Auð- unnarstöðum V-Hún. Þingfulltrúar nutu rausnar- legra veitinga, sem konur úr Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðár- króks sáu um. Fundarstörf öll báru vott vax- andi starfsþrótti sjálfstæðisfólks í Norðurlandskjördæmi vestra. Sinfóníutónleikar ÞRIÐJU tónleikar Sinfónfu- hljómsveitar Islands verða haldn- ir f kvöld. Stjórnandi hljómsveit- Vaclav Hudecek arinnar verður Karsten Ander- sen, en einleikari tékkneski fiðlu- leikarinn Vaclav Hudecek. Á efnisskrá verður synfónía nr. 1 f c-moll (Linz) eftir Anton Bruckn- er og fiðlukonsert f D-dúr eftir Tsjaikovsky. Fiðluleikarinn Vaclav Hudecek fæddist 7. júní árið 1952 í borg- inni Rozmital í Tékkóslóvakíu. Vegna frábærrar tónlistargáfu sinnar var honum veitt innganga í tónlistarskóla aðeins sex ára gömlum. Þar tók hann svo mikl- um framförum, að hann vann fyrstu verðlaun í fiðlukeppni unglinga aðeins níu ára gamall. Fimmtán ára gamall vann hann fyrstu verðlaun f alþjóðlegri fiðlukeppni útvarpsstöðvanna og hóf þá um leið hljómleikaferil sinn í London, þar sem hann lék fiðlukonsert Beethovens. Jafn- framt hélt hann áfram tónlistar- námi sínu í Tónlistarháskólanum í Prag, þar sem Vaclav Snítil var aóalkennari hans. Árið 1971 gerðist hann nemandi Davíðs Oistrachs og lék fiðlukonsert Tsjaikovskys undir hljómsveitar- stjórn hans á listahátið í Prag árið 1972, þar sem hann fékk þá dóma, að hann væri verðugur nemandi meistara sins. Vaclav" Hudecek hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma fyrir fiðluleik sinn og töfr- andi túlkun viðfangsefna sinna. Hermann Þorsteinsson, safnaðarformaður, og sr. Ragnar Fjalar Lárusson ásamt frú Jóseffnu. HaUgrímskirkja fékk góðar gjafír frá síðasta vistmanni Kópavogshœlis eldra HALLGRfMSKIRKJU barst góð gjöf f sumar frá sfðasta vistmanni Kópavogshælis eldra, sem f eina tfð hýsti lfk- þráa. Gjafirnar, sem hér um ræðir, eru ljósastjakar, silfur- staup og silfurbakki ásamt messuklæði og altarisdúkum, svo nokkuð sé talið. Þjónandi prestur Kópavogs- hælis eldra tilkynnti forráða- mönnum Hallgrfmskirkju með bréfi f ágúst, að nú væri svo komið, að vistmenn hælisins væru horfnir af heimilinu að undantekinni einni konu, frú Jósefínu Guðmundsdóttur, og væri það ósk hennar, að Hall- grfmskirkja hlyti gripina, sem hafa verið eign vistmanna hælisins. Voru þetta sjö arma ljósa- stjaki, 2 ljósastjakar fyrir eitt kerti hvor, 12 silfurstaup og silfurbakki undir þau, vfn- kanna, smábakki úr silfri undir oblátur og messuklæði og altarisdúkar, eins og áður er talið. Varð það ósk Jóseffnu, að þessir gripir, sérstaklega stjak arnir, yrðu notaðir í kapellunni í Hallgrímskirkju, enda væru þeir dýrgripir og fræg saga allra þessara hluta. Segir prestur hælisins í bréfi sínu, að það fari vel á því, að þessir gripir lendi hjá þeirri kirkju, sem er helguð minningu sr. Hallgríms Péturssonar, þeg- ar haft er í huga úr hvaða veik- indum hann lézt. Þessár gjafir voru sýndar og frá þeim sagt við hátíðarguðs- þjónustu í Hallgrímskirkju á 300. ártíð sr. Hallgríms sl. sunnudag. Kirkjunni hafa einn ig borizt margvíslegar aðrar gjafir síðustu daga og má þar geta 300 kirkjustóla frá Kven- félagi Hallgrímskirkju. Bæjarstaðaskógur að falla úr elli Akranes Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi efnir til almenns fundar f Sjálfstæðishúsinu, Heiðarbraut 20, kl. 20,30 n.k. föstudag 1. nóvember. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra flyt- ur ræðu um málmblendiverk- smiðju. Fundurinn er öllum opinn. AUKIN áherzla hefur verið lögð á að leita uppi úrvalsbirkitré og f jölga þeim fyrst með ágræðslu og síðar með stiklingum, segir Hauk- ur Ragnarsson'f skýrslu um rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins í ársriti Skógræktarfélags Islands. I apríl fór ég ásamt Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra í Bæjarstaða- og Hallormsstaða- skóg segir Haukur ennfremur. Bæjarstaðaskógur, sem lengi þótti fegurstur íslenzkra birki- skóga, er nú á fallanda fæti sök- um elli, og eru því sfðustu förvöð að velja þar úr bestu trén. Kom það sér vel að Hákon þekkti skóg- inn frá blómaskeiði hans og sum þeirra trjáa, sem fegurst höfðu verið. Völdum við þar 6 tré og tókum af þeim kvisti. Svo sem kunnugt er, er erfitt að ágræða Krossvík með 120 lestir Akranesi 30. október. KROSSVIK landaði f dag 120 lest- um af blönduðum fiski. Þá seldi Vfkingur 116 lestir f Bremer- haven f gær fyrir 6,4 millj. kr. Lfnubátar hafa fengið 4—5 lest- ir f róðri þegar gefið hefur. Trill- urnar fá 1—2 lestir þegar bezt lætur. Júlfus. kvisti af gömlum trjám og varð árangurinn heldur lakur. Heppn- uðust aðeins 24 af 45 ágræðslum. Tvö birkitré völdum við á Hallormsstað til viðbótar þeim, sem áður höfðu verið valin. Þessi tré voru ekki gömul og heppnuð- ust 19 af 20 ágræðslum. Ennfrem- ur völdum við 3 úrvals lerkitré til ágræðslu, sem tókust allvel. Einn- ig tókum við ágræðslukvisti af reynivið við Bæjargilið á Skafta- felli, en hann var á sínum tíma talinn einn mesti reyniviður á landinu. Þessi leit að úrvalstrjám af ýmsum tegundum mun verða bæði skógrækt og trjárækt i land- inu til mikils gagns, er fram líða stundir. Stofnfundur Vísuvina í Norræna húsinu Á ÖLLUM Norðurlöndunum, nema Islandi, er starfandi félags- skapur sem heitir Visans Venner. Innan þessa félagsskapar starfa sjálfstæð félög f byggðum og sveitum Norðurlanda og mark- miðið er að efla veg vísna og Ijóða á hinum ýmsu sviðum menn- ingarinnar. 1 þessum félögum eru allir helztu þjóðlagasöngvarar Norðurlanda og margt fólk sem hefur áhuga á vísum, ljóðum og tónlist tengdri þeim þætti. Fiðl- arar, flautuleikarar, gítarleikarar og pfanóleikarar eru t.d. alls- staðar virkir þátttakendur f Vis- ans Venner, en árleg mót eru haldin á Norðurlöndunum þar sem vísuvinir koma saman. 1 dag kl. 18 verður stofnfundur Vísuvina í Reykjavík og verður fundurinn í sal Norræna hússins. Þar verður rætt um væntanlegt starf og fyrirhugað Norðurlanda- mót Visans Venner í Reykjavík næsta sumar. Allir sem hafa áhuga á vísum, þjóðlögum, ljóð- um, bæði gömlum og nýjum, eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér starfsvettvang Vísu- vina á íslandi. Einingahúsin lofa góðu — Okkur hjá húsnæðismála- stjórn Ifzt frekar vel á íbúðarhús- in, sem fyrirtækið Húseiningar h.f. á Siglufirði framleiða. Þetta er athyglisverð framleiðsla og á fyllilega erindi á fslenzka bygg- ingamarkaðinn. Eg tel að fyrir- tækið verði að fá að spreyta sig, ogþaðværi miðuref það lognaðist út af. En nú er það tilbúið til að takast á við stærri verkefni, sagði Haraldur Haraldsson arkitekt hjá Húsnæðismálastofnun rfkisins, þegar við spurðum hann um gæði húsanna frá Húseiningum. Hann sagði, að íslenzku húsin hefðu marga kosti fram yfir þau innfluttu, og að þau mundu upp- fylla lánsskilyrði hjá Bygginga- sjóði. Húseiningar hafa nú efni á lag- er í 28 hús, en til þess að fyrirtæk- ið geti borið sig þarf að framleiða 25—30 hús á ári. Afkastageta verksmiðjunnar er miklu meiri eða 300—400 hús á ári, þegar öll tæki eru fullnýtt. Haraldur sagði, að hægt væri að velja á milli 4—5 tegunda húsa, og væru þau mismunandi að stærð og gerð. Kópavogur AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Kópavogs verður haldinn f Sjálfstæðishúsinu f Kópavogi, miðvikudag 6. nóv. kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundastarfa mun Matthfas A. Mathiesen fjármála- ráðherra flytja ræðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.