Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKT0BER 1974
Mynd þessi sýnir færanlega lieykögglaverk-
smiðju af þeirri gerð sem áformað er að
kaupa hingað til lands.
minna rými þurfi til aö geyma
sama fóðurmagn í kögglum en i
lausum heyjum. I sjöunda lagi
lýsa þeir þeirri skoðun sinni, að
slík heykögglaframleiðsla mundi
stuðla að aukinni verkaskiptingu
milli bænda, sumir gætu einbeitt
sér að grasrækt og fóðurfram-
leiðslu, en aðrir að skepnuhaldi. I
áttunda lagitelja þeir,að með því
að bændur framleiði með þessum
hætti sitt eigið kjarnfóður hafi
þeir meira ræktað land til umráða
til haust- og vorbeitar en ella, og
þannig sé stuðlað að gróðurvernd.
Og i niunda lagi benda þeir á
þann mikla gjaldeyrissparnað,
sem leiða mundi af því, að kjarn-
fóðurframleiðsla úr innlendum
hráefnum ykist til mikilla muna
og verulegur samdráttur yrði I
innflutningi á kjarnfóðri.
Færanleg heyköggla
verksmiðja til íslands?
UM NOKKURT skeið hafa farið fram athuganir á því
að kaupa hingað til lands færanlega heykögglaverk-
smiðju, sem vinnur heyköggla úr þurrheyi og er þeim
kostum búin, að hægt er að flytja hana á milli bæja.
Þrír einstaklingar hafa haft þessa könnun með hönd-
um, þeir Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal, Ingi-
mundur Sigfússon forstjóri Heklu h/f og Þórarinn
Lárusson fóðurfræðingur hjá Rannsóknarstofu Norð-
urlands. Morgunblaðið hefur átt samtal við þá þre-f
menninga um möguleika á kaupum slíkrar heyköggla-
verksmiðju, hagkvæmni hennar og kosti við íslenzkar
aðstæður.
Vinnur
köggla
úr
þurrheyi
Graskögglar —
Heykögglar
Nú eru starfræktar hér á landi
fjórar graskögglaverksmiðiur. I
Gunnarsholti, Á Stórólfshvoli, í
Brautarholti og í Dölum og nú er
verið að byggja fimmtu gras-
kögglaverksmiðjuna í Flatey á
Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Jafnframt eru uppi áform um
byggingu graskögglaverksmiðju í
Skagafirði og f Reykjahverfi f
Þingeyjarsýslu. Graskögglaverk-
smiðjurnar í Gunnarsholti, á Stór-
ólfshvoli og f Dölum eru í ríkis-
eign, en verksmiðjan í Brautar-
holti er eign þeirra bræðra Páls
og Jóns Ólafssona.
Munurinn á graskögglum og
heykögglum er sá, að grasköggl-
arnir, sem framleiddir eru í ofan-
nefndum verksmiðjum, eru unnir
úr nýslegnu og blautu grasi og er
það hraðþurrkað með olíu. Hey-
kögglar eru hins vegar unnir úr
þurru heyi, gömlu eða nýju. Það
virðist samdóma álit búvísinda-
manna, stutt er reynslu bænda, að
kögglar séu mjög gott fóður og
geti að verulegu leyti komið í stað
innflutts kjarnfóðurs.
Upphaf þeirra aíhugana, sem
fram hafa farið á kaupum færan-
legrar heykögglaverksmiðju til
landsins, er, að Þórarni Lárus-
syni fóðurfræðingi var á Bænda-
nnæBHWHiæ
klúbbsfundi á Akureyri falið að
kanna möguleika á að fá vélar til
að mala og köggla þurrt hey f
hföðum, og kynntist hann þá því
tæki, sem hér um ræðir. Hann
vakti athygli Gísla Páfssonar á
Hofi á þessari framleiðsluaðferð.
Ingimundur Sigfússon, sem hefur
ásamt bræðrum sínum haft með
höndum vaxandi grasrækt á
Sigríðarstöðum f Húnavatnssýslu,
gerðist síðan þátttakandi í þessum
athugunum. Gísli Pálsson hefur
með bréfaskiptum vakið athygli
Búnaðarféiags Islands, Landnáms
ríkisins og búnaðasambanda í
Húnavatnssýslum, Skagafirði og
Eyjafirði á þessu máli og nú í
haust tókust þeir þremenningar
ferð á hendur til Bandaríkjanna
til þess að skoða heykögglaverk-
smiðju af þessu tagi. Með f þeirri
för var Ólafur Guðmundsson, sem
vinnur nú að doktorsritgerð i fóð-
urfræðum við rfkisháskólann í
Fargo i N-Dakoda. Þeir félagar
sáu heykögglavél þessa í vinnslu
og urðu ekki fyrir vonbrigðum af
þeim kynnum. Þeir fóru með sýn-
ishorn af íslenzku heyi vestur og
létu bandarískir sérfræðingar f
ljós þá skoðun, að íslenzka heyið
væri það gott, að ekki þyrfti að
bæta eggjahvitu í það. Banda-
ríkjamenn nota melassa til að
halda kögglunum saman. Er hugs-
anlegt að það megi gera hér með
fitu frá sláturhúsum eða úr loðnu,
sem jafnframt mundi auka fóður-
gildi kögglanna.
Margir kostir
Aðspurðir um kosti slíkra hey-
kögglaframleiðslu hér nefndu
þeir félagar eftirfarandi atriði. I
fyrsta lagi sparist verulegir fjár-
munir vegna þess að kögglað er
úr þurrkuðu heyi, sem ýmist er
vallþurrkað, súgþurrkað eða jafn-
vel þurrkað með jarðhita. Sem
fyrr segir eru graskögglarnir unn-
ir úr nýslegnu og blautu heyi og
hraðþurrkaðir með olfu, en olfu-
kostnaður hefur fjórfaldazt á sfð-
ustu misserum. I öðru lagi gerir
þessi færanlega heykögglaverk-
smiðja kleift að köggla hey allt
árið um kring þegar veður leyfir,
en graskögglaframleiðsla er
bundin við sumarið, þ.e. þann
tíma, sem sláttur stendur yfir. I
þriðja lagi benda þeir á, að með
þessum hætti sé hægt að nýta
umframbirgðir af heyjum, sem
hljóti að myndast i góðum árum,
en fóðurgildi heyjanna rýrnar
mjög, ef þau eru geymd úti um
nokkurra ára skeið. Fóðurgildið
helzt hins vegar, ef umframmagn
af heyjum er kögglað og geymt f
þvf formi. I f jórða lagi er hægt að
fara með heykögglaverksmiðju
þessa heim á býlin og vinna köggl-
ana þar f stað þess að flytja hey til
verksmiðjanna. 1 fimmta lagi
mundi heykögglaframleiðsla auð-
velda mjög flutninga á fóðri milli
landshluta í erfiðum árum. I
sjötta lagi teljaþeir ljóst, aðmiklu
Til Norðurlands?
Talið er, að færanleg hey-
kögglaverksmiðja af þessari gerð
muni kosta um 20 millj. kr. og er
hugmynd þeirra Gísla Pálssonar
og Ingimundar Sigfússonar sú, að
stofna hlutafélag um kaup á slfkri
verksmiðju og leita til einstakl-
inga og félagasamtaka norðan-
lands um þátttöku i þvf fyrirtæki,
svo og til Landnáms ríkisins. Gfsli
Pálsson vekur athygli á þvf, að
það kosti nú 4 kr. að flytja hvert
kg af kögglum frá Suðurlandi til
Norðurlands og enn meira austur
á land. Nauðsynlegt sé að fá hey-
kögglaverksmiðjur norður, enda
heyframleiðsla í sumum sveitum
norðanlands langt umfram þarfir
í góðum árum og litið vit f því að
ónýta umframbirgðir af heyjum,
en kaupa kjarnfóður utanlands í
slæmum árum eða greiða mikil
flutningagjöld vegna köggla. Þess
vegna sé ekki óeðlilegt að gera
tilraun með þessa nýjung á Norð-
urlandi, enda þótt áform séu uppi
um byggingu graskögglaverk-
smiðju f Skagafirði.
Að lokum sögðu þeir þremenn-
ingar, að engin vandkvæði væru á
þvf að flytja heykögglaverk-
smiðju þessa milli bæja eftir veg-
um hér á landi, öxulþungi hennar
væri um 7 tonn og hún væri dreg-
in af venjulegum dráttarvagni.
Enda þótt verksmiðjan væri fær-
anleg væri að sjálfsögðu ekkert
þvf til fyrirstöðu að starfrækja
hana langtímum saman þar sem
mikil hey væru framleidd og fyrir
hendi. Afköst þessarar færanlegu
heykögglaverksmiðju eru mjög
hóflega áætluð um 3 tn af köggl-
um á kiukkustund og geta farið
upp f 6—7 tn. Óhjákvæmilegt er
talið að verja einhverjum tíma f
upphafi í tilraunastarfsemi í sam-
bandi við kögglaframleiðsluna,
t.d. um kögglastærð og fblöndun.
Frumkvöðlar þess að kaupa hingað nýja teg-
und af heykögglaverksmiðju. Frá v. John
Dodgen forstjðri bandarísks fyrirtækis, sem
framleiðir vélina, Þðrarinn Lárusson, fðður-
fræðingur, Ingimundur Sigfússon, forstjðri,
Gísli Pálsson bóndi á Hofi f Vatnsdal og
starfsmaður bandaríska fyrirtækisins. Mynd-
in er tekin á landbúnaðarsýningu í Fort
Dodge í Iowa.