Morgunblaðið - 31.10.1974, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974
,...ég er fús til
að frelsa þá,
sem ég nenni”
KIPPUR er að fcomast í hug-
verkaútgáfu ungra höfunda nú
með haustinu, en lygilega hef-
ur verið dauft yfir henni f lang-
an tfma. Enn hefur ekkert
tfmarit séð dagsins ljós, sem
haslað hefur sér völl, tileinkað
andlegum afurðum yngri höf-
unda. Þau fáu, sem skotið hafa
upp kollinum, hafa sokkið
unni er ætlunin að kynna frek-
ar þessi kvcr, sem nú eru að
koma út og höfunda þeirra, eft-
ir þvf sem tóm og tilefni gefst.
Þessar bækur eru að sjálf-
sögðu misjafnar að gæðum eins
og hugverk eru yfirleitt. En
Slagsfðan ætlar sér þó ekki þá
dul að gerast ritdómari, gagn-
rýnandi eða bókrýnir, svo nokk-
ur ábyrgðarstörf séu nefnd, —
nema þá að óverulegu leyti.
Slagsíðan
blaðar í
Málverki
fljótlega aftur, sbr. Núkynslóð
fyrir nokkrum árum, og Poll,
sem út kom f fyrra einu sinni.
En nú virðast menn ráðast f
útgáfu afkvæma sinna upp á
eigin spýtur f sfauknum mæli.
Varla Ifður sú vika, sem ekki
býður upp á nýtt ljóða- eða
prósakver, útgefið af höfundi
sjálfum í ódýru, handhægu
formi. Gjarnan fjöfrituðu og
stundum myndskreyttu, og eru
menn stundum tveir um sömu
bókina til að spara, — skipta
plássinu á milli hugverka
sinna. Sumir hafa nefnt þetta
fslenzkt „underground".
0 Slagsfðan hefur þegar f jall-
að að nokkru um ljóðabók Þór-
arins Eldjárns, sem mikla at-
hygli hefur vakið. Og á næst-
HofnnHur |>cssarar Ixikar er fa-ddnr |iann sjö
unda janúar 11)57. Ilann hcfir dvalist í Kópavogi
frá fa-ðingn og jilisc |xir npp við nám t)g lcik. f'.g
hóf að yrkja Ijóð Jiann fimmia fehrúar I !>7.‘h og
hef on margt síðan. I»að Ijóð cr j»á var ort heiiir
„Ekkert". Ég vil |»akka ölliun er aðsioðað hafa
mig við ntgáfnna. I*að er tnín von að mcgi lesend-
ur gaman hafa af því að lesa J»etta málverk. •
Kópavogi 12.9. 1974
Kristján Hreinsmögur.
Sú bók, sem Slagsíðan kynn-
ir lítillega i dag, er Málverk
eftir Kristján Hreinsmög, sem
gefur eftirfarandi mynd af
sjálfum sér á kápunni:
Svona statistlk hafa sjálfsagt
ekki mörg skáld á takteinum.
Kristján er galvaskur og bless-
unarlega laus við hátíðleik og
tilgerð. Ljóðin 18 eru upp og
ofan — þvi miður fleiri ofan en
upp. En þetta er „ung“ ljóða-
bók í þess orðs fyllstu merk-
ingu, og þar með er Slagsíðan
farin að setja upp ábyrgðar-
svip.
Við skulum líta á fyrsta ljóð
Kristjáns, ort fimmta febrúar
1973:
Ekkert:
Ekkert er skuggi af skugga,
skugga sem aldrei deyr,
skugga á gegnsæjan glugga,
á glugga sem gerir ei meir,
nema gengst undir nafninu
gluggi,
gluggi sem sýnir þér eitt,
skugga sem er ekki skuggi,
skugga sem er ekki neitt.
Síðan hefur Kristján ort
margt, segir hann, en ekki ekk-
ert. Þetta eru ytri og innri
veðrabrigði, svo er Kristján
vondur út í Kanann og Bretann
(„En innst i okkar íslenzka
hjarta, er þorskurinn tákn um
frið“). Þetta úr bálki, sem heit-
ir Guð, finnst Slagsíðunni bara
ekki svogalið:
Bæn:
Eg bið þig að blessa börn
og gamalmenni,
og blessa mig.
Þvi ég er f ús til að frelsa
þá sem ég nenni
fyrir þig.
Ég skal reyna að ryðja góða
braut,
já rétt er það.
Því bágstöddu fólki réttir
þú brauð og graut,
sem um það bað.
Það er kannski rétt að bæta
bæta því bænina viö
okkur báðum í vil.
Að ósköp þætti mér vænt um
alheimsfrið
ef þú ert til.
Svo þætti mér líka snjallt
að fá að sjá þig.
Já sniðugt og gaman.
Við gætum skálað, og ég
gæti skorað á þig,
að skrafa saman.
Ég bið þig að lokum að borga
mér allt sem ég missti,
þú bjargar mér
og kærlega bið ég að heilsa
Jesúm Kristi,
og kannski þér.
— Kristján Hreinsmögur
hefur sést selja Málverk í
Austurstræti.
— A.Þ.
SLAGSÍÐAN sagði frá því fyrir
skömmu, að Jóhann G.
Jóhannsson væri farinn til
Lundúna til að taka upp nýja
plötu, og að meðal þeirra, sem
aðstoðuðu hann við undirleik-
inn, væri trommuleikarinn
heimsfrægi Jon Hiseman. Hise-
man er Ifkast til þekktastur hér
á landi fyrir veru sfna f hljóm-
sveitinni Colosseum, sem á sfn-
um tíma var samsett af helztu
popp-stórmennum Bretlands.
Eftirfarandi viðtal átti Margrét
Asgeirsdóttir við Hiseman
fyrir Slagsfðuna í London
nýlega.
• KLUKKAN var tólf er Hise-
man vatt sér inn í Olympic
studio f London þar sem unnið
hafði verið að upptöku á plötu
Jóhanns G. frá kl. 10 um
morguninn. Derek Wadsworth,
upptökumeistari, stakk upp á
hádegisverðarhléi. „Kemur þú
með á pubbinn Jon?“
„Nei, Búinn að borða."
Slagsíðan var búin að panta
viðtal og spurði hvenær væri
bezti tíminn. „Núna,“ var svar-
mlmm
ið, og þar meó útséð um matinn.
Fyrst var Hiseman spurður
um hvað á daga hans hef ði helzt
drifið eftir að Colosseum hætti.
„Við hættum 1971, vegna þess,
að við töldum hljómsveitina
hafa náð þeim hápunkti, sem
unnt var að búast við af henni.
Við byggðum mikið á sólóum.
Leyfðum hverjum einstaklingi
að njóta sín til hins ýtrasta.
Þegar við gátum ekki náð
lengra í sameiningu var ekkert
annað að gera en hætta. Liðs-
mennirnir halda áfram hver í
sínu lagi og þróast hver á sinn
hátt, t.d. Dick Heckstall-Smith
og Chris Farlowe. — Við vorum
beztir „live“ á hljómleikum,
þar sem við gátum byggt á
frjálsum improvisasjónum, og ]
slíkt er ekki hægt nema menn
séu samvaldir og samæfðir. Við
vorum aldrei eins góðir í
stúdfói. • Síðasta platan okkar,
sem var tekin upp á hljóm-
leikum, var sú bezta.“
Jon Hiseman kvaðst um þess-
ar mundir vera að stofna nýja
hljómsveit, — sennilega sjö
manna, og yrðu þar af fjórir
söngvarar. Væri ætlunin að
nota raddirnar sem hluta af
hljóðfæraleiknum, þ.e. ekki til
einsöngs, heldur til að falla inn
í og fylla upp í hljóðfærin.
„Fólk hefur legið í mér með að
endurreisa Colosseum,“ sagði
Jon, „en ef éggerði það, þáyrði
það ekki sama hljómsveitin. Ég
yrði að fá nýtt fólk. Það yrði
aldrei neitt sambærilegt við
gömlu Colosseum. Nýr andi,
nýtt fólk krefst nýs nafns.
Hljómfæraskipan nýju hljóm-
sveitarinnar yrði orgel, tveir
synthesizerar, rafmagnspíanó,
gítar, bassi og trommur.“ I milli
tfðinni hefur Jon Hiseman
leikið með rokkhljómsveitinni
Tempest m.a. „Það skildi eng-
inn, að ég skyldi fara í rokk-
hljómsveit úr C'olosseum. En ég
vildi byrja að nýju, — alveg frá
grunni.“
Jon Hiseman sagðist tjá lffs-
viðhorf sitt í textum sfnum.
„Þeir eru flestir upphafnir,
kannski óraunverulegir. En ég
hef einnig gert jarðbundnari,
léttari og hversdagslegri texta,
eins og t.d. Black Comedies og
Myths and modern Iove affairs.
List, t.d. tónlist, gefur hverjum
það, sem hann þarfnast. Fólk
getur tekið úr henni það, sem
það vantar.“
Takmarkið f lífinu? „Óskir
eru til að uppfyllast aldrei. Það
er ekki spurningin um hvað ég
vil, heldur hvað ég geri, sem
skiptir máli. Verkin munu tala
betur en orð og óskir. Annars
hef ég alltaf óskað, að ég gæti
orðið leikari. En andlitið á mér
er of ungt. Ég verð sjálfsagt að
bíða í 20 ár enn. Ég hef þó
leikið Lér konung tvisvar þegar
ég var f skóla. Hann er
uppáhaldspersónan mín úr
Shakespeare."
,„Ég verð að miðla einhverju,
hafa áhrif á umhverfi mitt,“
sagði Jon Hiseman að lokum.
„Það er mér nauðsynlegt til að
halda í lífið. Það er kannski
lífið sjálft.“
Við fengum fallegt bros um
leið og Jon Hiseman snaraðist í
sæti sitt við trommusettið, sem
hann hafði verið að setja upp á
meðan hann svaraði spurning-
unum. „Hvernig er það Jóhann,
— á ekki að fara að byrja að
vinna?“ spurði hann þegar allt
liðið kom hresst af pubbnum.
„Lífsnaoðplegt að hafa
áhrif á
orahverfi sitt”
Jon Hiseman f fullum gangi.
* 1
rth «aX SOtVUt
reK V'a*f,°6b^G-
pet
-Jon Hnan
í viðtali við
8