Morgunblaðið - 31.10.1974, Side 14

Morgunblaðið - 31.10.1974, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER 1974 J6hann Briem, formaóur Njarðar, afhendir Sigurði Þorsteinssyni lyklavöldin að tveimur nýjum bifreíðum. Ljðsm: Sv. Þorm. Nokkrar konur úr kvennadeildinni ásamt Sigurði Þorsteinssyni formanni Flugbjörgunarsveitarinnar. Ljósm. Sv. Þorm. Flugbjörgun- arsveitin fær þrjá nýja bíla — Fjáröflun um helgina — UM ÞESSAR mundir er Flug- björgunarsveitin að taka f notkun nýjan bflakost, en f fyrradag af- henti Lions-klúbburinn Njörður sveitinni tvo bíla. Við sama tæki- færi afhenti kvennadeild Flug- björgunarveitarinnar bifreið sömu gerðar, þannig að nú hefur sveitin eignazt þrjá nýja farkosti. Bifreiðarnar eru af Ford-gerð og eru þær mjög vandaðar og full- komnar að öllum útbúnaði. Und- anfarin 20 ár hefur Flugbjörg- unarsveitin notazt við gamlar bif- reiðar frá varnarliðinu, en þær eru nú orðnar svo lélegar, að tím- inn, sem fór til viðhalds og við- gerða, var orðinn allmiklu lengri en timinn, sem bifreiðarnar voru í notkun. Nýju bílarnir verða notaðir til sjúkraflutninga, og sem hjálpar- bílar við björgunar- og ieitarstörf Flugbjörgunarsveitarinnar. 1 fyrra ákvað Lions-klúbburinn Njörður. að hlaupa undir bagga með Flugbjörgunarsveitinni, og safna fé til kaupa á nýjum bílum fyrir sveitina, þar sem fjárfram- lög opinberra aðila og það, sem deildin aflar sér með eigin f járöfl- un, hrekkur skammt. Njörður beitti sér því fyrir kaupum á tveimur bifreiðum, og hefur að undanförnu verið unnið að yfirbyggingu þeirra. I samráði við Rauða krossinn hefur Flug- björgunarsveitin búið bilana til sjúkraflutninga, og hefur Rauði krossinn styrkt sveitina til kaupa á ýmsum nauðsynlegum tækjum í þá. Eins og áður sagði, hefur þriðji nýi bíllinn nú bætzt við, en i kvennadeild Flugbjörgunarsveit- arinnar eru nú starfandi um 50 konur, og hafa þær aflað fjár til bifreiðarkaupanna með ýmsum hætti. Mjög kostnaðarsamt er að reka starfsemi þá, sem fram fer á veg- um Flugbjörgunarsveitarinnar, enda þótt þeir, sem þar starfa, leggi fram alla vinnu endur- gjaldslaust. Nú um helgina verður árleg fjáröflun Flugbjörgunarsveit- arinnar, en á laugardaginn verða seld merki til ágóða fyrir starf- semina. Daginn eftir, eða á sunnudag- inn, verður svo kvennadeildin með kaffisölu og basar að Hótel Loftleiðum. Jafnan hefur verið fjölmennt hjá kvennadeildinni. Formaður hennar er Ásta Jóns- dóttir. 1 Flugbjörgunarsveitinni eru nú um 100 manns starfandi, en formaður hennar er Sigurður Þorsteinsson. Flugbjörgunarsveitir eru nú starfandi á sex stöðum á landinu, en síðan sveitin var stofnuð í Reykjavík árið 1950, hafa verið stofnaðar flugbjörgunarsveitir á Akureyri, Hellu á Rangárvöll- um, Skógum, Vik i Mýrdal og Varmahlíð í Skagafirði. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Rekstrarbókhald Námskeið í rekstrarbókhaldi verður haldið 5. til 7. nóv. n.k. og hefst þriðjudaginn 5. nóv. kl. 15.30. Fjallað verður um tengsl fjárhags-bókhalds og rekstrarbókhalds, kostnaðarstuðla, „normal- kalkulation" og „lágmarkskalkulation" og nota- gildi þeirra I venjulegu bókhaldi, fjafhagsbókhaldi, eru viðskipti fyrirtækisins við umheiminn skráð. I rekstrarbókhaldinu er aftur á móti skráð, það sem gerist innan fyrirtækisins. Hlutverk rekstr- arbókhaldsins er þrenns konar. í fyrsta lagi að fylgjast með arðsemi ein$takra deilda fyrir- tækisins, í öðru lagi að auðvelda verðlagningu og í þriðja lagi að bæta eftirlit með allri starfsemi fyrirtækisins. Leiðbeinandi er Valdimar Hergeirsson viðskiptafræð- ingur. Sala Námskeið í sölu verður haldið 11. —14. nóv. og hefst kl. 1 5.30 mánudaginn 1 1. nóv. Fjallað verður um Söluráða, markaðsrannsóknir, meginatriði, sem ráða ákvörðunum varðandi afurðaeiginleika, verð, dreifileiðir, auglýsingar, sölumennsku o.fl., samning áætlana um aðgerðir á sviði sölu. Á undanförnum áratugum hafa átt sér stað miklar tæknibreytingar. Þær hafa leitt til auk- inna framleiðsluafkasta. Aukin framleiðsluaf- köst valda því, að gera þarf auknar kröfur til sölustarfseminnar. Ennfremur virðist æviskeið vara sífellt vera að styttast, þannig að hanna þarf nýjar vörur í ríkari mæli en áður, ef ætla á fyrirtækjum að halda lífi. Námskeiðinu er ætiað að auka hæfni manna til að glíma við þessi og önnur skyld vandamál á sölusviðinu. Leiðbeinandi er Brynjólfur Sigurðsson lektor. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. Nýtl ilug- frcyjufélag: Safnar fé til tækjakaupa í nýju fæðingardeildina A SlÐASTLIÐNU vori stofnuðu fyrrverandi og nú- verandi flugfreyjur með sér félag, og af þvf tilefni snerum við okkur til Guðrúnar Norberg, formanns félagsins, og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem er vara- formaður, til að forvitnast um markmið félagsins og tildrögin að stofnun þess: — Á síðastliðnum vetri komu nokkrar samstarfs- stúlkur saman heima hjá Mörtu Mariu Hálfdánar- dóttur til að rifja upp gamlar minningar. Okkur fannst svo skemmtilegt að hittast aftur, að við ákváð- um að gera þetta aftur og þá oftar, segir Guðrún. — Svo spannst þetta eiginlega hvað af öðru, og endaði meó því, að okkur fannst við verða að hafa þetta í föstum skorðum. Næsta skrefið var svo stofnfundur, sem haldinn var í mai í vor. Hann sóttu milli 50 og 60 fyrrverandi og núverandi flugfreyjur, en tilgangur félagsins er m.a. sá, að viðhalda kynnum flugfreyja, bæði þeirra, sem eru hættar störfum og þeirra, sem enn eru í „loftköstum“, segir Guðrún. — Fljótlega eftir að félagið fór að taka á sig mynd, var farið að ræða um, að það þyrfti að hafa markmið umfram það að félagskonur hittust og skemmtu sjálfum sér. Þá fannst okkur liggja beinast við, að við létum gott af okkur leiða um leið og við hefðum ánægju af því sjálfar, segir Jóhanna. — Hvernig hefur starfseminni verið háttað frá því að félagið var stofnað? — Síðan höfum við haldið kaffifundi, og skiptast félagar á um að sjá um veitingar, sem síðan eru seldar í fjáröflunarskyni. Af þessu höfum við haft dágóðan hagnað, en nú erum við að fara af stað með fjáröflun. Dr. Gunnlaugur Snædal kom og talaði á fundi hjá okkur í haust, og ræddi hann fyrst og fremst um viðbótina, sem nú er í undirbúningi við fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspitalans. öll tæki í þessa deild eru mjög dýr, og Svölurnar, eins og félagið heitir, hefur mikinn áhuga á, að hún verði sem allra bezt tækjum búin. Því höfum við ákveðið að byrja á því að safna fé til tækjakaupa í deildina. Hvað síðar verður, er enn ekki afráðið, heldur ætlum við að fylgjast með því hvar þörfin er brýnust hverju sinni, og haga okkur svo samkvæmt því, segir Guðrún. — Á iaugardaginn kemur verðum við með stðran markað að Hallveigarstöðum. Við höfum verið að safna munum að undanförnu, og hefur það gengið margfalt betur en okkur datt í hug I upphafi. Við höfum farið í ýmis fyrirtæki, þar sem okkur hefur verið tekið frábærlega vel, en einnig höfum við sjálfar útbúið hluti og safnað saman nokkru af gömlum munum, og er nú orðið úr þessu mikið samansafn. Það, sem á markaðnum verður, er að iangmestu leyti nýtt, þótt einnig sé nokkuð af göml- Jóhanna Sigurðardóttir og Guðrún Norberg. um og notuðum hlutum. Við einsettum okkur að hafa þetta markað, þar sem væri að finna nothæfa og skemmtilega hluti eingöngu, segir Jóhanna. — Hvað eru félagar margir? — Þeir eru nú um 80, og sífellt bætist við. Fyrst voru eingöngu Loftleiðaflugfréyjur í félaginu, en þegar flugfélögin sameinuðust fannst okkur sjálf- sagt að Flugfélags-freyjurnar hefðu einnig tækifæri til að ganga I félagið. Okkur hefur fundizt sérstaklega ánægjulegt að með okkur eru flugfreyjur frá fyrstu árum farþega- flugsins hér á landi, og sami áhugi er ríkjandi hjá þeim elztu og þeim yngstu. Eins og fyrr segir er Guðrún Norberg formaður félagsins og Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður, en aðrar f stjórn eru Jóhanna Björnsdóttir, gjald- keri, Erla Ólafsdóttir, ritari, og Andrea Þorleifsdótt- ir, Gerður Guðnadóttir og Kristín Guðlaugsdóttir, sem eru meðstjórnendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.