Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1974
17
Gífurlegt
tjón á
kornupp-
skeru
Mexico-
manna
Mexico City 30. okt. — AP.
□ ÓVENJULEGAR frosthörk-
ur I septembermánuði virðast
hafa gjörsamlega þurrkað út
árangur tveggja ára tilrauna-
starfsemi kornræktarrann-
sóknarstöðvar Nóbelsverð-
launahafans Nermans Bor-
iaugh nærri Mexico City. Þá
hefur kuldinn kostað Mexikó
meir en háifa milljón tonna af
korni. Visindamenn og sér-
fræðingar rfkisstjórnarinnar
haf nýiokið athugun á áhrifum
frostanna 8. og 9. september í
dölunum umhverfis höfuðborg-
ina. Jose Guevara Calderon,
forstöðumaður tryggingastofn-
unar landbúnaðarins, segir, að
600.000 tonn af hveiti og nærri
100.000 tonn af rúgi hafi farið
forgörðum.
Elztu bændur muna ekki
eftir slíkum frostum síðan árið
1917. Fór hitastigið niður í 25
gráður á Fahrenheit tvær
nætur í röð, en maðalhitinn
þennan mánuð er 46,4 gráður.
Robert Osler, aðstoðarfor-
stöðumaður rannsóknastöðvar
Borlaughs, segir, að tilraunir
með ræktun hveitis, sem staðið
hafa í tvö ár, hafi verið eyði-
lagðar og verði að byrja alveg
að nýju. A hinum ýmsu rækt-
unarstöðum stöðvarinnar er
korntjónið frá 30% og upp í
100%:
Þá varð einn af ræktunar-
stöðunum illa úti vegna flóða,
sem komu í kjölfar Fifi. Allt
kornið eyðilagðist, og girðingar
og útbúnaður sömuleiðis.
Nemur tjónið hátt í hálfa
milljón dollara.
Heildartjón á kornuppsker-
unni í Mexíkó í ár er talið
milljón tonn, þar af 200.000
tonn af völdum þurrka og
200.000 tonn af völdum sjúk-
dóma. Nemur þetta 10% af
heildaruppskeru Mexico. Er
þetta tvöfalt tjón miðað við
meðalár. Er talið, að þetta leiði
til þess, að mexicanar neyðist
til að auka korninnflutning til
Henry Kissinger hefur
verið á ferð og flugi síð-
ustu , vikurnar. Eftir
hann hafði verið í Sovét-
ríkjunum, hélt hann til
Indlands og var í gær í
Bangladesh. Hér sést
hann á fundi með Indiru
Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands.
37 menn
drukkna
Manila 30. október—AP.
ÞRJÁTÍU og sjö manns
drukknuðu þegar vatns-
flaumur hreif flutningabif-
reið þeirra með sér er þeir
reyndu að aka yfir fljót
eitt, sem var í miklum
vexti suður af Manila á
Filippseyjum, að því er
herinn skýrði frá í dag.
Aðeins 13 af farþegunum
50 í bifreiðinni komust lífs
af.
Vatnavextirnir áttu ræt-
ur sínar að rekja til mikilla
rigninga undanfarið.
2 frjálslyndir ráðherr-
ar látnir víkja á Spáni
Madrid 30. okt.
Reuter. AP.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Spánar, Antonio Barrera
de Irimo, sagði af sér í dag,
aðeins fáeinum klukku-
stundum eftir að Pio
Cabanillas Gallas, upplýs-
inga- og ferðamálaráð-
herra, hafði verið látinn
víkja úr starfi. Fjármála-
ráðherrann var einnig
annar varaforseti landsins.
Fóstureyðing-
ar lögleiddar
í Frakklandi?
FRANSKA rfkisstjórnin fóstureyðingu nema I al-
samþykkti f gær drög að varlegustu tilfellum.
frumvarpi um að lögleiða
Báðir voru þeir taldir
fremur frjálslyndir og er
litið svo á, að þetta sé sigur
fyrir öfgasinna til hægri,
sem vilja tefja fyrir, að
nokkrar umbætur verði í
frelsisátt í landinu.
Forsætísráðherrann, Carlos
Arias Navarro, sagði i dag, að
stjórnin myndi ekki hætta við að
framkvæma þær umbætur, sem
I lofað hefði verið. Hann hefur
skipað eftirmenn þeirra og við
starfi de Irimo tekur Rafael Ca-
bello de Alba, en við embætti
ferðamálaráðherra Leon Herrera
Estebas.
Sérfræðingar segja, að Caban-
illas, fyrrverandi ferðamálaráð-
herra, hafi komið því i kring á
ferli sinum, að ritfrelsi væri
aukið ögn og f jármálaráðherrann,
, De Irimó, var sagður stuðnings-
maður víðtækra umbóta á ýmsum
sviðum.
Lausn Berlínar-
vandamálsins nær
Moskvu 30. okt. — Reuter
HELMUT Schmidt, kanslari Vest-
ur-Þýzkalands, sagði f kvöld, að
viðræður hans við Leonid
Brezhnev og aðra sovézka leiðtoga
hefðu leitt til árangurs til lausnar
deilu rfkjanna um stöðu Vestur-
Berlfnar, en f gær virtist málið
komið f baklás. Kanslarinn átti
óvæntan fund með Brezhnev f
dag, og kom af honum „kátur“
eins og vestur-þýzkir embættis-
menn orðuðu það. Hefði afstaða
Sovétmanna verið sveigjanlegri f
dag en f gær, en þá átti Genscher
utanríkisráðherra Þjóðverja
ákafar viðræður við sovézka
starfsbróðurinn Gromyko. Ekkert
hefur þó verið látið uppi um ein-
stök atriði f þessu máli, né heldur
um samkomulag um efnahags-
samvinnu, sem leiðtogarnir
undirrituðu f dag.
Schmidt sagði á blaðamanna-
fundi í kvöld: „Við náðum
árangri varðandi stöðu Vestur-
Berlínar,“ en vildi ekki segja
meir. Hann hafði frestað för sinni
til Kiev vegna fundarins f dag, en
hélt þangað í kvöld. Á morgun
heldur hann heim til Þýzkalands.
Schmidt sagði, að hann hefði
boðið bæði Brezhnev og Kosygin
til Vestur-Þýzkalands.
V ersta mengunar-
slys á Irlandi
Bantry, Irlandi 30. október
— Reuter.
BÆÐI andlit fbúanna f hafnar-
borginni Bantry og strendur þar
eru nú sótsvört vegna versta
mengunarslyss f sögu trlands, er
2,7 milljónir lftra af hráolfu
runnu úr Whiddy-olíugeymslu-
stöðinni við borgina. Andlit
fbúanna urðu enn sótsvartari af
reiði f gærkvöldi er Gulf-
olfuféiagið, sem á geymslu-
stöðina, tilkynnti nýjar og hærri
tölur um það magn, sem rann f
sjóinn, en upphaflega talan var
900 lftrar. „Lftið bara á þetta,“
sagði fiskimaður einn, „þetta er
eintóm svört leðja, sem eyði-
leggur bæði net og afla. Einhver
verður að bera kostnaðinn af
þessu“.
Slysið varð 22. október, og upp-
götvaðist lekinn ekki fyrr en rúm
2,5 tonn af hráolíu höfðu runnið í
þennan fallega flóa, sem jafn-
framt er stærsta hráolíuhöfn
Evrópu.
Tjónið er margþætt. Þetta er
einn af vinsælustu ferðamanna-
stöðum Irlands. Fiskveióar eru
atvinna meir en 100 fjölskyldna á
þessu svæði, og fuglalífi er einnig
stofnað í hættu. Ferðamannatím-
anum er að vfsu að mestu lokið,
og fuglar höfðu flestir flogið
suður f lönd, en tjón fiskimanna
er mest. Varaforseti Gulf sagði f
dag, að félagið ætlaði ekki að
skjóta sér undan ábyrgðinni,
heldur reyna að bæta skaðann.
fóstureyðingar, sem hing-
að til hafa. f orði verið
bannaðar f Frakklandi, en
hins vegar almennt stund-
aðar á borði. Drögin gera
ráð fyrir því, að fóstureyð-
ing sé leyfð á fyrstu 12
vikum meðgöngutímans af
félagslegum, fjárhagsleg-
um eða siðferðilegum
ástæðum, að því er heim-
ildir innan stjórnarinnar
hermdu. Að 12 vikum lokn-
um yrði fóstureyðing
aðeins leyfileg á læknis-
fræðilegum forsendum.
Frumvarpsdrögin verða
tekin fyrir á fundi ríkis-
stjórnarinnar allrar 13.
nóvember og síðan lögð
fram á þinginu. Þar er hins
vegar gert ráð fyrir, að
frumvarpið mæti mikilli
andstöðu stórs hóps gaull-
ista-þingmanna, sem alla
tíð hafa verið mótfallnir
fóstureyðingum.
Núgildandi lög, sem eru
frá árinu 1920, banna
Grípur gullæði um sig meðal
bandarísks almennings 1975?
BANDARÍSKIR bankamenn
eru um þessar mundir að (huga
hvernig þeir eigi að bregðast
við gullæðinu, sem þeir búast
við að gangi yfir Bandarikin á
næsta ári. Frá I. janúar næst-
komandi verður almenningi (
Bandar(kjunum heimilt að eiga
gullstengur, sem mörgum
þykir nú lokkandi fjárfesting á
okkar verðbólgutfmum. SKkt
hefur ekki verið leyft í fjörutfu
ár, að því er segir f frétt frá
Reutersfréttastofunni frá
Honolulu, þar sem ársþing
bandarfskra bankastjóra fór
fram f sfðustu viku. Þetta var
einmitt helzta umræðuefnið á
ársþinginu.
Grundvallarspurningin, sem
bankastjórarnir veltu fyrir sér,
var hvort þeir ættu að hafa með
höndum gullsölu yfirhöfuð við
núverandi aðstæður. Gullið er
nú almenn neyzluvara, verðlagt
á frjálsum markaði og verðið
hefur verið sérlega óstöðugt
upp á síðkastið. Ekkert for-
dæmi er fyrir gullviðskiptum
við slík skilyrði, sem bankarnir
geta miðað við, og því eru
bankastjórarnir haldnir marg-
háttuðum efasemdum.
Hins vegar vilja þeir að sjálf-
sögðu ekki verða af hagkvæm-
um viðskiptum og taki þeir á
annað borð þátt í gullæðinu
hyggjast þeir hagnýta sér það
eftir beztu getu.
Eitt af mörgum atriðum, sem
þeir velta fyrir sér, er, hvort
þeir eigi að heimila notkun
gulls sem lánstryggingu fyrir
lausafé og hvort nota skuli
lánakort (credit cards") við
gullkaup.
S. Wayne Bazzle, bankastjóri
frá Virginíu, var einn þeirra,
sem hvatti til þess, að bankar,
hæfu gullviðskipti. Hann kvað
bankana þurfa að taka þátt i
viðleitni viðskiptavina sinna til
að spyrna gegn verðbólgunni,
og þeir gætu vænzt þess, að
gullsala færði þeim nýja við-
skiptavini. Einnig gætu bank-
arnir boðið viðskiptavinum á
leigu geymsluhólf fyrir guilið.
Bazzle kvað bankana geta
farið inn i þessi viðskipti á
tvennan hátt. Annars vegar
gætu þeir gerzt spákaupmenn,
og náð hæsta hugsanlega gróða
með þvi að taka áhættu. Hins
vegar gætu þeir gerzt óvirkir
þátttakendur í leiknum, og
boðið viðskiptavinum þjónustu
í þessum efnum, sem með góðri
skipulagningu ætti að geta
gefið af sér arð.
Ýmislegt bendir til, að fólk i
sveitum Bandaríkjanna yrðu
stærri gullkaupendur en stór-
borgarbúar. Athugun, sem gerð
var i litilli borg í Virginíu,
sýndi, að viðskiptavinir þar ætl-
uðu að kaupa 5000 dala verð-
mæti í gulli hver að meðaltali,
sem nægir fyrir einni gullstöng
upp á eitt kíló að þyngd.
Bankastjórarnir voru ósam-
mála um hversu mikil eftir-
spurnin kann að verða, — svo
og um hversu mikilli röskun
þetta kann að valda á fjármála-
sviðinu. Mikið veltur á þvi
hvernig almenningi sýnist út-
litíð í efnahagsmálum vera um
áramótin.
Einn bankastjóranna á árs-
fundinum i Honolulu, Charles
Smith, var sérstaklega von-
góður um mikla eftirspurn, og
kvaðst vænta gullæðis meðal al-
mennings, sem aðeins stæði
gullæðinu mikla i villta vestr-
inu að baki.