Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konréð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. slmi 10 100. Aðalstræti 6. slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. ð mðnuBi innanlands. i lausasölu 35.00 kr. eintakið. Umræður þær, sem farið hafa fram hér í Mbl. um íslenzka tungu, hafa vakið verðskuldaða athygli. Þar hafa ýmsir skýrt sjónarmið sín og er vonandi, að umræðurnar aukizt fremur en að þær lognist út af. í Morgun- blaðinu í dag birtist þriðja grein Helga Hálfdanar- sonar skálds, sem hóf um- ræðurnar þessu sinni hér í blaðinu. í grein sinni bendir Helgi Hálfdanarson einkum á svofelld orð dr. Halldórs Halldórssonar prófessors, og fagnar þeim mjög: „Koma þarf á fót leiðbeiningarstofnun um íslenzkt mál. Sú var hugsun mín, þegar ég lagði til við menntamálaráð- herra, að stofnuð yrði íslenzk málnefnd. Ég ætl- aðist til, að sú stofnun þró- aðist og færi út kvíarnar, yrði lifandi þáttur í íslenzkri málþróun. Þetta hefir ekki gerzt, en á því verður að verða breyting. Okkur er nauðsynleg stofnun, sem þeir geta sótt styrk sinn til, sem vilja vanda mál sitt. Þessi stofn- un á ekki einungis að leið- beina um myndun nýyrða, heldur einnig aó gefa út fræðslurit og bæklinga um rétta notkun málsins fyrir almenning. Hún ætti að hafa samband við fjölmiðla og jafnvel eftirlit með þeim, sem reknir eru af ríki...“ Um þessi orð prófessorsins farast Helga Hálfdanarson orð í grein hans í Mbl. í dag: „Mark- verðust er þó tillaga Hall- dórs um leiðbeiningar- stofnun um íslenzkt mál og hugmynd hans um hlut- verk hennar og þróun. Ég veit, að fleiri en ég finna sárt til þess að geta ekki leitað til slíkrar stofnunar, þegar þekkingar og úrræða er vant, að ekki sé minnst á önnur verkefni, sem Hall- dór ætlar henni. Slík stofn- un gæti samhæft krafta þeirra, sem nú eru að bauka við sameiginlegan vanda hver í sínu horni án samráðs hvers við annan, og orðið til ráðgjafar og forystu um flest það, sem að íslenzkri málþróun lýt- ur. Ég er viss um, að hér er á ferðinni ein hin merkasta tillaga í íslenzkum mennta- málum, sem fram hefur komið um langt skeið, og væri óskandi að henni yrði sem fyrst vel tekið af ráða- mönnum...“ Og í lok greinar sinnar segir Helgi Hálfdanarson: „Islendingar hafa góðu heilli myndað samtök til verndar íslenzkri náttúru, þar hafa ólærðir áhuga- menn og sérfræðingar í náttúruvísindum tekið höndum saman um að verja gróið land gegn upp- blæstri og öðrum spjöllum, bæta gróðurríkið og efla til nýrra landvinninga, en vernda þó sérkenni og feg- urð íslenzkrar náttúru. Þessum samtökum hefur orðið vel ágengt, og er þó meira í vændum. En ekki er mér kunnugt um neinn slikan félagsskap til vernd- ar íslenzkri tungu. Engih landssamtök allra flokka og allra stétta hafa gengið til liðs við baráttu móður- málsins fyrir lífi sínu, sem er þó í engu minni hættu en gróður landsins. Flestir vita af hættunni, en ýmist láta sér fátt um finnast, eða fara með hana eins og einhvers konar feimnis- mál, gera sem minnst úr henni, jafnvel dylja hana fyrir sér og öðrum. Þegar svo viðrar, er hætt við að flest sem bent er á til hvatningar eða varnaðar, verði óðara brennimerkt sem öfgar eða ofstæki. Enda er óttinn við eigið ofstæki að verða félags- legur sjúkdómur. Menn þora hvorki að hvetja né letja af neinni einurð, því það er svo varasamt og ljótt og leiðinlegt að vera öfgafullur. Þegar slíkur dofi hefur lagzt yfir islenzka málvernd, þá hall- ar ört undan fæti.“ Morgunblaðið treystir því, að ráðamenn, og þá einkum hinn áhugasami fulltrúi íslenzkrar alþýðu- menningar, Vilhjálmur Hjálmarsson, hinn nýi menntamálaráðherra, veiti tillögu Halldórs Halldórs- sonar prófessors þá athygli, sem hún á skilið. Það hlýtur að haldast í hendur að rækta landið og vernda, að rækta land- grunnið umhverfis það og vernda og svo ekki sízt að rækta íslenzka tungu og vernda, þennan fjársjóð, sem íslendingum einum hefur verið falið að gæta eins og sjáaldurs auga síns. ISLENZK TUNGA ______Helgi Hálfdanarson:_ Umræður um íslenzkt mál Siðan greinakorn mín tvö um íslenzkt mál birtust í Morgunblað- inu 12. og 13. október, hefur margt orð fallið af því tilefni og talsvert blek runnið. Þess var að vænta, og til þess var ætlazt. Til- gangur minn var umfram allt sá, að eggja menn til nokkurrar um- ræðu um málefni, sem mér virtist fáum svo ofarlega i hug sem skyldi. Þetta hefur greinilega tek- izt, og þykir mér þá betur f arið en heima setið. Þó að fullyrðingar mínar og orðbragð allt væri miðað við þennan tilgang, þykist ég ekki hafa farið með neinar öfgar um þá nauðsyn, að einmitt nú sé hug- að rækilega að hag móðurmálsins og leitað úrræða því til farnaðar á viðsjálum tímum. Enda virðist mér koma á daginn, að um þetta verði menn sammála. Hins var aldrei að vænta, að allir yrðu á einu máli um það, hvar skórinn kreppir harðast; en því fremur er þörf vandlegrar umræðu og — eftir föngum — rannsókna án taf- ar. I umræðum þessum hefur bor- ið á góma býsna sundurleit sjón- armið. En eitt er öllum samt, sem til máls hafa tekið: umhyggja fyr- ir íslenzku máli. I Þjóðviljanum birtist þann 20. okt. löng grein eftir Þorgeir Þor- geirsson rithöfund, þar sem mjög er rætt um sjúklegan hroka, þjóð- rembing, kynþáttadramb og stéttarþótta, og tilefnið sagt vera þessi skrif mín. Ég verð að játa, að ég kem ekki auga á samhengið, og grunar mig, að Þ.Þ. hafi illi- lega misskilið orð mín. Sú stað- hæfing mín, að islenzka sé „eitt merkasta tungumál veraldar", er rétt til færð, en túlkuð eins og ég hefði sagt „merkasta" en ekki „eitt merkasta“, sett ensku skör lægra í virðingastiga, og ekki að- eins ensku, heldur öll önnur tungumál á jarðríki. Þetta virðist mér Þ.Þ. hljóta að gera af vangá. Svo telur hann, að ég viðhafi orð- in „mál kúreka“ í niðrunar skyni við tungu Englendinga og Banda- ríkjamanna. 1 eyrum íslenzkra nútíma-barna, sem alast upp við sjónvarps-skjáinn, er enska um- fram allt mál kúreka. Ég hélt það lægi f augum uppi án málaleng- inga, hvað ég fór; og kem ég að þessu síðar. En ekki uni ég því að vera sakaður um að „niðra“ enskri tungu, sem svo sannarlega er „eitt merkasta tungumál ver- aldar". Hins vegar staðhæfi ég, að þann flokk fyllir einnig isienzk tunga, sem fyrr og siðar hefur auðnazt að skapa verk á borð við flest, ef ekki allt, sem gott er talið á öðrum tungum. Hreki það hver sem vill og getur! Þjóðtungur Afríku eru víst fleiri en vötnin á Tvídægru. Flestar þeirra hafa menn leyft sér að kalla frumstæð- ar. Og jafnvel þótt til sé á ýmsum þeirra slæðingur af þjóðvísum og galdraþulum, teldi ég fráleitt að meta þær að menningargildí til jafns við langþróað bókmennta- mál. Kannski það sé kynþátta- hroki. Vafalaust er hægt að finna sér einhver mið, sem geri allar tungur jafn-merkar, en hverjum er gagn að því? Þ.Þ. hrýs hugur við „óskaplegum afleiðingum, ef umheimurinn kæmist að þvi, að íslendingar bæru svona af öðrum þjóðum". Svona hvernig? I fyrri grein minni lét ég þess getið, að Islendingar væru öðrum þjóðum fremri um aðeins eitt, að þeir. töluðu fslenzku betur en aðrir. Það var nú öll stærisýkin. Ég Iét þess einnig getið, að færi svo, að Islendingar glopruðu niður tungu sinni, þá yrði enginn til að hirða hana, og veraldar-garmurinn yrði þeim mun verr á sig kominn. Það var allur þjóðrembingurinn. Það er fátt sem ég hef meiri skömm á en þjóðrembingi í sínu sanna eðli, en menn mega ekki af tómum ótta við sinn eigin þjóð- rembing vanmeta þjóðleg menn- ingar-verðmæti, hvað þá van- rækja þau. Sú skoðun á sér reynd- ar formælendur ófáa, að þjóð- tungur séu einungis til trafala, og bezt færi á því, að ein þeirra fengi að útrýma öllum hinum. Sjálfsagt yrði mannheimur þá með vissum hætti tilkomumeiri. Honum færi líkt og segir í þulunni góðu: Ef allir menn yrðu að einum manní, allir steinar »6 einum steini, og öll vötn að einu vatni, og sá maður fleygði þeim steini í það vatn, þá yrði eitt ógurlegt boms! Nú dettur mér ekki í hug að saka Þorgeir Þorgeirsson um neina þá menn- ingarstefnu, sem þessi klausa væri skripamynd af; og ekki kann ég við að tina upp úr grein hans fleira af þvi sem sprottið er af þeim misskilningi, sem ég nú hef greitt úr. Af niðurlagi greinarinn- ar ræð ég, að við séum á einu máli um það sem mestu varðar, þegar öllum misskilningi hefur verið rutt úr vegi; en sá er einmitt öðru fremur tilgangur umræðu. I greinarlok segir Þ.Þ.: „Erum við máske á eftir öðrum að þróa skiln- ing okkar á hugtakinu mál og málkennsla? ... Hrópum við um ágæti íslenzkunnar af því við finnum að hún er að dragast aftur úr. Ef svo er þá skulum við I guðanna bænum hætta að æpa og fara að gera eitthvað I þessu auð- velda máli.“ Þarna erum við Þ.Þ. sammála um allt nema það eitt, að málið sé auðvelt. En því fremur skyldi hafizt handa. Hinn 20. október tóku til máls í Morgunblaðinu fimm forustu- menn íslenzkra skólamála. Ræða þessara manna var, eins og vænta mátti, öll hin vandaðasta. Og þótt ég væri þeim ekki öllum sammála í hvivetna, þóttu mér greinar þeirra hver annarri betri, enda umfram allt ræddur kjarni máls- ins af gerhygli og rökfestu og með þeirri hógværð sem ég hlýt að öfunda þá af. Það þótti mér mest um vert, að ekki duldist áhugi þeirra á bættri stöðu móðurmáls- ins, ekki aðeins í skólunum, held- ur í öllu islenzku þjóðlífi. Þar þóttu mér ekki sízt búa mikil og góð fyrirheit í orðum Halldórs Halldórssonar prófessors. Mér hefur virzt sú skoðun nokkuð al- menn, að sú deild háskólans, sem kennd er við íslenzk fræði.sé helzt til lík þeirri læknastétt, sem feng- ist við það eitt að safna gögnum um heilsufar landsmanna fyrr og síðar, greina sjúkdóma og skrá tíðni dauðsfalla af völdum þeirra á ýmsum tímum, ekki í því skyni að ráða niðurlögum neinnar veiki, heldur af hreinvísindalegum áhuga einum saman; enda væri sjúkdómur, sem maður hefur á annað borð tekið, orðinn hið rétta eðli þess manns upp frá því; fylgzt væri vandlega með stöku sjúklingi, ekki til að reyna að lækna hann, heldur til að skrá liðan hans dag frá degi á skýrslur og líta á klukkuna þegar hann deyr. Hafi þessari háskóladeild verið nokkur þörf að reka af sér slyðruorð, þá hefur Halldór prófessor nú gert það drengilega, því mér dettur ekki í hug, að þar muni sitja við orðin tóm. Mér er kunnugt um það, að einatt 'eru gerðar harla ósanngjarnar kröfur til kennara háskólans i íslenzkum fræðum, þegar um skólakerfið er að ræða, rétt eins og þeim sé fært að hafa bein afskipti af móður- málskennslu í barna- og unglinga- skólum. Þeir hljóta að beita áhrif- um sínum á annan hátt. En mikið þykir mér til um þessa athuga- semd Halldórs prófessors: „Ljóst er þó, að auka þarf kennslu í málnotkun, ekki aðeins skriflegri, heldur einnig í notkun talmáls. A ég hér við framburð, setninga- gerð, beygingar, rétta notkun merkinga og orðasambanda o.s.frv." Og enn fremur: „Hver kennari þarf að gera sér ljóst, að móðurmálskennslan er ekki aðeins i höndum íslenzkukennar- ans, heldur í höndum sérhvers kennara." Vonandi verður tekið vel eftir áminningu þessa mæta málvísindamanns. Markverðust er þó tillaga Halldórs um leið- beiningastofnun um fslenzkt mál og hugmynd hans um hlutverk hennar og þróun. Ég veit að fleiri en ég finna sárt til þess að geta ekki leitað til slíkrar stofnunar, þegar þekkingar og úrræða er vant, að ekki sé minnzt á önnur verkefni, sem Halldór ætlar henni. Slík stofnun gæti samhæft krafta þeirra, sem nú eru að bauka við sameiginlegan vanda hver í sínu horni án samráðs hvers við annan, og orðið til ráð- gjafar og forustu um flest það, sem að íslenzkri málþróun lýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.