Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 25 Á æviferli sínum hefir hann orðið svo margs vís um hvernig straum- ar lífsins kvíslast, séð hversu margir kvísluðust niður á við, og enduðu í auðn og tómi. Hann hef- ir séð svo marga neyð og sjálf- skaparvíti og löngun hans til að spyrna þar við er vakin. Þess vegna voru ferðirnar farnar um landið og því stóð hann nú enn einu sinni ferðbúinn seinasta laugardaginnn í september. öllu hafði verið raðað niður og allt tekið með í reikninginn. Ferðinni var heitið á Vesturland, þar sem æskustöðvar hans lágu, þar sem hann við sólris hafði fyllst sterkri athaf naþrá og lífsþrótti. Þennan sama laugardag lá ferð min norður I land. Við höfðum talað saman um hádegisbilið þegar ég var að leggja af stað og ákveðið að mætast ef þess yrði kostur. Á sunnudagsmorgni ætl- aði hann að hefja förina. En sá dagur færði mér þær fréttir að áætlunin hefði breyst, Magnús hafði veikst alvarlega. Það var annar, voldugri húsbóndi sem kallaði, sneri áhugamanninum við og til annarrar áttar. Ég trúi því einlæglega að vinar míns hafi verið brýnni þörf á akri eilífðar- innar, akri drottins vors Jesú Krists. Þannig lauk viðburðarikri, starf samri og einstakri ævi. Kynni og samstarf okkar Magnúsar voru orðin löng og góð. Með hverju árinu sem leið urðu þau nánari og sterkari, við áttum rfkari ítök hvor i öðrum. Betri samferðamann og einlægari þekki ég ekki. Sameiginleg mál- efni þrýstu okkur saman. Magnús hinn holli og reyndi alvörumaður. Ég með ákafann og flýtinn. En hvað þetta fór vel saman. I gegnum kennslu og skóla- stjórn kynntist hann heimilunum og úr augum barnanna las hann marga söguna. I störfum sínum í barnaverndarnefndum og ráði hafði hann séð og heyrt svo margt og mikið, meira en hann hafði órað fyrir og ráðgátan mikla: Allir geta haft það svo gott ef þeir vilja, en svo í gegnum eiturnautn- ir og annað er draumur um far- sælt líf eyðilagt. Hvers vegna. Þetta er sú mikla spurning sem mannvinir allra tima glíma við. Magnús langaði til aó gera eitt- hvað, gera svo margt, koma til varnar, setja skorður til hjálpar æskulýð þessa lands, sem hann bæði elskaði og virti. Lengi hafði hann velt fyrir sér leiðum til að bjarga því æskufólki sem tíðar- andinn sogaði niður í eymd og volæði. Upp úr þeim hugleiðing- um varð Hjálparsjóður æskufólks til. Vinur hans Gunnar Guð- mundsson skólastjóri studdi hann með ráðum og dáð og er mér kunnugt um að þegar Gunnar leið nú fyrir skömmmu, fannst Magnúsi strax þyngja undir fæti. Ég benti honum á stofninn. Hann væri nú sterkur og hægara fyrir þá sem á eftir kæmu að byggja ofan á. Allt væri fastmótað af einlægum huga og mikilli fram- sýni. Magnús Sigurðsson hafði margt til að bera sem vakti á honum eftirtekt. Hann var sterkur og lit- ríkur persónuleiki, mikill skóla- og æskulýðsmaður, samvisku- samur með afbrigðum og jafnvel nóttin fékk hann ekki til að hætta við hálfunnið verk. Seint get ég fullþakkað að leiðir okkar lágu saman. Það var sem hver önnur guðs gjöf og gott og heilnæmt var að starfa með hin- um árvakra skóla- og athafna- manni. Sterkastur var manndóm- ur hans þegar hann sagði lausu aðalstarfi sinu til að helga sig eingöngu hjálparsjóðnum. Alltaf var hann á sínum stað og að honum áttu svo afar margir aðgang og var mér það oft undrunarefni hvernig leiðirnar opnuðust fyrir honum til úrlausn- ar aðsteðjandi vanda sem snöggra viðbragða þurfti við. Mér og mínum var hann þannig að það verður aldrei fullþakkað. Börnum mínum fylgdi hann af áhuga á þeirra menntabraut, gaf holl ráð og var þeim sannur vinur. Ekki lágu leiðir mínar svo suður að ég kæmi ekki til hans. Þær stundir voru fljótar að líða. Við bárum öll okkar áhugamál hvor undir annan. Sameiginlegur trúnaður í öllu. Ég sakna vinar í stað. Tómleik- inn segir mér hversu mikið er misst og mikils sé að sakna. En minningarnar eru margar og bjartar. Þakkarefnið óendanlegt. Minningarnar um sérstæðan drengskaparmann örva hug minn til að gera það sem mínir veiku kraftar leyfa til að fylgja fordæmi Magnúsar. Það er hamingja að vera f þjónustu lífsins. Þeir eru nógu margir, já alltof margir sem leggja dauðanum lið. Ég veit að við hittumst aftur handan móðunnar miklu. Því kveð ég minn góða vin í þeirri fullvissu og í hugann streyma ljóðlínur úr kvæði Jóns frá Ljár- skógum er hann orti um merkan sveitunga sinn. Mér finnst þessi orð vera svo táknræn og dæmi- gerð um lífsferil Magnúsar, en þar segir: var drenglundin fölskvalaus, handtakið hlýtt og hjartað var gull fram í dauðann. Árni Helgason. Horfinn er á braut vinur og samstarfsmaður um tveggja ára- tuga skeið. Skarð er fyrir skildi og margt ungmennið hefur misst sinn verndara og velgjörðamann með Magnúsi Sigurðssyni, sem í dag verður tií moldar borinn. Með Magnúsi er horfinn sér- stakur persónuleiki — maður, sem helgaði æsku þessa lands allt sitt starfslíf og þá ekki síst þeim, sem bágast áttu. Óhætt mun segja, að hann hafi í þeim efnum ekki átt nokkurn sinn líka og afrek hans til hjálpar og aðstoðar börnum og unglingum ganga kraftaverki næst. Ég mun ekki i grein þessari segja frá ætt, uppvexti og ævi- starfi Magnúsar, það munu aðrir gera. Fundum okkar Magnúsar bar fyrst saman í Laugarnessskóla, er ég hóf þar kennsluferil haustið 1953 og kenndi ég þá nokkra tíma í bekk hjá Magnúsi. Það stóð enginn einn með vandamál sín ef Magnús var ein- hverstaðar nærri og naut ég þess í ríkum mæli. Það var gott að hef ja starf i Laugarnesskóla á þessum árum. Einstök glaðværð á kenn- arastofu, samskipti og samvinna kennara og hjálpsemi stjórnenda mynduðu þá umgjörð, sem gerir vinnustað lokkandi og eftirsókn- arverðan. Ekki átti Magnús minnstan þátt í að skapa þetta andrúmsloft enda fannst það glöggt er komið var i Hlíðaskóla síðar. Árið 1955 varð Magnús skóla- stjóriHlíðarskóla, sem þá var við Eskihlíð en fluttist síðan í núver- andi byggingar á skólaárinu 1960—61. Haustið 1961 urðum við aftur samstarfsménn, er ég réðst sem yfirkennar að Hlíðaskóla og störfuðum við þar saman til árs- ins 1969 er Magnús lét af störfum skólastjóra. Þessara samstarfsára minnist ég með sérstöku þakklæti. Magnús var einlægur i orði og verki, tillitssamur og sanngjarn yfirmaður sem ávann sér velvild samstarfsmanna og annarra, sem til hans þurftu að leyta. í þeim efnum sparaði hann hvorki tíma né fyrirhöfn og sinnti jafnan öðr- um meira en sjálfum sér. Við skólastjórn stóð hann ætíð sína vakt enda var starfsþrek hans ótrúlegt. Var hann sívakandi fyrir skólann, sem stækkaði ört og var í mörg horn að lita. Þrátt fyrir erilsamt starf gaf hann sér þó tíma til að sinna hugðarefnum sínum, aóstoð við börn, sem ekki áttu þess kost að ganga mennta- brautina af eigin rammleik eða bjuggu við sérstaklega erfið upp- eldisskilvrði. Stofnun Hjálparsjóðs æsku- fólks er eitt gleggsta dæmið um harðfylgi Magnúsar og dugnað. Margir hrifust með Magnúsi af áhuga hans á þessu málefni og fjölmargir samstarfsmenn hans við skólann aðstoðuðu með ein- hverjum hætti og munu nú minn- ast þess með þakklátum huga. Allir vissu sem til þekktu, að Magnús gekk ekki heill til skógar, en seinustu þrettán árin var hann undir læknishöndum og þá stund- um hætt kominn. Sjúkdómserfiðleika lét hann ekki á sig fá en hélt ótrauður áfram þrátt fyrir aóvaranir lækna, fjölskyldu og vina. Hann hafði ákveðið að koma miklu í verk áður en hann kveddi þennan heim. Seinustu árin kom hann jafnan í skólann við upphaf og lok skóla svo og um jólin. Það fylgdi honum alltaf glaðværð og hressilegur blær — menn gerðu að gamni sínu, nutu samvista við hann og oftast lét hann einhver notaleg orð falla við sameiginlegt kaffi- borð á kennarastofu. Þær stundir verða ekki fleiri, en eftir lifa minningar um góðan dreng. Hann undirbjó ferð vestur á Vestfirði og kom þá i skólann örstutta stund — hafði ekki tíma fyrir kaffibolla. Handtakið var þétt og glettni í augum.— Það var föstudagur, á sunnudagsmorgni var hann lagður á spítala. Það er bjart yfir starfi þessa manns — mætti þjóðin eignast marga slíka. Ég færi honum alúðarþakkir fyrir einstaklega ánægjulegt sam- starf, hjálp og vinátu. Fjölskyldu hans og skjólstæð- ingum flyt ég samúðarkveðjur. Ásgeir Guðmundsson. Vinur minn Magnús Sigurðsson fyrrum skólastjóri lést í Landspit- alanum hinn 22. október sl. Það verður mér löngum minnis- stætt hvað hann sýndi mikla karl- mennsku og hugarró í sínum erf- iðu veikindum. Hinu ber ekki að leyna, að hans nánasta fólk veitti honum mikla hlýju og varfærni með þvi að vaka yfir honum og stunda hann til skiptis þessar erf- iðu vikur. Með Magnúsi Sigurðssyni hefur lokið sinni lífsgöngu mikill hug- sjóna- og afreksmaður. Övenju- lega góður maður, vel hugsandi og vel gefinn. En allir hafa sinn tíma í henni veröld og verður ekki staðió gegn því. En þó að Saknaðarkenndin sé stundum sár, verður að horfa til þess, að það er mikið lán fyrir nánasta fólk og marga aðra, að hafa fengið að njóta samskipta við hann á gleði- stundum, og eins I daganna önn og amsri. Magnús var fæddur 4. júní árið 1906 á Geirseyri við Patreksfjöró. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon læknir og kona hans Esther Jensen. Frá æskuárum kann ég ekki að greina en árið 1922 lýkur hann námi við Flens- borgarskólann. Og verður bú- fræðingur frá Hvanneyri sex ár- um siðar. Síðan lauk hann kenn- araprófi árið 1936. Hann stundaði kennslu á Barðaströnd árin 1929—’34. Þá gerðist hann kenn- ari við Laugarnesskólann og var þar dáður kennari, allt frá árinu 1936—1955. Síðast varð hann skólastjóri Hlíðaskólans frá stofn- un hans til þess er hann lét af skólastjórn fyrir nokkrum árum. Magnús kvæntist Sigriði Bjarn- eyju Einarsdóttur, og eignuðust þau þrjú myndarleg og efnileg börn, tvær dætur og einn son. Svo átti hann því láni að fagna að eignast mörg efnileg barnabörn, sem veittu honum að eigin sögn, margar gleðistundir á efri árum. Það verður varla annað sagt en Magnús hafi með iífi sínu og starfi fórnað sér fyrir aðra og þó sér i lagi æskufólk. Hann stofnaði Breiðavikurheimilið i Rauða- sandshreppi, að vísu með aðstoð annarra og hefur mér verið tjáð, að heimamenn þar vestra hafi greitt mjög fyrir þeirri fram- kvæmd. Og vissulega hafa mörg börn notið kyrrðar og lærdóms í þessu f agra umhverfi. Síðar stofnaði hann Hjálparsjóð æskufólks, sem hefur hjálpað mörgu ungmenni á erfiðum stundum i lífi þeirra. Og ég trúi þvi, að þau mörgu börn, sem hafa notið þessa, séu honumþakklát. Að mörgum öðrum mannúðar- málum vann Magnús um sína daga, því að hann var ævinlega að hjálpa öðrum, en hugsaði minna um sjálfan sig. Aftur á móti eru aðrir sem vilja visa veginn að æskulegu marki, en fára hann ekki sjálfir. En um Magnús vil ég segja: hann vildi vel og gerði vel, þvi hann fórnaði sér beinlínis f yrir sína samtið. Magnús Sigurðsson veróur mér ávallt minnisstæður vegna mann- kosta sinna. Vonandi er að sá hug- sjónaeldur, sem honum auðnaðist að tendra svo fagurlega, kulni ekki, heldur lifi langt inn í „kom- andi“ tið. öllu hans nánasta fólki votta ég einlæga samúð. Ég veit vel, að það hefur misst mikið, en það er lika yljandi afl að hafa átt mikið. Faðir lands og liðs leiði hann og blessi. Gfsli Guðmundsson. Magnús Sigurðsson, tengdafað- ir minn, er farinn í ferðalagið, sem allir fara einhverntfma. Hann lést á Landspftalanum 22. október síðastliðinn. Hann ætlaði í ferðalag vestur á land í erindum Hjálparsjóðs æskufólks þann dag, sem hann varð sjúkur. Ég minnist þess, að ég spurði hann daginn áður hve lengi hann yrði i þessara ferð. Hann hélt að hann yrði alltaf um það bil þrjár vikur. Rúmum þremur vikum seinna var hann allur, erfið sjúkdóms- lega tók álíka langan tíma og vest- urferðin hefði gert. Við, sem eftir lifum, erum aldrei tilbúin að taka þeirri kveðjustund, þó hún sé oft það besta, þegar heilsan leyfir ekki eðlilegt Hf. Magnús var alltaf að hjálpa öðr- um, sem áttu bágt. Ég held, að hann hefði ekki getað hugsað sér lífið öóruvísi. Hann var lengi kennari og síðar skólastjóri en þegar þeim störfum lauk gaf hann sig allan aðmálefnum barna og unglinga, sem áttu í erfiðleik- um. I þágu þeirra málefna fór hann margar og erfiðar ferðir um landið. Ég gleymi því aldrei hve glaður hann var, þegar heim kom úr þessum ferðalögum, sama hve þreyttur hann var. 1 mörg ár bjó ég i húsi tengdaföður mins. Þar stigu börnin mín fyrstu sporin og nutu handleiðslu af a síns. Magnús, ég þakka þér allt skjól- ið, sem þú veittir mér, syni þinum og börnunum okkar, og allt, sem þú kenndir þeim og mér. Það gleymist aldrei meðan við lifum. Þegar ég lit yfir árin, sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum, er ég forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt þig að tengdaföður og að börnin min áttu slfkan afa, sem þú varst. Þú gerðir allt til þess, að lifið yrði okkur sem best. Valgerður Ölafsdóttir. I dag er til moldar borinn Magnús Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri. Þar á ég á bak að sjá gömlum samstarfsmanni og góð- um nágranna. Ég kynntist honum fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum, þegar ég réðst sem kennari að Laugarnes- skólanum en þar hafði Magnús þá verið kennar í nokkur ár. Magnús var hinn besti samstarfsmaður og brást alltaf vel við, ef til hans var leitað. En kynni okkar urðu meiri og nánari. Eg var leigjandi Magnúsar í eitt ár og siðar ná- granni hans í 28 ár. Þegar við, nokkrir kennarar við Laugarnesskólann, réðumst í að byggja okkur hús við Hofteig og unnum að þvi i félagi, var Magnús verkstjóri okkar. Þá kynntist ég best ósérhlifni hans og dugnaði. Hús okkar Magnúsar stóðu hlið við hlið, þannig urðu kynnin milli heimila okkar bæði löng og náin. Hann var framúrskarandi góður nágranni, hjálpfús og drenglynd- ur og öll þessi ár bar aldrei skugga á okkar kynni. Magnús hætti kennslu við Laug- arnesskólann og varð skólastjóri við Hlíðaskólann frá stofnun hans, þar til fyrir nokkrum árum, að hannvarðaðláta af störfum vegna heilsubrests. Það var hon- um ekki að skapi að setjast í helg- an stein þótt heilsan bilaði, slikur starfsmaður sem hann var. Hann hafði lengi starfað að barnavernd- armálum, fyrst I barnaverndar- nefnd og síðar i barnaverndar- ráði. Á sumrum ferðaðist hann víða um land til að líta eftir sumardvalarheimilum barna og hafa samband við barnaverndar- nefndir. Sem kennari og skólastjóri kynntist Magnús erfiðleikum sem mörg börn og unglingar eiga við að stríða vegna fátæktar og ann- arra vandræða á heimilum þeirra. Til að greiða fyrir þessu fólki stofnaði hann Hjálparsjóð æsku- fólks. Fé úr þessum sjóði hefur hjálpað mörgum unglingum til manndóms og þroska. Lagði hann mikið á sig til að afla fjár f sjóðinn og fór í þeim tilgangi í mörg erfið ferðalög, svo vinum hans þótti nóg um og höfðu orð á við hann, að hann ætlaði sér ekki af. Magnús sinnti lítt slíkum áminningum. Hann gerði sér grein fyrir, að starfstíminn var takmarkaður en margt ógert. Honum var fullgoldið erfiðið þegar framlög úr sjóðnum urðu börnum og unglingum til blessun- ar. Af þessu starfi varð hann þjóð- kunnur maður. Við hjónin kveðjum þennan góða nágranna og trygga vin með hjartans þökk fyrir öll okkar kynni og vottum ættingjum hans innilegustu hluttekningu. Jónas Guðjónsson. Kunnur er efi um fylgni gæfu °g-gjörvuleika í starfi fólks. Á kveðjustund Magnúsar Sigurðs- sonar eru slíkar efasemdir þó ekki réttmætar. Honum tókst flestum fremur að velja sér giftu- drjúg viðfangsefni og vinna að þeim af heilum hug. Er þar átt við störf börnum og unglingum til farsældar. Skipti við fólk, ungt og aldið, reyndust Magnúsi auðveld. Hátt- vísi hans og einstök hlýja aflaði margra velunnara og vina. Sem leiðbeinanda var honum lagið að auka áhuga á verkefnum og trú á mátt og megin. Rólegt fas vakti vellíðan, en græskulaus gaman- semi létti lund. I húsi Magnúsar fannst jafnvel sveinstaula sem væri hann höfðingi. Þegar slíkum persónutöfrum er beitt með kappi vinnast verk vel. Magnús átti um langt skeið sæti i Barnaverndarráði Islands og hafði á þess vegum eftirlit með heimilum víðs vegar um landið, sem tóku börn i fóstur. Hann var mikill hvatamaður að stofnun og rekstri upptöku- heimilisins í Breiðuvík, en mun þó hafa talið hag skjólstæðinga sinna betur borgið, ef þeir fengu dvöl á góðu heimili f sveit. Var hann óspar á ferðir og stundum fortölur i þessu skyni og hafði oft árangur. Er vist, að mörg bág- stödd ungmenni hafa átt betri daga vegna milligöngu Magnúsar og hins góðhjartaða fólks, sem opnaði þeim heimili sín, en annars hefði orðið. Mikil blessun hefur þvi fylgt starfi hans. A vegamótum þakka ég góða samfylgd og votta ástvinum samúð. Tómas Gunnarsson. Stýrimann og beitningarmann vantar á m.b. Ásþór RE 395. Upplýsingar í síma 161 68.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.