Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1974
Minnina:
Finnur B. Kristjáns-
son rafverktaki
F. 6. marz 1913.
D. 20. okt. 1974.
Þegar sú sorgarfregn barst okk-
ur nemendum Finns heitins við
Iðnskólann í Reykjavík til eyrna,
að hann hefði orðið bráðkvaddur
þann 20. okt. slðastliðinn var eins
og ský drægi fyrir sólu. Löng
stund leið áður en nokkur mælti
orð frá vörum, svo óvænt og
átakanlega barst okkur þessi
frétt. Við blátt áfram neituðum að
trúa því, að við ættum ekki eftir
að sjá hinn glaðlega og broshýra
kennara ganga léttum og mjúkum
skrefum inn I kennslustofuna á
hverjum morgni og eiga ekki eftir
að heyra hina hlýju og vingjarn-
legu rödd hans, er hann bauð
okkur glaðlega góðan daginn.
Finnur var sérlega vinsæll
kennari meðal nemenda sinna.
Hann var með afbrigðum hjálp-
samur og alltaf reiðubúinn að
veita nemendum sínum aðstoð ef
þeir lentu í vandræðum með verk-
efni sín. Hann var maóur ákveð-
inn og gæddur mikilli ábyrgðartil-
finningu og kom ætíð fram við
okkur sem jafningja.
Við vottum hans nánustu
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Nemendur f framhaldsdeild S/F
við Iðnskólann I Reykjavfk.
Afmælis-
og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á f
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera f sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu Ifnubili.
Kveðja frá rafverktökum.
Þegar vinir og kunningjar falla
frá, verður þeim, sem eftir lifa,
fyrst ljóst, að þeir samfylgdar-
menn, sem næstir ganga á lffsleið-
inni, eru svo samgrónir hinu dag-
lega umhverfi og svo sjálfsagður
þáttur í tilverunni, að þeim er
kannski veitt minni athygli en
þeim, sem fjær standa, enda fer
svo er þeir hverfa að lfkast er sem
ský fyrir sólu dragi.
Finnur B. Kristjánsson var einn
þeirra manna, sem áttu gott með
að aðlagast fólki, en skar sig úr
vegna góðra hæfileika og frjáls-
legrar framkomu, sem bar þess
ljósan vott, að á yngri árum var
hann mikill íþróttamaður og tók
m.a. þátt í fimleikasýningum.
Hér munu ekki rakin upp-
vaxtarár Finns, enda öðrum
kunnara frá að segja, fremur mun
hér drepið á þau ár, er hann vann
að iðn sinni og starfaði að félags-
málum.
Hann var við rafvirkjanám hjá
Eiríki Hjartarsyni 1933—37, en
þau ár voru sannarlega engin
sældarár í atvinnulífi þjóðarinn-
ar, einkum þó þegar þau eru bor-
in saman við áratuginn, sem á
eftir fór.
Flestir, sem þakktu þetta tíma-
bil atvinnuleysis og örbirgðar,
munu hafa tekið góðu árin, sem á
eftir fóru, með nokkrum fyrir-
vara og ekki trúað því, að slík
umskipti yrðu á högum manna, að
sfðan hafi þjóðin lifað því lífi,
sem aðeins bjartsýnustu menn
gerðu sér vonir um að þessu lífi
loknu.
Þessir erfiðu tímar höfðu þó
sínar björtu hliðar og vart mun sá
skóli til vera, er veitt getur meiri
þroska og skilning á mannlegum
vandamálum, en slík lífsreynsla
veitir.
Kjör iðnnema voru á þessum
árum á margan hátt öðruvísi en
þau eru í dag, þau voru hlutfalls-
lega lakari og tekjumöguleikar
minni, en þá var öldin önnur og
ekki til siðs að kveina og kvarta.
Margar skemmtilegar minning-
ar átti Finnur frá námsárunum,
enda var honum tamara að halda
á loft þvf góða og greinilegan hlý-
hug bar hann til meistara síns,
Eiríks Hjartarsonar.
Námsárin voru Finni léttari en
mörgum öðrum, því hann átti því
óskar
eftir
starfs
fólki í
eftirtalin
störf:
ul
AUSTURBÆR
Kjartansgata, Þingholtsstræti,
Skólavörðustígur, Úthlíð
Laufásvegur 2 — 57, Freyjugata
frá 1 —27, Grettisgata frá 2 — 35,
VESTURBÆR
Vesturgata 3—45. Nýlendugata
ÚTHVERFI
Vatnsveituvegur, Fossvogsblett-
ir, Selás.
SELTJARNARNES
Miðbraut.
Upplýsingar í síma 35408.
KÓPAVOGUR
Hjallahverfi
ARNARNES
Blaðburðarfólk vantar
FLATIR
Blaðburðarfólk óskast.
Upp/ýsmgar í síma 52252.
Seyðisfjörður
Umboðsmaður óskast til að
annast dreifingu og innheimtu
fyrir Morgunblaðið. Uppl. gefur
Guðjón R. Sigurðsson í síma
2429 eða afgreiðslan í Reykja-
vík, sími 10100.
láni að fagna að hafa áður gengið
í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og
gat af þeim sökum stytt iðnskóla-
námið um tvö ár, en slfkt var
mikils virði í þá daga þegar setið
var á skólabekk hvert kvöld að
loknum vinnudegi og þvi lftill
timi aflögu til annars.
Þótt Finnur væri sístarfandi og
f mörgu að snúast fékk hann fljót-
lega áhuga á félagsmálum og þeg-
ar að loknu sveinsprófi varð hann
virkur þátttakandi i samtökum
rafvirkja og um tíma formaður
Félags islenzkra rafvirkja, en á
þeim vettvangi hélt hann vel á
málum stéttarbræðra sinna á
sama hátt og hann hélt á málstað
rafverktaka er hann settist hinum
megin við samningaborðið.
Sama árið og seinni heims-
styrjöldin braust út, réðst Finnur
til Halldórs Ólafssonar, en
Halldór var virkur fagmaður, sem
hafði aflað sér staðgóðrar þekk-
ingar á viðgerðum tækja og véla.
Með þessum vistaskiptum mun
Finnur fyrst og fremst hafa haft í
huga að auka við þekkingu sfna,
en hjá Halldóri kom hann ekki að
tómum kof anum og þar fékk hann
viðfangsefni, sem voru honum
mjög að skapi og lögðu grunn að
þeirri þekkingu, sem varð honum
nauðsynleg við þau verkefni, er
hann lagði mesta rækt við sfðar,
en það voru m.a. viðgerðir og við-
hald tækjabúnaðar í verksmiðjum
og prenthúsum.
Hjá Halldóri var Finnur í þrjú
ár eða til ársins 1942, en það ár
gekk hann að eiga Svanhildi S.
Thorlacius og verða þá greinileg
straumhvörf í lífi hans, tilveran
verður bjartari og fer að hafa
meiri tilgang, enda voru þau hjón
samhent i flestu og svo mikið
hvort fyrir annað að fátítt mun
vera.
Svo sem vænta mátti af kapps-
fullum manni, fór Finnur nú að
huga að því að koma undir sig
fótunum sem sjálfstæður atvinnu-
rekandi, en um þetta leyti hafði
atvinnuleysi gjörsamlega verið
útrýmt, enda miklu til kostað þeg-
ar til þurfti heimsstyrjöld og
erlendan her, gráan fyrir járnum.
Voru nú þau umskipti orðin, að
eftirspurn eftir vinnuafli var
margfalt meiri en framboð og
reyndi nú á útsjónarsemi og hag-
sýni við framkvæmdir, ekki fyrst
og fremst til að spara peninga,
heldur vinnuafl.
Sama árið og Finnur kvæntist
Svönu, fékk hann löggildingu
Rafmagnseftirlits ríkisins, en um
verktakaleyfi f Reykjavík sækir
hann ekki fyrr en 1946, enda
hafði hann þá i millitfðinni átt
aðild að hlutafélagi um rekstur
rafverktakafyrirtækis, en slík
sameign var honum ekki að skapi
og varð það því úr, að hann
stofnaði sitt eigið fyrirtæki, sem
hann rak undir sfnu nafni.
Heimilið og börnin voru að
sjálfsögðu sá þáttur tilverunnar,
sem var öllu öðru mikilvægara og
fljótlega tók fjölskyldan aó
stækka.
Fyrst kom Marta og sfðan
Kristján, Guðfinna og Kristín, en
síðastur kom Þorleifur.
Barnahópurinn varð nokkuð
stór á nútfmamælikvarða, en sam-
hugur þeirra hjóna leysti öll þau
vandamál, sem stórri fjölskyldu
fylgja og þegar þörf varð fyrir
rúmgott heimili, reisti Finnur
þeim hús að Nökkvavogi 60.
Þar bjó Svana fjölskyldunni
gott heimili, sem þau hjónin
hlúðu að sem best þau máttu,
enda var þar glaðværð og gott
heim að sækja.
Af félagsmáium rafverktaka
hafði Finnur fljótt talsverð af-
skipti. Glaðværð hans og dans-
áhugi gerðu það að verkum, að
hann var ómissandi skemmti-
nefndarformaður um langt árabil,
en auk þess voru honum falin
önnur alvarlegri trúnaðarstörf,
þar á meðal formennska f nefnd
þeirri, er sér um sveinspróf, og
mun það verkefni hafa verið hon-
um mjög að skapi.
Það var þó ekki fyrr en 1957,
sem Finnur gaf sér tíma til að
taka þátt i stjórn rafverktaka-
félagsins, en þau 16 ár, sem hann
sat í stjórn þess félags, vann hann
að málum stéttarinnar af kost-
gæfni og áhuga og lét ekki á sig fá
þótt störfin væru tímafrek og
reyndu á þolinmæðina.
Fyrir þann tíma, er hann
fórnaði í þágu stéttarbræðra
sinna, eru þeir honum þakklátir
og minnast hans sem góðs félaga,
sem var jafn fús til að taka þátt í
glaðværð og úrlausn erfiðra
vandamála.
Siðasta árið, sem Finnur var í
stjórn Félags löggiltra rafverk-
taka í Reykjavík var hann for-
maður félagsins og gegndi því
Amerískar
Vinnufatabúðin,
Laugaveg 76, sími 15425.
Hverfisgötu 26, sími 28550.
Hafnarstræti 5. Sendum í póstkröfu.
starfi af alúð, þótt þá væri sem
lífskraftur hans fjaraði út, er
hann missti Svönu, sem átt hafði
við mikil veikindi að stríða síð-
ustu tvö árin, en hún lést I maí
1972.
Finnur hafði ekki hátt um sár-
sauka sinn vegna fráfalls konu
sinnar, en nú átti hann einnig
sjálfur við vanheilsu að stríða og
skömmu eftir lát Svönu lést faðir
hans, Kristján H. Bjarnason, sem
orðinn var háaldraður, en hann
hafði búið á heimili þeirra hjóna í
mörg ár eftir lát konu sinnar,
Mörtu Finnsdóttur.
Á sfðastliðnu ári hætti Finnur
rafverktakastarfsemi og hóf að
kenna við Iðnskólann í Reykjavík
og var kennslan þar honum mjög
að skapi, enda átti hann þar góða
samstarfsmenn, sem hann mat
mikils.
Við þetta starf komu honum að
góðu haldi hæfileikar hans til að
umgangast fólk og sú löngun, sem
alltaf hafði f honum búið að hlúa
að iðnnáminu, en hann hafði af
miklu að miðla því fagmaður var
hann góður.
Finnur er ekki lengur á meðal
okkar, hann kvaddi þennan heim
í hópi félaga og vina í 25 ára
afmælishófi Landssambands ís-
lenzkra rafverktaka, sem hann
hafði sjálfur átt þátt í að stofna.
Þótt hann sé horfinn er svo
margt, sem hann átti hlut að í
sambandi við störf okkar og
starfsgrein, að minning hans mun
lengi lifa.
— Drápsfýsn
Framhald af bls. 23
vilja viðurkenna það eða ekki.
Það er þessi tilfinning að sigrast á
veiðibráðinni, sem fullkomnast
með dauða hennar, sem gagn-
tekur veiðimanninn. Þetta er sú
sama frumstæða hvöt, sem f styrj-
öld getur gert hermanninn að óðu
villidýri. En þó að mikill munur
sé á milli drápsfýsnar hermanns,
sem drepur og myrðir aðra menn
að nauðsynjalausu og svo rjúpna-
skyttu, sem drepur fugla að nauð-
synjalausu, þá er þar um stigs-
mun að ræða en ekki eðlismun.
En hinn morðóði hermaður hefur
afsökun, styrjaldaræðið hefur
ruglað allt mat hans á verð-
mætum og siðalögmálum lífsins,
en sportveiðimaðurinn, sem
stundar hið ónauðsynlega dýra-
dráp sitt i skjóli siðmenntaðs og
friðsams þjóðfélags, i skjóli vel-
megunar og farsældar, hver er
afsökun hans?
Góðir landsmenn, ég skora á
ykkur að sýna hvern hug þið
berið til svokallaðra sportveiði-
raanna, verið ekki feimnir við að
sýna þeim fyrirlitningu ykkar.
Góðir bændur, bægið sport-
veiðimönnunum burt frá landi
ykkar og verið þess minnugir, að
mikill er þar raunur á, hvort
menn lóga dýrum af illri nauðsyn
eða hvort menn drepa þau sér til
skemmtunar.
Kjartan Norðdahl.
2HoröimI)íabit>
MARGFALDAR
mmm
MARGFALDAR
IMaWM'