Morgunblaðið - 31.10.1974, Page 33

Morgunblaðið - 31.10.1974, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 33 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jóhanna Kristjönsdöttir þýddi s 36 áhrifamenn á því sem næst öllum sviðum þjóðfélagsins, og sv'o var nú komið að King var einhver Ieiknasti njósnari þeirra í öllum heiminum. A þeim fimmtán ár- um, sem liðin voru, frá því hann kom til Bandaríkjanna, höfðu honum aldrei orðið á minnstu mistök og aldrei hafði neitt það gerzt, sem gæti orðið til að grunur félli á hann. Og eftir morðið þann 17. marz myndi hann hverfa innf mannkynssöguna sem meistara- njósnari tuttugustu aldarinnar— þegar sannleikurinn kæmi f ljós — kannski kynslóð eftir þann at- burð, sem í vændum var. Hann gat með réttu talið sig afburðamann, hugsaði hann Huntley Cameron var slyngur, rétt var það. Hann var nægilega skynugur til að skilja hverjar af- leiðingar það kynni að hafa, ef ofstækismaður á borð við Jackson yrði forseti landsins. Hann var líka nógu harðsvíraður til að grípa fengins hendi ábendingu Kings um að fjarlægja Keller að loknu tilræðinu. King vildi ekki kalla það morð, eins og Huntley Cameron gerði, án þess að finna til snefils af samvizkubiti. Hann gat ekki ann- að en dáðst í aðra röndina að Cameron, þetta féll alveg saman við það semsérfræðingarísovézka stjórnmálaráðinu höfðu reiknað út. Ef John Jackson yrði forseti myndi brjótast út borgarastyrjöld f Bandaríkjunum áður en tvö ár væru liðin. Stúdentaæsingar og kynþáttaóeirðir færu eins og eld- ur i sinu um landið og ægilegar blóðsúthellingar myndu fylgja. Það var óhjákvæmilegt. Og í vegi fyrir Jackson var frambjóðandi demókrata Patrick Casey. Eins og Druet hafði sagt við hann, kvöldið sem þeir hittust á hóruhúsinu í París, þá myndi það færa komm- únismann aftur um fimmtíu ár, ef Casey yrði kjörinn. Þess vegna hafði Cameron stutt Casey og ætl- aði meira að segja að ganga svo langt að láta myrða Jackson. Og því var það kjarni málsins í innsta hringnum í Sovétrikjun- um, að Jackson byði sig ekki að- eins fram, heldur yrði einnig tryggt að han ynni kosningarnar. King gekk að glugganum og horfði hugsandi út. Hann horfði á stóra og sterklega eikartréð sem gnæfði tignarlega skammmt frá húsinu. Hann hugsaði til þess, ekki laus við angurværð, að hann myndi ekki oftar sjá þetta tré eftir að þessi helgi væri úti. Það hefði getað virzt augljót að næst hefði átt að myra Casey. Augljóst og fáránlegt. Ef Casey yrði myrt- ur, mundi engu máli skipta hver yrði frambjóandi demókrata: sig- urinn væri þeim manni vís vegna þeirrar móðursýkislegu sektar- öldu sem um landið færi. Því var Casey ekki ætlað að deyja. Maður- inn, sem hann hafði komið með frá Beirut, átti að skjóta til bana aðra þjóðarhetju, mann sem hafði að vfsu ekki lýst yfir stuðningi sínum við Casey, en var baráttu maður fyrir jafnrétti og krafðist í sífellu að átak yrði gert í málum fátækra borgara, hvort sem þeir voru hvítir eða svartir. Því átti Keller að drepa Regazzi kardinála. Það var maðurinn sem átti að deyja þann 17. marz og milljónir Bandarfkjamanna myndu horfa á það í sjónvarpi. King gekk frá glugganum og kveikti sér f sígarettu og gekk rólega fram og aftur um herberg- ið. Regazzi hafð neitað að lýsa skoðun sinni á frambjóðendaefn- unum. Hann hélt i hendi sér at- kvæðum milljóna frjálslyndra kaþólikka. Það hafði aldrei verið ætlunin að láta morðingjann kom- ast lffsútúr kirkjunni. King hafði samið um það, löngu áður en Huntley Cameron lagði blessun sína yfir það. Keller myndi finn- ast dauður í kirkjunni og á hon- um myndu finnast skjöl, sem leiddu lögregluna varfærnislega á slóðina til Camerons. Byrjað yrði á Elizabethu og ljóst yrði að hún hafði komið með manninn til Bandarfkjanna. Sfðan kæmi hitt af sjálfu sér og áður en Huntley Carmeron vissi af sæti hann í súpunni upp fyrir eyru. Þetta var allt klókindalega út- reiknað og eftir þennan atburð ætti Patrick Casey enga von um að ná kjöri. Borgararnir myndu fyllast þvílikri heilagri reiði, bæði vegna þess að óhjákvæmilegt var að menn grunuðu Casey um ein- hverja aðild ef einn áhrifamesti stúðningsmaður hans, Huntley Cameron hefði látið myrða Regazzi. Og auk þess fengi nú málflutningur Jacksons þann hljómgrunn sem til hafði verið ætlast. Dauði Martino Regazzi kardi- nála myndi verða ægilegt áfall fyrir Bandarfkin og vesturlönd myndu grípa andann á lofti í hryllingi. Ferli Casey væri lokið og nú gæti enginn reynt að koma sökinni á kommúnista. Fyrir því hafði verið séð. Og Jackson yrði kjörinn forseti með glæsibrag. Þetta var sfðasta helgin, sem King var ætlað aö dvelja á Free- mont. I sfðasta skiptið sem hann svaf i þessu herbergi, sem hann hafði jafnan haft til umráða öll síðustu árin, þegar hann kom hingað, Nú var að ljúka langri útlegð hans. Loksins gæti hann farið heim. Hann vissi að hans beið splúnkuný íbúð í Moskvu. Hann drap í sfgarrettunni sinni i öskubakka úr marmara og fór niður til að hitta Huntley Camer- on og frænku hans. Elizabeth vissi ekki, hvot það var ímyndun hjá henni sjálfri, en henni þótti Eddi King gefa sér nákvæmari gætur en áður. Það var einkennilegur glampi í aug- um hans, sem hún hafði ekki séð áður. Hún kyssti frænda sinn á kinnina og heilsaði King með handabandi og reyndi að vera sem eðlilegust í framkomu. — Þú hefur einhverju breytt í útliti þínu, sagði King skyndilega. Guö hjálpi mér — Hafnarfjarðarflenzan. VELVAKANDI Velvakandi svarar f síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. % Þakkir og þankar frá strjálbýliskonu Hildur Einarsdóttir f Bolungar- vfk skrifar: Seint koma sumir en koma þó, sagði eiginmaður minn, um leið og hann kom inn úr dyrunum til kvöldverðar. Maturinn er alveg tilbúinn, svaraði ég, en hún Vigdfs Finn- bogadóttir leikhússtjóri var að byrja erindi sitt um daginn og veginn. Mig langar svo mikið til að hlusta á hana og verð þvi að biðja ykkur karlmennina að bjarga ykkur frekar með matinn. Ég var að enda við að hlusta á þetta erindi. Það er mjög óvana- legt að heyra konu tala um daginn og veginn, og það eitt nægði mér til að hlusta, auk þess sem ég er mikill leikhússunnandi. Vigdfs sagði: „Það er hið jákvæða, sem eflir okkur til dáða,“ og þar er ég henni hjartan- lega sammála. Ef við reynum ávallt að líta á björtu hliðar lffsins, þá gengur allt betur hjá okkur. Hún var lika jákvæð í sínum málflutningi, mjög áheyrileg og komst vel frá sfnu máli. Ég vil því hér með þakka henni erindið. # Leikhús ístrjálbýli Ég hef frá barnæsku haft mikla unun af því að fara á leikhús, og þegar ég kem til höfuðborgar- innar, þá er það ævinlega mitt fyrsta verk að kanna, hvað leik- húsin hafa upp á að bjóða. Oft hef ég orðið aðnjótandi vel- vildar og skilnings frænda mfns, sem starfar hjá L.R., og stundum hefur hann jafnvel sett fyrir mig aukastól. Ég fer ævinlega með þvf hugar- fari í leikhús, að ég sé að fara mér til gagns og ánægju og hef ekkert sfður farið á þær leiksýningar, sem ekki hafa fengið góða dóma, þvf að ég vil gjarnan sjálf geta myndað mér mfna eigin skoðun bæði um efnið og meðferðina. Hitt er annað mál, að auðvitað nýt ég leikhúsferðanna mismun- andi vel. En nú kem ég að efninu. Er ekki hægt að koma á meira sam- starfi á milli leikhúsa og leik- félaga f Reykjavík og okkar, sem í strjálbýlinu búum? Hér hefur leikstarfsemi t.d. legið niðri að mestu undanfarin ár. Vinna er svo mikil, að fólk gefur sér ekki lengur tíma til að gera tilraun til að iðka þessa list f fritímum sfn- um. Þó hygg ég, að fólk sækti námskeið, sem kenndi þvf undir- stöðuatriði, ef hægt væri að senda okkur aðstoð. # Brúðuheimilið Gæti t.d. Þjóðleikhúsið ekki lagt okkur lið og sent t.d. ein- hvern af sínum góðu starfskröft- um til að miðla okkur af kunnáttu sinni. Væri það ekki skóli á sinn hátt fyrir það fólk, og þá léti lfka orðið Þjóðleikhús betur f okkar eyrum. Að vfsu var komið með Brúðuheimilið út á land nú fyrir skömmu, en það var aðeins sýnt á örfáum stöðum. Ég hefði t.d. fremur kosið að sjá það verk f Félagsheimilinu f Bolungarvík vegna betri aðstæðna hér en á ísafirði. Engu að sfður vil ég koma þakklæti mfnu á framfæri fyrir þessa viðleitni. Ég var stór- kostlega hrifin bæði af veikinu og meðferð hjá leikurum. Persónu- leiki Nóru snart mig sérstaklega og kom mér til að hugsa margt. Sennilega voru það einmitt orð hennar, sem vöktu mig til meðvit- undar um, að við konur ættum að hugsa meira um þjóðfélagið, sem við lifum i og í framhaldi af því tók ég upp símtólið og lét innrita mig í stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins 14.—20. okt. s.l.. Vegna þess að ég þurfti að yfir- gefa þann samstillta hóp, sem þar var, áður en skólanum lauk, þá langar mig einnig að koma hér á framfæri þakklæti bæði til skóla- félaga minna og leiðbeinenda fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Að vfsu fékk ég ekkert neitt eitt svar við þvf, hvernig þjóðfélag eða þjóðlff á að vera, en það opnaði bæði augu mfn og eyru fyrir þvf, að til þess að geta lifað f okkar litla landi, þá verðum við öll að standa saman til gagns og gleði fyrir land okkar og þjóð. Ég vil að lokum koma þakklæti mínu á framfæri til forráða- manna útvarpsins og leikara fyrir íslenzku útvarpsleikritin, sem okkur hafa verið og verða flutt á fimmtudagskvöldum. Hildur Einarsdóttir Bolungarvfk. % tJtlán bókasafna Hrafn Harðarson bókavörður skrifar: „Ut af bréfi, sem birtist á vakt þinni s.l. laugardag, frá A.R., þar sem fram kemur það sjónarmið, að gjald fyrir þjónustu al- menningsbókasafna sé „beinlínis hlægilega lágt“, langar mig að fá eftirfarandi athugasemdir birtar: a) Það er almennt viðurkennt (erlendis), að fé til reksturs al- menningsbókasafna skuli tekið af almannafé, og ennfremur að þjón- usta þeirra skuli vera notendum I að kostnaðarlausu. (Sbr. bls. 31 f , Gardner, Frank M. Public library I legislation: a comparative study | Unesco, 1971). . b) Dæmi um lönd, þar sem lögð • er áherzla á, að þessi þjónusta sé | ókeypis, er Bandaríkin (flest I rfkin), Bretland, Danmörk, Finn- . land, Noregur. Helztu rökin fyrir • þessu eru þau, að almenn bóka- | söfn eru þáttur í hinu almenna • skóla- og menntakerfi hvers • lands, enda er til lftils að kenna | fólki að lesa, ef síðan eru settar ■ hömlur á aðgang þess að lestrar- : efni. c) Að lokum vitna ég í yfir- I lýsingu Menningar- og vísinda- , stofnunar Sameinuðu þjóðanna * (Unesco) um almenningsbóka- | söfn: „Almenningsbókasöfn ættu ■ að styðjast við skýr ákvæði laga, J sem gerðu ráð fyrir og tryggðu I þjónustu bókasafna, sem næði til I allrar þjóðarinnar. — Kostnað , ætti að greiða algerlega af al- • mannafé, og allir ættu að eiga I þess kost að notfæra sér þjónustu ■ bókasafna sér að kostnaðar- • lausu.“ Með þökk fyrir birt- I inguna. i Hrafn Harðarson bókavörður.“ í bréfi Á.R. var bent á það m.a., | að 50 kr. gjald fyrir lestur bókar • væri lágt, með tilliti til þeirra | fjárráða, sem almenningur hefur I nú alla jafna, a.m.k. hér á tslandi. I Einnig var á það bent, að þann- ■ ig væri hægt að fá lánaðar (eða • leigðar) þrjár bækur fyrir þvi | sem næst andvirði eins aðgöngu- i miða að kvikmyndasýningu. Við Islendingar ættum kannski I að fara varlega í það að miða I ráðstafanir okkar um of við það, , sem gerist í öðrum löndum, — allt I orkar tvfmælis þá gert er. • Ei veldur sá er varar Suðurnesjamenn kvarta nú sár- an yfir aflabresti, sem mun vera um 36% minnkun á ársgrund- velli. Þetta er aðeins byrjunin. Þegar landhelgin var færð út f 50 sjómílur eftir kosningarnar 1971, greiþ mikill stórhugur um sig, að- allega úti á landsbyggðinni. Hafa nú verið keyptir rúmlega 50 skut- togarar til landsins. Tilkoma þeirra hef ur valdið þvf, að vestan, austan og norðanlands hefur afla- magn það, sem þar berst á land ekki minnkað enn sem komið er. Það er þvi að þakka, að skuttogar- arnir eru til muna afkastameiri en bátarnir sem áður voru notað- ir. En sú staðreynd, að um það bil 150 erlendum fiskiskipum hefur verið veitt veiðiheimild innan 50 milna markanna, ógnar afkomu þessara skipa. Að mfnum dómi kemur þetta i veg fyrir hagstæða þróun fisk- veiða okkar í framtiðinni, að ég tali ekki um ef undanþágum verð- ur fjölgað með samningum við V-Þjóðverja. Samkvæmt upplýs- ingum sem fram komu í sjónvarp- inu þann 28. okt. síðastliðinn, þá hefur afli okkar minnkað um 13% þegar á heildina er litið. En ásóknin i fiskstofnana hefur aldrei verið meiri en nú, sé miðað við stærð þeirra, og hræddur er ég um að aflarýrnunin næstu 2-3 ár verði um 40—50%, haldi svo áfram sem horfir og við fækkum ekki veiðiheimildum til útlend- inga nú þegar. Ber okkur nokkur nauðsyn til að semja við Þjóðverja þar sem nú er aðeins tæpt ár þar til óþurftarsamningurinn við Breta fellur úr gildi? Ennfremur þarf að hvetja landhelgisgæsluna til að verja landhelgina af enn meiri hörku en hingað til gagnvart þeim sem ekki hafa veiðiheimild. Ég harma það, að núverandi ríkis- stjórn skuli hafa frestað útfærslu okkar í 200 mílur fram á næsta ár, aðallega vegna grálúðuveiða útlendinga við landið. 29. október 1974. Auðun Auðunsson. — Nýja akademían Framhald af bls. 5 mitt hafi verið talið ill meðferð á skáld- sögum E. H. Kv. og þvl mótmælavert. En nú verður, sem sagt, „rithöfunda- ráðið" að fá eitthvert verkefni! Eitthvað verður það að hafa fyrir stafni! ( sambandi við þessa margumræddu kvikmynd „Lénharð fógeta", vil ég taka það fram, að það kom aldrei til mála að kvikmynda leikhúsverkið með sama nafni. Slfkt á engan rétt á sér I verkum þar sem atburðarásin fer að miklu leyti fram út f náttúrunni. Það þótti þvf sjálfsa^t að nota hið tignarlega lands- lag Islands vfða sem umgerð atburðarásar. Hér nægðu þvf engan veginn breytingar á texta leikritsins, heldur varð ég að semja samtöl f mörg ný og nauðsynleg atriði. Þetta ættu a.m.k að skilja þeir Indriði Þorsteins- son („Sjötfu og nfu af stöðinni") og Thor Vilhjálmsson, sem segir frá þvf f bókum að hann hafi talað við sjálfan Fellini. Það munu finnast greindir menn f stjórn Félags fslenzkra rithöfunda og þessari sjálfskipuðu „akademlu", ef vel er að gáð. En hér hefur sannast átakan- lega, hve hópur getur orðið miklu heimskari en einstaklingarnir sem mynda hann AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA MYIXIDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.