Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 36
nucivsmcRR ^£«--»22480 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 - RAFIÐJAN SIMI: 19294 Banaslys um bwð í rækjuhát SKÖMMU fyrir hádegi f gær varð banaslys um borð f Rósu HU frá Hvammstanga, þar sem báturinn var á veiðum í vestanverðum Húnaflóa. Maðurinn, sem lézt, mun hafa lent f spili bátsins og látizt samstundis. Rósa kom með manninn til Hvammstanga um hádegisbilið. Maður frá sjóslysa- nefnd er væntanlegur til Hvammstanga f dag og mun hann kanna orsök sfyssins. Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu, þar sem ekki hafði náðst f alla ættingja hans f gærkvöldi. Byrjað á kíttisverk- smiðjunni í vor? Gert er ráð fyrir, að bygging kíttisverksmiðju hefjist í Hvera- gerði á næsta vori, en sem kunn- ugt er af fréttum hefur nokkur styr staðið um byggingu þessarar verksmiðju. Ólafur Þorgrfmsson, lögfræð- ingur, sagði er Morgunblaðið ræddi við hann f gær, að búið væri að jafna landið undir verk- smiðjuna og nú ætti aðeins eftir að setja ákveðinn hæðarpunkt. Gert er ráð fyrir, ef búið verður að leysa öll umhverfsivandamál, að bygging hússins hefjist f vor. Verksmiðjuhúsið sjálft verður 3000 fermetrar að stærð, og að Björgun undirbúin ÁHÖFNIN á vitaskipinu Árvakur vann f gær að þvf að undirbúa björgun togarans Port Vale, þar sem hann er strandaður á Héraðs- sandi. Búið er að dæla öllum sjó úr skipinu og er nú aðeins beðið eftir hagstæðu veðri til að draga skipið út. Stórstraumsflóð er aðfararnótt sunnudags og þá eru mestar líkur á, að togarinn náist á flot. 1 fyrri- nótt hvessti nokkuð á miðunum fyrir austan og þá brimaði dálftið f kringum togarann. t gær lægði svo aftur, og var jafnvel gert ráð fyrir, að reynt yrði að ná togaran- um út fyrir sunnudagsflóðið ef veður yrði gott. Skipverjar á Árvakri telja, að Iftill sem enginn leki hafi komið að skipinu enn. auki 2ja hæða, 600 fermetra fram- hús. Sagði Ölafur, að þeir myndu fara rólega af stað í sölumálum, en fyrirspurnir hefðu nú þegar borizt frá Evrópu. Þegar verk- smiðjan væri komin í fullan gang, myndi þetta þýða töluverða upp- bót á útflutningsframleiðslu landsins. Kíttið verður framleitt samkvæmt einkaleyfi frá Rutland í Bandaríkjunum, sem er ein þekktasta verksmiðja heimsins á þessu sviði og framleiðir yfir 50 tegundiraf kítti. Ekki erþó gert ráð íyrir, að verksmiðjan í Hvera- gerði framleiði nema 3—4 teg- undir í fyrstu. Að lokum sagði Ólafur, að sér þætti margt undarlegt í sambandi við byggingu verksmiðjunnar, að Framhald á bls. 20 Afli reknetabátanna, sem stunda síldveiðar frá Höfn í Hornafirði, hefur glæðzt síðustu daga og i gær komu þeir með á þriðja hundrað tunnur. Að vanda var mikill handagangur í öskjunni við söltun- ina, eins og sést á þessari mynd, sem Hermann Stefánsson tók. 110 faðma nót gerð til háhyrn- ingsveiða Höfn í Hornafirði 30. september. NÚ HEFUR verið lokið við gerð nótar, sem ætluð er til háhyrn- ingsveiða. Er hún 110 faðma löng og 40 faðma djúp og er úr trollgarni. Ennfremur hefur verið gert sérstakt búr úr sterku girðinganeti til að setja háhyrn- inginn í á leið til hafnar. Þá hefur Frakkinn, sem er að reyna ná háhyrningnum, farið fram á, að fá að stúka smákrók af í höfninni til þess aó geta geymt háhyrninginn þar, þangað til að hægt verður að fljúga með hann beint út. Gert var ráð fyrir, að Sigurvon AK myndi halda til háhyrnings- veiðanna í gærkvöldi. Elfas. Brauð hækkar VERÐ á brauði hækkar frá og með deginum í dag og nú kostar stykkið af rúgbrauði kr. 77, kost- aði áður 73, franskbrauð kostar nú 60 kr., áður 56, vínarbrauð hækka úr kr. 14 í kr. 15 og 1 kg af tvíbökum kostar núna 235 kr., en kostaði áður kr. 220. Viðræðurnar við Rússa: Yfirdráttarheimild aukin greiðslufrestur veittur Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, sagði f viðtali við Morg- unblaðið f gær, að nú væri gert ráð fyrir þvf, að Sovétrfkin keyptu 10 þús. lestir af fiskimjöii frá íslandi á þessu ári, en það hefðu þau ekki gert áður. Ráð- herrann, sem nokkra sfðustu daga hefur' dvalið f Moskvu og átt við- ræður við sovézka ráðamenn um Alþingi í dag: Forsetakjör o g fj árlagafrumvarp ALÞINGI það, sem sett var f fyrradag, mun koma saman til framhaldsstarfa f dag kl. 2 eftir hádegi. Þá verða væntanlega kjörnir forsetar sameinaðs þings og þingdeilda sem og skrifarar þingsins. Þá verður og lagt fram Flokksráðsfundur — formannaráðstefna ÁKVEÐIÐ hefur verið að kalla saman flokksráðsfund og for- mannsráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins dagana 22. og 23. nóv. n.k. Verður fundurinn haldinn f Glæsibæ. Dagskrá verður auglýst sfðar. frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1975. Stefnuræða forsætisráðherra mun hafa verið afhent þing- mönnum sem trúnaðarmál sl. þriðjudag, er þing var sett. Sam- kvæmt þingsköpum verður stefnuræðan ekki formlega flutt fyrr en minnst vika er liðin frá því að þingmenn fá hana f hendur. Samkvæmt því verður hún væntanlega flutt nk. þriðju- dag og fara þá fram útvarpsum- ræður um efni hennar. Ekki liggur enn á lausu, hvenær fjármálaráðherra flytur fjárlagaræðu sína, en líkur benda til, að það geti orðið eftir u.þ.b. vikutíma. skuld Islands við Sovétrfkin, sagði, að samkomulag hefði tekizt um verulega hækkun á yfir- dráttarheimild frá næstu áramót- um, og greiðslufrestur hefði feng- izt á hluta skuldarinnar. Sagði hann, að Rússar óskuðu frekar eftir að fá fiskimjöl en loðnu- mjöl, en lonumjöl kæmi sterk- lega til greina, ef hitt fengist ekki. Ekkert var fastákveðið um verð á fiskimjölinu, en það verð- ur að Ifkindum selt á heims- markaðsverði, eins og það er á hverjum tfma. Viðskiptaráðherra, sem nú sit- ur ráðherrafund E.F.T.Á. f Hei- sinki, vildi ekki nefna neina tölu f sambandi við yfirdráttar- hækkunina. Hann kemur til ts- lands á laugardag. Morgunblaðinu barst f gær fréttatilkynning um viðræðurnar f Moskvu og fer hún hér á eftir: Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, dvaldi í Moskvu, dagana 27.—30. október og átti þar við- ræður við N.S. Patolichev, utan- rfkisviðskiptaráðherra Sovétrikj- anna, A.N. Manzhulo, aðstoðar- ráðherra, og fleiri sovézka ráða- menn um viðskipti íslands og Sovétríkjanna. Frá því á miðju ári 1973 hefur viðskiptahalli Islands gagnvart Sovétríkjunum farið mjög vax- andi einkum vegna hækkana á verðlagi Olíu og bensíns. Þrátt fyrir talsverða hækkun á verði íslenzkra vara, sem seldar hafa verið til Sovétrfkjanna, hefur skuld íslands á jafnkeypisreikn- ingnum farið iangt fram úr um- saminni yfirdráttarheimild. Til að lækka skuldina hefur Seðlabank- inn á þessu ári greitt 1025 milljónir króna i frjálsum gjald- eyri, en samt er skuldin orðin um 2500 milljónir króna. Tilgangurinn með för viðskipta- ráðherra var að ræða við sovézk stjórnvöld um leiðir til úrbóta f viðskiptum landanna. Var þar einkum um að ræða aukin kaup Sovétrikjanna á fslenskum vörum, hækkaða yfirdráttarheim- ild og greiðslufrest á hluta skuld- arinnar. I viðræðunum var gert ráð fyrir, að Sovétrikin keyptu 10.000 tonn af fiskimjöli á þessu ári, en fiskimjöl hefur ekki áður verið Framhald á bls. 20 Skotland r vann Island !—0. Sjá bls. 20 10 stúlkur frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi á Þingeyri KVENFÓLKI á Þingeyri fjölgaði til muna í gær, en þá komu þang- að til vinnu 10 stúlkur, ekki úr öðrum landsfjórðungi, heldur frá Ástralfu og Nýja-Sjálandi. Stúlk- urnar hafa ráðið sig til starfa hjá Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga næstu 6 mánuðina, en þær voru ráðnar í Bretlandi. Páll Andreasson, kaupfélags- stjóri á Þingeyri, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna í London hefði útvegað stúlkurnar. Þær myndu eflaust hafa mikla þýðingu fyrir frysti- húsið, því fram til þessa hafa hús- mæður unnið þar að mestu og flestar ekki getað mætt fyrir hádegi. Við spurðum Pál hver væri ástæðan fyrir þvi að stúlk- urnar réðu sig til starfa á Islandi og það yfir kaldasta tfma ársins. Hann sagði, að stúlkurnar, sem væru á aldrinum 20—30 ára, hefðu undanfarið ferðazt um heiminn, mest Evrópu, og unnið fyrir sér um leið. Þær hefðu þekkt nokkuð til Islands og vitað, Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.