Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 2

Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 Nær fjórðung- ur Islendinga fór utan á sl. ári lSLENDINGUM, sem fóru utan á árinu 1973 fjölgaði hlutfallslega um 29,0%, en á móti varð ekki nema 8,8% aukning á tölu þeirra erlendu ferðumanna, sem sóttu okkur heim, en þá eru ekki með- talið skemmtiferðaskipafólkið, er stanzaði mjög stutt. Tölurnar sýna að á árinu 1973 fór 22,4% heildarfjölda þjóðarinnar til út- landa. Þessar upplýsingar eru úr skýrslu Lúðvígs Hjálmtýssonar á fundi Ferðamálaráðs. Þaó kemur í ljós að einkum hefur Bretum fækkað, sem okkur sækja heim. Frá því Ferðamála- ráó hóf að vinna úr tölum um komur erlendra ferðamanna til landsins, hefur breskum ferða- mönnum farið fjölgandi frá ári til árs og hafa þeir ævinlega skipað eitthvert þriggja efstu sæta þeirra þjóða, sem flestir erlendir ferðamenn koma frá, sagði Lúðvíg. Á árinu 1973 fækkar breskum ferðamönnum um 25,4%. Þeir voru á árinu 1972 7.127, en voru á þessu ári 5.317 og eru nú færri en Sviar, sem á árinu 1973 voru 5.544 og fjölgaði á milli áranna um 27,8%. Ferðamönnum frá Norðurlönd- um fjölgar stöðugt, bæði að höfða- tölu og hlutfallslega. Ef Norður- löndin eru tekin út sérstaklega kemur í ljós, að ferðamönnum þaðan fjölgar úr 12.972 á árinu 1972 og í 17.886 á árinu 1973, en það er 37 % aukning. Þessa þróun ber að rekja til sifellt aukinnar samvinnu Norðurlandanna, vegna ýmiss konar félags- og aug- lýsingastarfsemi íslenzku flug- félaganna á Norðurlöndum. Von- andi helst þessi þróun enda mark aóur á Norðurlöndum stór á okk- ar mælikvarða, þar sem búa um 20 millj. manna, sem ennþá þekkja minna til á Islandi en vera ætti, sagði Lúðvíg. Ef skoðaðar eru tölur erlendra ferðamanna frá Evrópulöndum öðrum en Norðurlöndum, kemur i ljós að þeim hefur fækkað um 191 einstakling eða 0,8%. Án efa er skýring framangreindrar þróunar m.a. svokallað þorskastríð við Breta, þó hins vegar megi einnig leita orsaka óheillavænlegri verð lagsþróun hérlendis, sagði Lúð- vig. Af þeim ferðamönnum, sem komu til landsins, öðrum en far- þegum skemmtiferðaskipa, voru Bandaríkjamenn flestir eða 29.499 og fjölgaði um 4,9% frá fyrra ári. Næstir voru Þjóðverjar, sem fjölgaði um 9,7%, i þriðja sæti Danir, sem fjölgaði um 41,2%, og er það mesta höfðatölu- aukning á árinu. Islendingar, sem fóru til út- landa voru 47.611 talsins og hafði fjölgað úr 37.000 árið á undan. Sagði Lúðvíg, að rétt sé að gera ráð fyrir þeirri þróun mála, að á næstu árum fækki hlutfallslega þeim Islendingum, sem utan fara í orlof, bæði vegna hækkandi verðlags á fargjöldum vegna orkukreppunnar og almennrar hækkunar á vörum og þjónustu í fjölsóttustu feróamannalöndun- um. Og einnig sé ástæða til að ætla að eftir þvi sem ferðamanna- þjónusta hér á landi batnar, vegir verða betri og samgöngur, auki Islendingar ferðir um sitt eigið land. 100 ára afmælis- veizla í Fólkvangi BUNAÐARFÉLÖG Mosfells- hrepps og Kjalarneshrepps verða hundrað ára á þessu ári og minn- ast tímamótanna með hófi í Fólk- vangi á Kjalarnesi í dag, 1. desem- ber. Þar segja þeir Páll í Brautar- holti og Jón Guðmundsson á Reykjum sögu félaganna í stuttu máli, ávörp verða flutt, nokkrir bændur heiðraðir fyrir snyrti- legan búskap á jörðum sínum og kosnir nokkrir heiðursfélagar úr hópi eldri bænda, sem hafa starf- að einna lengst og mest og skarað fram úr búskap eða verið framar- lega i félagsmálum hreppa sinna. Til hófsins er boðið öllum félög- um svo og eldri félögum, sem náðst hefur til, en fluttir eru burtu. Félögin tvö störfuðu fyrst sem eitt en skiptust árið 1905 eftir hreppamörkum. Þau störfuðu framan af sem áhugamannafélög, en síðan hefur starf þeirra stuðzt við lagaheimild, sem gerir ráð fyrir búnaðarfélagi i hverjum hreppi. Tveir menn hafa lengst gegnt formennsku, þeir Magnús á Blika- stöðum í 20 ár og Kristinn á Mos- felli í 32 ár. Þá átti Björn Bjarna- son í Grafarholti lengi sæti í stjórn og var einn mestur áhrifa- manna meðan hans naut við. Nú- verandi formaður er Haukur Níelsson á Helgafelli. Þannig lítur skutur Narfa út, eftir að skipinu var breytt I skuttog- ara. Ljósm. Mbl.: Ól.K.M. Narfi á veiðar í nœstu viku — Betra sjóskip en áður „HEIMFERÐIN gekk mjög vel. Við fengum 7—8 vindstig á móti okkur í Norðursjónum og þá kom í ljós, að skipið hjó ekki eins mikið og það gerði áður,“ sagði Þráinn Kristinsson skip- stjóri á hinum nýbreytta togara Narfa þegar við ræddum við hann. „Hollendingarnir voru búnir að segja okkur, að við breytingarnar á skipinu myndi sjóhæfni þess aukast um 25% og vel gæti ég trúað að það væri rétt.“ Þá sagði Þráinn, að gang- hraði skipsins væri svipaður og áður, en reyndar hefði ekki verið keyrð full ferð á heimleið. Áætlað væri, að Narfi færi á veiðar um miðja næstu viku. I þá ferð fara 5 menn frá norsku Rapp-verksmiðjunum, sem framleiða spilin i skipinu, en þau eru 8 að tölu. 3 mannanna verða um borð í 1 sólarhring en 2 allan tímann. Gert er svo ráð fyrir, að Narfi landi úr sinni fyrstu veiðiferð hér í Reykjavík fyrir jól. Bók Freuchens í nýrri þýðingu UT ER komin hjá Skuggsjá bókin Æskuár mín á Grænlandi eftir Peter Freuchen í nýrri þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Bókin hefur áður komið út á fslenzku og notið mikilla vinsælda. Höfundur dvaldist á Grænlandi i meira en mannsaldur, þótt danskur væri. Hann var kvæntur grænlenzkri konu, var lengi land- stjóri í Thule og samdi sig aó siðum grænlenzku þjóðarinnar. A bókarkápu segir m.a. „I þessari bók segir frá þessu mikla ævin- týri og Peter Freuchen lýsir þvi með sinni sérstæðu og djörfu kímnigáfu og hinum einstaka hæfileika, sem honum er gefinn til að færa fjölbreytta lífsreynslu sína í form afburða spennandi lesefnis.“ Bókin er 240 blaðsiður að stærð ogskiptistí 11 kafla. Með 3600 dollará í vasanum EINS OG Mbl. hefur skýrt frá hafa þrír menn úr Varnariiðinu verið dæmdir f gæzluvarðhald vegna dreifingar á allskonar fíkniefnum, mest á kannabis. Þá hafa einnig nokkrir Islendingar verið yfirheyrðir, sem eru við- riðnir málið. Við húsrannsókn hjá aðalsölumanninum á Kefla- vfkurffugvelli, fundust 3600 doll- arar f vasa á jakka hans eða um 500 þús. kr. Bendir það eindregið til þess, að hann hafi verið all djarfur f sölumálunum. Málið mun að Ifkindum verða afhent fíkniefnadómstólnum eftir helg- ina. 1. des. í Háskólabíói STUDENTAR halda 1. desember hátíólegan i dag sem fyrr. Að þessu sinni verður kjörorð dags- ins „ísland-þjóðsagan og veruleik- inn“. Hátiðin fer fram i Háskóla- bíói og hefst kl. 14. Þar verður aðalræðumaður Þorsteinn frá Hamri. I kvöld verður svo haldinn dansleikurí Sigtúni. Sigríður E. Magnúsdóttir syngur með Sinfóníunni Sínfóníuhljómsveit Islands efn- ir til aukahljómleika í Háskóla- bíói n.k. laugardag kl. 15. Að þessu sinni gilda áskriftarskír- teinin ekki. Stjórnandi verður Þessi mynd var tekin, þegar Ægir skar á tog- víra þýzka togarans Oht- marschen BX-733 þann 22. nóv. s.l. en það var í fyrsta skipti, sem varð- skip skar á togvíra veiði- þjófs utan landhelginnar. Þessi atburður var hinn fyrsti, sem benti til harðnandi aðgerða land- helgisgæzlunnar gagn- vart V-Þjóðverjum. Peter Freuchen italski hljómsveitarstjórinn Alberto Ventura frá óperunni í Róm og einsöngvari Sigríður E. Magnúsdóttir. Á þessum tón- leikum verða fluttir forleikir og atriði úr óperum eftir Rossini, Gluck, Mozart, Verdi, Gounod og Saint-Saéns. Sigríður hefur sem kunnugt er tekið þátt í söngkeppnum í Evrópu; hlaut hún 1. verðlaun fyrir ljóðasöng í Belgíu og viður- kenningu á alþjóðlegri söng- keppni í Vinarborg. Þá hefur hún komið fram sem einsöngvari með kór og hljómsveit og einnig á sjálfstæðum tónleikum. Stjórnandinn, Alberto Ventura, er fæddur á Italiu 1930. Arið 1959 réðst hann til hinnar frægu Scala- óperu í Mílanó. Nú starfar hann hins vegar við Óperuna í Róma- borg og stjórnar meðal annars hinni árlegu óperusýningu ungra söngvara Rómaróperunnar I Spoleto. Þjóðhátíðarmynt Seðlabankans: Aðeins sérslegið silfur óselt ALLAR gerðir þjóðhátíðarmynt- arinnar sem Seðlabanki Islands gaf út f tilefni þjóðhátíðarársins eru nú uppseldar nema sérslegin silfurmynt, en þar er um að ræða tvo peninga, 1000 kr og 500 kr. í sérstakri öskju. Heildarsöluand- virði peninganna er 580 millj. kr., en aðeins er óselt fyrir nokkra tugi milljóna. Hagnaður af sölu myntarinnar verður 250—300 millj. kr. þegar allt er selt og er ekki ákveðið hvernig þcim fjár- munum verður ráðstafað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.