Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 Afmælis- ORGELTÓNLEIKAR í DÓMKIRKJUNNI AÐVENTUKVÖLD 1 KÓPAVOGSKIRKJU hátíð Langholts- safnaðar FYRSTA sunnudag í aðventu árið 1952 hófst starfsemi Langholts- safnaðar í Reykjavík. Að þessu sinni er 1. des. einnig fyrsti sunnudagur í aðventu. Það er því gert ráð fyrir að hátíóahöld safnaðarins beri blæ af þjóðhátíð á þessu þjóðhátíðarári. Messan og barnasamkomurnar verða þvi tengdar og sérstök hátíðarsam- koma að kvöldi sunnudagsins, þar mun sr. Jónas Gislason iektor flytja aðalræðuna og tala um kirkju íslands fyrr og nú. Kirkju- kórinn mun einnig flytja sérstaka dagskrá, en hann kom einmitt fram á þessum degi í fyrra í sinum nýja búningi. En eins og kunnugt er, gat þessi söngsveit kirkjunnar sér góðan oróstír í Lundi í Svíþjóð, þar sem hann kom fram á kirkjukóramóti Norð- urlanda i sumar undir stjórn Jóns Stefánssonar kantors. Ennfremur mun ung stúlka í íslenzkum bún- ingi ávarpa söfnuðinn þetta hátíðakvöld sem táknmynd kirkj- unnar. Þá verða flutt erindi úr hátíðarljóði Tómasar Guðmunds- sonar frá síðasta sumri. Samkomu kvöldsins lýkur svo með helgi- stund, sem sr. Sigurður Haukur Guójónsson annast. Kvenfélagið sér um kaffiveit- ingar frá klukkan þrjú síðdegis og um kvöldið. Þetta verður þannig kirkjudagur safnaðarins, þar sem fólki gefst kostur á að sýna örlæti sitt og þakkir til kirkjulegs starfs. Nú er einmitt verið að byggja kirkjuna. Fjölmenni ætti því að verða til eflingar kristilegri menningu. Árelfus Nfelsson. Björn Björnsson. Við „unga kynslóðin", þá upp- vaxandi Islendingar, er upplifð- um fullveldisdaginn 1. desember 1918, litum á þann dag sem stór straumhvörf í framtíðarhug- sjónum okkar, að nú væri Island aftur orðið fullvalda ríki á borð við önnur alheims frjáls ríki. Þessi viðburður var markaður með því að þáverandi forsætisráð- herra, Sigurður Eggerz, hóf við hún á flaggstöng stjórnarráðs- blettsins hinn þrílita islenzka rikisfána, yfir fullvalda íslenzku ríki. Þessi eldheita frelsishugsjón okkar unglinganna virðist hafa kulnað meðal nýju kynslóðanna. Þær spyrja ,,Hvað skeði eiginlega l. desember 1918?“ — Þetta er ofur skiljanlegt, þar eð nær óvið- ráðanleg hula yfir málið er við- höfð heima, bæði í riti og mæli um hið raunverulega gildi dags- ins, sem forfeður okkar börðust fyrir að einhvern tíma mundi upp rísa, — endurfrjáls þjóð í endur- frjálsu landi. AÐVENTUSAMKOMA á vegum Digranessafnaðar verður í Kópa- vogskirkju i kvöld 1. des., kl. 8.30. Er það von okkar, að fólk fjöl- menni og fylli kirkjuna. Við höfum áður staðið að svip- aðri samkomu í samvinnu við samkór Kópavogs, en að þessu sinni er það Kirkjukór Kópavogs- kirkju, undir forystu organleikar- ans, Guðmundar Gilssonar, er ber hita og þunga dagsins. Hafa kór- félagar og organleikarinn lagt á sig mikla vinnu við undirbúning, er best verður þakkað með því að koma og hlusta. I prestakallinu eru margir lista- menn búsettir. Að þessu sinni koma til liðs við okkur þær Sigríð- ur E. Magnúsdóttir, söngkona, er syngur við undirleik Guðmundar Gilssonar, og Guðný Guðmunds- dóttir, konsertmeistari sinfóníu- hljómsveitarinnar, er leikur á fiðlu með aðstoð föður slns, Guðmundar Matthiassonar fyrr- um organleikara kirkjunnar. AÐALFUNDUR Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn á mánudag kl. 20.30. Birgir Isleifur Gunnarsson borg- arstjóri flytur ræðu á fund- inum. Fundurinn verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Auk ræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra er á dagskrá fund- arins skýrsla stjórnar full- trúaráðsins, þar sem Þjóðin leggur blómsveig á líkneski Jóns Sigurðssonar, á fæð- ingardegi hans 17. júní, þessarar mætu frelsishetju, en okkur láist að minnast réttilega dagsins er hann sjálfur mest þráði. Við skulum því nú minnast með auð- mjúku þakklæti horfinna baráttu- foringja okkar, er svo vel og drengiiega stuðluðu að því að við Islendingar nú lifum í frjálsu og fullvalda ríki og biðjum þess, að okkur verði forðað frá því að önnur Sturiungaöldin komi yfir ættjörðina, henni til tortlmingar. I minningu þessa helga dags í sögu okkar Islendinga, fullveldis- dagsins 1. desember 1918, sendi ég forseta lýðveldisins, herra Kristjáni Eldjárn ríkisstjórninni ásamt öðrum löndum mínum heima á Fróni, virðingarfyllstar kveðjur, með hugheilum árnaðar- óskum um giftu og gæfu fyrir land og lýð. London, hinn 29. nóv. 1974. Björn Björnsson. Þá flytur Elín Þorgilsdóttir ljóð, — en ræðu kvöldsins flytur Ólafur Jóhannesson kirkjumála- ráðherra. Samkoman verður sett með ávarpi Axels Jónssonar, safnaðar- fulltrúa, og henni lýkur með stuttri helgistund. Ég vænti þess og vona, að sam- koman megi verða til styrktar safnaðar- og samfélagslífi okkar, — að söngsins mál megi hér enn verða til þess að opna hugina fyr- ir himinsins andblæ og náð, — að fyrir helgi hússins, — og það sem fram fer, megi ljósið frá háum himinsölum til okkar ná og bera birtu inn í skammdegið, — verða þannig þáttur í þeim undirbún- ingi aðventunnar, er að því miðar, að við megum eignast heilög jól. Verið hjartanlega velkomin á aðventusamkomuna í Kópavogs- kirkju í kvöld. Þorbergur Kristjánsson. Gunnar Helgason, for- maður ráðsins, gerir grein fyrir störfum þess sl. ár. Þá fer fram kjör formanns og sex fulltrúa i stjórn full- NÝJASTA bindi I bókaflokknum „Moderne Erzáhler der Welt“, sem gefið er út í Stuttgart I Vestur-Þýzkalandi og Basel I Sviss, er helgað Islandi. Birt er úr verkum 22 Islenzkra rithöfunda og sagt frá rithöfundaferli þeirra. Heinz Baruske hefur valið efnið og þýtt það á þýzku. Enn- fremur ritar hann inngangsorð, en formála skrifar dr. Michael Rehs. Kápusiða bókarinnar RAGNAR Björnsson held- ur orgeltónleika í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 1. des. kl. 5. Leikur hann þar norræn nútímatónverk þ.ám. nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem til- einkað er dr. Páli ísólfs- syni. Verkið er í 6 þáttum, sem eru einskonar Nachturnur eða næturljóð. Efnisskrá þá, sem Ragn- ar leikur á sunnudaginn, flutti hann nýlega í Gauta- borg og vakti þar mikla at- hygli og þá ekki hvað minnst verk Alta. Tónleik- unum lýkur á tveim tón- verkum eftir O. Messiaen. AðgöngumiðarTást við inn- ganginn. Birgir lsleifur Gunnarsson. trúaráðsins. Ennfremur verða kjörnir 12 fulltrúar í flokksráð Sjálfstæðis- flokksins. Loks eru á dag- skrá önnur mál. Rithöfundarnir, sem eiga verk í bókinni eru: Jón Trausti, Guð- mundur Kamban, Gunnar Gunn- arsson, Halldór Stefánsson, Guð- mundur G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Halldór Laxness, Sveinn Bergsveinsson, Guðmund- ur Daníelsson, Jón Dan, Olafur Jóhann Sigurðsson, Jakobína Sig- urðardóttir, Jón Öskar, Jóhannes Helgi, Indriði G. Þorsteinsson, Matthias Johannessen, Svava Jakobsdóttir, Hannes Pétursson, Guðbergur Bergsson, Jökull Jakobsson, Njörður P. Njarðvík og Thor Vilhjámsson. Bókin er nær 450 bls. að stærð. tJtgefandi er Horst Erdmann Verlag. A bðkarkápu er þess getið að Bariiske sé norrænufræðingur og kunnur að visindastörfum. Hann er fæddur 1915 í Kolberg og hafi kynnt bókmenntir og menningu Norðurlanda i Vestur-Þýzkalandi. Hann hefur skrifað bókina „Grænland, stærsta eyja jarðar", „Norðursjór og frelsi hafsins“ og þýtt „Eskimóasöguur", en eitt helzta verk hans er „Norræn bók- menntasaga", fyrra bindi sem út kom í fyrra, en siðara bindið er væntanlegt. Formáli Bariiske Ragnar B jörnsson Dixeland íNaustinu NAUSTIÐ hefur nú ákveðið að taka uppþánýbreytni ásunnudög um að hafa opið til kl. 1 á sunnu- dagskvöldum. Þá mun dixeland- hljómsveit Árna Isleifssonar leika fyrir dansi frá kl. 22.30 að lokinni léttri tónlist fyrir kvöld- verðargesti. Humber saknað FYRIR fimm dögum var stolið fólksbifreið frá Seljugerði 11. Bif- reiðin er af gerðinni Humber ár- gerð 1966 og vínrauð að lit. Rann- sóknarlögreglan hefur auglýst eftir bifreiðinni og götulögreglan svipast um eftir henni, en það ekki borið árangur. Biður nú lög- reglan aila þá sem einhverjar upp lýsingar geta gefið um þessa bif- reið að gefa sig fram. fyrir *þessu nýja hefti íslenzkra bókmennta er langur og itarlegur og rithöfundatalið aftast i bókinni gagnlegt útlendingum. Bariiske hefur komið til Islands og fyrr kynnt íslenzkar bók- menntir, í tímaritum, blöðum og útvarpi í Þýzkalandi. Bókmenntir fjölda landa hafa birzt í bókaflokki þessum og á kápu segir, að fleiri bækur séu í undirbúningi. Heinz Barúske Aðalfundur fulltrúaráðsins Fullveldishátíðarkveðja Bók með verkum íslenzkra höfunda í bóka- flokknum „Moderne Erzáhler der Welt” Heinz Barúske þýddi og valdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.