Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 24
þúað læra að spila d morgun ”
J
1 minningu
dr. Páls ísólfssonar
birtir Morgunblaðið í
dag nokkra kafla úr
samtalsbókum Matthíasar
Johannessens um Pál,
Hundaþúfunni og
hafinu (1961) og í dag
skein sól (1964), en í ritum
þessum er f jallað um margt
sem á dagana dreif, meðan
bækurnar voru í smíðum,
auk þess sem dr. Páll
segir frá æsku sinni,
námi, starfi, skoðunum,
samferðamönnum o.fl.
Má segja, að í bókum þessum
sé ævisaga dr. Páls
í samtalsþáttum.
Þessi brot,
sem hér fara á eftir
gefa dálitla hugmynd
um andrúm æsku-
heimilis Páls og
skólaárin í Þýzkalandi,
þegar hann
kynntist
heimsmenningunni.
V
Ekki af þessum heimi (brot)
Næsta dag vöknuðum við um óttubil og fórum eldsnemma í
morgungöngu um fjöruna. Mig langaði að forvitnast um afstöðu
Páls til dauðans vegna þess sem hann hafði sagt um „sorgina og
svörtu élin“.
Ég spurði:
„Þú hefur aldrei efazt um líf eftir dauðann, er það?
— Nei, það held ég ekki, svaraði hann ákveðið. Sú tilfinn-
ing hefur fylgt mér, að ég sé aldrei einn, að einhver æðri mátt-
ur, eigum við að segja guðdómur, sé á næstu grösum. Af því
hef ég eignazt öryggi og aldrei haft neinar áhyggjur af eilífð-
armálunum. Þau hafa ekki verið mér neitt vandamál. Svo er ég
þess fullviss, að það sem verður sé hið eina sem getur orðið.
Þegar við deyjum, getum við engu um þokað. Dauðinn hlýtur
óhjákvæmilega að finna þá einu lausn, sem til greina kemur.
Ég hef aldrei verið hræddur við dauðann, en samt er ég mjög
lífhræddur hef löngum haft beyg af líkamlegum kvölum og
þjáningum. Þess vegna er ég t. d. ákveðinn í að lenda ekki í
flugslysi og fer sjóleiðis milli landa eins og Halldór Laxness.
En þó ég vissi að ég ætti að deyja á morgun, mundi ég ekki taka
það mjög nærri mér. Og þó! Það er auðvelt að tala um reynslu,
sem maður þekkir ekki. Ætli það kæmi ekki upp í manni, ef
á reyndi, eitthvað sem segði: Eigi skal höggva! En ég legg
áherzlu á, að ég hef frá fyrstu tíð haft náin kynni af því, sem
svo fallega er kallað handleiðsla á íslenzku. Sjaldnast kemur
ncitt fyrir mig, svo ég viti j)að ekki áður, hugboð, draumar. En
oftast er eins og cinhver æðri vera tali við mig án orða, án alls
sem er af þessum heimi og með einhverjum undursamlegum
hætti skil ég þessa ókunnu rödd. Mundi hún ekki einn góðan
vcðurdag tala til okkar allra og verða |)að vopn, sem á eftir að
brjóta niður múrinn milli lífs og dauða? Ekki svo að skilja að
ég sé spíritisti, nei, það hef ég ekki sagt, en trúaður á annað
líf. \'eiztu hvað cr mesta syndin gagnvart almættinu, það er
óttinn.
— Og hvernig gerirðu þér í hugarlund lífið eftir dauðann?
— Mér hefur dottið í hug, að það væri líf innan í öðru lífi
og margir heimar hver innan í öðrum. Ef þeim slær saman geta
þeir truflað hvern annan eins og radíóbylgjur; skyggnisgáfan
lield ég t. d. stafi af cinhverri slíkri truflun. „í húsi föður míns
cru margar vistarverur", segir Kristur. Þau orð finnst mér cinna
merkust í Biblíunni.
— Þú átt við að hver einstaklingur sé kannski mörg sólkerfi?
— Hví ekki það? Hefur jaað verið afsannað? Finnst þér ekki
samræmið í Itfi manna og dýra dálítið grunsamlegt? Allt í röð
og rcglu eins og hjá myndarlegri húsmóður, sem er að taka til
sýknt og heilagt. Ekki svo að skilja, að ég sé yfir mig hrifinn af
allri þessari reglu og ráðdeild, hún getur gengið of langt. Það
sem í fyrstu virðist kaos er við nánari athugun stjórnað af fyrir-
Dr. Páll við orgelið f Dðmkirkjunni
hyggju og stakri reglusemi. Ég er hálfhræddur um, að við sé-
um of uppteknir af að telja okkur trú um, að það séum við sem
stjórnum til að geta séð, að okkur er stjórnað.
Æðri máttur umgengst okkur eins og slyngur eiginntaðuv
konu sína: lætur okkur halda að það séum við sem stjórnum,
cn hefur sjálfur tögl og hagldir.
En reglan í náttúrunni er allt að því óhugnanleg. Líttu á
skeljarnar, krabbana. Og farfuglana. Þeir koma og fara ár eftir
ár, svo varla skeikar degi. Hver skyldi vísa þeim leiðina? Eða
ætli þeir séu bara svona gáfaðir? Og við sem höfum ráð undir
rifi hverju afgreiðum málið með góðlátlegu kæruleysi eins og
alltaf þegar við erum í vanda stödd og tölum fjálglega um eðlis-
hvöt. Nei, okkur er öllum lifað, liáum sem lágum.
— Heldurðu ekki að Guð mundi hafa alltof mikið að gera,
ef hann ætti að stjórna hverju einstöku í tilverunni? Eða líttu á
Jiessar milljónir milljóna skelja, það væri ærin fyrirhöfn að
stjórn þeim einum!
— Já, kannski. En atinað hvort er Guð til eða hann er ekki
til. Ef hann er til, þá er hann í öllu og honum er ekkert
ómáttugt. Orð eins og fyrirhöfn er honum framandi. Hvernig
getur það verið, að þungur hnöttur sveimi í algeimnum án þess
að detta? Og hvert ætti hann að detta? Spyr sá sem ekki veit. Ég
er ekki einn af þeim, sem halda þeir hafi Guð og eilífðina í rass-
vasanum. Ég gæti sagt: Ég trúi, en hjálpa þú trúleysi mínu.
í vor las ég tvær bækur um dauðann í sjúkrahúsinu, ekki af
því að ég væri að hugsa um að deyja, það hvarflaði ekki að mér
í góða veðrinu að hverfa frá þessum skemmtilega feluleik sólar-
geislanna á þilinu, heldur lánaði Árni Kristjánsson mér bæk-
urnar og hafði áður hælt þeim á hvert reipi. í annarri er því lýst,
.hvernig merkir menn brugðust við dauða sinum. Sumir tóku
honum með stóiskri ró og buðu hann velkominn eins og ekkert
væri sjálfsagðara, aðrir voru hræddir við hann. En enginn dó
með jafnmikilli reisn og Vilhjálmur Prússakonungur, faðir Frið-
riks mikla. Á banabeði spyr hann líflækninn að því, hvað hann
geti lifað lengi og segir: „Hvað gefur hann mér langan frest?" (■
læknirinn svarar: „Klukkutíma, í mesta lagi hálfan annan tímn.
Þá rís kóngur upp við dogg og segir: „Þá segjum við hálfan ann
an tíma." Svo bjóst hann til að tala við ríkisarfann og hin‘
menn sína og ganga frá sínum málum.
Að hálfum öðrum tíma liðnum kvaddi hann líf sitt.
Aðalsmerki Forn-íslendinga var að umgangast dauðann .•
djörfung. Þeir lögðu metnað sinn í að kunna að deyja meé
sæmd. Undarlegt fólk, að hugsa sér annars hvað hægt er að
leggja metnað sinn í. En þeir kunnu að deyja, það sjáum við
af Njálu og Sturlungu. Ég hef lesið Sturlungu þrisvar spjald
anna á milli, m. a. til að læra að deyja:
Kostaðu huginn að herða,
hér muntu lífið verða.
(tJr Hundaþúfunni og hafinu)
tsólfur P&lsson, faðir Páls
Þurfður Bjarnadóttir. móðir
Páls
Tómasarkirkjan f Leipzig