Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 39

Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 39 Guðlaugur Guðmundsson, höfundur Reynistaðarbræðra Enginn má undan líta MORÐMÁLIN í HÚNAÞINGI — sagnfræðilegt skáld- rit, sem varpar nýju Ijósi á aðdraganda þeirra og afleiðingar. Höfundur leiðir lesendur sína af mikilli fimi og mannlegri innsýn inn í atburðarásina, svo þeir finna hjartslátt fólksins og tíðarandann, og hann kollvarpar þjóðsögunni um örlög fang- anna sem fluttir voru til Kaupmannahafnar. Magellan og fyrsta hnattsiglingin eftir lan Cameron, þýðandi: Kristín Thorlacius. Ritsljóri: Sir Vivian Fuchs. Umsjón á íslandi: Örnólfur Thorlacius. Þetta er upphaf stórmerks bókaflokks um frömuði landafunda, afrek þeirra og tímabil. Magellan sigldi fyrstur manna umhverfis jörð- ina og er hnatttferð hans talin til stórafreka mannkynssögunnar. Bók þessi er ríkulega skreytt litmyndum. Ritstjórinn er einn þekktasti landkönnuður Breta á okkar dögum. Blærinn í laufi eftir Einar frá Hergilsey. Fyrsta bók Einars frá Hergilsey, „Meðan jörð- in grær“ varð í 15.—16. sæti frumsamdra og endurprentaðra íslenskra bóka ársins 1972, sem mest voru keyptar í almenningsbókasöfn. Sviptibyljir mannlegra ástríðna og hin sterka taug átthaga- og æskuástar er undiralda hins nýja og rammíslenska skáldverks. Allir eru ógiftir í verinu eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Þetta er þriðja bók hinnar ungu skáldkonu. Hinar tvær „Næturstaður" og „Ráðskona ósk- ast í sveit“ vöktu strax verðskuldaða athygli og þessi gefur þeim ekkert eftir. Hún lýsir á raunsæjan, en þó rómantískan hátt, frystihúsa- og verbúðalífinu og gæti skeð í hvaða verstöð sem er. || Skýrt !* og skorinort HelgiáHrafnkelsstööum ræóir mnbúöalaust um menn og malefni Dr. Jönas Kristjúnsaon. forstöóunmður Amasafns. fyigir höfuodi úr hlaói Skýrt og skorinort Helgi á Hrafnkelsstöðum ræðir umbúðalaust um menn og málefni. Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnasafns fylgir höfundi úr hlaði. Þeir munu fáir íslendingar, sem ekki hafa heyrt getið Hrafnkelsstaðabóndans. Hann vekur hvar- vetna athygli og á fræði hans er hlustað, innanlands sem utan. Það leiðist engum lest- urinn, sem hefur bók Helga í höndunum. Helgi segir ætíð umbúðalaust sína meiningu, hvort sem hann ræðir menn eða málefni. Þrautgóðirá raunastund börgunar- og sjóslysasaga Islands, sjötta bindi, eftir Loft Guðmundsson. Bókin hefst á hinu sögufræga brúðarráni séra Odds V. Gíslasonar og er fjörlega skrifuð bók um þrjá mannlega og framsýna forystumenn, sem hófu merki björgunar- og slysavarna á íslandi, þá séra Odd V. Gíslason, Sigurð Sig- urðsson frá Arnarholti og Jón E. Bergsveins- son erindreka SVFÍ. Þórður Halldórsson frá Dagverðará: Náttúran er söm við sig undir Jökli Loftur Guðmundsson færði i letur. Ragnar Kjartansson myndskreytti. Það er aðeins til einn Þórður frá Dagverðará og það sannast í annarri bók refaskyttunnar, listmálarans; skáldsins og sagnaþulsins, að bæði hann og náttúran undir Jökli eru söm við sig. Þórður er ekki einhamur í lýsingum sínum á mönnum og mannlegri náttúru, né þeirri yfirnáttúrulegu, og bók sem þessi verður aldrei aftur skrifuð. ® undirjökG Jeffrey Furst: Jesús Kristur í dálestrum Edgars Cayce Þetta er fjórða bók Edgars Cayce, en hann er einn athyglisverðasti miðill, sem uppi hefur verið. Hann var gæddur undramætti til lækn- inga og hæfileikum til þess að sjá bæði aftur og fram í tímann. Hin nýja bók sýnir lesand- anum tíma Meistarans frá Nasaret, eins og þeir birtust Cayce í sýnum í dáinu. © Gersemar guðanna ERICH VON DANIKEN Gersemar guðanna Nýjar sannanir fyrlr því ósannanlega eftir Erich von Daniken. Dagur Þorleifsson þýddi. Þriðja bók Erich von Dániken flytur eins og fyrri bækur þessa djarfa fornleifafræðings og söguskýranda, nýjar sannanir fyrir því ósann- anlega og hann fer hvergi troðnar slóðir, eng- inn sem lesið hefur þessar bækur Iftur verald- arsöguna sömu augum og áður. Kenningar Dánikens og dr. Helga Pjeturs koma að mörgu leyti heim og saman. Návígi á norðurhjara FjórSa bók Colins Forbes. ÞýSandi: Björn Jónsson. Návígi á norðurhjara er ein magnaðasta ævin- týraskáldsaga sem borin hefur verið á borð kröfuharðra lesenda á síðustu árum. Sagan skeður mestmegnis í Grænlandsísnum. Hramm- ur kalda stríðsins kemur af stað blóðugum átökum þar norður frá, en bakgrunnur átak- anna er skákeinvígið á íslandi. m GÓÐ BÓK ER GÓÐ GJÖF § 'Kr Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.