Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 15 UNGLINGA- VANDAMÁL i m:\\ störf. En því miður vill margt af því fólki ekki velja þessa vinnu.“ Vantar fólk á vígvöllinn. Af hverju fæst fólk ekki í þessi störf? „Ja, þetta eru erfið störf, og árangurinn af þeim hefur kannski ekki orðið áþreifanlega mikill. Og svo fer fólk f þau störf sem eru betur launuð. Eg vildi sjá svo miklu meira af góðu fólki vinna þessi störf sem ég veit að getur það. Því að þau geta gefið mikið, — mikla gleði. Maður veit að maður er að reyna að hjálpa. Ég hef mikla gleði af að vinna með fólki. Ég er innhverf sjálf, þjóðfélaginu. Þeir reyna að leysa sinn vanda sjálfir. Ef þó þessi vandi þeirra er mjög djúpstæður getur hann orðið að sálrænum sjúkdómi. Það sem við getum gert, er einmitt þetta, — að fá allt til að koma út, losa um spennuna innra með þessu fólki, bæði f hóp- meðferð og einstaklingsmeðferð. Þannig getur það sjálft, f sumum tilfellum a.m.k. fundið hvað er að, og reynt að sigrast á þvf.“ En það ber sem sagt mest á afbrotum? trJú, þau eru mest á- berandi," sagði Steinunn. „Svo koma hegðunarvandamálin. Þau birtast þjóðfélaginu f heild ekki jafn áþreifanlega og afbrot. Þau if „Hluti af langri keðju félags- legra vandamála ... “ (Ljósm. Mbl. E.B.B.) J f fi ★ „Að ætla að svipta blekkingunni er ekki komin hjálp ... “ en hef þörf fyrir að vinna innan um fólk. Ég hef ákaflega gaman af því að fást við vandamálin úti á vígvellinum. Ég vann áður fyrr aðallega bak við skrifborð. Og þótt þar séu oft unnin hin nauð- synlegustu störf, þá er það að mörgu leyti aðveldara og áreiðan- lega ekki eins stressandi. Það vantar fleira fólk út á vígvöllinn. Ég held líka að það hjálpi skjól- stæðingum mfnum ef þeir finna að maður hefur sjálfur þörf fyrir og gleði af að vinna með þeim. Þó kemur margt af því fólki sem hingað leitar ekki til að fá að- stöðu eða hjálp til að leysavanda- málið sjálft, heldur aðeins til að fá fyrirgreiðslu, t.d. um vistun eða fjárhagsaðstoð. Hjálpin er þvf ekki alltaf fólgin f því að gera það sem fólkið biður um. Þess vegna getur þetta orðið svolftið sárt, en getur engu að síður verið rétt. Sá árangur getur komið sfðar. Þetta er kannski svipað því þegar svangt barn biður um sælgæti. Þá vill maður heldur gefa þvf mat.“ Þeir úthverfu iara í afbrot- in „Þegar verst fer lýsir þetta sér f lagalegum afbrotum," svaraði Steinunn er Slagsíðan innti hana eftir þvf f hvaða mynd vandamál unglinga kæmu helzt til hennar. „En unglingarnir eru ákaflega misjafnir, þannig að sömu erfið- leikarnir geta komið misjafnlega fram hjá þeim. Sumir fara f af- brotin, — eru úthverfir. Aðrir eru innhverfir og þeir geyma vandamálin innra með sér. Við náUm sfzt til þeirra. En þeir fá það hins vegar að launum, að þeir eru ekki eins brennimerktir af felast í þvf, að unglingurinn aðlagast ekki umhverfinu, og vel- ur ákveðna leið, t.d. með þvf að verða áreitinn, til að fá athygli þess. Þetta stafar oft af skorti á ástúð, en er ekki alltaf meðvitað. En svo eru öfgarnar á hinn bóg- inn: Of mikil, — og þá „vanhugs- uð“, ástúð getur ekki síður leitt til hegðunarvandamála, þ.e. svo- nefnt ofdekur. Og þá er um að ræða ástúð sem aðstandendurnir beina að sjálfum sér, en ekki að barninu. Það er verið að kaupa sér frið.“ Frelsisbarátta kvenna og vandmál stúlkna. Hvað um drykkjuskap unglinga? „Jú, drykkjuskapur og reykingar fara ört vaxandi. Það skiptir hér miklu máli hve konur eru farnar að gera mikið af þessu. Börn eru mest með mæðrum sfn- um í flestum tilfellum, og erfa venjur þeirra. Konur fá því galla frelsisbaráttu sinnar ekki sfður en kostina." Verður þú mikið var við vanda- mál meðal unglinga sem stafa af fíknilyfjaneyzlu? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég verð lítið vör við slfkt.“ Eru þetta fyrst og fremst strák- ar sem koma til þinna kasta? „Nei, þetta eru ekki aðallega strákar. Ætli hlutföllin milli kynja séu ekki nokkuð jöfn. Þetta eru mjög mikið unglingsstúlkur. Það er ekki að verða eins mikill mismunur á hegðun stúlkna og drengja og var. Það er orðið ákaf- lega erfitt að ala upp stúlkur. Þjóðfélagið f svo hraðri þróun, að mér finnst eins og fólk hafi ekki náð að fylgjast með. Það er ein- mitt einn angi af mfnum verkefn- um, að reyna að fá fólk til að skiija umhverfi sitt.“ En f hverju birtast þessi vanda- mál, stúlkna? „Margar stúlkur byrja svo óskaplega snemma að lifa lffinu. Þær eru allt f einu farnar að lifa eins og konur f fyrsta og öðrum bekk gagnfræða- skóla. Og þær ráða ekki við þetta. Því fer sem fer. Þetta eru mikið til unglingar, sem hafa orðið afturúr f sinni skólagöngu. Og svo þegar þær eru komnar f fyrsta og annan bekk, þá eru þær hættar að geta fýlgzt með. Því miður geta skóli og heimili þá lítið gefið. Svo er leitað á náðir kunningj- anna, og þaðan f frá eru þær á eigin vegum: Helzti „kontakt- möguleiki" þeirra við aðra verður þá likaminn. Þetta er vissulega eitt af þeim vandamálum sem ég hef kynnzt.“ Reyni að líkjast ungling- unum. Hefur þú þá nokkuð orðið vör við að fjárþörf hafi leitt þessar stúlkur út f vændi? „Nei, ég get ekki sagt að ég hafi kynnzt þvf.“ Finnst þér erfiðara að nálgast annað hvort kynið f þfnu starfi? „Ég reyni að nálgast þessa unglinga með því að reyna að líkjast þeim, með þvf að verka ekki framandi á þá En ég hef ekki orðið vör við meiri erf iðleika við að nálgast annað hvort kynið. Þó að ég sé kona er ekki þar með sagt að ég eigi erfiðara með að ná til stráka, því að þá skortir oft móðurfmyndina. Vandamál stúlkna get ég hins vegar skilið á annan hátt, því ég hef sjálf verið unglingsstúlka, og veit af eigin reynslu hvaða vandi getur steðjað að þeim.“ Meirihlutinn frá efnalitlum heimilum Ur hvers konar umhverfi virðist þér algengast að þessir unglingar komi frá? Virðast þeir t.d. koma áberandi mest úr ein- hverri ákveðinni þjóðfélagsstétt eða þjóðfélagssviði? „Já, mikill meirihluti þeirra kemur frá þeim heimilum þar sem fólkið er verst farið félagslega og fjárhagslega, og andlega, — heimilum, þar sem fólkið hefur orðið undir f hinni hörðu lífsbaráttu f samfélaginu. Þetta á þó fyrst og fremst við þá unglinga sem verða brennimerkt- ir, — leiðast út f afbrot. Þeir koma frá fátækari heimilum, þar sem möguleikarnir eru minni á öllum sviðum. Að vísu eru auðvit- að líka erfiðleikar á efnuðum heimilum, en þar koma aðrir möguleikar til hjálpar. Ungling- arnir eiga þar f flestum tilvikum auðveldara með að halda áfram skólanámi, og leiðast sfður út á götuna og í afbrotin, og stúlkurn- ar byrja ekki eins snemma að lifa lffinu.“ Koma unglingarnir áberandi mest frá einhverjum ákveðnum borgarhverfum? „Nei, ég hef ekki orðið vör við slíkt. Hins vegar gæti það komið f ljós þegar ég hef verið lengur f þessu starfi?“ Unglingavandamál — fjölskylduvandamál Er þá svonefnt „unglingavanda- mál“ fyrir hendi að þínu áliti? „Jú, þetta er óskaplegt vanda- mál,“ svaraði Steinunn. ,Jín ungl- ingavandamálið er aðeins hluti af langri keðju af vandamálum. Það verður ekki leyst nema ráðizt sé á sjálfa undirrót allra þessara félagslegu vandamála, sem við stöndum frammi fyrir f dag. Rannsóknir hafa sýnt, að það er fyrst og fremst óreiða á heimili sem veldur þvf hvernig fer fyrir unglingnum. En svo er það spurn- ingin, hvað veldur óreiðunni? Hvað veldur því að foreldrar leið- ast út það, sem getur komið þörn- um þeirra f svona vanda? Ekki gera þeir það að gamni sfnu. Fyrir þessu hlýtur að vera orsök, og færustu vísindamenn hafa lengi verið að reyna að komast fyrir hana. Þetta er orðið heims- vandamál. Og mönnum beralls ekki saman um hvað beri að gera.“ Foreldrar og skóli hafa ekki ráðið við þróunina Finnst þér að heimilin og skól- arnir hafi brugðist f þessum efn- um? „Já, mér finnst áberandi að foreldrar hafi ekki ráðið við sfn vandamál, og svo hefur það aftur bitnað á barninu. Hvað skólann snertir, þá hefur hann ekki í sum- um tilfellum haft tök á að grfpa nógu oft inn í með stuðnings- kennslu eða sérkennslu. Og þess vegna verður þetta svona erfitt síðar.“ Hvernig gengur samstarfið við foreldrana yfirleitt? „Það er ákaflega misjafnt. Þegar það gengur vel, er það hið dýrmæt- asta í þessu starfi. En fólkið er oft svo illa farið, andlega, félagslega og fjárhagslega. Það lifir f heimi blekkinga, og að ætla að fara að svipta fólki blekkingunni er ekki kærkomin hjálp. Ef hins vegar fólk ætlar að fá hjálp verður það að horfast f augu við staðreyndir. Fólk er mjög leitandi, þvf að það á í erfiðleikum með þessi mál. Þannig getur það einnig verið mjög þakklátt fyrir hvaðeina sem að gagni má koma. Mér finnst skilningur fólks hafa aukizt mjög á þvf, að það sé yfirhöfuð hægt að fá hjálp á þennan hátt. Þar hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum." „Nei, ég hef gleði af starfinu," sagði Steinunn Olafsdóttir þegar Slagsíðan spurði að lokum hvort hún fylltist ekki svartsýni f þessu starfi. „Eins og ég sagði áðan er ég ekki mannblendin utan starfs- ins, og í því hef ég mikil sam- skipti við fólk. Því gefur það mér mjög mikið, og um leið og starfið gefur mér gleði vona ég að þar með geti ég einnig fært skjólstæð- ingum mínum einhverja gleði. Ég held að ég hafi orðið vör við að það hafi tekizt, og ég vona að sú tilfinning sé rétt.“ — A. Þ. «r.A(iNWAn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.