Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 27 Elns og mér sýnlst Eltlr Glsla J. AstDúrssafi Eftir zetufallið Hér I Morgunblaðinu urðu fyrir skemmstu talsverðar umræður um íslenskt mðl og snerust til allrar guðslukku ekki einungis um það hvort Islensk menning hljóti að líða undir lok með falli zetunnar heldur bar talmálið okkar llka tals- vert á góma, sem er einmitt þar sem hálfur hundurinn liggur graf- inn ef ekki betur. Zetan er mesta þarfaþing fyrir Zóphónias, Zöega og Zimsen, og Vladimir nokkurn Zakharov gróf ég meira að segja upp þegar ég fletti upp I sima- skráni, en zetan týnist bara í töluðu máli rétt eins og gæsalapp- ir og kólón, og þvi verður ekki breytt nema við lögleiðum ein- hvern daginn að menn skuli láta hana heyrast i framburði þó að það drepi þá og verðum þarmeð orðnar einu manneskjurnar í viðri veröld sem tala eins og býflugur. Sæmilegur skilningur á töluðu máli er forsenda þess að við glöt- um ekki þessari tungu okkar, og islenskan væri vissulega ekki það sem hún er i dag (sem jaðrar við kraftaverk) ef almenningur hefði ekki haldið tryggð við móðurmál sitt þegar embættismennirnir voru aftur á móti að rembast við að vera snjallir á dönsku. Nú, svo komst dönskuskotin islenska mjög i tísku sem kunnugt er eða islenskumenguð danska ef menn vilja heldur; og þá voru þeir hörð- ustu við þessa iðju nær búnir að skapa hér einskonar norrænt esperantó, þó að þeir hefðu að visu ekki hugmynd um það, blessaðir kallarnir. í umræðum okkar um verndun tungunnar gerumst við islending- ar tiðum skeleggir i töktum, og við þjótum nánast til allra átta sam- 'timis þegar mestur gustur er á okkur. Aftur á móti er þetta frem- ur aflraunasýning andans en ork- unnar: það er rétt eins og þeir sem vilja móðurmáli okkar vel þurfi að hleypa af sér ónýttri orku annað slagið, svona eins og þegar þrýsingi er hleypt af gufukatli til þess að allt springi ekki i loft upp. Heitstrengingarnar vantar ekki né hinar eldheitu fortölur, en fram- kvæmdin liður burt með gufu- stróknum þegar menn eru búnir að blása út. Það er bjargföst trú min að meg- inhættan sem steðjar að islensku máli i dag sé sú meingallaða is- lenska sem borin er fyrir okkur i útvarpi og sjónvarpi innanum skammlaust mál og stundum ágætt að visu. Ég held að blöðin séu ekki nær því eins mikill skað- valdur á þessu sviði auk þess sem þau eru sifellt að reyna að bæta sig. Allt talað orð sem er flutt i útvarp og sjónvarp orkar aftur á móti með tvöföldum krafti til góðs eða ills á málfar okkar. Talmál sitt nemur barnið af þvi sem haft er fyrir þvi og ekki af bókum, og nú sitja þessir þráðlausu gestir og málglöðu að heita i hverju húsi: það er þá eins gott að þeir tali eitthvað annað en tóma vitleysu. Þeir tala að visu fjarri því eintómt þrugl — og þó er ég sannfærður um að ef við viljum í alvöru vernda tungu okkar, þá verðum við enn að heita á þá sem troða upp i sjónvarpi og útvarpi að þeir vandi sig sem þeir framast mega við hljóðnemann. Mig grun- ar raunar að það sé peningaleysi sem hrjáir þá mest á þessum stofnunum: að hvorug ráði yfir nægum mannafla (á réttum básum að minnsta kosti) til þess að geta ábyrgst það að handrit fari ekki ólesin út i geyminn eða þá flaust- urslega að ekki sé meira sagt. Þetta þýðir að ríkið, sem ætti að hafa forgöngu um viðhald tung- unnar er brotlegra á þessum vett- vangi heldur en skástu blöðin: Morgunblaðið hefur til dæmis handritalesara á sínum snærum sem vinna myrkranna á milli, en sem eiga að sönnu langtum of annrikt i hrotunum. Ég á eftir að nefna slugsið og hroðvirknina, þau tilvik (sem eru of mörg) þegar öllum virðist standa hjartanlega á sama. Það getur til dæmis naumast talist til óviljaverka þegar sjónvarpið hellir inn i hlustir okkar mánuð eftir mánuð svokallaðri auglýsingu, þar sem höfundur textans skilur þó augljóslega alls ekki islenskt mál — nema hann sé vísvitandi að reyna að spilla fyrir fyrirtækinu sem hann starfar fyrir. Ég á við auglýsinguna sem ég hef einu sinni reynt að útrýma áður: þá hina makalausu i tali og tónum þar sem við íslendingar erum hvattir til þess að eignast tiltekið hljómtæki — með þvi fyrirheiti kaupmannsins að þá verðum við „ekki mönnum sinnandi" upp frá því! Hér heldur textahöfundur augsýnilega að það sé eftirsóknar- vert ástand að vera i að „vera ekki mönnum sinnandi"; hann heldur að hann sé að segja við fólk: kaupið tækið og þið verðið svo sæl með það að þið sinnið ekki öðrul Það er svona dúndrandi tómlæti um rétta meðferð málsins sem er svo háskalegt. Þarna tekur ríkis- stofnun meira að segja beinharða peninga fyrir að þruma dellu inn á heimili okkar. Ætli dóttir min hafi ekki eftir- mála við óskalistann sinn fyrir jól- in iá r? „Gefðu mér skiði pabbi, og þá skal ég lofa þér þvi að vera ekki mönnum sinnandi upp frá þeim degi." Tjarnar- bunugangur Áhlaupin á Tjörnina sem fara að gerast æði tið eru næstum eins hvimleitt fyrirbæri eins og ef stungið væri upp á þvi að setja rellu á turninn á dómkirkjunni svo að hún taki sig betur út I toppinn. Nú er vatnsausturssveitin enn komin á stúfana og vill enn sem fyrr láta pipulagningamenn gera Tjörnina smart: i þetta skiptið eiga fjórar bunur að risa tigulega til himins og hniga i tigulegum boga vænti ég oná hausinn á öndunum. Siðan á að skrúfa þetta apparat i sundur fyrir frost. en áður en það gerist og þá húmar að hausti hér i Reykjavik þá á að flóðlýsa sturtu- baðið og eflaust i öllum regnbog- ans litum, og siðan á allur bæjar- lýður að skondra niður að Tjörn að glápa á furðuverkið. Ég legg til að Kiljan endurskoði Brekkukotsann- ál af þessu tilefni og setji rússi- bana i hlaðið hjá Bimi i Brekku- koti: hitt er svo assgoti hallæris- legt. Sumir menn eru eins og hand- óðir krakkar sem meina að vísu ekkert illt en eru samt sifellt að ergja mann. Hvað er að þvi með leyfi að umgangast Tjömina með þeirri virðingu sem gömlum vini hæfir i stað þess að ætla að með- höndla hana eins og hvem annan stelpukrakka sem hengir utan á sig ómerkilegt glingur og heldur að hún sé „fin" fyrir bragðið. Tjörnin er okkur hugþekk af þvi hún er yfirlætislaus. Hún er i takt við kyrrðina sem grúfir sig ennþé yfir hana þegar ysinn er búinn að leggja sig. Hún fellur með sóma inn í tilgerðarlausa og prjállausa umgjörð. hún er bara þarna og hefur alltaf verið þarna finnst manni næstum orðið — og skyldi alltaf verða. I guðsbænum leyfið henni nú að dorma í friði og hlifið henni við pumpum og Ijósagangi. Niður með bunurnar! vfsu hvorki verið að ræða um Guð né trúmál yfirleitt, en sízt skal við því amazt, að Guð sé leiddur inn í myndina og það gerir presturinn á eftirfarandi hátt: „Þekktur maður hér i bæ spurði mig um daginn: „Hvað er að ske i þessu þjóðfélagi? Það er eitthvað meira en lítið. Við slóg- umst jú þegar við vorum strákar, en að nota hnífa og svona fanta- skap, aldrei." Tilefnið var það, að tveir unglingar höfðu látið lífið í slagsmálum, annar var stunginn til bana með hníf. Hvað er að í þessu þjóðfélagi? var spurt, og það þurfti dauða tveggja ungmenna til þess að þessi spurning vaknaði. Ég svar- aði eitthvað á þá leið, að þessi þróun hér á landi væri alveg sú sama og átt hefur sér stað i öðrum vestrænum, kristnum löndum, þar sem mannvonzka, tillitsleysi, ofbeldi og algjör lítilsvirðing fyr- ir mannslífinu hefur vaxið óhugn- anlega mikið á síðustu árum. Hvers vegna? Hvað er að? Látum Bibliuna svara. Og það gerir hún einmitt í textanum, sem ég las hér áðan. Þar segir svo: Og heyr þú nú hverju Guð svarar: „Þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, þess vegna ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, rangsleitni, ill- mennsku, miskunnarieysi, mann- drápum . . .“ Svarið er klárt og skýrt. Spurn- ingin er: Viltu heyra það eða finnst þér það óþægilegt: Þeir hirtu ekki um að varðveita þekk- inguna á Guði, þess vegna er öfund, deilur, sviksemi, hroki, ill- mennska, manndráp." Orsök og afleiðing Allt er þetta gott og blessað, en kynni ekki lika eitthvað að vanta inn í myndina hjá hinum ágæta presti? Ekki er þó svo illa fyrir Islendingum komið, að engir hirði hér um að varðveita þekkinguna á ekki vilja fylgja öðrum i þessu efni, verða þeir^ð róa einir á báti, því að við bíðum ekki lengur. Þrátt fyrir þetta hefur verið fallizt á að bíða með útfærsluna fram á næsta ár eða þar til fund- unum i Genf er lokið næsta vor. En þeir, sem i áratugi hafa barizt fyrir því, að við Islendingar næð- um rétti okkar í landhelgismál- um, vilja ekki fallast á að bíóa lengur. Þess vegna hlýtur sú krafa nú að verða geró til allra íslenzkra stjórnmálaflokka, að þeir taki af skarið í þessu efni. Alþýðubandalagið hefur að visu lýst því yfir, að það vilji ekki færa fiskveiðitakmörkin út fyrr en 13. nóv. á næsta ári. En áreiðanlega mun verða mikill þrýstingur á þann flokk að fylgja öðrum, og þannig á að geta náðst þjóðarsam- staða. Ef kommúnistar hins vegar Hvað er að? S.I. sunnudag flutti sr. Halldór Gröndal hressilega predikun, sem útvarpað var, og gerði þar að um- ræðuefni vangaveltur í síðasta Reykjavíkurbréfi um hin óhugn- anlegu ofbeldisverk, sem nú eru nærri því að vera daglegt brauð. Kaflarnir, sem presturinn vék að voru þessir: „Hinar tíðu fregnir af líkams- meiðingum og jafnvel manndráp- um hljóta að vekja menn til um- hugsunar um það, hvert stefnir. Fyrir fáum árum vöru slíkar fregnir fátíðar, en nú geta menn átt von á því í hvert skipti, sem þeir lita í dagblað að fá slík tíð- indi. Oft er um að kenna drykkju- skap og svalli, en þó er þessi skýr- ing ekki einhlít. Það hefur áður verið drukkið og svallaó á lslandi, án þess að jafn óhugnanleg tíð- indi væru daglegt brauð . . .“ Síðan er i bréfinu fjallað um ummæli á Alþingi um afleiðingar óstöðugleika efnahagslífs, sem m.a. séu hvers kyns upplausn. Og orðrétt segir: „Það er hollt, að menn hugleiði þetta nú, þegar tilraun er gerð til að stöðva þessa þróun og koma á jafnvægi á ný . . . Nógu er það alvarlegt út af fyrir sig, þegar allt efnahags- kerfið raskast. Hitt er þó mun alvarlegra, ef afleiðingarnar verða þær, að almennt upp- lausnarástand og virðingarleysi fyrir lögum, rétti og mannhelgi nær að grafa um sig.“ Þessi orð urðu tilefni ádrepu sr. Halldórs. Hann segir: Niður- staðan er sú, að verðbólgan sé orsök glæpa og spyr: „Er það nú svo?“ Hann segir, að efnahags- legar aðgerðir bjargi ekki sið- ferðinu og bætir við: „Það vantar Guð inn í myndina." Nú var að Guði. En þó er þjóðfélagið allt ofurselt upplausninni. Þar er eng- inn óhultur. Og setjum svo, að helztu ráðamenn þessa þjóðfélags og þeir, sem helzt geta haft áhrif á framvindu mála, vilji varðveita þekkinguna á Guði, séu sann- kristnir menn. Er það þá óguð- legt, að þeir leiði hugann að þvi, hvort efnahagsleg upplausn leiði til siðferðilegs skipbrots, fleiri eða færri einstaklinga? Og ef þeir kæmust að þeirri niðurstöðu, að svo væri, er það þá óguðlegt að leitast við að bregðast gegn þeirri þróun. Presturinn segir raunar: „Þú þekkir Guð, þótt þú hirðir ekki um þá þekkingu. Og þú ert því án afsökunar. Þú varst skírð- ur og þú varst fermdur og þú veizt mætavel, hvers Guð ætlast til af þér. Þú þekkir boðorðin tíu. Þau eru kannski rykfallin hjá þér. En innst inni i hjarta þinu veiztu, að allt er ekki eins og það á aðvera.“ Er ástæða til að reiðast því, prestur minn góður, þegar þessar innstu tilfinningar hjartans eru dregnar fram i dagsljósið, þegar viðurkennt er, að „allt er ekki eins og það á að vera“ og or- sakanna er leitað? Er það Guðsaf- neitun, eða kynni nú þrátt fyrir allt að vera ástæða til þess, að prestarnir leituðust við að styrkja stjórnmálamennina á hinum ver- aldlegu vegum, alveg eins og stjórnmálamönnum ber að styrkja kristni og kirkju? Stundum er þvi haldið fram, að ræóur prestanna séu svo mærðar- legar, að menn nenni ekki á þær að hlýða. Það verður a.m.k. ekki sagt um ádrepu sr. Halldórs Grön- dal, þessu sinni, og á hann þakkir skilið fyrir það. En enginn skyldi ætla sér þá dul, að hann brjóti Guð til mergjar í einni stuttri prédikun, hvað þá í vikupistli i dagblaði. Mundi ekki vera affara- sælast að láta sér nægja að leita Guós i Jesú Kristi — a.m.k. meðan við höfum ekki náð meiri þroska en raun ber vitni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.