Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 21

Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 21 75ára: Sigríður Jóna Þorbergsdóttir Sigríður Jóna Þorbergsdóttir frá Aðalvik verður 75 ára á morg- un 2. des. I tilefni af þessum merka degi vil ég færa henni árnaðaróskir og þakkir fyrir alla þá hlýju og góðvild, sem hún ætíð hefur sýnt mér. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að hægt væri að eignast slíka tengdamóður, sem mér hlotnaðist. Alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd, alltaf létt í lund og aldrei með aðfinnslur eða afskiptasemi. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Sigríði, en hún lét ekki bugast heldur styrktist við hverjaraun. Sigríður Jóna Þorbergsdóttir fæddist 2. des. 1899 í Miðvik i Aðalvík. Foreldrar hennar voru Þorbergur Jónsson og Oddný Finnbogadóttir og ólst hún upp í stórum systkinahópi í heima- húsum. Þegar, 16 ára gömul fór hún i húsmæðraskólann á Isafirði og tveimur árum seinna giftist hún sveitunga sínum Ólafi Helga Hjálmarssyni og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi þar til á síðastliðnu sumri að Ólafur lést eftir þunga legu. Þau hjónin eignuðust 9 börn og eru 6 þeirra á lífi. Oftast hefur verið mann- margt á heimili Sigriðar enda gott þangað að koma og öllum mætt þessi viðmótsþýða góðvild. Ekki hefur Sigriður alltaf búið í jafn- góðum húsakynnum og nú, en hvar sem hún bjó, var ætíð „fínt“ hjá henni. I dag sunnudag tekur hún á móti gestum á heimili sínu að Goðheimum 14, Reykjavík. K.L. Kammertónleikar KAMMERMUSlKKLUBBURINN bauð upp á ágæta tónleika á sunnudagskvöldió í Bústaða- kirkju. Agæti tónleikanna var fyrst og fremst flutningnum að þakka, þar eð sjálft verkefnavalið var ekki sérlega forvitnilegt. Fluttir voru fagottkvartett eftir Danzi, flautukvartett eftir Mozart, strengjakvartett eftir Hayden og klarínettkvintett eftir Weber. Þetta voru allt nærri því samtímamenn, og gátu áheyrend- ur með eigin eyrum sannprófað — ef frekari sannanna er yfirleitt þörf — að dómur sögunnar, sem hefur dæmt tvo þessara höfunda sem höfunda dægursmíða, og hina tvo sem höfunda kemmer- verka, er gildi hafa haft út fyrir takmarkað æviskeið, hefur verið réttur. Við slikt hefur lítilfjörleg- ur blaðadómari upp á Islandi árið 1974 engu að bæta. Guðný Guðmundsdóttir leiddi þarna nýstofnaðan strengjakvart- ett, en hann skipa að auki þær Hlíf Sigurjónsdóttir, Stephanie Riekman og Deborah Davis. Leik- ur þeirra vakti verðskuldaða hrifningu, og er vonandi, að kvartettinn dafni hér sem bezt og jRoröunI'lnhií> margfaldar markað vðar Tðnllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON láti sem oftast til sín heyra. Það var töluverð snerpa í leiknum, nokkuð gott jafnvægi hljóðfær- anna, og „smitandi" leikgleði. Það var einmitt þessi innilega og til- gerðarlausa leikgleði, sem ein- kenndi þessa tónleika I heild. Manuela Wiesler er enginn hversdagslegur flautuleikari, og snilld hennar bar uppi D-dúr flautukvartett Mozarts. Þrátt fyr- ir yfirlýsingar Mozarts um andúð hans á flautunni, þá eru flautu- kvartettar hans einhverjar skær- ustu perlur tónbókmenntanna. Weber dáði hins vegar klarínett- ið, og skrifaði margar þakklátar ströfur fyrir það hljóðfæri, stróf- ur, sem liggja vel, hljóma vel og sýna, aðaðdáun hans fylgdi næm- ur skilningur á hlóðfærinu, Samt er alltaf eitthvert tómahljóð. Sigurður Snorrason lék aðdáan- lega klarínetthlutverkið í D-dúr kvintettinum. Það eru meiri vandræðin, að enginn snillingur skuli hafatekið fagottið ástfóstri. Danzi var sam- vizkusamur maður, en aldrei frumlegur. I fagottkvartettinum op. 40 fær vitanlega enginn að „brilléra" — úr því að hann gat það ekki sjálfur — ekki einu sinni fagottið. Hafsteinn Guðmundsson átti auðvelt með að ná öllu því úr sínu hlutverki, sem það bauð upp á, og lagði þar að auki fram mik- inn sannfæringarkraft frá eigin brjósti — eða kannski þing. Strengjaleikarnir skiptu dálitið með sér verkum, og auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir, léku þau Ásdís Þorsteinsdóttir (fiðla) ogBrian Carlie (víola). Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 58. og 60 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 974 á Kópavogsbraut 83, eignarhluta Ólafs R. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. desember 1 974 kl. 1 2. Bæjarfógetinn i Kópavogi. :lr*. n Yfirhjúkrunarkona Staða yfirhjúkrunarkonu við Svæfingadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1 975. Upplýsingar um stöðuna eru veittar frá skrifstofu forstöðukonu Borgar- spitalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heil- brigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 10. des. n.k. Reykjavik, 29. nóvember 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. RADI NETTE Stórglæsileg stereosamstæða SM 40 cassettu með 2TK18 S hátölurum Útvarpstæki með langbylgju, miSbylgju og FH bylgju. HI-FI stereo magnari 2 X 20 Wött Sinus (2 X 35 wött mússik) Cassettutæki fyrir bæSi venjulegar casettur og Chrom- cassettur. Al-sjálfvirk upptaka. Innstunga fyrir Mono eSa Stereo hljóonema, 4 hátalara og plötuspilara með magnetlskri hljóðdós. Verð á tækinu kr. 85.365.00 með sölusk. Árs ábyrgS Verð á hátölurum kr. 12.395. pr. st. Greiðsluskilmálar Hljómdeild ^Akureyri HyóMvem Simi (96)11626 V^Gterárgötu 32 Akureyn EINAR FARESTVEIT S, CO. HF. B ERGSTAO ASTRÆTI 10A Lóubuð — Nýtt Úrval af fallegum barnagöllum, úlpum og kápum. Skiðabuxur barna, telpukjólar, úrvalsfallegir. Drengjaföt og frakkar. Dömupeysur, buxur og blússur. Lóubúð, Bankastræti 14, 2. hæð, sími 13640.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.