Morgunblaðið - 01.12.1974, Side 4

Morgunblaðið - 01.12.1974, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 ® 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR <g BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pioiveejT Útvarp og stereo kasettutæki BÍLALEIGA Car Rental SENDUM 41660-42902 Fundur verður haldinn hjá kvennadeild Sálarrannsóknar- félags Islands miðvikudaginn 4. desember kl. 20.30 að Hallveigar- stöðum við Túngötu. Viðstaddar fundinn verða bresku miðlarnir Joan Reid og Kathleen St. George. Nýir meðlimir velkomnir. K.F.U.M. og K. Hafnarfirði Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 8.30 i húsí félaganna Hverfisgötu 1 5. Ræðumaður séra Frank M. Halldórsson. Allir vel- komnir. Aðventukvöld í Grensáskirkju 1. desember kl. 20.30 Kórsöngur: Kirkjukórinn og Kór fermingarbarna. Stuttur helgileik- ur: Börn úr sunnudagaskólanurr annast. Ritningarlestur. Ferming- arbörn lesa. Hugvekja: Sigfús Johnsen. Almennur söngur. Þriðjudagskvöld 3. desember: Leshringur í Safnaðarheimilinu kl 9. Sóknarprestur. Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: ftirvænting er andleg orkulind. Ef við glötum allri tilhlökkun, verður lífið grátt og hversdags- legt Dapurlegur vonleysis- drungi hvflir yfir því og dregur úr okkur mátt til framtaks. Þegar skammdegið færist yfir og við vöknum f myrkri og dagsbirtunnar gætir vart leng- ur en frá aflfðandi árdegi til nóns, þá er hætt við að viljinn til að hlúa að bjartsýni og eftir- væntingu dofni nokkuð. En nú sjáum við hilla undir þá hátíð, sem flestir Islend- ingar hlakka til. Enda þótt hún sé haldin með líku sniði frá ári til árs og fátt komi á óvart, þá hefur hún þessi sterku eftir- væntingaráhrif, sem breiðast út á meðal mannanna. Fyrst eru það börnin, sem taka við sér. Þau telja dagana og minna á þetta og hitt, sem gjöra þarf, og áður en þeir fullorðnu vita af, þá hrffast þeir með. Þetta er hátfð Ijóssins og eftir- væntingin, sem liggur f loftinu, er vakin af þrá eftir ljósi. Því kveikjum við á fyrsta kertinu á aðventukransinum í dag. „Hátfðir eru eigi til þess gerðar né til þess fallnar að brjóta heilann um gátur tilverunnar, heldur til hins: að njóta þeirra, dást að þeim á barnslegan hátt.“ A þessa leið fórust Guð- mundi skáldi frá Sandi orð og raunar sýnist þessi niðurstaða hafa við ærin rök að styðjast, þegar þess er gætt, hversu mjög við leggjum okkur fram um margháttaðan undirbúning til hátfðabrigða, og sem hljóta þá að dreifa huganum á þann veg, að næsta lítið tóm gefst til þess að beita djúpsæi hans. En víst er betra að beita þvf djúpsæi, þegar heimskautið kalda sveig- ir aftur að sólinni. Þá er sfður hætta á þvf, að hugurinn lendi á villigötum bölsýninnar. — I dag er fyrsti sunnudagur f að- ventu eða jólaföstu og jafn- framt fyrsti dagur kirkjuárs- ins. Þegar við minnumst þess, þá tökum við eftir þvf, hve frá- sögnin um innreið Jesú f Jerú- salem hæfir vel þessum tfma- mótum. Konungurinn kemur til okkar hógvær og býður okkur að fylgja sér. Þá hljótum við að leiða hugann að því, hvort hugur fylgir máli, þegai við svörum boði hans játandi. Á boðstólum er raunar margs- konar samfylgd og við okkur blasa ýmsar leiðir, jafnvel ým- iss konar trúarbrögð, sem mörg telja sig vera með kristilegu fvafi. En fæst vilja þau viður- kenna að Kristur sé sú lífsins sól, sem EIN fær lýst okkur á réttan veg. Hann er aðeins einn af mörgum sjáendum og spá- mönnum. Þessa skoðun getur kristinn maður ekki viður- kennt eða virt. Kristur er fórn- andi kærleikur Guðs, sem kem- ur hógvær til okkar brotlegra manna. Hógvær er hann, en hefur einn vald og mátt til þess að leysa okkur úr viðjum synd- anna. Þvf kom hann til þess að þjást og deyja fyrir okkur. Þetta er leyndardómur, sem nefnist friðþæging, og hún get- ur ekki fallið úr gildi f lffi kristins manns, þótt hart hafi verið barist fyrir þvf af ýmsum snjöllum mönnum, jafnvel inn- an kirkju Krists. Engan kristin guðfræðing hefi ég heyrt gjöra guðdómlegum endurlausnar- mætti Krists betri skil, en hið víðsýna skáld, Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Hann ritaði um friðþægingarkenninguna og gat þess að enginn mennsk- Hann kemur hógvœr ur maður hefði skilið hana hvorki fyrr né sfðar. En sfðan heldur hann áfram: „En hver skilur upphaf og endi, Iff og dauða? Við vitum, að fóstrið myndast við samruna tveggja andstæðra kynfruma. En hvernig kviknar Iffsneistinn? Það er okkur jafn óskiljanlegt og meyfæðingin. FRIÐÞÆG- ING KRISTS ER EITT HINNA MIKLU OG MÖRGU UNDRA TILVERUNNAR, HAFIN YFIR ALLA MANNLEGA SKYNSEMD". (D.S.: MÆLT MÁL, Bls 216). Jesús Kristur kemur f dag hógvær með gjafir þær hinar góðu, sem við tökum við f trú; í trausti þess, að þær séu undir- staða réttu leiðarinnar, grund- völlur sannleikans og hlið eilffðarinnar. Þannig hefst hið nýja kirkjuár f svartasta skammdegi, sem reynir á sálar- þrek mannsins. Þá hljómar boðskapurinn um orðið. Krist inn maður sannfærist um, að í því er líf, og Iffið er ljós mann- anna. Hann fylgir konungnum hógværa til móts við þá miklu Ijóssins hátfð. 'Hann fór hjá í dag Við sátum við borgarhliðið og biðum konungsins. Margir fóru fram hjá; fátækir, ríkir, karlar, konur, gangandi, riðandi og í burðarstólum. Fáeinir fiskimenn og ungur smiður, sem sat ösnu, fóru inn i borgina. — Við sungum um gljástrokna striðshesta, blaktandi gunnfána, glampandi skildi og vopn; um fagnandi skrúðgöngur og blóðidrifinn sigurferil, þvf að „örvar harðstjórans eru hvesstar með glóandi gýfilkolum." Við biðum við hliðið, því að við vissum, að konungs var von. Mikið skyldi veldi rikisins, mikil dýrð konungsins. Þegar kvöldaði, kom gamall gráskeggur ogsagði viðokkur: Komið inn í borgina. Hann fór hjái dag, hógvær á áburðargrip. — En við hlógum háðslega og biðum konungsins, unz verðirnir læstu hliðinu. B.G. BRIDGEFÉLAG KVENNA: Eftir 10 umferSir I „Barometer"tvímenn- ingskeppni félagsins eru eftir- taldar konur efstar: A-riðill: Elín Jónsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 750 Halla Berþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 730 Guðrún Bergsþóttir — Sigríður Pálsdóttir 707 Laufey Arnalds — Ása Jóhannsdóttir 697 Ingibjörg Halldórsdóttir — Ósk Kristjánsdóttir 675 B-riðill: Guðrún Einarsdóttir — Guðrún Halldórsson 763 Guðrún Bjartmarz — Sólveig Bjartmarz 736 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 687 Margrét Ásgeirsdóttir — Kristln Kristjánsdóttir 686 Anna Guðnadóttir — Þurlður Möller 678 Nú er lokið fimm umferðum I aðalsveitakeppni BRIDGEFÉ- LAGS REYKJAVÍKUR og hefur sveit Þóris Sigurðssonar enn for- ystu. Röð og stig efstu sveitanna er nú sem hér segir: Sveit Þóris Sigurðssonar 89 Sveit Jóns P. Sigurjónss. 77 Sveit Helga Sigurðssonar 74 Sveit Hermanns Lárussonar 63 Sveit Gylfa Baldurssonar 62 Sveit Þórarins Sigþórssonar 61 Sveit Jóns Hjaltasonar 50 Sveit Björns Eysteinssonar 43 Næsta umferð verður spiluð I Domus Medica n.k. miðvikudags- kvöld kl. 20. A.G.R. Tlðindamaður þáttarins brá sér á spilakvöld hjá Bridgefélagi Reykja- vlkur nýlega. Margt var um mann- inn og fjölmargir ungir spilarar mættir til leiks. Að vlsu var lítið um kvenfólk, en samt sem áður hafa ungu mennirnir ekki sett svo mikinn svip á hópinn eins og I vetur. Myndin er af nokkrum yngri spilar- anna. Brezkivinsældalistinn %“dai^tíiinsældatóiin 1. ( 2) Gonna make you a star.: David Essex 2. ( 1) Killer queen: Queen 3. ( 4) You're the first, the last, my everything: Barry White 4. (12) Juke box jive: Rulietes 5. (27) Oh yes: you're bautiful: Gary Glitter 6. ( 5) Pepper box: Peppers 7. (11) No honestly: Lynsey de Paul 8. ( 3) (Hey there) Lonely girl: Eddie Holman 9. (26) You ain't seen nothing yet: Bachman Turner Overdrive 10. (25) Tell him: Hello Þetta eru tlu vinsælustu lögin I Bandaríkjunum jþessa vikuna: 1. ( 3) I can help: Billy Swan 2. ( 2) My melody of love: Bobby Vinton 3. ( 6) When will I see you again: Three Degrees 4. ( 4) Longfellow serenade: Neil Diamond 5. ( 8) Kung fu fighting: Carl Douglas 6. (12) Angie baby: Helen Reddy 7. (11) Do it (till you're satisfied): B.T. Express 8. ( 1) You ain't seen nothing yet: Bachman-Turner Overdrive 9. (17) Cat's in thecradle: Harry Chapin 10. (1 3) Wishing you were here: Chicago

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.