Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 Þorsteinn Sigurðsson Vatnsleysu — Kveðja Fæddur 2. desember 1893. Dáinn 11. október 1974. Þorsteini kynntist ég fyrst fyrir einum 12 árum síðan. Mér er það enn minnisstætt, einn fallegan ís- lenzkan haustdag í Biskups- tungnarétt, þegar Þorsteinn stjórnaði þar söng sinna héraðs- manna. Hann var höfðinglegur ásýnd- um og mikill á velli, og ósjálfrátt komu mér í hug höfðingjar Sturlungaaldar, sem stjórnuðu sínum héruðum og höfðu virð- ingu sinna manna; en sá var mun- urinn, að þar sem Þorsteinn fór, þar fór maður friðar og drenglyndis, en ekki maður ofrík- is og ófriðar, eins og var um ýmsa höfðingja Sturlungaaldar. Virðing hans var óskoruð og byggðist á hans eigin dregn- skaparkostum og forystuhæfileik- um. Ég kynntist Þorsteini betur og nánar á næstu árum og þau kynni urðu að vináttu. Þorsteinn var einlægur íslenzk- ur ættjarðarvinur og forystumað- ur íslenzkra bænda um áratuga- skeið. Ég heldaðéggeri engum rangt með því að segja, að hann hafi verið þeirra fremsti maður. Hann hafði mikla persónutöfra og var glæsilegur fulltrúi. Hjá honum fór saman, ræðuhæfileikar, — framkoma, og frábærir um- gengnishæfileikar, hvort sem hann átti við háa eða lága. Hann var baráttumaður. Hélt fast fram sínum málum og sinnar stéttar, en hann var maður sann- girni, sem umbar og skildi skoð- anir annarra, þótt á öndverðu máli væru, og aldrei heyrði ég hann hallmæla öðrum mönnum. Svo margt hefur verið ritað um félagsmálastörf Þorsteins, að óþarft er að rekja þau hér, en þó vil ég minnast á eitt það mál, sem ugglaust mun halda nafni hans á loft. Það er bygging Bændahallar- innar. Þorsteinn hugsaði hátt og horfði til framtíðarinnar. Bygging Bændahallarinnar var honum brennandi áhugamál, þótt skiln- ingur annarra á því máli væri oft takmarkaður. Hann vildi ekki, að íslenzkir bændur væru leiguliðar hjá öðr- um. Hann vildi byggja þeim hús, sem sýndi og sannaði, að þeir hugsuðu hátt. „Sýndu vilja í verki, vilji er allt sem þarf“. I þessu máli þurfti oft meira en vilja, en með miklu starfi og að- stoð margra góðra manna varð draumur að veruleika. I dag stendur Bændahöllin, sem tákn- rænt dæmi um samtakamátt og dugnað íslenzkra bænda öðrum starfsgreinum gott fordæmi. Bygging Bændahallarinnar hefur aukið orðstír islenzkra bænda meir en margur gerir sér ljóst. Þorsteinn lézt i Reykjavík 11. október s.l. Síðasta ferð hans var farin frá Bændahöllinni, en þaðan var hann að koma frá Bún- aðarfélagi íslands, þegar hann varð bráðkvaddur. Þetta var fagur dauðdagi manns, sem var í fullu starfi með óþrjótandi fram- kvæmda- og viljaþrek. Það hefði ekki hæft honum að láta deigan siga vegna elli eða sjúkdóma.En þetta var sorgardagur fyrir hans nánustu, einkum hans ágætu eiginkonu Ágústu Jónscióttur frá Olafur Hallsson Eriksdale — Minning Gröf í Bitru, sem hafði verið hans tryggi förunautur í rúm fimmtíu ár. Þegar ég kveð vin minn og tengdaföður, Þorsteins Sigurðs- son, sem orðið hefði 81 árs þ. 2. desember, með þakklæti fyrir liðna tíð, þá býr efst í huga sú ósk, að sem flestar íslenzkar starfs- greinar megi hafa í forsvari slíka menn. Þegar Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga Búnaðar- félags Islands fyrir nokkrum ár- um voru skráð á heiðursskjalið neðangreind orð, sem segja flest um hans lífsstarf: „Heill og heiður íslenzkrar bændastéttar var þér jafnan leiðarljós í starfi." Grétar Br. Kristjánsson. Sú fregn barst nýlega vestan um haf, að Ölafur Hallsson, fyrrv. kaupm. í Eriksdale i Kanada hefði látist á elliheimilinu Betel í Selkirk, 8. okt. s.l. Með Ölafi Hallssyni er horfinn á braut merkur Vesturfslending- ur, sem jafnan lét sér annt um að halda sem bestum tengslum við Island, æskustöðvar sínar og ætt- fólk hér heima og þegar hann var hér i heimsókn varð enginn þess var, að hann hefði dvalið lang- dvölum erlendis. Ölafur var fæddur i Seyðisfirði 1. okt. 1885. Foreldrar hans voru þau hjónin Hallur Ólafsson frá Haga i Holtum, llallssonar, bónda að Efri-Hömrum ogGuðrún Krist- jana Björnsdóttir Þorleifssonar, járnsmiðs í Keflavík, en siðar bónda að Botni í Tálknafirði. Ölafur ólst upp með foreldrum sínum í Seyðisfirði, og mun það hafa verið ætlun hans að ganga menntaveginn, sem kallað er, og eftir barnaskólanám var hann tvo vetur við nám hjá sr. Birni Þor- lákssyni á Dvergasteini, en það var þá algengt að koma efnilegum unglingum til náms hjá prestum, er höfðu orð á sér sem góðir kenn- arar, enda fylgdust þeir manna best með námshæfileikum og Jóhannes Þorvalds- son — Minningarorð Fæddur 28. júlí 1946 Dáinn 25. október 1974. Stundum berast fregnir, sem eru svo fjarri öllu því sem við höfum vænst, að okkur veitist ógerlegt að trúa þeim fyrst í stað. Þannig mun mörgum kunnugum hafa brugðið við er þeim var greint frá andláti Jóhannesar Þorvaldssonar. Við hefðum síst af öllu gert okkur í hugarlund, að hans biðu svo svipleg ævilok, sem t AXEL KJARTAN SIGURÐSSON. Kleppsvegi 28, lézt af slysförum 28 nóvember Jóhanna Magnúsdóttir. Sigurður Kristmundsson og systkini hins látna. Útför mannsins mlns, + GUONA GUÐMUNDSSONAR. Hraunbæ 106, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. des kl. 3 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Vigdis Runólfsdóttir. nú er raun orðin. Jóhannes fædd- ist í Reykjavik 28. júlí 1946, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Þorvalds Ármannssonar, var hann einkasonur þeirra hjóna. Átti hann þrjár systur. Við sem þetta ritum áttum því láni að fagna að eiga hann að ieikbróður og vini öll okkar bernskuár. Frá þeim árum geymum við í huga okkar mynd af góðum dreng og félaga, um leið efnismanni sem augljóst var að mikils var af að vænta. Sá harmur sem nú er að ástvinum Jóhannesar kveðinn, er þyngri en svo að huggunarorð fái sefað hann. Við spyrjum ósjálf- rátt hvernig það megi verða, að ungur maður deyr svo óvænt, þegar manndómsárín eru að hefjast og lífið brosir við með öllum sínum draumum og fram- tíðaráætlunum. Hugurinn myrkvast gegn slíkum spurning- um. Það kynni að hvarfla að okkur efi um kærleika hans, sem öllu ræður, jafnvel mátt hans til að yfirstiga mannlegar hvatir, en svörin við spurningum okkar liggja ekki alltaf í augum uppi. Þó hefur Guð fengið okkur eitt svar. Að loknu því lífi, sem við eigum hér í heimi, sem oft er svo stutt og þrungið margháttuðu mótlæti og raunum, er okkur annað og betra líf gefið. Þannig sigrar kærleiki Guðs allar þjáningar hér á jörð. Þetta er okkar trú og hana fær enginn frá okkur tekið. I krafti hennar veit ég, að í fyllingu timans fáum við aftur að sjá bernskuvin okkar. Endurfundir verða að iokum, um það þurfum við ekki að efast. Við eigum þá bæn heitasta, að sama trú megi verða ástvinum Jóhannesar hugg- un í þungbærri sorg. Þeir, sem mest hafa misst, eiga einnig mesta gleði í vændum á degi endurfundanna. Góður guð styrki foreldra Jóhannesar og aðra ást- vini. Blessuð sé minning hans. Ég veit þú guð minn geymir þá og gefur aftur þá að sjá á dýrðarinnar degi. Systkinin Nóatúni 24. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför. + Dóttir min, móðir okkar og tengdamóðir EINARS SVEINSBJÖRNSSONAR, Heiðarbæ, Þingvallasveit. VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 3 des. kl. 3. Unnur Frímannsdóttir, Sveinbjörn Frímann Einarsson, Ásta Sigrún Einarsdóttir, Hreiðar Grímsson, Anna Maria Einarsdóttir, Kjartan Gunnarsson. Ágústa Jónsdóttir, synir og tengdadætur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, GÍSLA GUÐNASONAR verkstjóra. SIGRÍÐAR S. SIGUROARDÓTTUR, Jóna Kristmundsdóttir, Sólheimatungu, Stafholtstungum. Eggert Gislason, Valgerður Gisladóttir, Loftur Ólafsson, Jónas E. Tómasson, Sigurður Tómasson, Þorbjörn Gislason, Sigriður Halldórsdóttir, Guðrún M. Tómasdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Rúnar Gislason, Brynja Jóhannsdóttir, Guðríður Tómasdóttir, Björn Stefánsson og barnabörn. Bára Glsladóttir, Gunnar Gunnarsson, Ragnheiður Gisladóttir, Magnús Ingólfsson, tengdamóðir og barnabörn. þroskaferli unglinga á þeim ár- um. En áður en lengra yrði haldið á námsbrautinni fór Ólafur með foreldrum sínum vestur um haf 1903. Þá voru vesturferðir mjög tíðar og vegnaði mörgum vel, er vestur fóru, þó að byrjunarörðug- ieikar væru oft miklir og lífsbar- áttan fyrstu árin þar síst auðveld- ari en hér heima. Ólafur kom aftur heim 1907 og stundaði verslunarstörf hér í Reykjavík við Thomsensverslun um 3ja ára skeið, en fór þá aftur vestur 1910, en 22. febr. 1908 hafði hann kvænst Guðrúnu Björnsdóttur bónda að Vaðli í Skriðdal, en móðir Guðrúnar var Ingibjörg Bjarnadóttir frá Við- firði. Eftir að þau komu vestur settust þau að i Eriksdale í Kana- da, og rak Ólafur þar verslun i mörg ár, eða þar til Hallur sonur þeirra tók við versiuninni. Bjuggu þau í Eriksdale i sam- fleytt 60 ár. Guðrún lést í elli- heimilinu í Betel 22. des. 1970. Hún var mikilhæf kona, fróð og trygglynd og hélt góðu sambandi við ættingja þeirra hjónanna beggjatil dauðadags. Ölafur tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum heimabyggðar sinn- ar vestra, svo sem skólamálum, kirkjumálum og stjórnmálum. Hann var mikill áhugamaður um tónlist og samdi mörg sönglög, hann var einnig vel ritfær og skrifaði greinar í blöð og tímarit, meðal annars ágæta grein um for- eldra sína er birtist i bók Finn- boga Guðmundssonar, landsbóka- varðar: FORELDRAR MlNIR. Að þjóðernismálum Vesturíslend- inga vann hann mikið, og var í allmörg ár i stjórn Þjóðræknisfé- lagsins, og fylgdist alitaf mjög vel með þróun mála á Islandi. Nokkrum sinnum heimsóttu þau hjónin Island, bæði saman eða sitt i hvoru lagi, eftir þvi sem aðstæður leyfðu, og ferðuðust víða um landið og heimsóttu ætt- ingja og vini og alls staðar voru þau miklir aufúsugestir sökum lifsgleði sinnar og ljúfmennsku. Þau kunnu skil á ótrúlega mörgu, þó að liðnir væru margir áratugir síðan þau fóru frá íslandi og er ekki vafi á þvl, að hugur þeirra hefur oft verið hér heima. Svo vel voru þau að sér í íslenskri tungu, að engum gat dottið í hug, að þau hefðu dvalið vestan hafs áratug- um saman. Þau unnu islenskri tungu og bókmenntum, og á vetr- arkvöldum lásu þau saman ís- lenzk ljóð og sögur, og bækur, blöð og tímarit frá Islandi voru jafnan sem góðir gestir á heimili þeirra. Þau skiptust á bréfum við ætt- inga og vini á tslandi og í mörg ár voru fyrstu jólabréfin, sem bárust til konu minnar og systra hennar, vestan frá Eriksdale frá Ólafi og Guðrúnu, en þær systur voru frændkonur Ólafs. Ólafur Hallsson ar meðai hinna mörgu góðu Vestur-íslendinga, sem gerðu sitt til að efla tengslin við heimalandið og brúa djúpið milli íslendinga hér heima og landnemanna í Vesturheimi. Margir Islendingar sóttu hann heim vestur í Eriksdale og þurfti Framhald á bis. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.