Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975 11 75 ára: Matthías Knútur Kristjánsson Munnlegur ráðningar- samningur sem stóð í 44 ár. I ársbyrjun 1925 kom til mín maður sem ég kannaðist við af afspurn, Matthías Knútur Kristjánsson, sonur Kristjáns í Stapadal í Arnarfirði Kristjáns- sonar frá Borg í Arnarfirði. Móðir hans var Símonía Pálsdóttir Símonarsonar skipstjóra frá Dynjanda í Arnarfirði. Á meðal bræðra Páls voru Sig- urður Simonarson öndvegisskip- stjóri I Reykjavík á sinni tíð. Var skipstjóri hjá Geir Zoéga í þrjátíu ár og Bjarni Símonarson for- maður og afburða aflamaður. Hann drukknað ásamt tveimur sonum sínum og fjórum mönnum öðrum árið 1866. Hann var faðir Markúsar Bjarnasonar, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans. Á meðal systkina Símoníu, móð- ur Matthíasar, voru Jóhanna kona Jóns Arnasonar prests á Bildudal og Jón Pálsson skipstjóri Isafirði. Á meðal barna Sigurðar Símonarsonar var Rannveig, móð- ir Herdisar Asgeirsdóttur konu undirritaðs og Magnús faðir Jóns Nordgulen, sem lengst af hefur verið samtíða Matthíasi Knúti Kristjánssyni á sjó, og sem enn er netamaður á b.v. Júpíter. Á þessu má sjá að ættin er ekki smá. Matthias sagði sitt erindi vera það, að falast eftir skiprúmi á togaranum Imperialist, sem var þá að verða fullsmíðaður í Beverley í Englandi, en átti að gerast út frá Hafnarfirði á kom- andi vetrarvertið ásamt öðrum fimm Hellyerstogurum, sem þar voru gerðir út og þótti eftirsókn- arverð útgerð mjög, viðurgern- ingur og kaupgreiðslur í bezta lagi. Ég spurði Matthias hvort hann væri vanur á togara, því þá eins og nú var sóst eftir vönum mönn- um. Hann sagðist hafa verið i skiprúmi með Jóni 0. Magnússyni frá Bíldudal á skútu, en Jón var orðlagður aflamaður og auðvitað var hann „í góðu formi“ frá fóstra sínum Matthíasi á Baulhúsum, sem var þekktur hæfileikamaður til sjávarverka, hvalaskutlari, skytta og skipstjórnarmaður. I fá- um orðum sagt: Matthías Kn. Kristjánsson hafði verið í góðum skóla og i samræmi við það reynd- ist hann. Fljótlega varð Matthias i hópi fremstu manna á Imperialist og voru þar þó engir liðléttingar heldur mannval, enda auðvelt að manna skipið, þar sem það var nýjasta og stærsta skip togaraflot- ans, ekki aðeins íslenzka, heldur líka í Englanditvel útgert að öllu leyti. Við stunduðum veiðar á Is- landsmiðum og svo lúðuveiðar fyrir vestan Grænland. Sem dæmi um það, hvaða menn voru á Imperialist, voru 4 af 6 doriufor- mönnum af skipshöfninni auk há- seta, en fimm menn voru á hverri doríu og allt fór vel í isnum og þokunni fyrir vestan Grænland á þeim árum sem fáir eða engir togarar höfðu þangað komið. Þá voru þeir saman á doriu Jón Ó. Magnússon formaður og Matthías Knútur ásamt 3 mönnum öðrum. Þegar frá Grænlandi kom fór- um við á Islandsmið á Imperialist. A Halanum var mergð af botn- grjóti á þeim árum. Isbarðir hnullungar sem hafísjakar höfðu skilið eftir. Þeir, sem voru fang- tækir, voru látnir fyrir borð því þá voru ekki bómur á formastri tog- ara. Einn steinn var þar, sem var gengið á snið við og þótti ekki árennilegur að eiga við með hand- afli, en lunningin á fordekki Imperialist tók manni undir hönd. Nokkrir afrenndir menn voru á meðal skipverja og ég vil ekki fara í neinn mannjöfnuð en Matthías hóf steininn á bringu og lét fyrir borð. Annað afrek Matthíasar var meira ákveðið. Það var I Bremerhaven eftir að við vorum komnir á b.v. Júpíter. Skipið var ferðbúið og sjóklárt Þó hafði gleymst að taka ofan á tfturdekkið smuroliutunnu fulla. Ég sagði við hr. Haups, yfirmann frá Zeebeckwerft, að það kæmi ekki að sök því að einn af skip- verjum gæti tekið smurolíutunnu af lunningunni og látið á dekk og átti ég þá við Guðmund Helga Guðmundsson, siðar togaraskip- stjóra, en hann hafði 2ja manna afl. Haups tók því fjarri að nokk- ur gæti gert slikt. En Guðmundur var ekki kominn að skipi og þá vandaðist málið. Þá gekk fram Matthías Kn. Kristjánsson og tók tunnuna föstum tökum og iét á dekkið. Alkunn er sagan af Pétri sterka Ólafssyni frá Bakka í Borgarfirði, þegar hann á gamla b.v. Marz tók á móti smurolíutunnu í Hull dock. Þórarinn Olgeirsson getur þess i sinni ævisögu að það atvik hafi orðið blaðafregn þar i Hull. I tilefni af því, sem hér er gert að umtalsefni, vil ég benda á: Enda þótt margir sterkir menn hafi verið á íslenzku togurunum fyrr og síðar, og öðrum skipum, þá mun frekar fágætt að fleiri en einn af sömu skipshöfn hafi verið slíks umkomnir. Þö er ótalið það sem er mest um vert og það var ósérhlífni og dugnaður. Þar var Matthias Kn. Kristjánsson i fremstu röð. Margir voru kostir hans. Reglusemi hans og stund- vísi var frábær. Það þurfti aldrei að efast um, þegar burtfarartími var kominn, hvar Matthías var, því hann var búinn að hafa fata- skipti og farinn að vinna, því ávallt var nóg framundan að starfa, sem betra var að væri i lagi en ólagi og skapaði slysahættu þegar skipið var komið úr höfn. Slíkir menn voru ákaflega mikils virði og mikils metnir í skipshöfn. Þeir voru leiðandi menn og í raun og veru kennarar þeirra, sem yngri voru, kennarar sem létu kennslu sína af mörkum án sér- staks endurgjalds. Þessir menn kenndu með framkomu sinni og framgöngu í verkum sinum. Er- lendis var Matthías fyrirmaður. Þar sem annarsstaðar bar hann með sér fyrirmannssvip og fyrir- mannsframkomu hvar sem hann kom og hvar sem hann fór. Það var hans aðalsmerki og líka aðals- merki hans ættar og uppeldis. Aðalsmerki, sem allir, sem til þekkja, eru á einu máli um að hann hafi borið meó sóma og án allrar háreysti. Matthias var á Imperialist allan tímann sem það skip var gert út frá Hafnarfirði eða í fimm ár. Svo vorum við samferða á b.v. Júpiter i 11 ár. Skipshöfnin islenzka af Imperialist fylgdi mér á Júpíter. öll verk á togaradekki léku i höndum Matthiasar. Lestarmaður Enn gildna sjóffir olíuauðugra ríkja Washington 4. janúar — Reuter. VARASJÓÐIR níu olíuútflutn- ingslanda, Alsirs, Ekvadörs, Ind- ónesiu, Irans, Kuwait, Líbýu, Nígeríu, Saudi-Arabíu, og Venezuela jukust um 9,8% í nóvember, eða upp í 39,361,900,000 dollara, að því er fram kemur á töluyfirliti Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins. Þessi níu lönd, auk Iraks, ráða nú yfir 19% þeirra lausafjársjóða sem hin 126 aðild- arlönd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eiga. Varasjóðir þessara 10 landa jafngilda um það bil 55% vara- sjóða evrópskra iðnaðarlanda. I október sýndu varasjóðir þess- ara landa, sem öll tilheyra sam- tökum olíuútflutningslanda, OPEC, næstum því enga aukn- ingu í fyrsta skipti siðan olíuverð- ið hóf himnaför sina í október 1973. var hann ágætur, trúmennskan var svo mikil. Lestarmenn eru áhrifamenn um sölu á erlendum markaði. Því hefur ekki ávallt verið gaumur gefinn hvers virði góðir lestarmenn eru, svo gífurleg verðmæti sem fara um þeirra hendur. Eins og allir vita er fisk- ur á breskum og þýskum markaði keyptur eftir úiliti. I því dæmi er hlutur lestarstjórans ákaflega stór en ekki að sama skapi eftir- sóknarvert að koma bullsveittur upp úr lestinni í alls konar veðr- um til dekks. Allur fiskur, sem Matthias ísaði, var seldur á hæsta fáanlegu verði. Alltaf var þar um stórar fjárhæðir að ræða. Góóir pokamenn eru mjög eftir- sóttir menn á togara. Þeir þurftu að vera harðir af sér og áræðnir og að leysa frá 10—18 pokum úr einu hali var ekki heiglum hent. Ef eitthvað fór úrskeiðis var troll- ið sokkið eða sprengt og hvorugur var kosturinn góóur og kom ekki fyrir þar sem úrvalsmönnum var á að skipa. Þar er mér Matthías kannski minnisstæðastur, þar var ekkert hik í handtökum og ekki verið að neinu tvínóni eða bolla- leggingum um hvort grjót væri i pokanum eða kannski hákarl — af hvoru tveggja gat hlotist skaði. Ég man vel eftir því á togaranum Braga ef ég man rétt, að maður skarst þvert yfir lófa í hákarls- kjafti. Nei, Matthías hafði auga á hverjum fingri og allt gekk eins og i sögu. 2 tonn af fiski voru hífð innfyrir öldustokk, með einu handtaki var pokinn tæmdur, eins og örskot kippti poka- maður fyrirbandinu að sér og pokinn dróst sjálfkrafa fyr- ir borð ef mikiil fiskur var i netinu eða veður úfið en þá var betra að vera búinn að hnýta fyrir pokann, annars lenti allt í töfum. En hjá samstilltum úrvalsmönnum komu önnur tvö tonn af fiski inn fyrir öldustokk- inn aftur og svo koll af kolli. Á togaradekki í vondum veðr- um voru kannski unnin stærstu íþróttaafrekin þótt fátt hafi verið umtalað nema einu sinni á ári. Matthías var aldrei hræddur við vinnu, enda fór þrek og vilji saman. Tvö af skipunum, sem hann valdi sér, hafa þegar verið nefnd, þeir Imperialist, fimm ár, og Júpíter, ellefu ár. Þótt þar væri nóg að gera, lét hann sig hafa sjö ár til viðbótar á Júpiter, þá með Bjarna Ingimarssyni, skipstjóra, þrettán ár á Neptúnusi og nokkur ár á Júpíter, fyrrum Gerpi, eftir að h/f Júpíter festí kaup á þvi skipi frá Norðfirði. Af þessu má sjá að hann var á þriðja áratug með Bjarna Ingimarssyni. Ef Matthías hefði haft áhuga á að fara í rólegra skiprúm, þá eru tæplega til ólíklegri hvíldarskip en framantalin eru. Siðustu starfsárin hjá okkur var hann í frystihúsinu og fiskverkunarstöð okkar á Kirkjusandi. Eg hef dregið þetta fram af því að það er stórlega athyglisvert, fyrst og fremst vegna getu og ósérhlífni Matthiasar og lika hvað það var i samræmi við tiðarand- ann. Að vera í aflaskiprúmi þótti meira um vert en rólegheitin. Skýringin var nærtæk: Úrvals- menn voru á úrvalsskipunum eða eins og sagt var á áraskipunum: „Mennirnir, sem héldu um árar- hlumminn, gerðu ganginn." Matthías er vel meðalmaður á hæð, þrekinn og kraftalegur, þykkur undir hönd, svipurinn góðmannlegur og hýr. Hægur hversdagslega og yfirlætislaus. Þrátt fyrir harða sjósókn lengst af sinnar ævi ber hann aldur sinn vel. Hann er eini'eða einn af fáum húseigendum Laugaráss, sem á engan bil og hefur aldrei átt. Hann sækir vinnu sína á reiðhjóli og ætlar sér langan vaktmanns- tíma. Fjölskylda Matthíasar er úr- valsfólk, honum samboðin. Kona hans er Guðríður Guðmundsdótt- ir. Eiga þau tvö börn, Guðrúnu og Matthías. Hefur hann verið yfir- maður á skipum Eimskipafélags Islands um árabil. Við eigendur h/f Júpíters stöndum í þakkarskuld við Matthías Knút Kristjánsson. Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við slíka menn. Tryggvi Ófeigsson. | PHIIIPS PHILIPS I sparídtíma Elektrónískur borðhljóðritari jainvígur til upptöku sem afspilunar (afritunar). 86 - Afritunartæki fyrir míníkasettur. 95 - Minnistæki fyrir vasa, lúxustegund. 88 PHILIPS-HLJOÐRITUNARTÆKI. Hér kynnum við nýju „línuna" í hljóðritunartækjum frá PHILIPS. Þau létta starfið á hvaða vinnustað sem er. Kjarninn í kerfinu er nýja mínikasettan, sem gefur 30 mínútna greinilega upptöku (15 mínútur hvorum megin). Minna getur slíkt undratæki varla verið. Þessi PHILIPS-tæki tryggja örugga upptöku við öll hugsanleg tækifæri - við skrifborðið, í bíl eða flugvél, á eftirlitsferð um vinnustað, úti jafnt og inni - jafnvel á gangi um fjöll og firnindi, ef svo stendur á. philips kann tökin á tækninni Borðhljóðritari - hagkvæmur og hentugur, jafnt til upptöku sem afspilunar. 96 - i 85 - Minnistæki fyrir vasa, vönduð tegund. Handhljóðritari, léttur, lipur, öruggur. heimilistæki sf SÆ.TÚNI 8-24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.