Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Ragnar Jóhannesson frá Engimýri - Minning Fæddur 16. 5. 1905. Dáinn 25. 12. 1974. I dag er til moldar borinn Ragn- ar B. St. Jóhannesson, búfræöing- ur, frá Engimýri í Öxnadal sem lést á Landspítalanum á jóladags- morgun. Aðfangadagskvöld var hann hress og glaður, er ég hringdi til hans og fjölskyldunnar til að óska gleðilegra jóla og til að gleðjast yfir heimkomu konu hans, Margrétar, sem nýlega var komin heim af sjúkrahúsi eftir þunga legu. Hér sannaðist sem oftar að skammt er á milli lífs og dauða. Mér og öðrum vinum hans kom andlát hans á óvart og nokkurn tíma tékur að átta sig á því, að Ragnar er farinn frá okkur og við njótum ekki lengur vináttu hans og hlýleika. En minningin um hann, samstarf og samveru- stundir, veitir okkur, sem hann þekktu, gleði og bjartar minning- ar. Ragnar var fæddur að Hólum í Öxnadal 16. maí 1905. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jónsdótt- ir og Jóhannes Sigurðsson, sem lengst af bjuggu á Engimýri í öxnadal og kenndi Ragnar sig við Engimýri enda ólst hann þar upp öll bernsku- og unglingsárin ásamt 2 systrum og 4 bræðrum. Ragnar vann á heimili foreldra sinna við öll venjuleg sveitastörf og hafði því góða þekkingu á búskap, er hann fór til náms í Hólaskóla 1928, en þaðan útskrif- aðist hann búfræðingur vorið 1930. Næsta vetur ’30—’31 fór hann í Iþróttaskólann í Haukadal, en Sigurður Greipsson hafði stofnað þann skóla 1927 og var skóli Sig- urðar frá upphafi í miklu áliti og gaf ungum mönnum ómetanlegt veganesti. Að loknu námi í Haukadal gerðist Ragnar íþróttakennari á Hólum og kenndi nemendum bændaskól- ans leikfimi i 3 ár eða þar til hann hóf búskap á Vatnsleysu í Við- víkursveit 1934 ásamt tengda- föður sínum Jósep J. Björnssyni, skólastjóra, sem þá var eigandi jarðarinnar. Vatnsléysa var ein af glæsileg- ustu jörðum í Skagafirði austan vatna. Jörðin var vel í sveit sett og ræktunarmöguleikar miklir. Það var því ekki í kot vísað fyrir ung hjón að hefja búskap á þessari jörð, en árið áður, 1933, hafði Ragnar gengið að eiga Mar- gréti Jósepsdóttur. A Vatnsleysu bjuggu þau Ragn- ar og Margrét í 8 ár eða til ársins 1942, en fluttu þá til Akureyrar og áttu þar heima til 1955, en þá fluttu þau til Reykjavíkur og áttu þar fyrst heimili en síðar að Móa- flöt 21 í Garðahreppi. Á Akureyri stundaði Ragnar skrifstofu- og verzlunarstörf og frá því hann flutti suður hefur hann verið starfsmaður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Skömmu eftir að ég fluttist til Akureyrar (’49) átti ég og mín fjölskylda þvi láni að fagna að kynnast þeim Ragnari og Margréti og þeirra heimili og hafa þau kynni haldist siðan. Ragnari var margt til lista lagt. Hann var unnandi tónlistar og lék á hljóðfæri og þó einkum píanó. Hann söng og stjórnaði söng. Nám hafði hann þó ekki stundað í tón- list. Hann var mjög skemmtilega hagmæltur, og hafði mikla kýmni til að bera. Lög samdi hann einnig. Hann lét þó ekki mikið yfir þessum hæfileikum, en þeir gátu ekki farið fram hjá vinum og samstarfsfólki. Hann var því jafn- an eftirsóttur í söngfélögum, kór- um og ýmsum menningarfélög- um. Bæði hjónin og dóttir þeirra, Brynhildur, voru kát og létt í skapi bæði heima að sækja og f mannfagnaði. Það var notalegt að vera í nærveru þeirra. Á Akureyri gekk Ragnar í Odd- fellowregluna og var í henni til æviloka. Þessi félagsmálastörf voru ekki unnin til fjár né frama, heldur til að njóta andlegra lista og samveru með vinum og kunningjum. Af þessari frásögn mætti halda að Ragnar hafi ekki haft tíma til að sinna öðrum hugðarefnum, en svo var þó ekki. Hann var framúr- skarandi lagtækur og gat i raun og veru smíðað hvað sem var, hús, innréttingar og mublur. Hann kom því jafnan svo fyrir á heimilum sínum að hafa smíða- + Eiginmaður minn, faðir og afi, LÁRUS PJETURSSON, fulltrúi, Skúlagötu 60, verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 8 þ.m. kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrfður Lárusdóttir og sonur. kompu og bjó hana af hagsýni, einföldum en góðum tækjum. Þessi hæfileiki hans kom líka vel í ljós, þegar þau hjónin stofnuðu heimili fyrst fyrir norðan, síðan í Reykjavík og nú síðast að Móaflöt 21. Ragnar var mikill smekkmað- ur á byggingar og allan húsbúnað og var sifellt að endurbæta og lagfæra á heimili sínu bæði utan húss og innan. Þau hjónin og dóttir þeirra, Brynhildur, voru mjög samhent og unnu af alúð og ánægju að mótun sinna heimila. Þá er enn eitt ótalið í fari Ragnars en það var veganesti, sem hann fór með frá föður- húsum, þekking á landbúnaði og framtíðarmöguleikum hans, og knúði hann til að afla sér búfræði- menntunar í Hólaskóla. Ekki er vafi á, að kynni hans af tengda- föður sínum og kennurum á Hól- um hafi blásið honum í brjóst trú á ræktunarmöguleikum á Islandi. Það er samdóma álit allra, er urðu þess aðnjótandi að kynnast Jósep J. Björnssyni, skólastjóra, að þeir voru ekki samir menn eftir. Jósep hafði lag á þvi að sá i huga ungra manna trú á landbúnað og mátt íslenskrar moldar. Þessi áhrif hafa jafnan síðan fylgt þeim Ragnari og Margréti. Þegar þau bjuggu á Akureyri áttu þau einn fegursta skrúðgarð á Akureyri og fékk garður þeirra hjóna i Helga- magrastræti 21 verðlaun Fegrunarfélags Akureyrar 1954. Kom þar í ljós skilningur og þekk- ing þeirra á ræktun trjáa og margvíslegra runna og garð- plantna. Ég vil taka fram, að égtel Margréti hafa verið ofjarl Ragnars á þessu sviði. Og til að sýna fram á, að þessi þáttur i lífi þeirra var ekki dægurfyrirbrigði, heldur þeim samofinn, þá hafa þau komið sér upp á undanförn- um árum mjög fögrum garði við Móaflöt 21, og hlaut sá garður verðlaun s.l. sumar hjá Lions- klúbb Garðahrepps. Ragnar var óvenju fjölhæfur maður, greindur, og allt iék í höndum hans. Hann gekk af áhuga til allra starfa og naut þess að vinna og sjá árangur vinnu sinnar. Ragnar kvæntist eftirlifandi konu sinni Margréti Jósepsdóttur 1933 og eignuðust þau eina dótt- ur, Brynhildi, og hefur hún jafn- an búið hjá foreldrum sinum og tekið þátt í öllum störfum af áhuga og myndarskap bæði utan húss og innan bæjar við hússtörf eða fegrun heimilisins. Ég og fjölskylda mín vottum þeim mæðgum samúð og hlut- tekningu svo og öðrum aðstand- endum. Ég bið góðan guð að veita þeim styrk til að bera þær byrðar sem lífið hefur nú á þær lagt. Blessuð sé minning hans. Árni Jónsson + Ástkær eiginmaður mrnn og faðir HALLGRÍMUR JÓNSSON fisksali. Langholtsvegi 27, andaðist 3. janúar. Jarðarförin auglýst siðar Ólöf Egilsdóttir, Hafdls Fjóla Hallgrimsdóttir. + Bróðir okkar, BÖÐVAR STEINÞÓRSSON, bryti. andaðist i Landspitalanum 6. janúar. Svanhildur Steinþórsdóttir, Ásdís Steinþórsdóttir, Haraldur Steinþórsson. Eiginkona mín, + LILJA TÚBALS, Sólheimum 23, lést aðfaranótt 6 janúar í Landakotsspitala. Jón Guðjónsson. + Eiginmaður minn ÞÓRHALLUR DAN KRISTJÁNSSON Bogaslóð 12, Höfn Hornafirði, andaðist í Landspítalanum 5. janúar. Fyrir mína hönd og barna okkar Ólöf Sverrisdóttir + Hjartkær dóttir okkar og systir. HELGA ANTONlA ÓSKARSDÓTTIR, Bólstaðarhllð 42 lést i Landspitalanum föstudaginn 3. janúar Svava Árnadóttir, Óskar Emilsson og systkini. + JÓNA GUOMUNDSDÓTTIR fyrrv. hjúkrunarkona, Kópavogsbraut 11, andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans 4. janúar Fyrir hönd vandamanna, Kristln Kristinsdóttir. + Útför eiginkonu minnar MARGRÉTAR ÞÓROARDÓTTUR Heiðarbæ, Þingvallasveit fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8 janúar kl 1:30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barna- barna, Jóhannes Sveinbjörnsson + Bróðir okkar. + Eiginmaður minn JÖN J. VÍÐIS BRYNJÓLFUR KR. BJÖRNSSON, landmælingamaður. prentari andaðist að morgni 6 janúar. verður jarðsunginn miðvikudaginn 8. janúar kl. 3 frá Fossvogskirkju. Auður, Maria og Sigrlður Viðis. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna. Kristjana Lindqvist Björnsson. „Lítt sjer aftur, en ekki fram. Skyggir Skuld fyrir sólu“ Það er aðfangadagur jóla. Kirkjuklukkur boða komu jóla- hátíðarinnar. Við hjónin hringjum í símann til vina og venslafólks að Móaflöt 21 Garðahreppi, til systur minnar og mágs, til að samfagna þeim að fjölskyldan var nú aftur samein- uð til hátíðahalds, eftir að hús- móðirin var heim komin eftir sjúkrahússlegu og lífshættulegan uppskurð. Maðurinn með ljáinn hafði þokað burtu um sinn, sem hafði þó verið mikilvirkur meðal þjóðarinnar fyrir hátíðina. Ragnar mágur minn kom í sím- ann, glaður og hress og sló á létta strengi svo sem venja okkar var. Kvíða og óvissu um úrslit veik- inda konu hans var létt af og hátíðin virtist björt og gleðirík framundan. Systir mín glöð og vongóð um áframhaldandi bata. Nóttin líður. Rétt fyrir hádegi á jóladag hringir síminn. Bróðir minn hringdi og fann ég að hon- um var brugðið. Sagðist þurfa að flytja okkur sorgarfregn. Ragnar mágur minn hafði verið snögg- lega og óvænt burt kallaður þá um morguninn. Skyggir Skuld fyrir sólu. Ragnar Jóhannesson var fædd- ur 16. maí 1905 að Hólum i Öxna- dal. Sonur hjónanna Jóhannesar Sigurðssonar og Guðnýjar Jóns- dóttur. Þau hjón bjuggu lengst að Engimýri í sömu sveit, voru þau lengst af kennd við þann bæ. Ragnar lauk búfræðinámi á Hólum 1930. Stundaði nám við Iþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar 1931. Var leikfimi- og íþróttakennari að Hólum 1931—1934. Bjó að Vatnsleysu i Viðvíkursveit 8 ár, en flutti þaðan til Akureyrar og stundaði þar verslunar- og skrifstofustörf til 1955 er hann flutti til Reykjavík- ur. Vann hann siðan til dánar- dægurs hjá SlS í Reykjavík á aðalskrifstofu fyrirtækisins. Ragnar var ágætlega starfhæfur maður. Prúður maður er öllu og öllum vildi vel, enda vinsæll af öllum samstarfsmönnum. Kýmni- gáfa og græskulaus hagmælska hans, leysti oft margan áhyggju- vanda samferðamannanna. Hvar sem hann fór, spáði hann í morgunroðann. Ragnar kvænist 30 apríl 1933 Margréti Jósefsdóttur, Björnsson- ar alþingismanns og kennara og Hildar Björnsdóttur. Þau hjónin Ragnar og Margrét eignuðust eina dóttur. Samferð þeirra hjóna var ein óslitin vorbirta. Bæði voru þau tónelsk og fagurkerar svo af bar. Allan ljótleik til orðs og æðis hötuðu þau og ræktuðu fegurðina hvar sem þau áttu heimilisfestu. Garðar við íbúðarhús þeirra, bæði á Akureyri og í Garðahreppi, voru á báðum stöðum verðlaunaðir sem fegurstu garðar viðkomandi byggðarlaga. — Þótt garðar þeirra og gróðurfegurð þeirra væri mikil og sérstök, þá voru híbýli þeirra innanveggja ekki síður samræmd fegurð. Listskyn og hagleikur hjónanna bjó þar þann unaðsreit að fátitt er. En mest um vert og dýrmætast að flest þar var þeirra eigin handa- verk. Skyggir Skuld fyrir sólu Nú að leiðarlokum viljum við hjónin færa okkar kæra vini Ragnari ástarþökk fyrir órofna vináttu. Heimferðin verður honum góð þvi „þar sem góðir menn fara eru guðs vegir“. Allar góðar vættir vaki yfir S. Helgason hf. STCINIÐJA ttnhotú 4 Slmar 26477 og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.