Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRlÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
3
Skipin sigla ekki
vegna aflaleysis
Rán með stórgóða sölu
TOGARINN Rán fékk mjög góða
sölu f Grimsby hinn 3ja janúar si.
Seldi Rán þar samtals 108,2 tonn
fyrir 41.836 sterlingspund eða
sem svarar 11,6 milljónum króna.
Er meðalverð á hvert kfló því um
107 krónur. Afli Ránar var mest
ýsa og f mjög góðum gæðaf lokki.
Þessari góðu sölu hefur hins
vegar ekki verið unnt að fylgja
í Grimsby fyrir helgi
eftir. Bæði Ögri og Kaldbakur
hafa hætt við siglingu í þessari
viku, þar eð eindæma ótíð hefur
algjörlega hamlað veiðum. Skut-
togari Ölafsfirðinga, Sólberg,
mun þó væntanlega sigla í næstu
viku og Siglufjarðartogarinn
Dagný ætlar að sigla 15.—16.
janúar. Þá er Helga Guðmunds-
dóttir að byrja veiðar fyrir sigl-
ingu til Belgíu.
Nýta bræðslurnar
loðnuaflann illa?
LOÐNUSKIPSTJÓRAR og stýri-
menn á loðnuflotanum héldu
fund um helgina, þar sem þeir
ræddu ástand og horfur nú er
loðnuvertíð fer að hefjast.
Óánægja var á fundinum með að
engin ákvörðun hefði verið tekin
um verðlagsmálin. Hins vegar
gerðu fundarmenn sér Ijóst að
ekki er grundvöllur fyrir sama
verði og verið hefur.
Samkvæmt upplýsingum Páls
Guðmundssonar voru engar
stríðsyfirlýsingar samþykktar á
fundinum og ekki kom fram á
fundinum, hve hátt verð skip-
stjórarnir teldu sig þurfa að fá
fyrir hvert kg til þess að unnt yrði
að gera út á loðnu. Hins vegar
hvöttu menn til þess að verðlagt
yrði til stutts tíma í einu, þannig
að ef einhver breyting yrði á
markaðsmálum loðnumjöls, þá
kæmi hún þegar inn í verðlagn-
inguna.
Þá sagði Páll að loðnuskipstjór-
ar og stýrimenn teldu að það afla-
magn af loðnu, sem hér bærist á
land, hlyti ekki sömu nýtingu og
loðnuafli meðal annarra þjóða. A
þetta sérstaklega við um verk-
smiðjurnar. Sagði Páll að þetta
væri orðið mjög alvarlegt mál.
Ljóst væri að áður hefði t.d. lýsi
gefið andvirði alls mannakaups-
ins á togaraflotanum, en nú væri
lifur ekki hirt lengur. Ef það er
þannig hjá verksmiðjunum, að
nýtingartalan er langt fyrir neðan
það sem eðlilegt er, yrði að verð-
leggja eftir innihaldi lýsis og
þurrefnis i hráefninu, en ekki
eftir einhverri nýtingarprósentu,
sem verksmiðjurnar gefa upp.
Páll sagði að aflinn lægi ef til
vill of lengi í landi áður en hann
væri unninn, en einnig gæti verið
að verksmiðjurnar væru ekki eins
útbúnar og nauðsynlegt væri —
vegna þess að ekkert rekur á eftir
þeim að ná sem mestri nýtingu út
úr hráefninu á meðan verðlagn-
ingin fer aðeins eftir því hvernig
nýtingin hefur verið. Kemur
þetta allt fram í verðinu og sagði
Páll að raunverulega væri hér um
þjóðfélagsvandamál að ræða og
kemur okkur ekki einum við —
sagði hann.
(Ljósm. Ólafur Guðmundsson).
Alfadans og brenna í Kópavogi
1 FYRRADAG héldu Kópavogs-
búar jólunum kveðjuhóf á gras-
vellinum sunnan við Fffu-
hvammslækinn. Safnazt var
saman kl. 5 sfðdegis á íþrótta-
vellinum við Vallargerði og
sfðan haldið fylktu liði með
álfakóng og álfadrottningu
ásamt hirð þeirra f broddi fylk-
ingar inn Fífuhvammsveginn.
Aður en skrúðgangan kom á
vettvang hafði verið kveikt í
miklum bálkesti á hátíðarsvæð-
inu og logaði glatt þegar að var
komið.
Þar fóru fram skemmtiatriði
— Þjóðdansafélag Reykjavíkur
sýndi listir sfnar, Halli og
Laddi komu fram með gaman-
mál og álfar stigu dans.
Einnig var almennur söngur,
en hátfðinni lauk með flugelda-
sýningu.
Samkoman fór hið bezta fram
og voru börn og unglingar í
miklum meirihluta svo sem
vænta mátti. Tómstundaráð
Kópavogs gekkst fyrir samkom-
Sigwikir O. Bjömsson iátínn
(Ljósm. Björn Lárusson).
fjölskyldu sinni mikið skóglendi i
Sellandi í Fnjóskadal. Hann var
söngmaður ágætur og áhugamað-
ur um margs konar menningar-
mál, og ötull liðsmaður þeirra.
Sigurður O. Björnsson var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans, María
Kristjánsdóttir, lézt 1932 en
seinni kona hans, Kristin Bjarna-
dóttir, lifir mann sinn.
— Sv. P.
ákvæði ýmissa samninga, m.a.
ákvæðis hins almenna samkomu-
lags um tolla og viðskipti
(GATT), samninginn um efna-
hagssamvinnu- og framfarastofn-
unina (OECD) og ákvæði við-
skiptasamninga Islands og Vest-
ur-Þýzkalands og kemst að áður-
nefndri niðurstöðu.
1 lokaorðum kemst dr. Gunnar
Ræða við Tékka
SAMNINGANEFND Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
Sjávarafurðadeildar Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga, þ.e. þeir
Árni Finnbjörnsson og Andrés
Þorvarðarson eru nú staddir í
Tékkóslóvakiu, þar sem þeir ræða
við Tékka um kaup á frystum
fiski frá islandi á árinu 1975.
Þeir Árni og Andrés munu
strax og ákveðinn verður fundar-
tími með Rússum fara til Moskvu
og ræða sömu mál við þá aðila.
Ekki er ljöst hvort þeir koma
heim til íslands áður en viðræð-
urnar við Rússa fara fram. Ef
fundártíminn verður fljótlega
munu þeir fara rakleiðis frá Prag
til Moskvu.
Schram m.a. svo að orði: „Jafnvel
þótt vestur-þýzk stjórnvöld hafi
neitað að viðurkenna 50 mílna
lögsöguna og telji töku togarans
algjörlega ólöglega veitir það
þeim engan rétt til þess að brjóta
skýlaus ákvæði bæði alþjóðlegra
og gagnkvæmra viðskiptasamn-
inga, sem þeir eru aðilar að. 1
samningunum sjálfum er tæm-
andi um það fjallað af hvaða
orsökum samningsaðilar geti
gripið til ákveðinna verndar eða
refsiaðgjörða gagnvart öðrum
samningsaðilum. Deilur um mörk
Bjarni Jónsson
skipstjóri látinn
LÁTINN er í Reykjavík Bjarni
Jónsson, fyrrum skipstjóri.
Bjarni Jónsson var fæddur i
Reykjavík 3. júní 1889. Hann
réðst fyrst sem stýrimaður á skip
Eimskipafélags íslands og var
síðan skipstjóri um langt árabil,
lengst af á Tröllafossi. Árið 1914
kvæntist Bjarni eftirlifandi eigin-
konu sinni, Halldóru Sveinsdótt-
ur. Hann lést 31. desember sl.
Akureyri — 6. jan.
SIGURÐUR O. Björnsson, prent-
smiðjustjóri og bókaútgefandi,
lézt i Fjórðungssjúkdrahúsinu á
Þinga um loðnuverð 1 dag
FUNDUR var í gær í Verðlagsráði
sjávarútvegsins, bæði í yfirnefnd
þeirri, sem ákvarða skai fiskverð-
ið á komandi vetrarvertíð, ogyfir-
nefndinni, er ákvarðar verð á
fiskúrgangi, en ekki var komizt að
niðurstöðu. í dag verður fundur i
verðlagsráði um loðnuverðið, en
þvi hefur enn ekki verið vísað til
yfirnefndar, þó að allt stefni I þá
átt.
fiskveiðilögsögunnar eru hvergi
meðal þeirra atriða, og þvi alveg
fráleitt að slík deila geti lög-
helgað samningsbrot á vettvangi
alþjóðlegra viðskiptasamninga.
Deilur um landhelgismál verður
að sækja á öðrum vettvangi."
Akureyri á föstudaginn eftir
langa vanheilsu.
Hann fæddist 27 janúar 1901 i
Kaupmannhöfn, sonur hjónanna
Odds Björnssonar, prentmeistara,
og Ingibjargar Benjamínsdóttur.
Sigurður lauk prentnámi hjá föð-
ur sínum árið 1921 og starfaði
síðan lengst af við Prentverk
Odds Björnssonar hf. og Bókafor-
lag Odds Björnssonar meðan dag-
ur entist.
Hann var stórvirkur skógrækt-
armaður og ræktaði upp ásamt
LÖNDUNARBANN á islenzkan
fisk í Vestur-Þýzkalandi er ólög-
legt. Þetta er niðurstaða dr.
Gunnars Schram, prófessors, í
grein, er hann ritar f Mbl. í dag og
birt er á bls. 23. Gunnar rekur þar
Staðarskáli
ÞAU mistök urðu í frétt Mbl. s.l.
sunnudag, þar sem skýrt var frá
hrakningum ferðafólks á Holta-
vörðuheiði, að gisti- og veitinga-
skáli sá, sem Magnús Gislason
rekur með miklum myndarbrag
að Stað í Hrútafirði, var nefndur
Staðarbakki, en eins og allir vita
heitir hann Staðarskáli. Er
Magnús beðinn afsökunar á mis-
tökunum.
Löndunarbanníð í Þýzkalandi ólöglegt?