Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 21 Haraldur Kornellusson hefur enn talsverða yfírburði fram yfir aðra íslenzka badmintonmenn, hvað sem síðar verður... ... og hver veit nema Jóhann Kjartansson eigi eftir að verða arftaki Haralds á badmintonvellinum. Til þess hefur hann alla burði. EINLIÐALEIKSMÖT TBR í badminton, svonefnt nýársmót, fór fram í LaugardalshöIIinni á sunnudaginn. Eins og við mátti búast sigraði Haraldur Kornelíus- son í meistaraflokki. Þann sigur vann Haraldur þó ekki fyrr en að loknum erfiðum leik við Friðleif Stefánsson. Haraldur vann fyrstu lotuna, Friðleifur aðra og leiddi lengi vel í þeirri þriðju. Síðustu punktarnir voru hins vegar Har- alds og því sigurinn hans. Skemmtilegasta keppnin var hins vegar í a-flokki þar sem ungu piltarnir Jóhann Kjartansson og Jóhann Möller háðu geysilega spennandi úrslitaleik. Báðir eru þeir félagarnir 15 ára gamlir og mjög efnilegir. Jóhann Möller vann fyrstu lotuna 15:11 og var kominn með góða forystu, 10:1 og síðar 14:6 í annarri lotunni, þegar nafni hans Kjartansson fór fyrst i gang. Staðan breyttist heldur bet- ur og Jóhanni Kjartanssyni tókst með mikilli baráttu að tryggja sér aukaleik. Þegar hér var komið sögu virtist allur vindur úr Jóhanni Möller og Jóhann Kjart- ansson komst í 10:1. Þá tók Jóhann Möller mikinn kipp og i lokin munaði aðeins þremur punktum, 18:15. Leikur þeirra félaga var mjög hinum ýmsu flokkum fóru sem hér segir: Meistaraflokkur karla: Haraldur Kornelíusson, TBR, vann Ottó Guðjónsson, TBR, 15:7 og 15:4, Friðleifur Stefánsson, KR, vann Sigfús Ægi Árnason, TBR, 15:10, 8:15 og 15:10. Haraldur Kornelíusson vann Friðleif Stefánsson 15:6, 15:10 og 15:12. Meistaraflokkur kvenna: Lovísa Sigurðardóttir, TBR, vann Svanbjörgu Pálsdóttur, KR, 11:5. A-fiokkur karla: Jóhann Möller, TBR, vann Þór- ólf Vilhjálmsson, TBR, 10:15,15:8 og 15:4. Jóhann Kjartansson, TBR, vann Gunnar Bollason, TBR, 15:3 og 15:6. Jóhann Kjart- ansson vann Jóhann Möller, 11:15,17:14 og 18:15. A-flokkur kvenna: Kristín Kristjánsdóttir, TBR, vann Sigríði M. Jónsdóttur, TBR, 8:11, 11:5 og 11:0. Kristín Krist- jánsdóttir vann Ragnhildi Páls- dóttur, TBR, 4:11, 11:5 og 11:0. B-flokkur karla: Jóhann Hálfdánarson, TBR, vann Jón Sigurjónsson, TBR, 15:8 og 15:2. Eiríkur Ölafsson, KR, vann Sigurð Kolbeinsson, KR, 15:8 og 15:6. Eiríkur Ölafsson vann Jóhann Hálfdánarson 5:15, 15:6 og 15:8. B-flokkur kvenna: Bjarnheiður Ivarsdóttir, Val, vann Ásu Gunnarsdóttur, Val, 12:11, 9:12 og 11:7. — áij. spennandi og einnig ágætlega leikinn. Þeir kepptu nú í fyrsta skipti í a-flokki fullorðinna og létu sér ekki duga minna en að mætast í úrslitum. Aldri sínum samkvæmt leika þeir í drengja- flokki, en hafa yfirburði þar, þó svo að í þeim flokki séu fleiri efnilegir badmintonspilarar. Svo aftur sé vikið að meistara- flokki karla þá var lítið þar um óvænt úrslit. Að vísu kom frammistaða Sigfúsar Ægis gegn Friðleifi nokkuð á óvart, en ef til vill hefur sá siðarnefndi ekki vilj- að taka á fyrr en í úrslitaleiknum við Harald. Sá leikur varð svo mun jafnari en búist var við og Haraldur ekki í eins góðri æfingu og oft áður. Það er ef til vill ekki nema eðlilegt, þar sem æfingar hans voru óvenju fáar í desem- ber. Haraldur er gullsmiður og i desembermánuði má sú stétt manna lítið vera að því að sinna áhugamálum sínum. Það var ekki mikil þátttaka í kvennaflokkunum í þessu móti, þó er greinilegt að þær yngri eru að sækja í sig veðrið og þá einkum Kristín Kristjánsdóttir. 54 keppendur voru skráðir til mótsins úr Val, KR, TBR, Hafnar- firði og Njarðvíkum. Undanúrslit og úrslitaleikir í Armannsliðið á uppleið Friðleifur Stefánsson ógnaði veldi Haralds í Nýársmótinu. VÍKINGSLIÐIÐ er ekki upp á marga fiska í 1. deild kvenna um þessar mundir. Liðið er nú orðið eitt og yfirgefið á botni 1. deildar- innar, hefur enn ekki hlotið stig. Siðasta tap liðsins kom í leiknum gegn KR á laugardaginn. Vestur- bæjarliðið hafði tiltölulega litið fyrir að vinna 17:10, eftir 8:4 í hálfleik. KR tók góða forystu í upphafi leiksins, sem Víkingsliðið saxaði nokkuð á fyrir leikhlé. 1 síðari hálfleiknum byrjaði KR-liðið mjög vel og komst í 7 marka for- ystu, sem Víkingur náði að minnka niður í 13:10 áður en út- haldsleysið varð algjört. KR skor- aði síðustu mörkin og vann 17:10. KR-stúlkurnar hafa nú lyft sér af botni 1. deildarinnar, stigin gegn Víkingi voru fyrstu stig liðs- ins, en undirrituðum segir svo hugur að nokkur eigi eftir að bæt- ast við i stigasafnið áður en keppnistímabilið er á enda. Hjör- Jóhann Möller, einn hinna efnilegu badmintonspilara. dís Sigurjónsdóttir er að komast i góða æfingu og átti góðan leik á laugardaginn. Emilía datt niður á einn stórleik, skoraði sjálf 3 mörk og átti þátt i mörgum öðrum. Þá er Hansína alltaf drjúg og mann- eskju sem hana er þægilegt að hafa í hverju liði. í Vikingsliðinu var fátt um fina drætti, þvi miður. Guðrún Hauks- dóttir var einna liflegust, en hef- ur oft verið betri. Það er hálfgert hallæri með mannskap hjá Víkingsliðinu um þessar mundir og erfiðlega gengur að fá í liðið. Að þessu sinni var „gamla“ stór- skyttan Elina Guðmundsdóttir fengin til að vera með og stóð sig ekki ver en hver önnur þrátt fyrir æfingaleysið. Mörk Vikings: Agnes 3, Astrós, Guðbjörg og Guðrún 2 hver, Elín 1. Mörk KR: Hansina, Sigrún og Hjördís 4 mörk hver, Emilía 3, Soffía og Jónína 1 hvor. -áij. Ármannsstúkurnar eru enn með i baráttunni í 1. deild kvenna i handknattleik. Þær sigruðu FH með yfirburðum á laugardaginn með 19 mörkum gegn 11 eftir að hafa leitt 10:3 i leikhléi. Ar- mannsliðið átti að þessu sinni mjög góðan leik og verður ekki auðunnið með sama áframhaldi. FH-Iiðið uppfyllir hins vegar ekki þær vonir, sem við liðið voru bundnar, langt frá þvi. Léttleiki sá sem einkenndi leik liðsins er mun minni en áður og stærstu stjörnur liðsins eru ekki stórar lengur. Guðrún Sigurþórsdóttir var í miklum ham i þessum leik og — Enska knattspyrnan Framhald af bls. 16 Þau lið sem gerðu jafntefli á laugardaginn leika öðru sinni í kvöld og á morgun. I kvöld fara eftirtaldir leikir fram: York — Arsenal, Altincham — Everton (Leikið verður á Old Trafford i Manchester), Hull City-Fulham; Millwall — Bury; Walshall — Manchester United; Queens Park Rangers — Southend United; Rotherham United — Stafford Rangers; Middlesbrough — Wycombe Wanderes; West Bromwich Albion — Bolton Wanderes. A morgun leika svo: Tottenham Hotspur — Notthing- ham Forest og Derby County — Orient. I Skotlandi mættust toppliðin i 1. deildar keppninni Glasgow Rangers og Celtic. Eins og venja er þegar þessi lið mætast var uppselt á leikinn, og voru þvi 75.000 vitni að næsta auðveldum sigri Rangers i leiknum 3:0. Hefur Rangers þar með tekið forystu i deildinni, er með jafnmörg stig og Celtic, en hagstæðara markahlut- fall. sendi knöttinn alls 10 sinnum í mark FH-liðsins. Hefur Guðrún aldrei verið betri en einmitt nú. Katrin Axelsdóttir er sem óðast að komast i sitt fyrra form og gerði alls 5 mörk í leiknum. Það var einkum leikur þessara tveggja sem gerði út um leikinn við FH þegar i fyrri hálfleik, ásamt mjög góðum varnarleik, sem sést á því að í fyrri hlutanum skoraði FH-liðið aðeins 3 mörk. Kristjana og Guðrún voru sterk- astar í liði FH, en liðið veldur vonbrigðum. Þegar FH- stúlkurnar komust upp í 1. deild fyrir tveimur árum gaf það mjög svo góð fyrirheit, en nú er mesti glansinn farinn af leik liðsins. Það er þó eitt að fjórum betri liðum deildarinnar, á eftir Fram, Val og Ármanni, en á undan Viking, UBK, Þór og KR. Það segir þó lítið því mikill getumun- ur er á toppi og botni 1. deildar kvenna. Mörk Ármanns: Guðrún 10, Katrín 5, Erla 2, Gyða og Helga 1 hvor. Mörk FH: Guðrún og Kristjana 3 hvor, Katrín og Svarhvít 2 hvor, Anna Lísa 1. Knapp kom í gær TONY Knapp, sem þjálfaði lið KR síðastliðið keppnistímabil og hafði einnig hönd í bagga með knattspyrnulandsliðinu kom til landsins í gær til samn- ingaviðræðna við KR-inga. Reiknuðu KR-ingar með að greiðlega gengi að ganga frá samningum þar sem aðeins væri eftir að ganga frá forms- atriðum. Ef samningar takast, sem allt benti til i gær, er búist við að Knapp komi til starfa hjá KR í marz. Sölvi þjálfar Þrótt NOKKUR félaganna sem næsta sumar leika i 2. deildinni i knattspyrnu hafa nú gengið frá þjálfaramálum sinum fyrir næsta keppnistimabil. Þannig mun Sölvi Oskarsson t.d. þjálfa lið Þróttar. Sölvi þjálfaði Breiðablik með mjög góðum árangri fyrir nokkrum árum, hélt siðan til Færeyja og árang- ur hans þar var ekki síðri. 1 Færeyjum var Sölva meðal annars falið að sjá um landslið- ið, sem það keppnistimabil lék gegn lslandi á Laugardalsvelli og tapaði 0:3. Þorsteinn Friðþjófsson, sem gert hefur stóra hluti með hið efnilega lið Hauka i Hafnar- firði hefur verið ráðinn v til Breiðabliks og vænta Blikarnir mikils af starfi hans. Við starfi Sölva hjá Haukum tekur Róbert Jónsson, sem gert hefur garðinn frægan með yngri flokka Vals. Hefur Róbert unn ið þar mikið og gott starf og alið upp margan góðan kiiatt- spyrnumanninn. Hvað hin liðin i 2. deildinni ætla að gera er enn ekki vitað, en það eru Ármann, Selfoss, Völsungur, IBA og Vfkingur, Ólafsvfk. Líklegt er að Gylfi Þ. Gfslason, sem þjálfaði Víking- ana siðastliðið sumar verði með það áfram og einnig hefur heyrzt að Hólmbert Friðjóns- son verði með Ármannsliðið. KR vann Víking í botnbaráttunni Mikil spenna hjá þeim yngri, en lítið um óvænt úrslit í nýársmóti TBR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.