Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Hinir í vök ÞRIÐJA umferð ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu fór fram s.l. laugardag og var þar töluvert um óvænt úrslit — að venju. I fyrstu tveimur umferð- um þessarar keppni bftast lið sem eru utan deilda, og lið f 3. og 4. dcild, en á iaugardaginn komu svo liðin f 2. og 1. deild inn í keppnina, og víst er að sum þeirra riðu ekki feitum hesti frá viður- eign sinni við „slöku“ liðin. Ur- slitin í þessari umferð bikar- keppninnar, hljóta að vekja menn til umhugsunar um stöðu ensku knattspyrnunnar, sagði þulur BBC, eftir leikina. — Við höfum talið okkur trú um að 1. dcildar keppnin væri nú betri en oft áður, og víst er að hún er jafnari en oftast áður. En er hún ekki bara lélegri. Það er ekki oft sem liðin sem eru utan deilda, eða í 3. og 4. deild hafa veitt þeim Everton-leikmaðurinn John Connolly, meiddist í leikn- um við lið Sanders Víkingsþjálf- ara, Altrincham. liðum sem nú eru talin bezt, eins mikla keppni og að þessu sinni. Þau úrslit sem einna óvæntust voru urðu í leik Burnley og Wimbledon. Burnley er eitt af efstu liðunum í 1. deildar keppn- inni, en Wimbledon er enn utan deilda. Leikurinn fór fram á heimavelli Burnley, og flestum á Fjórða umferð STRAX á laugardaginn var dregið um það hvernig liðin skyldu leika saman I 4. umferð ensku bikarkeppninnar, en sú umferð á að fara fram laugar- daginn 25. janúar. Drógust liðin þannig saman: Chelsea — Birmingham City Leatherhead — Leicester City Southend United/Queens Park Rangers — Notts County Leeds United — Wimbledon Wycombe Wanderes/Middlesbrough — Sunderland Bury/ Millwall — Mansfield Town West Ham United — Swindon Town Carlisle United/ Bolton Wanderes — West Bromwich Albion Orient/ Derby County — Bristol Rovers Aston Villa — Sheffield United Ipswich Town — Liverpool Stafford Rangers/Rotherham United — Peterborough United Coventry City — Arsenal/York City Fullham/Hull City — Notthingham Forest/Tottenham Hotspur Plymouth Argyle — Everton/ Altrincham Manchester United/Walsall — Newcastle United. stóru áttu að verjast óvart áttu gestirnir lítið minna í leiknum og léku oft skínandi góða knattspyrnu. Að vonum lagði liðið þó aðaláherzluna á varnarleikinn, en átti síðan vel skipulagðar skyndisóknir sem setti Burnley hvað eftir annað í mikinn vanda. Og þar kom að ein slík sókn bar árangur er Mick Mahon skoraði fallegt mark. Reyndist það vera eina mark þessa leiks, og verður því 1. deildar liðið að bita í súra eplið að þessu sinni. Annað lið sem er utan deilda vann sigur á laugardaginn. Var það Leathernead sem sigraði Brighton úr 3. deild á útivelli með einu marki gegn engu. Einnig þessi úrslit komu verulega á óvart, þar sem Brighton-liðið hef- ur átt mikilli velgengni að fagna að undanförnu, og hafði t.d. unnið fimm siðustu deildarleiki sína í röð. Er þetta annað árið í röð sem Brighton tapar í bikarkeppninni fyrir utandeildarliði. I fyrra fékk það skell í leik sínum við Walton, eða 4:0. Það var Chris Kelly sem skoraði sigurmark Leatherhead í leiknum á laugardaginn. Þrjú önnur lið utan deilda náðu jafntefli í leikjum sínum á laugar- daginn; Altrincham, Wycombe Wanderers og Stafford Rangers. Voru andstæðingar þessara liða þó ekki af lakara taginu. Altrincham sótti Everton, eitt af toppliðunum í 1. deildar keppn- inni heim. Öllum á óvart var það Altrincham sem hafði öll tök í þessum leik til þess að byrja með og lék mun betri knattspyrnu heldur en 1. deildar liðið. A 37. mínútu náði Altrincham forystu í leiknum er John Hughes, mið- herji liðsins skoraði. Eftir mark þetta hljóp gífurleg harka í leik- inn. Leikmenn Everton virtust alls ekki sætta sig við það að eiga undir högg að sækja gegn þessu óþekkta liði, og áttu upptökin að allskonar ruddaskap sem við- gekkst það sem eftir Iifði leiksins. A 69. mínútu tókst Everton loks að jafna. Dave Irving komst þá í skotfæri, en miðvörður Altrincham, Gerry Casey, stöðv- aöi hann með gróflegri hrindingu. Casey var bókaður fyrir brot sitt og dæmd var vítaspyrna á Altrincham sem Dave Clements skoraði úr. Einn leikmanna Everton, Gary Jones, var rekinn af velli í leik þessum, fyrir áflog við Ian Morris, einn af leikmönnum Altrincham, og John Connolly, meiddist illa í leiknum og var borinn af leikvelli, eftir að hafa lent í návígi við John Davison, tengilið í Altrincham-liðin'u. Þess má og geta að þjálfari Altrincham er Sandes sá er var með Víkinga sl. sumar. Jack Carlton framkvæmdastjóri Middlesbrough sem nú er í öðru sæti í 1. deildar keppninni varp- aði öndinni léttar þegar leikur liðs hans og Wycombe Wandereres var flautaður af. Þá hafði hvorugt liðið skorað mark. — Við vorum sannarlega heppnir að ná jafnteflinu, sagði Charlton eftir leikinn. — Ekkert lið hefði getað skorað mark gegn Wycombe, eins og þeir léku í dag. Þeir börðust af svo miklum dugn- aði og pressuðu svo á okkur, að við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark eða mörk. Ég á nú auðvelt með að skilja ástæðuna fyrir því að Wycombe hefur ekki tapað nema einum leik á heima- velli sínum i tvö ár. I leik Stafford Rangers og 4. deild ar liðsins Rotherham var það deildarliðið sem var betri aðilinn, en tókst þó ekki að skora. Róður- inn hjá Stafford verður eflaust erfiður, þar sem liðin mætast næst á heimavelli Rotherham, en alla vega — í fyrsta skiptið í 98 ára sögu Stafford á liðið nú mögu- leika á að komast í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Leeds United virðist nú heldur betur að ná sér á strik, eftír hina slöku byrjun liðsins í haust. A.m.k. átti Leeds ekki í erfiðleik- um gegn Cardiff City. Skoraði Leeds öll mörk sín í.fyrri hálf- leiknum, og var síðan greinilegt að leikmennirnir léku ekki á fullri ferð i seinni hálfleiknum. Hugsuðu um það eitt að halda feng sínum, og sleppa við návígi. Liverpool, núverandi bikarhafi, þurfti hins vegar að hafa meira fyrir sínu, enda mótherjarnir Stoke City. Þarna var um nokkuð jafnan leik að ræða lengst af, en Liverpool-liðið lék þó ákveðnari sóknarknattspyrnu sem færói þvi tvö mörk gegn engu. Ipswich Town, sem nú hefur forystu í 1. deildar keppninni, vann frækinn sigur yfir Úlfunum á útivelli. Ulfarnir náðu snemma forystu í leiknum með marki John Richards, en eftir það mark náði Ipswich góðum tökum á leiknum og vann öruggan sigur. Newcastle, sem ekki má leika heimaleiki sína á eigin velli, vann 2:0 sigur yfir Manchester City, en leikurinn fór fram á heimavelli síðarnefnda liðsins. Atti New- castle þarna mjög góðan leik, og hefði eftir atvikum og gangi leiks- ins átt að vinna stærri sigur. Mikil ólæti urðu á áhorfenda- pöllunum meðan á leik Notthing- ham Forest og Totteham Hotspurs stóð. Varð lögreglan að grípa þar inn í og voru fjölmargir áhorfendur handteknir. Ólætin hófust reyndar áður en leikurinn hófst, þannig að lögreglan var við öllu búin og hafði tiltækan nægan mannafla og bifreiðir við leik- vanginn. Manchester United, efsta liðið í 2. deild, átti heldur meira I leik sinum gegn Walsall, en tókst ekki að skora. Walsall liðið hefur átt nokkuð góða leiki á heimavelli í vetur, þannig að það verður að teljast sýnd veiði en ekki gefin fyrir United. Framhald á bls. 21. Brian Clough, umdeildasti framkvæmdastjórinn í ensku knatt- spyrnunni, sá er var rekinn frá Leeds United eftir 44 daga starf, hefur nú fengið atvinnutilboð frá 2. deildar liðinu Notthingham Forest, er rak framkvæmdastjóra sinn á föstudaginn var. Mjög lfklegt er að Clough taki tilboði Notthingham. Knattspyrnuúrslit ENGLAND 3. UMFERÐ BIKARKEPPNINNAR: Arsenal—York City 1:1 Blackburn Rovers — Bristol Rovers 1:2 Bolton — W.B.A. 0:0 Burnley — Wimbledon 0:1 Bury — Millwall 2:2 Brighton — Leatherhead 0:1 Chelsea — Sheffield Wed 3:2 Coventry — Norwich 2:0 Everton—Altrincham 1:1 Fulham—HullCity 1:1 Leeds — Cardiff City 4:1 Leicester—Oxford 3:1 Liverpool—Stoke 2:0 Luton—Birmingham 0:1 Manchester United — Walsall 0:0 Mansfield—Cambrigde 1:0 Newcastle — Manchester City 2:0 Notthingham — Tottenham 1:1 Oldham — Aston Villa 0:3 Orient — Derby 2:2 Peterborough — Tranmere Rovers 1:0 Plymouth Argyle — BlackpooI2:0 Preston — Carlisle 0:1 Sheffield Utd. — Q.P.R. 2:2 Stafford — Rotherham Utd. 0:0 Sunderland—Chesterfield 2:0 Swindon — Lincoln City 2:0 Wolves — Ipswich 1:2 Wycombe — Middlesbrough 0:0 ENGLAND 3. DEILD: Bournemouth — Huddersfield 1:1 Charlton Athetic — Wrexham 1:1 Colchester — Aldershot 0:0 Crystal Palace — Hereford 2:2 Watford — Grimsby Town 3:2 SKOTLAND 1. DEILD: Clyde—Arbroath 3:1 Dundee — Dundee United 2:0 Dunfermiline — Dumbarton 3:0 Hibernian—Partick 2:2 Kilmarnock — Hearts 1:1 Morton — Airdrieonians 3:0 Motherwell — Ayr United 5:1 Rangers—Celtic 3:0 St. Johnstone — Aberdeen 1:1 SKOTLAND 2. DEILI): Brechin — East Fife 3:2 Hailton — Berwick Rangers 1:0 Stenhousemuir — Falkirk 0:1 Raith Rovers — Meadowbank 3:1 SKOTLAND 2. UMFERÐ BIKARKEPPNINNAR: Alloa — Albion Rovers 1:1 Cowdenbeath—Clydebank 0:2 East Stirling—St. Mirren 2:1 Forfar — Ross County 2:3 Inverness Caley — Inverness Thistle 2:0 Inverness Clach — Stirling 4:3 Stranraer — Queens Park 2:4 Vale — Montrose 0:11 Stewart sigraði BRETINN Ian Stewart sigraði í viðavangshlaupi sem fram fór í Gateshead í Englandi á laugar- daginn. Hlaupið var um 7,2 km, og meðal keppenda í því voru margir af beztu langhlupurum heims. Tími Stewarts var 23:23,21 min. Annar i hlaupinu yarð K. Borö frá Noregi á 23:23,23 min. D. Black frá Bretlandi varð þriðji á 23:25,0 mín. og Evrópumeistarinn í 5000 metra hlaupi, Brendan P’oster, varð fjórði á 23:37,0 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.