Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975 Póstmenn mótmæla skipulagsbreytingum hjá Pósti og síma — vilja láta fresta fram- kvæmd nýrrar reglugerðar 1 KJÖLFAR þeirra breytinga, sem urðu á skipan pðst- og síma- mála er ný reglugerð gekk I gildi nú um áramótin, hefur komið upp óánægja meðal póstmanna. Þeir telja, að við endurskoðun og nýskipan póst- og sfmamála hafi sjónarmið starfsmanna stofn- unarinnar ekki verið höfð til hlið- sjónar, þeim hafi ekki gefizt kost- ur á að fylgjast með undirbúningi breytinganna, ræða þær eða gera tillögur f samræmi við sérþekk- ingu og starfsreynslu. Eins og fram hefur komið af fréttum eru þær breytingar veiga- mestar með gildistöku reglugerð- arinnar, að ritsíma- og langlínu- miðstöðin hafa verið sameinaðar og settar beint undir daglega stjórn simstjórans í Reykjavík. 1 reglugerðinni segir, að landinu skuli skipt í póst- og símaum- dæmi. Umdæmi I nær frá sýslu- mörkum Snæfells- og Dalasýslu að vestan og á Skeiðarársandi að austan, en að öðru leyti er ekki ákveðið með hvaða hætti eða hve- nær landinu verði skipt í um- dæmi. Umdæmisstjóri í umdæmi I verður skipaður frá 31. marz n.k.v en embætti ritsimastjóra og bæjarsímstjóra í Reykjavík hafa verið lögð niður, en símstjórinn í Reykjavík og póstmeistarinn í Reykjavík munu heyra beint unóir stjórn umdæmisstjóra þeg- ar skipað hefur verið í embættið. Stjórn Póstmannafélags Islands hélt fund meó fréttamönnum í gær til að setja fram sjónarmið sín vegna vinnubragða við skipu- lagsbreytingarnar. Þar kom m.a. fram, að fundur póstmanna í Reykjavík, sem haldinn var 30. des. s.l., mótmælir harðiega setn- ingu reglugerðarinnar og telur að með henni sé vegið á þann hátt að hagsmunum póstsins, að ekki verði við unað. Þá segir í sam- þykkt fundarins, aó það sé bein móðgun við póstmannastéttina og stofnunina i heild, að ætlast til að svo hlutdrægar breytingar á stjórnarformi, sem fram koma í reglugerðinni, séu gerðar með fárra daga fyrirvara, en reglu- gerðin var birt 20. des. s.l. Fundurinn krafðist þess jafn- framt, að látið yrði af þeirri „til- skipunarstjórn", sem nú væri farin að gera vart við sig í þjóðfé- laginu, og skoraði á póst- og sima- málaráóherra að fresta fram- kvæmd regiugerðarinnar og gefa þannig tíma til umræðna um hana og taka upp samstarf við starfs- menn stofnunarinnar um réttláta framkvæmd mála í anda atvinnu- Framhald á bls. 35 Talsmenn póstmanna á fréttamannafundi f gær. 1 ræðustóli er Reynir Armannsson, formaður Póstmannafélags tslands. Fremst tíl vinstri á myndinni er Matthfas Guðmundsson, póstmeistari f Reykjavfk, þá Jakob Tryggvason ogGuðmundur Jóhannsson. Versti óveðurskafli fyrir innanlandsflug sl. áratug Rofaði til í gær og færð á landi með skásta móti „ÞAÐ er samdóma álit okkar hjá Flugfélaginu, að þetta sé versti óveðurkafli sem komið hefur f meira en tfu ár og á þessum tfma hefur aldrei verið erfiðara en nú að halda uppi flugsamgöngum hér innanlands," sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða í samtali við Morgunblaðið. Hann kvað frátök f áætlunarflug- inu hér innanlands ekki hafa orðið svona mikil frá þvf að Flug- félagið fékk Fokkerflugvélarnar fyrir röskum áratug og hefði þar allt lagzt á eitt — vindstyrkur f lofti, fannfergi, hálka á braut- um auk samgönguerfiðleika til og frá flugvöllunum úti á lands- Vasaljós barg 2 mönnum í sjónum frá drukknun Straumur HU sökk meðan varðskip hafði bátinn í togi og án þess að varðskipsmenn yrðu þess varir TVEIR menn voru hætt komnir út af Skaga við Húnaflóa sl. föstu- dag, er bátur þeirra, sem varðskip dró, sökk þar skyndilega. Fóru mennirnir í sjóinn án þess að varðskipsmenn yrðu þess strax varir, og var þeim ekki bjargað úr sjónum fyrr en eftir um stundar- fjórðung. Var þá annar mann- anna orðinn töluvert þrekaður. Báturinn, sem hér um ræðir, var Straumur HU-5 frá Hvamms- tanga en hann hafði skömmu fyrir áramót slitnað upp í óveðri og rak upp í fjöru. Tókst að ná bátnum aftur út á gamlársdags- kvöld og var hann síðan þéttur til bráðabirgða á Hvammstanga. Á föstudag var varóskipið Albert síóan fengið til að draga Straum áleiðis til Siglufjarðar þar sem frekari viðgerð átti að fara fram. Að sögn Björns E. Haralds- sonar, skipstjóra á Straumi, var „Það verður ekki Vegagerðarhjálp 99 VITAVÖRÐURINN í Sauða- nesvita Trausti Magnússon býr f svo til algjörri einangrun alla vetur, þótt hann búi aðeins í um 4 km fjarlægð fráSiglufirði Um jólin komu til hans gestir, dóttir hans og tengdasonur. Er dóttirin barnshafandi og er það langt á meðgöngutfmann liðið að hún getur fætt barn sitt á hverri stundu. Enn f gær voru gestir Trausta hjá honum og hefur Vegagerð ríkisins ekki fengizt til að ryðja snjó af veg- inum til hans. Var Trausti því eðlilega áhyggjufullur, er Mbl. ræddi við hann f gær. Trausti sagði, að átt hefði að ryðja snjó af veginum siðast- liðinn föstudag, en Vegagerðin sagði þá, að það yrði ekki gert, þar eð vegurinn væri fær stórum bílum. Það dugði þó dóttur Trausta og tengdasyni ekki, þar eó þau voru á fólksbíl. Síðan átti í fyrrakvöld að'moka, en þá var hefillinn sagður bil- aður, en nú er búizt við því að ýta verði látin ryðja veginn i dag. Þó sagðist Trausti ekki treysta þvi, þar eð reynsla sin væri sú, að áætlunum um snjó- mokstur væri síbreytt og slæmt væri að vita aldrei, hvenær unnt væri að komast i samband við aðra byggð og hvenær ekki. Nú veróur vegurinn að Sauða- nesvita ekki opnaður nema með ýtum, þar eð snjóflóð hefur fallið yfir hann á tveimur stöð- um. „Það er alltáf sama sagan. I útvarpi heyrir maður að ryðja eigi snjó af veginum norður i land, en sömuleiðis er tilkynnt að ófært sé til Sigluf jarðar. Það virðist alltaf vera sjálfsagður hlutur. Frá mér er til dæmis aðeins 1,5 km í Strákagöng. Þar stendur ýta, en i dag var mér sagt, að hún yrði ekki notuð á mánudegi. Hins vegar veit ég, að ef dóttir mín verður veik, berst okkur aðstoð frá Siglfirð- ingum en það verður ekki Vegagerðarhjálp. Hér bý ég og fæ laun í samræmi við að ég sé í vegasambandi allt árið, en raunin er samt sú að við erum lokuð hér inni allan veturinn," sagði Trausti Magnússon. hann ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni um borð í bátnum meðan varð- skipið var með Straum i togi. Lagt var af stað frá Hvammstanga um tvöleytið og gekk ferðin ágætlega framan af. Að vísu lak báturinn lítið eitt en dælur hans höfðu vel undan auk þess sem um borð í bátnum var til vara diesel-dæla frá varðskipinu. Þegar lengra út á Húnaflóa kom var meiri sjór og lentu þeir Björn og Eyjólfur þá í nokkru brasi með dælur bátsins. Settu þeir þá dieseldæluna frá varðskipinu í gang og gekk þá allt eins og í sögu enn um sinn. „En svo var það i kringum 7.50 að lensing fór að verða mjög treg og létum við þá varðskipsmenn vita um talstöðina að lensing gengi illa eða ekkert og báðum um að fá dælur fluttar yfir til okkar frá varðskipinu,“ sagði Björn ennfremur. Björn sagði þó, að þegar hér hafi verið komið hafi myrkur verið skollið á en þó alls ekki mikill sjór. Dálítil slagsiða var komin á bátinn en þó ekkert alvarleg að þeirra mati og voru þeir önnum kafnir við að fást við dæluna, þegar báturinn lagðist skyndilega á hliðina. „Ég reyndi að ná í neyðartalstöðina en varð frá að hverfa vegna þess að stýris- húsið fyllti svo snögglega," sagði Björn ennfremur. „Ég gat hins vegar gripið litla talstöð sem var úr varðskipinu og kallaði í hana hvað væri að gerast en hef senni- lega kallað svo ört að varðskips- menn gripu það ekki, þvi að bát- urinn sökk án þess að þeir yrðu þess varir. Okkur tókst að koma lífbátnum út yfir síðuna en þegar ég var búinn að draga línuna fjóra faðma til að blása bátinn út, stóð allt fast hann opnaðist ekki, Ég brá þá línunni utan um rekk- verkið til að fá betra tak á linunni en i sama mund var báturinn byrjaður að sökkva og við urðum að hugsa um það eitt að koma okkur frá honum til að sogast ekki niður með bátnum. Sökk hann síðan þó nokkuð langt frá Framhald á bls. 35 byggðinni. Sveinn kvaðst þó vona, að hið versta væri nú liðið hjá og að hægt yrði að flytja þá sem biðu fars úti á landi á áfangastaði i gær og í dag. Miklir flutningar voru hjá Flug- félagi íslands í gær en þá var lögð megináherzla á áætlunarflugið til Vestfjarða og Vestmannaeyja, þar sem fjöldi farþega hefur beðið eftir flugfari um langan tíma. Til Isafjarðar átti þannig að fara fimm ferðir i gær, þar af eina frá tsafirði til Akureyrar og þrjár ferðir voru til Patreksfjarðar í gær. Þá voru farnar fjórar ferðir til Vestmannaeyja i gær, en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því fyrir áramót. 1 gærkvöldi átti að fljúga fjórar ferðir til Akureyrar. Þar var allt ófært á föstudaginn vegna óveðurs og á laugardag flugu þangað tvær vélar en lokuðust inni þar eð Reykjavíkurflugvöllur varð ófær um sama leyti. Stóðu þær á Akureyrarflugvelli fram á sunnudag en þá voru farnar 9 ferðir frá Akureyri til Reykja- víkur og sjö frá Reykjavik til Akureyrar og tókst þannig að greiða úr ösinni sem þar hafði myndast. Einnig var farin ein ferð til Egilsstaða og til stóð að fljúga á Egilsstaði aftur i gær- kvöldi um Akureyri. Auk þess voru á sunnudag farnar þrjár ferðir til Egilsstaða frá Reykja- vik. Til Hafnar í Hornafirði voru einnig farnar 2 ferðir í gær, 2 ferðir á Sauðárkrók og þangað átti að fara tvær ferðir seinni- hluta dagsins, ef farþegar kæm- ust frá Siglufirði. Raunar höfðu Vængir farið þrjár ferðir til Siglufjarðar og þar af flutt far- þega yfir til Sauðárkróks. 1 Húsavik biða 200 farþegar eftir flugfari, en þar var ófært fram eftir degi í gær. Hins vegar stóð til að fara þangað 4 feróir í gærkvöldi. Sömu sögu var að segja um Þórshöfn og Raufar- höfn, þangað var ófært i gær og sömuleiðis til Norðfjarðar. Af landflutningum eru aftur á móti þær fréttir helztar, að ástand þjóðvega er nú með skásta móti. Þannig er ágæt færð um allt Reykjaneskjördæmi á aðalvegum, og yfirleitt góð færð um Suður- landsundirlendi alveg austur til Hornafjarðar. Þá er ágæt færð um Hvalfjörð og Borgarfjörð en fjallvegir Snæfellsness eru lok- aðir. Þar verður væntanlega opnað í dag ef veður leyfir. Þá á einnig að opna vestur í Króks- fjarðarnes en i gær var þar ófært i Svinadal úr Gilsfirði. I gær var verið að ryðja vegi i nágrenni Patreksfjarðar, bæði Framhald á bls. 35 Tekur við starfi verðlagsstjóra UM SlÐUSTU áramót lét Kristján Gíslason af störfum verð- lagsstjóra og þá tók víð Georg Ólafsson. Georg varð stúdent frá menntaskólanum i Reykjavik árið 1965 og lauk vióskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1970. Hann starfaði að námi loknu um skeið hjá Seðlabankanum og einnig um tvö ár i Danmörku. r Attræður maður lézt í bílslysi 1 GÆRMORGUN lézt á Borgar- spítalanum í Reykjavík áttræður maður, Jón J. Vfðis, af meiðslum sem hann hlaut f umferðarslysi á Hringbraut 21. desember s.l. Jón J. Víðis var fæddur 31. maf 1894, og átti heimili að Eirfksgötu 4, Reykjavfk. Slysið varð á Hringbraut skammt frá gatnamótum Hring- brautar og Laufásvegar rétt fyrir kl. 18.30 hinn 21. desember s.l. Jón heitinn var á leið yfir Hring- braut er hann varð fyrir fólksbif- reið, sem ók vestur Hringbraut. Var hann strax fluttur á Borgar- spítalann og þar lézt hann í gær- morgun. Hlaut Jón Mikil höfuð- meiðsl í slysinu. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar, að ef einhver vitni hafa verið að slysinu gefi þau sig strax fram við rannsóknarlögregl- una. Er sérstaklega lýst eftir bif- reiðarstjóra á sendiferðabifreið, sem talið er að beðið hafi á gatna- mótum Hringbrautar og Laufás- vegar i þann mund er slysið varð. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.