Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 19 Leikir 1 janúar Fæöing nýrrar mótaskrár HSÍ — þ.e.a.s. fyrir þann hluta íslandsmótsins sem eftir er viröist ganga heldur erfiðlega, enda víst örugglega hægt að segja þaö með sanni að annað en spaug sé að koma hinum mikla leikjafjölda fyrir í þau fáu hús sem rúma handknatt- leikskeppni á höfuðborgar- svæðinu. Á sunnudaginn birti móta- nefnd niðurröðun sína á leikj- um fram til 22. janúar n.k., en fyrir þann tíma er ætlunin að koma út endanlegri mótaskrá. Verða leikir í meistaraflokki sem hér segir: é' v I. DEILD: Miðvikudagur 8. janúar. Hafnarfjörður: Kl. 20.15: Grótta — Víkingur Kl. 21.30: FH — Fram Sunnudagur 12. janúar — Laugardalur Kl. 20.15: Armann — Haukar Kl. 21.30: Valur — IR Miðvikudagur 15. janúar — Laugardalur: Kl. 20.15: Víkingur — Fram Kl. 21.30: Ármann — IR Sunnudagur 19. janúar — Hafnarfjörður: Kl. 20.15: Grótta — Valur Kl. 21.30: Haukar — Fram Þriðjudagur 21. janúar — Laugardalur: Kl. 20.15. IR — FH Kl. 21.30: Víkingur — Ármann # ♦ II. DEILD: Miðvikudagur 8. janúar — Laugardalur: Kl. 20.15: Fylkir — IBK Kl. 21.30: KR — UBK Laugardagur 11. janúar — Akureyri Kl. 15.30: Þór — KA Laugardagur 11. janúar — Garðahreppur: Kl. 17.15: Stjarnan — Fylkir Sunnudagur 12. janúar — Njarðvík Kl. 17.00: IBK — Þróttur Miðvikudagur 15. janúar — Garðahreppur: Kl. 20.00: Stjarnan — KR Sunnudagur 19. janúar — Garðahreppur: Kl. 17.05: Stjarnan — ÍBK Miðvikudagur 22. janúar — Laugardalur: Kl. 20.15: KR — Stjarnan Kl. 21.30: Fylkir — UBK • * V# I. DEILD KVENNA: Miðvikudagur 8. janúar — Hafnarf jörður Kl. 19.15: FH — Fram Laugardagur 11. janúar — Laugardalur: Kl. 15.30: Víkingur — Þór Kl. 16.30: KR —Ármann Sunnudagur 12. janúar — Garðahreppur: Kl. 14.00: UBK — Þór Sunnudagur 12. janúar — Laugardalur: Kl. 19.15: Valur — Fram Þriðjudagur 21. janúar — Laugardalur: Kl. 19.15: Ármann — Valur Stefán Gunnarsson hefur fengið sendingu inn á línuna frá Ólafi H. Jónssyni, en fær óblíðar viðtökur hjá Jens Jenssyni. Aðrir á myndinni eru Jón Astvaldsson (nr. 8), Björn Jóhannesson (nr. 4), Hörður Kristinsson, Hreinn Halldórsson og Steindór Gunnarsson. Gí sli kom V alsvélinni í gang og Ármann átti enga möguleika Valsmenn brugðu upp spari- andliti sínu, er þeir mættu Ár- menningum í 1. deildar keppni Islandsmótsins í handknattleik í LaugardalshöIIinni á sunnudags- kvöldið. Allt frá upphafi leiksins til enda var það Valur sem valdið hafði, og miðað við gang leiksins var níu marka sigur liðsins, 22—13, sízt of stór. Þessi munur er sá mesti sem orðið hefur í leik liða það sem af er keppnistíma- bilinu, og mun stærri en flestir áttu von á. Skýringin á því liggur í tvennu: Valsmenn léku nú betur en þeir hafa gert í mótinu til þessa, og Ármenningar voru ekki nema svipur hjá sjón, miðað við það hvernig þeir hafa verið þegar þeim hefur tekizt bezt upp. Það sem öðru fremur breytti svip Valsliðsins í þessum leik var afturkoma Gísla Blöndal á fjalirn- ar, en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Þótt Gísli sé ekki búinn að ná sér fullkomlega, olli hann gífurlegum usla í Ármanns- vörninni, og auk þess að skora mörk opnaði hann hvað eftir ann- að vel fyrir félaga sína með ógnunum. Það sem helzt hefur á skort í leik Valsmanna i vetur er meiri ógnun í sóknarleiknúm — raunar hefur það verið Ölafur H. Jónsson sem hefur verið eini leik- maður liðsins sem verið hefur verulega hættulegur, og hefur það auðveldað andstæðingunum mjög vörnina. Núna þurftu Ármenningar að hafa sig alla við til þess að reyna að stöðva Ólaf og Gísla og opnaðist vörn þeirra oft illa, er komið var út á móti þeim félögum. Auk þess var svo miklu meiri baráttukraftur í Valsliðinu í þessum leik en verið hefur, — hreyfanleikinn var góður bæði í sókn og vörn, og það sem liðið ætlaði sér að gera tókst greinilega hvað eftir annað. Komu sum Vals- markanna í þessum leik, eftir mjög skemmtilegan undirbúning, en slík mörk setja jafnan mikinn svip á leikina, og eftir þeim hefur verið beðið í hinum fremur svo tilbreytingarlitla handknattleik sem íslenzku liðin hafa sýnt í vet- ur. Nái Valsmenn að halda því striki sem liðið virðist komið á, er óhætt að spá því að það verði i baráttunni um Islandsmeistara- titilinn í ár, jafnvel þótt stigin sex sem liðið hefur tapað verði því erfiður þrándur í götu. Ármannsliðið náði sér aldrei á strik í þessum leik. Sennilega hef- ur hraöi Valsmanna og ógnun þegar í upphafi leiks, komið Ármenningum í opna skjöldu, og þeir náðu aldrei þeim hreyfan- leika í vörn sina, sem öðru fremur hefur fært liðinu þau stig sem það hefur þegar krækt í. Leik- mennirnir virtust fremur þungir, og strax og Valsmenn höfðu náð góðri forystu virtust þeir missa móðinn að verulegu leyti. Hvað eftir annað létu þeir Valsmennina blekkja sig illa, þannig að vörnin galopnaðist, og oftsinnis voru Ármenningar líka sekúndubrot- inu of seinir að hindra skot Vals- mannanna. Við þetta bættist svo að Ragnar Gunnarsson, markvörð- ur liðsins, sem sýnt hefur mjög góða leiki með liðinu það sem af er keppnistímabilinu, var greini- lega ekki í sínu bezta formi. Vissulega átti hann í vök að verj- ast i þessum leik, þar sem Vals- mennirnir komust oft í góð færi, og langskot þeirra voru bæði föst og leiftursnögg. Það var helzt þegar líða tók á leikinn að Ármenningar náðu sér svolítið á strik, mest þó vegna þess að þá hægðu Valsmenn ferð- ina, og fóru að gera ýmsa hluti, sem ekki sást til þeirra meðan forskotið var að skapast. Sem fyrr greinir áttu þeir Ólaf- ur og Gísli mjög góðan leik að þessu sinni, en þeir Jón Breið- fjörð, Stefán Gunnarsson og Gunnsteinn Skúlason komust einnig vel frá leiknum. Gunn- steinn er nú greinilega að ná sér á strik, eftir greinilegt leikleiða- tímabil og munar um minna en þegar hann kemst í sitt bezta form. Jón Karlsson, leikmaðurinn sem skaut FH í kaf á dögunum, var hins vegar lítt áberandi í þess- um leik. Virðist Jón einhvers konar jó-jó í Valsliðinu. Á öðru hverju algjöra stjörnuleiki, en dettur þess á milli niður í meðal- mennskuna, og vel það. I STUTTU MÁLI: islandsmótið 1. deild Laugardalshöll 5. janúar URSLIT: VALUR — ARMANN 22—13 (14—5) Gangur leiksins: Mín. Valur Ármann 5. Jón K. 1:0 6. Ólafur 2:0 10. ólafur 3:0 11. Ólafur 4:0 11. 4:1 Kristinn 12. Stefán 5:1 12. 5:2 Jens 14. Ólafur 6:2 18. 6:3 Hörður H 20. Ólafur 7:3 21. Gfsli 8:3 23. 8:4 Hörður K. 23. Gfsli 9:4 25. Ólafur 10:4 26. Gunnsteinn 11:4 27. Gísli 12:4 29. Gísli 13:4 30. Stefán 14:4 30. 14:5 Björn Hálfleikur 31. 14:6 Hörður K. 31. Gfsli 15:6 37. Steindór 16:6 40. 16:7 Pétur (v) 41. Geir 17:7 42. Steindór 18:7 46. Gunnsteinn 19:7 LIÐ VALS: Jón B. Olafsson 3, Karl Jónsson 1, Gísli Biöndal 4, Jón Karlsson 1, Geir Þorsteinsson 1, Gunnsteinn Súlason 2, Bjarni Guðmundsson 2, Stefán Gunnarsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Óiafur H. Jónsson 4, Jón P. Jónsson 1, Ólafur Guðjónsson 1. LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 1, Olfert Naabye 1, Björn Jóhannesson 1, Ragnar Jónsson 1, Hörður Harðarson 2, Pétur Ingólfsson 2, Jón Astvaldsson 2, Jens Jensson 1, Hörður Kristinsson 3, Kristinn Ingólfsson 1, Skafti Halldórsson 2, Hreinn Halldórsson 1. 46. 47. Jón J. 52. 54. 54. 55. Bjarni 56. 57. Gunnsteinn 19:8 JónA(vfti) 20:8 20:9 Björn 20:10 Jón A 20:11 Hörður K. 20:12 Jón A (v) 21:12 21:13 Pétur 22:13 Mörk Vals: Ólafur H. Jónsson 6, Gísli Blöndal 5, Gunnsteinn Skúlason 3, Stefán Gunnarsson 2, Jón H. Karlsson 1, Geir Þorsteins- son 1, Jón P. Jónsson 1. Mörk Ármanns: Hörður Kristinsson 3, Jón Ástvaldsson 3, Björn Jóhannesson 2, Pétur Ingólfsson 2, Jens Jensson 1, Kristinn Ingólfsson 1. Brottvísanir af velli: Gisli Blöndal og Jón H. Karlsson, Vai í 2 mín. Olfert Naabye, Ármanni í 2 min. Misheppnuð vftaköst: Ragnar Gunnarsson varði vítakast frá Jóni Karlssyni á 18. min., Skafti Halldórsson varði vítakast Bjarna Guðmundssonar á 60. mín. Jón Breiðfjörð varði vítakast Harðar Harðarsonar á 15. mín., og víta- kast frá Pétri Ingólfssyni á 45. mín. Gísli Blöndal átti vitakast í stöng á 52. mín. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Þeir dæmdu leikinn mjög vel. Gísli Blöndal lék nú aftur með Valsliðinu eftir nokkurt hlé, og komst mjög vel frá leiknum. Þarna er hann að skora eitt marka sinna. Grótta marði sigurinn í skotkeppni við ÍR ÞAÐ duldist engum sem horfði á viðureign ÍR og Gróttu f 1. deild- ar keppni lslandsmótsins í hand- knattleik f Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið, að þarna voru á ferðinni botnliðin í deildinni. Það eina sem þessi leikur hafði við sig var það, að hann var allan tfmann mjög spennandi, og þó aidrei eins og undir lokin. Fór svo að Seltjarnarnesliðið vann sigur 25—24, og sitja iR-ingar þar með einir og yfirgefnir á botninum í deildinni, hafa aðeins eitt stig hlotið, og því náðu þeir raunar gegn því liði sem hingað til hefur tapað fæstum stigum í keppninni: Fram. Mörkin 49 sem skoruð voru í þessum leik segja sína sögu um hvernig hann var, en þó ekki alla, þar sem ótal skot fóru forgörðum á báða bóga. Var oft um hreina skotkeppni milli liðanna að ræða. Strax og komið var að vörninni var reynt og margsinnis stóðu sóknirnar ekki nema nokkrar sekúndur í leiknum. Verður að virða liðunum það til vorkunnar þótt margvísleg skot væru reynd, þar sem varnarleikurinn var i al- gjörum molum og markvarzlan slík, að skot sem voru ekki fastari en venjulegar sendingar höfnuðu í markinu. Var i þessu fullkomið jafnræði með liðunum. Ef undan er skilinn kafli i fyrri hálfleiknum hafði Grótta betur i leiknum. Þó var staðan 21—21, þegar 8 mínútur voru til leiks- loka, og fengu ÍR-ingar þá gullið tækifæri til þess að ná forystunni er Gunnlaugur Hjálmarsson „fiskaði“ vítakast. En Vilhjálmi brást bogalistin í vitakastinu og fór skot hans i stöng og út, og í næsta upphlaupi náði svo Grótta að skora. Einu marki munaði þegar 3 mínútur voru til leiksloka og fengu iR-ingar þá tvivegis tækifæri til þess að jafna, en misstu þau fyrir furðulegt bráð- læti sitt og þegar Atli Þór Héðins- son skoraði 24. mark Gróttu mín- útu fyrir leikslok með skoti úr að því er virtist algjörlega vonlausu færi, voru úrslit leiksins ráðin, og fyrsti sigur Gróttu i 1. deildar keppninni i höfn. Sennilega er þetta slakasti leikur beggja liðanna á þessu keppnistímabili, og sérstaklega gerðu iR-ingarnir sig seka um mistök á mistök ofan. Hefur liðið valdið miklum vonbrigðum í vet- ur. Flestir áttu von á því að það myndi blanda sér í baráttuna á toppnum, undir stjórn hins ágæta þjálfara Þórarins Eyþórssonar, og liðið hóf einnig æfingar fyrr en sum hinna 1. deildar liðanna. En ÍR-ingar hafa aldrei náð verulega vel saman í vetur, nema í fyrri hálfleiknum á móti Fram, er liðið sýndi einu sinni hvers það er megnugt. Má mikið vera ef mót- lætið er ekki farið að fara alvar- lega á sinni leikmanna liðsins, svo Staðan Staðan í 1. deild ! karla er nú þessi: Haukar 6 4 0 2 117:105 8 Fram 5 3 2 0 84:76 8 FH 6 4 0 2 120:112 8 Valur 6 3 0 3 104:97 6 Víkingur 5 3 0 2 92:86 6 Ármann 6 3 0 3 99:109 6 Grótta 6 114 116:125 3 IR 6 0 14 114:129 1 Markahæstu leikmenn 1. deildar eru eftirtaldir: Hörður Sigmarsson, Haukum56 Björn Pétursson, Gróttu 43 Viðar Sfmonarson, FH 26 Stefán Halldórsson, Víkingi 25 Jón Karlsson, Val 24 Einar Magnússon, Víkingi 23 Geir Hallsteinsson, FH 23 Pálmi Pálmason, Fram 23 sem oft vill verða þegar öðru vísi gengur en ætlað er. Og þrátt fyrir allt er mjög ótrúlegt að það verði ÍR-ingar sem falla í 2. deild í vetur. Liðið hlýtur að taka sig á fyrr eða síðar, en ein aðalfor- senda þess að svo geti orðið er að leikmennirnir verði svolítið ró- legri en þeir hafa verið til þessa, og vandi sig betur, bæði i sókn og vörn. Var stundum í þessum leik næstum því broslegt að sjá hvað var reynt, sérstaklega í sóknar- leik liðsins, og gegn betri and- stæðingum en Gróttu, er hætt við að IR-Iiðið hefði, með sömu frammistöðu, hlotið stóran skell. Tveir einstaklingar bera Gróttuliðið algjörlega uppi. Eru það þeir Björn Pétursson og Árni Indriðason, og er hlutverk þeirra mjög mismunandi í liðinu. Árni er gífurlega sterkur varnarleik- maður, og gerir hvað hann getur til þess að binda vörn liðsins eins mikið saman og unnt er, en Björn er sá leikmaður liðsins sem mest lætur að sér kveða í sóknarleikn- um, og skorar jafnan langflest mörk Gróttumanna. Aðrir leik- menn liðsins eru fremur slakir, en hafa oft bætt það upp með baráttunni sem á kunnáttuna skortir. En víst er að ekkert lið hefur efni á því að vanmeta Gróttuliðið. Þegar liðinu tekst að gera það sem það getur — nýta möguleika sína og mannskap, get- ur það verir erfitt viðureignar og augljóslega vex því stöðugt fiskur um hrygg með meiri leikreynslu. Það er ekkert vafamál að tölu- verður munur er fyrir lið að leika i 2. deild og í 1. deild, þar sem allir leikir eru efiðir, og það þarf því engan að undra þótt Gróttulið- ið næði ekki að sýna verulega góðan handknattleik i vetur. Aðalkeppikefli liðsins hlýtur að vera að halda sér í deildinni, og sigurinn gegn IR á sunnudags- kvöldið var mikilsverður áfangi i þeirri baráttu sem engan veginn er þó lokið ennþá. Grótta hefur náð betri leikjum i Iþróttahúsinu í Hafnarfirði en í Laugardalshöll- inni, og er ekki ólíklegt að þar takist liðinu að krækja I nokkur stig til viðbótar og getur það tekið þau af hvaða liði sem er. ISTUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild Laugardalshöll 5. janúar URSLIT: ÍR — GRÓTTA 24—25 (12—13) Gangur leiksins: Mfn. f R Grótta 4. 0:1 Árni 5. 0:2 Georg 6. Vilhjálmur (v) 1:2 8. Ágúst 2:2 9. 2:3 Björn (v) 9. Brynjólfur 3:3 11. 3:4 Georg 12. Ágúst 4:4 13. Brynjólfur 5:4 14. 5:5 Björn 14. Jóhannes 6:5 14. 6:6 Björn (v) 15. Ágúst 7:6 16. Hörður Á 8:6 16. Brynjólfur 9:6 18. 9:7 Björn 21. 9:8 Halldór 22. Ágúst 10:8 23. 10:9 Björn (v) 23. Bjarni 11:9 24. 11:10 Björn (v) 25. Ágúst 12:10 26. 12:11 Björn 27. 12:12 Magnús 30. 12:13 Sigurður Hálfleikur 32. Ágúst 113:13 35. 13:14 Átlí 36. 13:15 Átli 37. Ágúst 14:15 38. 14:16 Björn 39. Vilhjálmur 15:16 40. 15:17 Björn 41. 15:18 Halldór 42. Vilhjálmur (v) 16:18 43. Brynjólfur 17:18 44. . 17:19 Magnús 45. Ágúst 18:19 47. 18:20 Halldór 48. 18:21 Magnús 49. Þórarinn 19:21 50. Jóhannes 20:21 52. Þórarinn 21:21 55. 21:22 Magnús 55. 21:23 Halldór 57. Bjarni 22:23 59. 22:24 Átli 60. Þórarinn 23:24 60. 23:25 Árni 60. Hörður Á 24:25 Mörk IR: Ágúst Svavarsson 8, Brynjólfur Markússon 4, Þórar- inn Tyrfingsson 3, Vilhjálmur Sigurgeirsson 3, Hörður Árnason 2, Jóhannes Gunnarsson 2, Bjarni Hákonarson 2. Mörk Gróttu: Björn Pétursson 9, Magnús Sigurðsson 4, Halldór Kristjánsson 4, Atli Þór Héðins- son 3, Árni Indriðason 2, Georg Magnússon 2, Sigurður Pétursson 1. Brottvísanir af velli: Vilhjálm- ur Sigurgeirsson, Ágúst Svavars- son og Hörður Árnason, ÍR í 2 mín. Halldór Kristjánsson í 2x2 mínútur. Misheppnuð vftaköst: Vilhjálm- ur Sigurgeirsson átti vítakast í stöng á 54. min. Dömarar: Jón Friðsteinsson og Kristján Örn Ingibergsson og dæmdu þeir yfirleitt ágætlega. — stjl. LIÐ IR: Hákom Arnórsson 1, Hörður Hákonarson 1, Steinn Öfjörð 1, Brynjólfur Markússon 2, Bjarni Hákonarson 2, Þórar- inn Tyrfingsson 2, Ágúst Svavarsson 3, Hörður Árnason 2, Gunnlaugur Hjálmarsson 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1, Jóhannes Gunnarsson 2, Guðmundur Gunnarsson 1. LIÐ GRÓTTU: Ivar Gissurarson 1, Kristmundur Ásmundsson 1, Magnús Sigurðsson 2, Björn Pétursson 3, Sigurður Pétursson 1, Atli Þór Héðinsson 2, Halldór Kristjánsson 2, Grétar Vilmund- arson 1, Arni Indriðason 3, Georg Magnússon 2, Guðmundur Ingimundarson 1. Agúst Svavarsson átti nokkur ágæt skot f leik IR og Gróttu, og þarna hefur Árni Indriðason verið aðeins of seinn fram á móti honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.