Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7, JANUAR 1975 Hitaveitur Suðurnesja og nágrannabyggða Reykjavíkur: Stærstu átökin í hitaveitu- framkvæmdum landsins MÞinGI FRUMVARP til laga um Hita- veitu Suðurnesja var samþykkt frá Alþingi síðla liðins árs. Frum- varp þetta, sem nú er orðið að lögum, var stjórnarfrumvarp í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um nýtingu innlendra orku- gjafa. Hér er um stórfram- kvæmd að ræða, sem ná á til 7 Oddur Ólafsson alþingismaður. sveitarfélaga á Suðurnesjum sem og Keflavíkurflugvallar. Fram- kvæmd þessi ásamt og í framhaldi af hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, Kópavog og Seltjarnarnes, eru stærstu átök þjóðarinnar í þessu efni, e.t.v. að hitaveitu Reykja- vikur undantekinni, ef miðað er við þeirra tima aðstæður. Máli þessu voru gerð nokkur skil á þingsíðu Morgunblaðsins, er það var á döfinni á Alþingi. En þar sem það snertir svo marga hags- munaaðila og er raunar hvati hlið- stæðra framkvæmda um land allt þykir rétt að birta nú framsögu orkuráðherra, Gunnars Thorodd- sen, fyrir frumvarpinu, sem og mál nokkurra talsmanna þess á Alþingi. Framsaga orku- ráðherra. I orkumálum er nýting jarðhita til hitunar húsa eitt hið mikilvæg- asta. Hitaveitur hér á landi, fyrst í Reykjavík og síðar annars stað- ar, hafa þegar sýnt gildi sitt. Nú er orðið alllangt síðan fyrst komu upp hugmyndir um hitaveitu fyr- ir Suðurnes og hafa þar ýmsar Ieiðir og möguleikar verið nefnd- ir. Árið 1971 voru boraðar tvær holur í Svartsengi nálægt Grinda- vík eftir ósk Grindavíkurhrepps, og gáfu þær holur góðar vonir. Síðan hafa farið fram athuganir og nú á þessu ári 1974 voru bor- aðar holur til viðbótar. Er í fáum orðum hægt að segja, að þessar rannsóknir og tilraunaboranir hafa gefið mjög góða raun, þannig að nú þykir sýnt, að í Svartsengi Álfheiður Kristveig Lárus- dóttir: □ KORN. 44 bls. □ Helgafell. 1974. □ KORN heitir lítil ljóðabók sem kom út fyrir jólin. I kápuauglýs- ingu er upplýst að skáldið sé skólastúlka á nítjánda ári en ljóð- in hafi hún ort fimmtán ára. Upp- lýsingar um svo dásamlega æsku skulu gilda sem verndarbréf gegn harkalegri gagnrýni eða hvað? Við skulum láta það heita svo og fara nokkuð eftir því. Getur þá tæpast verið ósanngjarnt að segja um ljóðin að þau séu barnaleg því það eru þau. Skáldkonan hefur ekki enn öðlast þann málþroska megi byggja mannvirki, sem geti orðið hitaveita fyrir öll Suðurnes. I grg. þessa frv. er gerð allítar- leg grein fyrir málinu í heild, en ég skal því vera fáorður hér i framsögu. Haustið 1973 var stofn- uð samstarfsnefnd Suðurnesja til þess að vinna að þessu máli og hrinda því I framkvæmd. Sú sam- starfsnefnd hefur unnið að fram- gangi málsins og haft samráð við iðnrn. og fjmrn. og er þetta frv. samið i samvinnu þessara aðila og er um það fullt samkomulag. Nú var mér að berast bréf frá samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum, en að henni standa 7 sveitarfélög og beina fulltrúar þessara sveitarfélaga því til Alþ. að veita frv. brautargengi og fara eindregið fram á það, að það geti orðið að lögum, áður en til jóla- leyfis alþm. kemur. Það er rétt að taka það fram, að hér er um að ræða 7 sveitarfélög, sem að þessu máli standa. Það er Keflavíkurkaupstaður, Njarð- víkurhreppur, Gerðahreppur, Miðneshreppur, Hafnahreppur, Grindavíkurkaupstaður og Vatns- leysustrandarhreppur. Það kom til athugunar að sjálfsögðu og um- ræðu hvort og þá i hve ríkum mæli ríkið ætti að vera aðili að slíkri framkvæmd. Hitaveitur þær, sem áður hafa verið reistar hér á landi, eru eign sveitar- félaga. Hins vegar kom það snemma til, að eðlilegt væri, að rikið væri þarna meðeigandi, m.a. og einkum vegna flugvallarins, sem er á þessu svæði og hefur niðurstaðan af þeim samningavið- ræðum orðið sú, eins og greinir í 2. gr. frv., að eignarhluti ríkis- sjóós skuli vera 40% en sveitar- félögin skuli samtals eiga 60%. I 7. gr. er svo ákvæði um stjórn Hitaveitunnar. Er gert ráð fyrir, að iðnrh. og fjmrh. skipi hvor sinn fulltrúa í stjórnina og sveitarfélögin, sem eru aðilar að fyrirtækinu, skipi 3 stjórnar- menn, og eru svo nánari ákvæði um þetta mál í greinargerð. Það er rétt til þess að menn átti sig á, hve hér er um stórt mál að ræða, að geta þess til samanburðar, — að þegar þessi væntanlega hita- veita er borin saman við raf- stöðvaafl og mælt í megawöttum, þá er gert ráð fyrir þvi, að varma- þörf þessara byggða og flugvallar- ins sé um 110 megawött og er því gert ráð fyrir, að þessi hitaveita geti framleitt þann hita eða þann varma. En 110 megawött eru á stærð við Búrfellsvirkjunina, eins og hún var í fyrstu, en hún var 105 megawött. Af þessu geta menn nokkuð ráðið um stærð þessa fyrirtækis. Gert er ráð fyrir því í þeim áætlunum, sem hér liggja fyrir, að fyrst sé ráðist í hitaveitu fyrir sveitarfélögin. Eins og menn sjá af greinagerð og því korti, sem er á bls. 7 I frum- varpinu, er gert ráð fyrir, að 6 er þarf til að semja svo kláran og skýran texta sem ljóð verður að vera eigi það að standa undir nafni. Þroska þarf til að orða vel hugsun sína, meiri þroska til að yrkja ljóð svo vel sé. Tungutak Álfheiðar Kristveigar ber merki æsku, það er lipurt og þýtt og ungæðislegt en skortir einbeitni og kraft. Ljóð verður sem sagt að vera skýrt og skorinort jafnvel þótt höfundur sæki myndir og lík- ingar svo langt inn í eigin hugar- heim að lesandinn skilji tæpast hvað hann er að fara, einu gildir — aldrei verður of oft endurtekið að texti á ekki skilið að heita Ijóð sé hann ekki skilmerkilega saman settur. Þeirri kvöð verður skáld sveitarfélög verði f fyrstu aðnjót- andi hitaveitunnar. En það eru Grindavík, Vogar og Vatnsleysu- strandarhreppur, Njarðvlk, Keflavík, Gerðar, Sandgerði. I þessum áætlunum er einn aðilinn, sem stendur að þessu, þ.e. Hafnarhreppur, ekki talinn með í þessum áætlunum, vegna þess, að það er til athugunar, hvort sú leið þætti heppilegri, að Hafnarhrepp- ur fengi hitun með öðru móti, t.d. með rafmagni, en sú upphitun mundi þá að sjálfsögðu verða á vegum þessa fyrirtækis, Hita- veitu Suðurnesja. Ég get þessa sérstaklega hér vegna þess að sveitarfélögin eru 7, en í þessum áætlunum og greinargerðum er gert ráð fyrir, að á þessu stigi verði þau 6, sem njóta hitaveitunnar. Og skýr- ingin er þessi, og er þetta allt I góðu samráði við fulltrúa Hafna- hrepps. Það er gert ráð fyrir þvi, að varmaþörf sveitarfélaganna sé um 40 megawött, en þegar bæði Hafnir og flugvöllurinn kemur til, þá mundi heildarvarmaþörfin verða 110 megawött. Það er gert ráð fyrir, að á tveimur til þremur árum megi koma hitaveitu til þessara sveitarfélaga og tengja þau hús, sem þar er um að ræða. Þær rannsóknir, sem fram hafa farið, og borholur, sem þegar hafa Gunnar Thoroddsen orkuráð- herra. verið gerðar, benda eindregið til þess, að jarðhitavatnið sé ekki nothæft beint til upphitunar. Verður því að nota varmaskipti og hafa verið gerðar umfangsmiklar tilraunir til þess að finna þá heppilegustu aðferð í þvf efni. Ætíunin er að nota kalt vatn, þ.e. nita upp kalt vatn með jarðhita- vatni og gufu f varmaskiptum, og telja þeir sérfræðingar, sem að þessu hafa unnið frá Orkusiofnun og Fjarhitun, að þau mál sé til- tölulega auðvelt að leysa og fjarri þvf að vera nokkur frágangssök. I þessum áætlunum, sem hér liggja að hlíta hvort sem það er ungt eða gamalt. I fyrrnefndri kápuauglýsing segir að ljóð Álfheiðar Kristveig- ar beri „vott um sérkennilega hugkvæmni, sjálfstæða tilfinn- ingu og ótvíræða skáldskapar- hæfileika." Rétt er það vafalaust að tilfinn- ing skorti síst í þessum ljóðum. Einnig má segja þau beri vott um talsverða hugkvæmni. Hins vegar virðist mér minna reyna á „ótvíræða skáldskaparhæfileika". Tökum sem dæmi ljóðið Til- finning: fyrir, er varmaskiptistöð eða stöðvar að sjálfsögðu innifaldar. Það er gert ráð fyrir þvf í nýjustu áætlunum, eins og greint er á bls. 6, að stofnkostnaður veit- unnar án flugvallarins verði alls um 1800 millj. kr. og er það kostn- aðaráætlun, sem gerð var f júnf s.l. I frv. er veittar heimildir til lántöku og ríkisábyrgða fyrir samtals allt að 2000 millj. kr. og er það í samræmi við þessa kostn- aðaráætlun, sem ég gat um, Ef þetta mál er borið saman ekki við rafstöð eins og Búrfellsvirkjun- ina, heldur t.d. við Hitaveitu Reykjavfkur, þá geta menn einnig gert sér nokkra grein fyrir stærð- inni. Þegar menn leiða hugann að því, að þegar Hitaveita Reykja- vfkur var tekin í notkun f des. 1944, þá var afkastageta hennar um það bil 55 megawött eða helm- ingurinn af þvf, sem Hitaveita Suðurnesja er ætlað, þegar hún er fullgerð. Hitaveita Reykjavíkur hefur hins vegar margfaldast síð- an og er í grg. þessa frv. nefnt, að afkastageta hennar, áður en hún var stækkuð til nágrannabyggða, þ e.a.s. miðað við árið 1973, hafi verið um 280 megawött og hafa þvf afköst hennar á þessum árum frá stofnun og til ársins 1973 um það bil fimmfaldast. Varðandi þau hitaréttindi, sem hér er um að ræða í Svartsengi, eru þau a.m.k. að verulegu leyti í einkaeign og er gert ráð fyrir eignarnámsheimild í 14. gr. þessa frv. Hins vegar er það skýrt tekið fram og það vil ég undirstika, skýrt tekið fram í grg. um 14. gr„ að æskilegt er, að samningar geti tekist milli aðilja um kaup á jarð- hitaréttindum og öðrum réttind- um, sem nefnd eru í gr. og reynt verður til þrautar á ná samkomu- lagi, áður en til eignarnáms kæmi. Ég vænti þess, að þetta stórmál fái góðar undirtektir hjá hv. Alþ. Það er auðvitað ljóst, að hitaveita einsog þessi, sem hér er um að ræða, yrði til mikils hagræðis og fjarhagslegs gagns fyrir íbúana, sem hennar nytu og hefði auk þess f för með sér verulegan sparnað en varla þarf fram að taka, hversu mikinn gjaldeyris- sparnað slík framkvæmd mundi hafa f för með sér fyrir þjóðar- búið. Ræða Odds Ólafssonar Oddur Ólafsson alþingismaður sagði umrætt mál aldið að árum. Hitinn á Reykjanesi hefði verið augljós um aldaraðir. Margir ára- tugir væru sfðan farið var að ræða hitaveitu á Reykjanesi. Það, sem í vegi hefði staðið til þessa, hefði verið, að útreikningar verk- fræðinga til þessa hefðu' allir reynst neikvæðir, afraksturinn ekki í samræmi við kostnaðinn. Tvennt hefði breytt fyrri niður- Heyra hvin f trjánum og vera hlýtt, heyra fugla syngja og syngja með, sjá físka f vatninu og synda með, finna Iffið fljúga áfram og halda áfram með. „Má ég vera með,“ segja börnin og þeirrar náttúru er orðasam- bandið að „halda áfram með.“ Dæmi af þessu tagi mætti tilfæra þartil bókina þryti. En það má segja Álfheiði Krist- veigu til hróss að hún reisir sér ekki hurðarás um öxl, ræðst ekki i stórbrotin verkefni til að sýnast meiri en hún er og slá um sig. Ljóðaefni hennar eru eigin til- finningar og viðhorf til lifsins, ferskar tilfinningar ungrar sálar sem virðir fyrir sér heiminn for- vitnum barnsaugum og lýsir hóg- værlega hrifning sinni á því sem henni þykir fagurt. Þess vegna bera þessi ljóðakorn með sér tals- stöðu: verðþróun annarra orku- gjafa (olfu) og ný aðferð, millihit- un, þ.e. að hita upp kalt vatn með þeim jarðvarma, sem þarna væri að fá. Hann fagnaði framgangi þessa máls, sagðist sakna þess Axel Jónsson alþingismaður. eins að sveitarfélögin ættu ekki hitaveituna að fullu og öllu, eins og tíðkaðist annars staðar á land- inu. Mikils virði væri þó að meiri- hlutaeign væri í þeirra höndum. Ræða Axels Jónssonar Axel Jónsson alþingismaður tók mjög f sama streng og Oddur Ölafsson. Hann taldi Hitaveitu Suðurnesja tvimælalaust eitt stærsta hagsmunamál byggðanna á Suðurnesjum. Hann þakkaði núv. orkuráðherra skjót viðbrögð i þessu máli og þær undirtektir sem frumvarpið hefði fengið á Alþingi. Vænti hann þess að frumvarpið fengi skjóta af- greiðslu f meðförum Alþingis. Settir í embætti I framhaldi af frétt í Mbl. í gær um skipulagsbreytingar hjá Pósti og sfma skal frá því skýrt, að Hafsteinn Þorsteinsson hefur ver- ið settur símstjóri í Reykjavík og Aðalsteinn Norberg gegnir nú störfum umdæmisstjóra í um- dæmi 1. Báðum þessum störfum verður síðar ráðstafað til fram- búðar eins og venja er. Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON veróa samkvæmni, þrátt fyrir allt, en slíkt bendir ótvírætt til nokkurs sjálfstæðis af svo ungri skáldkonu. Hún fer ekki með ærslum (kannski saknar maður þarna dálítið galsafenginna fjör- spretta af svona ungum höfundi) heldur gengur hún fram hljóðlát og raddþýð — þó svo að i ljóðun- um sýnist felast býsna heit til- finning sem skáldkonan veitir hikandi útrás með sínu fábrotna og óþjálfaða orðalagi. Erlendur Jónsson Smá eru kornin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.