Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 11 I þriðja lagi, var á árinu tekin ákvörðun um, að sjóðurinn tæki lán til sérstakrar lánafyrir- greiðslu — í sumum dæmum til langs tíma — til þess að leysa greiðsluvandamál, sem stafa af hækkun olíuverðs, og ekki verða leyst með öðrum hætti. En olíu- verðsprengingin í árslok 1973 „truflaði" starfið við endurskoð- un alþjóðagjaldeyriskerfisins, eins og fleira. ■ Á grundvelli starfs 20-manna nefndarinnar, hefur síðan verið unnið að tillögugerð um varan- legar breytingar á stofnskránni, en ekkert er enn fastmótað af þeim. Greinargerðir 20-manna nefndarinnar og framkvæmda- stjórnar sjóðsins um öll þessi mál lágu fyrir hinufii sameiginlega ársfundi sjóðs og banka í byrjun október sl. Heimsbúskapurinn Að undanförnu hefur mikið verið um það rætt, að ný heims- kreppa sé í aðsigi. Sumir hafa raunar haldið því fram, að hún sé þegar á skollin. Ástand efnahags- óvenju kröpp. En hagvöxtur í heiminum var afar ör 1972 og 1973. Þannig var þjóðarfram- leiðsluaukning OECD-landa í senn óvenjulega samstíg og meiri en nokkru sinni eftir stríð. Á árinu 1973 komst þjóðarfram- leiðsluaukningin i 6—7% fyrir OECD í heild. Þessi uppsveifla olli miklum eftirspurnarþrýstingi á ýmsum sviðum og verðhækkun- um, ekki sizt á hráefnum og bygg- ingarefnum. Verðbólgan magnað- ist svo sérstaklega af matvæla- verðhækkun á árinu 1973 í kjöl- far uppskeru- og aflabrests í heiminum á árinu 1972. Margar þjóðir gipu samtímis til aðhalds- aðgerða á árinu 1973 til þess að draga úr verðbólgu og viðskipta- halla. Þannig mátti við því búast, að nokkur afturkippur yrði í kjöl- far þensluskeiðisins 1972—1973, þótt allt væri með felldu, og vafa- laust nauðsynlegt að marki. En þegar olfuverðsprengjan féll ofan i þetta far í árslok 1973, mögnuð- ust samdráttartilhnéigingarnar. Olíukreppunni, sem svo hefur verið nefnd fylgdi fyrst tima- bundinn orkuskortur og síðan geysileg verðhækkun. Þetta dró úr (Fiskverðsþróunin virðist hér nokkur undantekning.) Svo hæg- ur vöxtur framleiðslu sem við er búizt hlýtur að hafa í för með sér vaxandi atvinnuleysi um sinn víða um heim. Við þeim miklu vandamálum, sem þessu fylgja, verður vafalaust snúizt, en varla er þó við þvi búizt að úr rakni fyrr en 1976/77, enda eru stjórnvöld víða hikandi, að grípa til örvunar- aðgerða vegna þrálátrar verð- bólgu og greiðsluhalla. Olluverðhækkunin hefurvaldið geysilegum halla á viðskiptajöfn- uði iðnríkjanna og annarra olíu- innflutningslanda. Búizt er við, að OECD-löndin í heild verði með um 40 milljarða dollara halla gagnvart löndum utan samtak- anna á árinu 1974, sam.anborið við 5 milljarða dollara afgang 1973. Við þennan halla bætist svo 20—25 milljarða dollara halli annarra oliuinnflutningslanda 1974. Hallinn er geysilega ójafnt dreifður, og hinn skjótfengni auð- ur oliulandanna, sem búizt er við að hafi 60—65 milljarða dollara greiðsluafgang 1974, er svo firna mikill, að þau hafa engin tök á að koma honum í lóg íðasta ársfund þeirra mála hefur versnað að mun víða um lönd á þessu ári. Framleiðsla mikilvægra landa hefur dregizt saman. Atvinnuleysi hefur aukizt, á sama tíma og verðbólga er meiri og útbreiddari en um langt skeið. Oliu- og hráefnaverðhækkun hefur komið miklu róti á við- skipta- og gjaldeyrismál í heimin- um. Engin örugg merki hafa sézt um bata á næstu grösum, svo óneitanlega virðast ýmsir váboðar framundan. Það springur nú vonandi spá- flugan í rassinum á þeim speking- um, sem einlægt eru að boða heimskreppu í gömlum stil. Með því að ala á ótta um kreppu er ýtt undir hugarfar, sem í sjálfu sér getur aukið líkurnar á henni. Og þótt þvi sé ekki að neita að síð- ustu misseri hafa verið einhver mesti umbrotatimi í efnahagsmál- um heimsins á þessari öld á frið- artíma að kreppuárunum frátöld- um, þá taka helztu alþjóðlegar sérfræðistofnanir á sviði efna- hagsmála ekki undir þá skoðun, að um nýja heimskreppu sé að ræða. Á árinu 1974 verða snögg hvörf í hagsveiflunni. Á fyrra helmingi ársins er talið, að framleiðslu- magn i nokkrum mikilvægum rikjum, einkum Bandarikjunum, Japan og Stóra-Bretlandi, hafi minnkað nokkuð frá fyrra ári. Þótt um nokkra aukningu fram- leiðslu hafi verið að ræða í öðrum ríkjum, mun þetta hafa valdið þvi, að um framleiðsluminnkun var að ræða á fyrra árshelmingi 1974 i þátttökuríkjum efnahags- samvinnu- og framfarastofnanirn- ar (OECD) í heild í fyrsta sinn um margra ára skeið. En í þessum hópi eru öll vestrænu iðnríkin. Framleiðsluþróun síðara árshelm- ings hefur að vísu valdið nokkr- um vonbrigðum, þó er nú við því búizt, að á árinu 1974 í heild, muni þjóðarframleiðsla OECD- ríkjanna sem næst standa í stað. Þetta er eitt mesta bakslag í hag- sveiflu, sem orðið hefur frá lok- um styrjaldarinnar, og því hefur fylgt vaxandi atvinnuleysi i mörg- um löndum. Á sama tima hefur verðbólga orðið meiri en dæmi eru til eftir stríð, eða 13—14% á árinu 1974 fyrir OECD-löndin í heild, og úr hraða verðbólgunnar hefur lítið sem ekkert dregið, þrátt fyrir stöðnun í framleiðslu. Þessi þróun á sér margar skýr- ingar. Eins og þegar er nefnt er hér vafalaust að nokkru leyti um að ræða hjöðnunarskeið venju- legrar hagsveifíu, sem þó var framleiðslu margra iðnríkja, jók á verðbólguna og greiðsluhalla olíu- innflutningsrikjanna, og hefur dregið mikinn slóða um allan heim. Allar spár fyrir næsta ár — árið 1975 — eru venju fremur óvissar. Síðustu spár, sem OECD hefur birt, gera ráð fyrir hægum vexti framleiðslu þátttökurikj- anna, eða 1—2% að magni á árinu 1975, en að hagvöxtur verði meiri á siðari hluta árs 1975 en þeim fyrri. I þessum spám er reiknað með því, að nokkuð dragi úr verð- hækkununum. Þannig er búizt við 10—11% verðbólgu innan OECD-landa, og nokkru minni verðhækkun í utanrikisverzlun. Þessar spár eru af ýmsum taldar á nokkurri bjartsýni reistar. Hins vegar er á það að lita, að þetta er sú undirstaða, sem þeir menn leggja, sem fara með stjórn efna- hagsmála í þeim rikjum, sem mestu skipta fyrir þróun heims- búskaparins. Þær geta því haft mótandi áhrif á þróunina. Gangi þessar spár eftir á árinu 1975, og samkvæmt þeirri lýsingu á framvindu ársins 1974, sem hér hefur verið tæpt á, er ekki hægt að tala um heimskreppu eða beina minnkun heimsframleiðslu, sem um munar, þótt horfurnar séu allt annað en glæsilegar. Þessi þróun hlýtur að hafa í för með sér, að rnjög dragi úr vexti heimsviðskipta, sem mun hafa áhrif á okkar hagi sem annarra þjóða, sem háðar eru utanrikis- verzlun. Þegar er farið að gæta verðfalls á hráefnum á heims- markaði, þó ekki teljandi á hrá- efnum til matvæla almennt. heima fyrir. Hér er á ferðinni mesta misræmi i greiðslu- stöðu milli landa, sem dæmi eru um á þessari öld. Ráð- stöfun þessa skyndigróða veldur nú mikilli óvissu á alþjóðafjár- magnsmarkaði. ( En það er ein- mitt ástandið á lánamarkaðinum, sem skiptir okkur mestu. Þjóðar- búskapur íslendinga er á þvi vaxtarskeiði, að öruggur aðgang- ur að erlendu Iánsfé er nauðsyn- leg forsenda framfara í landinu.) Auðvitað er ekkert vit i því fyrir OECD-löndin í heild að reyna að leysa olíuhallann allan með þvi að draga úr eftirspurn heima fyrir. Utanríkisverzlun þeirra er mest innbyrðis, og sam- dráttaraðgerðir hafa því áhrif á hag þeirra sjálfra fremur en að draga úr viðskiptahalla gagnvart löndum utan samtakanna. Nú mun á það reyna, hvort stjórn- völdum þessara rikja, tekst að neyta þeirra framfara, sem orðið hafa á skilningi manna á sam- hengi efnahagslífsins og í hag- stjórn frá því á árunum milli stríða, til þess að tryggja farsæla lausn þess aiþjóðlega vanda, sem við er að fást. Ársfundurinn Þessi margslungnu mál mynd- uðu baksvið umræðna á ársfundi sjóðs og banka, i októberbyrjun s.l., og settu svip sinn á þær. Að sjálfsögðu var lögð áherzla á mik- ilvægi alþjóðasamstarfs gegn þessum vanda, þótt ýmsum kunni e.t.v. að hafa fundizt, að vettlinga- tökum væri tekið á þessu við- fangsefni. Eins og oft vill verða á alþjóðlegum málþingum, ekki sizt þar sem ræðumenn beina orðum sinum úr ræðustóli ekki síður heim til sin en til nærstaddra áheyrenda, gerist fleira í kyrrþey en heyrist i þingsölunum. Árs- fundir sjóðsins og bankans gefa gott tækifæri til óformlegra við- ræðna milli ríkja, og milli fulltrúa ríkja og embættismanna stofnan- anna. Það kom skýrt fram í umræð- um, t.d. í framsöguræðum þeirra Witteveens, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Mc- Namara, forseta Alþjóðabankans, að þótt vaxandi verðbólga í heim- inum, hægur hagvöxtur, olíuverð- hækkunin og sú stórfellda röskun á greiðslukerfi heimsins og lána- markaði, sem hún veldur, sam- fara hættunni á þvi, að margar þjöðir gripi samtímis til harka- legra samdráttaraðgerða, feli að sönnu í sér alvarlegar horfur fyr- ir allar þjóðir heims, þá sé þó vandi þróunarlandanna sárastur. Olíuverðhæ'kkun og áburðar- verðhækkun valda neyð eða nærri neyð hjá sumum fátækustu þjóða heims, en í þeirra hópi telur Alþjóðabankinn allt að þúsund milljón manns. Þörfin fyrir þró- unaraðstoð er því brýnni en nokkru sinni fyrr. I ræðu Mc- Namara forseta Alþjóðabankans, lagði hann rika áherzlu á það, að þótt á móti blési úm sinn, væri heimurinn auðvitað ekki auði sín- um firrtur, og betur settu þjóðirn- ar hlytu enn að hafa efni á að styðja þær. fátækustu. Slíkur suðningur væri reyndar forsenda jafnvægis í alþjóðamálum. And- streymi í ár fæli ekki i sér tíma- bundin óþægindi, heldur örbirgð fyrir fátæku þjóðirnar. Aftur- kippur gæti hjá þeim jafngilt hungurdauða. Með þessum þjóð- um væri vandinn, sem við blasti, ekki sá að halda í við sig, heldur að halda lífi. Hvort þessi hvatning McNamara til hinna auðuguianda ber árangur, er óséð. En mótlæti fæðir víst sjaldan af sér örlæti, þótt hagur manna sé rúmur fyrir. Mikil áherzla var á fundinum lögð á skyldur landa með greiðsluaf- gang — ekki sizt oliuútflutnings- landanna — að auka lán og fram- lög til þróunaraðstoðar, og raunar til almennrar alþjóðlegrar lána- fyrirgreiðslu. Með öllu er ljóst, að fyrirgreiðsla Alþjóðabankans hlýtur i enn rikara mæli en fyrr að beinast til þeirra ríkja, sem berjast við að ná þegnum sinum upp á mörk mannsæmandi lífs. Líkur íslendinga til að fá fram- kvæmdalán hjá Alþjóðabankan- um fara því eðlilega minnkandi, nema alveg sérstaklega standi á. Spurningin gæti fremur verið, hvort við ættum ekki að leggja meira af mörkum til þróunarað- stoðar en við gerum nú. Niðurstöður fundarins Hverjar voru nú helztu niður- stöður ársfundarins? Formlega séð má fyrst nefna stofnsetningu tveggja milliþinganefnda. Önnur er mynduð af 20 ráðamönnum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (auk aukafulltrúa frá þeim löndum, sem ekki eiga mann i hópi tuttugumenninganna). Þessari „millibilsnefnd" (interim committee) er ætlað að taka við af 20-mannanefndinni, sem áður var getið, og skal hún fjalla áfram um endurskoðun al- þjóðagjaldeyriskerfisins, en gera jafnframt sérstaklega tillögur um fjármögnun olíuhallans í ár og næsta ár. Þessi nefnd er skoðuð sem undanfari fastaráðs Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á ráðherrastigi, sem ætti að treysta æðstu stjórn hans og samráðsgetu. Hin nefndin er samstarfsnefnd sjóðs og banka skipuð 20 ráðsmönnum auk aukafulltrúa. Henni er ætlað það hlutverk að efla og samræma ailar fjárhagsráðstafanir til styrktar þróunarlöndunum. Einkum er nefndinni ætlaó að gefa greiðsluvandamálum lakast settu þjóða heims forgang og þeirra, sem harðast hafa orðið úti I sviptingum viðskiptakjara og fjármagns síðustu missera. Þessi nefnd er raunar einnig sprottin úr verksviði 20-manna nefndar- innar fyrrnefndu. Nefndaskipun er auðvitað ekki lausnarigildi á alþjóðavettvangi fremur en innanlands, en miklar vonir verður þó að binda við starf þessara nýju stofnana sjóðs og banka. En eðlilegt er, að mönnum finnist miða hægt i átt til niður- stöðu, sem árangri skilar, því mikið er í húfi. Olíulánakerfið Olíuvandamálið sat sennilega flestum efst í huga á fundinum. A þessu sviói er hægt að benda á beinan árangur. Fyrr á árinu 1974 tók Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að láni u.þ.b. 3,5 milljarða dollara einkum frá Arabaríkj- unUm. Féð skyldi nota til sérs- stakra oliulána, með 7% vöxt- um, til allt að 7 ára, til að mæta greiðsluhalla af völdum olíuverðhækkana. Flestum fannst þessi fjárhæð of lág, og Bretar lögðu til á fundin- um, að olíulánsféð yrði aukið verulega á næsta ári og lánin þá veitt með stífari kjörum, ef með þyrfti. Undir þetta tóku margir t.d. fulltrúi Norðurlanda, (en Ís- land er í „kjördæmi" með Norður- löndunum bæði í stjórn sjóðs og banka.) Þessi tillaga var reyndar formlega samþykkt, þannig að hin nýja „millibilsnefnd" Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, beindi því þegar á fyrsta fundi sínum til framkvæmdastjórnar sjóðsins að vinna að eflingu olíulánakerfis- ins. Raunar hafði sú skoðun komið skýrt fram hjá Witteveen, að hinir venjulegu fjármagns- markaðir heimsins réðu ekki við oliulánsfjárvandann til lengdar og aukin fjölþjóðafyrirgreiðsla yrði að koma til, og þá ekki sízt á vegum sjóðsins. Utlán úr hinum sérstaka olíu- sjóði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hófust þegar á þessu ári, og er búizt við, að hann rétt endist til ársloka. (íslendingar hafa nýlega fengið 19 milljónir dollara lán (2,2 milljarða króna) úr þessu oliulánakerfi). Miðað við útlánin í ár, næmu lánveitingar á heilu ári með sama áframhaldi 7—8 milljörðum dollara. Álit embættismanna sjóðsins mun þó vera, að á næsta ári gæti þurft mun meira fé, eða 10—15 millj- arða í þessu skyni. Mörg halla- landanna, t.d. Bretland, telja að enn meira olíulánsfé sé nauðsyn- legt, t.d. 30 milljarðar dollara. Þetta verður viðfangsefni næstu mánaða og missera, og að sjálf- sögðu er þraulin i þvi fólgin að fá að láni greiðsluafgang olíurikj- anna (og annarra vel stæðra ríkja). Með þvi stendur og fellur málið. Fáir Arabar voru raunar á árs- fundinum, þvi hann er jafnan haldinn á Ramadan, 9. mánuði tunglárs Islams, sem er mánuður föstu og bænahalds en ekki vers- legrar sýslu. Áhrifamáttur oli- unnar kemur m.a. fram í þvi, að nú mun hafa verið ákveðið að færa fjallið til Múhameðs með því að færa ársfund sjóðs og banka til 1. sept. (frá 1. okt.) á árinu 1975. Uppstigning Arabaríkjanna í hóp auðugra áhrifarikja á siðustu misserum, sýnist nokkur nýjung i sögunnar rás. Fyrr í sögunni hafa þjóðir auðgast á hernaði og land- vinningum og stórveldi hafa risið á iðjusemi; atorku og hagsýni við framleiðslu. En nú kemur fram á sögusviðið stórveldi, sem á því er reist, að skrifa háa reikninga til annarra ríkja fyrir aðgang að knappri, einokaðri auðlind. (Sumir ætla, að oliuauðhring- arnir í heiminum hafi átt hér hlut að máli, a.m.k. í upphafi. Hvort þetta er rétt, eða hve lengi þetta veldi stendur, veit enginn.) Enginn vafi er á því, að hagþró- un i heiminum á næstunni er undir þvi komin, hvernig til tekst með olíulánakerfið. Bandaríkja- menn, sem á ársfundinum virtust tregir til að fallast á stofnsetn- ingu meiri háttar fyrirgreiðslu af þessu tagi virðast nú hafa snúizt, ef marka má ræðu, sem Kissinger utanríkisráðherra hélt hinn 14. nóv. s.l. i Chicago, þar sem hann lagði til stofnun alþjóðalánakerf- is, sem gæti veitt allt að 25 milljörðum dollara 1975 og 1976, ef þörf krefði, til að endurdreifa oliuhallanum/kúfnum. Hér væri um feikna stækkun á alþjóða- gjaldeyriskerfinu að ræða, mjög í hátt við tillögur Breta á ársfund- inum. Kissinger lagði i þessari ræðu áherzlu á hlutverk Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og -bankans og OECD, auk nefndanna tveggja, sem skipaðar voru á ársfund- inum, þótt ekki kæmi skýrt fram, hvar þessu lánakerfi væri ætlaður staður. Simon, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. hefur einnig ný- verið lýst svipaðri stefnu. Banda- ríkjamenn hafa hins vegar jafnan Iagt áherzlu á, að hinn eiginlegi vandi sé oliuverðhækkunin sjálf. og ekki megi greiða henni götu um of með fjárhagslegum aðgerð- Franthald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.