Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 Brezhnev og sveita- mennirnir eftir VICTOR ZORZA WASHINGTON — Þar sem Moskvumenn hafa opinber- lega birt leynibréf til dr. Kiss- ingers um ferðafrelsi Gyð- inga, fer ekki hjá því að bolla- lagt er hvort Leonid Brezhnev flokksritari saeti árásum fyrir þær tilslakanir sem hann hefur gert gagn- vart Bandaríkjamönnum. í bréfinu er því neitað að Kiss- inger hafi fengið nokkrar „fullvissanir" frá Kreml um ferðafrelsi Gyðinga. Bréfið birtist á sama tíma og sá fátíði atburður gerist að fundurer haldinn í miðstjórn- inni, þar sem saman koma sveitamenn þeir og fulltrúar nesjamennsku, sem ráða lög- um og lofum í dreifbýlinu og eru upp til hópa harð- línumenn. Þegar þeir eru í Moskvu reyna þeir gjarnan að fá útrás fyrir innibyrgða gremju út af nýjabrumsleg- um hugmyndum, sem berast í stríðum straumum til dreif- býlisins frá „miðstöðinni" og gert er ráð fyrir að flokksritar- arnir á landsbyggðinni hrindi í framkvæmd án tillits til þeirra vandamála, sem þeir eiga sjálfir við að striða. Um þetta halda þeir ekki endilega ræður í miðstjórn- inni, en þeir hafa önnur ráð til að koma sjónarmiðum sin- um á framfæri, með því að nöldra á göngum og í fundar- hléum eða kvarta við vinsam- lega embættismenn. Þeir fengu vissulega gilda ástæðu til að kvarta i október þegar þá var birt samkomulag Kiss- ingers og Jacksons, sem virt- ist bera með sér að Kreml- herrarnir hefðu lofað að hætta að áreita sovézka Gyð- inga og leyfa þeim að flytjast úr landi. Embættismenn flokksins á landsbyggðinni bera þá byrði ásamt lögregl- unni að hafa taumhald á landsmönnum, og fyrir þá hafði samningurinn i för með sér mjög áþreifanleg vanda- mál. Þeim hefur verið borið það á brýn af Gyðingum að neyta allra tiltækra ráða, hafa í frammi alls konar áreitni og beita alls konar ofsóknum, þar á meðal uppsögnum og handtökum á grundvelli upp- loginna ásakana, til þess að stemma stigu við því að fólk flytjist úr landi. Þeir hafa neitað öllum slíkum ásökun- um. Nú hafa nokkrar þessara aðferða verið taldar upp i bréfaskiptum Kissingers og Jacksons, og þar sem vitnað var í sovézkar fullvissanir um að þeim verði ekki beitt í framtíðinni, virðist hafa verið játað að þeim hafi verið beitt á liðnum árum. Þó hafa emb- ættismennirnir á lands- byggðinni aðeins verið að framfylgja skipunum að of- an. Nú gæti hver sá sem hyggst flytjast úr landi geng- ið inn I skrifstofu flokks- brodda á landsbyggðinni — og það hafa ýmsir gert — og krafizt þess að réttindi hans séu virt í öllu. Sá gamli ótti þeirra að aragrúi annarra en Gyðinga muni einnig krefjast réttar til þess að flytjast úr landi mun nú stórum aukast og gagntaka starfsmenn flokksins. Hefur verið rofið skarð í múr hugmyndarinnar um lokuð landamæri, sem varðveitir valdaeinokun flokksins? Þeir hafa oft spáð því að allt það flókna kerfi félagslegs og stjórnmálalegs eftirlits, sem hlúð hefur verið að, geti hrunið til grunna ef þeir sem með völdin fara í Kreml slaka á klónni. Nú geta þeir haldið þvi fram að Podgorny: átti hann við Brezhnev? vel geti verið að það sem þeir hafi óttazt mest sé að verða að veruleika. Einkasamkomulag milli Brezhnevs og Kissingers, framkvæmt í áföngum og án of mikils fjaðrafoks — ein- mitt það sem vakti fyrir Kremlherrunum í fyrstu — hefði ekki hrært upp í sveita- mönnunum og bandamönn- um þeirra á háum stöðum í Moskva. En Kissinger gat ekki fengið Jackson öldunga- deildarmann ofan af þvi að fella viðskiptafrumvarpið í öldungadeildinni nema með því eina móti að veita honum opinberar, skjalfestar „full- vissanir" um ferðafrelsi. Orðaval Kissingers var þraut- hugsað og í það var lagður ólíkur skilningur eftir þvi hver átti í hlut, en tvíræðni og orðaleikur á borð við þetta eru sérgrein Kissingers og þessu getur hann þakkað nokkra glæsilegustu sigra sína í utanríkismálum. Jackson þóttist geta lesið það út úr orðum Kissingers að þau hefðu að geyma „full- vissanir" frá Moskvu um ferðafrelsi. En i Moskvu var það hægt að lesa út úr þeim að þau hefðu ekkert annað að geyma en „fullvissun" um að Sovétríkin mundu virða í einu og öllu lög sín um ferða- frelsi, og þvi hefur alltaf verið haldið fram að það hafi verið gert. Þegar Brezhnev sá hvernig fullvissanirnar voru túlkaðar í Washington, gat hann fundið á sér að erfið- leikar voru í vændum. Bandariska þjóðþingið gat staðið fast á því að hann yrði að standa við „fullvissanir" sinar, og sovézkir andstæð- ingar hans gátu tekið hann til bænda fyrir að veita nokkrar slíkar fullvissanir yfirleitt. Til öryggis skipaði hann Gromyko utanríkisráðherra að senda Kissinger bréf, svo að ekkert færi á milli mála, þar sem hann neitaði þvi að nokkrar fullvissanir hefðu verið gefnar — en þetta bréf var ekki birt að sinni. Meðan allt lék i lyndi fyrir Brezhnev í stjórnmálaráðinu hafði hann í fullu tré við sveitamennina. Blöðunum var ekki skipað að hamast gegn „afksiptum af sovézk- um innanríkismálum", sem bréfaskipti Kissingers og Jacksons um ferðafrelsi bæru vott um, þótt áður hafi varla mátt minnast á þetta efni án þess að hrinda af stað heilli skriðu kvartana. Brezhnev hafði augljóslega góða stjórn á ástandinu. Sovézk blöð gerðu mikið úr fundinum í Vladivostok og kölluðu hann mikinn sigur. En ekki leið á löngu þar til hjáróma heyrðist. Nikolay Podgorny forseti, sem er miklu tregari að bæta sam- búðina en Brezhnev, gaf í skyn að hrossakaup Rússa og Bandaríkjamanna, sem leiddu til formúlu Kissingers og Jacksons, gætu komið niður á fullveldi Sovétríkj- anna. „Um málefni sem varða fullveldi og innan- landsmál okkar," sagði hann, „hafa aldrei farið og munu aldrei fara fram pólitísk hrossakaup" — og með þessu átti hann við að um slík mál hefði ekki átt að gera hrossakaup. Það væri „óþol- andi skammsýni" að sögn hans að taka ekki fullt tillit" til erlendra tilrauna til að beita Sovétríkin þrýstingi, til- rauna til afskipta af málum sem snertu „innanríkisstefn- una". Átti hann við að Brezh- nev hefði vanrækt að taka „fullt" tillit til alvöru málsins og að það hefði verið „óþol- andi skammsýni"? Sú ráðstöfun Brezhnevs að birta nú bréfið til Kissingers, eftir tæplega tveggja mán- aða hlé, jafngildir svari hans til allra þeirra sem kunna að saka hann um að hafa haldið illa á ferðafrelsismálinu — hvort sem þær ásakanir koma frá Podgorny eða sveitamönnunum í miðstjórn- inni eða báðum. Tíminn, sem var valinn til birtingarinnar, getur gefið til kynna að ætl- unin hafi verið sú að tekið væri eftir bréfinu í bandríska þjóðþinginu þegar það greiddi atkvæði um við- skiptafrumvarpið, og þar var vissulega tekið eftir því, en áhrif þess á sovézk innan- landsstjórnmál geta verið allt að því eins mikilvæg. Keflavík — Suðurnes Til sölu rúmlega fokhelt raðhús, múrhúðað utan, tvöfalt gler. Allar útihurðar. Btla- og fasteignaþj. Suðurn., Hafnargötu 50, sími 92-2925. Kona vön öllum algengum skrifstofu- störfum óskar eftir vinnu hálfan daginn. Tilboð merkt: Framtíð — 7309 sendist augl.d. Mbl. sem fyrst. Grindavik — Suðurnes Til sölu í Grindavík, fokhelt raðhús 1 1 3 fm og bílskúr. Bíla- og fasteingaþjónusta Suðurnesja, Hafnargötu 50, sími 92-2925. Prjónakonur takið eftir Peysumóttakan hefst þriðjudaginn 14. janúar. Móttaka þriðjud. og fimmtud. kl. 1 —3. Vantar sérstaklega hnepptar peys- ur. Seljum þriþættan lopa. UNEX, Aðalstræti 9. Keflavík — Suðurnes Hef kaupanda að fokheldu ein- býlishúsi í Keflavik. Bíla- og fasteigna- þjónusta Suðurnesja, Hafnargötu 50, simi 2925. Skattframtöl Önnumst hvers kyns framtöl og reikningsskil. Magnús Sigurðsson lögfræðingur Þórir Ólafsson hagfræðingur Skrifst. Öldugötu 25 s. 23017 og 13440. Keflavík Til sölu góð 4ra herb. hæð. Sérhiti Sérinngangur. Bílskúr. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-3222. Hjón með eitt barn óska eftir góðri 2ja—3ja herb. íbúð á leigu. Skilvísri greiðslu og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 34967. Fjársterkur maður. Vill einhver fjársterkur maður lána ungum og áreiðanlegum manni 250.000.00 kr til eins árs gegn góðum vöxtum og 100% trygg- ingu. Tilb. sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: 7—7308". Kanaríeyjar Óskum eftir nokkrum ferðafélög- um í ferð til Kanaríeyja 1. febr. i 3 vikur. Ódýr ferð og góðir greíðslu- skilmálar. Uppl. fyrir hönd Ökukennarafé- lagsins Geir P. Þormar ökukenn- ari, s. 1 9896. Góður bíll óskast keyptur Volvo, Datsun eða Toyota ekki eldri en '68, má vera station, aðrir bilar koma til greina. Staðgreiðsla i boði. Uppl. i sima 37203. í§£ii MR ER EITTHURÐ FVRIR RLLR 2W0röiiiit»JöMÍ> ENSKUSKOLI FYRIR BÖRN Ný námskeið hefjast 16. janúar. Innritun til þriðjudags 14. janúar. Enskir kennarar — Enskt talmál. sími 1004 og 11109 (k' 1 7 e.h.) |\/|^|3S|^^|inn |\/|ínnir — Brautarholti 4 SERVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala I? 0 SILD & FISKUR Bergstaáastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.