Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 13 „Og svo eignast ég vonandi mörg börn og endur.. + „Á tslandi er um lítið annað að velja en spila á böllum fyrir fólk sem er að sukka og svalla....“ 0 Við sitjum yfir kaffi, osta- köku og annarri hollustu heima hjá Jakobi Magnússyni i London. — Jakob býr vel, er smekkmaður, upprunninn úr aristokrataumhverfi á Islandi og nýtur nú velgengni sinnar í ríkum mæli hér í Englandi. 0 Jakob nam ungur tónfræði, trompet- og planóleik, og seint á menntaskólaferli sfnum stofnaði hann hljómsveitina Rifsberja ásamt Þórði, Tómasi og Gylfa. Vmsa rekur sjálfsagt minni til að tilvera þessarar hljómsveitar á Islandi varð heldur stormasöm: tsland á ekki of marga góða „beat- trommara“ og á þessum tfma voru þeir allir „á föstu“ í öðr- um hljómsveitum, svo fjór- menningarnir — ailir stórhuga — leituðu út fyrir landsteinana að einum góðum, — og fengu hann. Góð hugmynd — þar eð anzi mikið veltur á góðri trommu sem undirstöðu; flestir munu lfklega hvernig fór: Fél. fsl. hljómlistarmanna, sem að öllu jöfnu heyrist ekki mikið frá, geystist skyndilega fram á ritvöil btaðanna: útlendur trommari kominn að taka at- vinnu frá okkur — burt með hann. Upphófst svo mikið stríð F.l.H. og Rifsberja sem stóðu þétt um sinn trommara og gekk á ýmsu — unz að lokum F.l.H. sigraði. Til gamans má geta þess að Jakob er nú fullgildur meðlimur brezka F.l.H. (Music Union) með öll sömu réttindi og enskir hljóðfæraleikarar — og á skrá sem sessionleikari (töluvert eftirsóttur sem slík- ur) og f bili er hann viðriðinn 3 hljómsveitir: Flash — Kevin Ayers og að einhverju leyti Change. Jakob, hvers vegna fórstu til Englands? „Öll aðstaða hér er ólíkt betri ef ætlunin er að vera í músik, ekki sizt stúdíóin. Hér er allt hægt — allar leiðir opnar. A Islandi er um litið annað að velja en spila á böllum — út um sveitir — fyrir fólk sem er að sukka og svalla. Svo að við fór- um með trommaranum okkar til Englands — en F.l.H. strfðið hafði gengið nærri honum svo að hann ákvað að fara. Fljót- lega eftir að við komum hingað hvarf hann. Hann var nokkuð góður trommari, en nýttist illa á tslandi — í og með út af pressunni, sem myndaðist er hann fann sig svo óvelkominn af forráðamönnum hljómlistar- manna hér. Þó má segja að hann hafi orðið til mikils góðs með því að gera okkur íslenzk- um tónlistarmönnum grein fyrir þvl að við stöndum erlend- um félögum okkar ekkert að baki.“ Hvernig gekk í byrj- un? „Húsnæði okkar, i byrjun, var nú ekkert sérstakt og fjár- hagurinn fremur aumur er við ákváðum að hefjast handa. Við höfðum fengið nýjan trommara og söngvara og æft þar sem við bjuggum og eitthvað spilað, en nú fór Þórður í upptöku með Curved Air en ég í Merlin og með þeim út um landið I 4 mánuði. — Þetta gérðum við til að bjarga fjárhagnum. Viku- kaup, spyrð þú? Það fór undir lokin upp í 140 f á viku fyrir 5—6 kvöld. — Já, það er ágætis kaup, en nokkuð stff vinna. Svo fór ég í John Baldry Band, sem síðar leystist upp — en hann verður „opnunarnúmer“ með okkur í Kevin Ayers. Við erum að leggja upp núna I hljóm- leikaferð um landið. — Já, með Baldry túruðum við England í 8 mánuði, en þá veiktust tveir og „Metorðagirnd er yfirleitt neikvæður hlutur og rót margs ills... r Margrét Asgeirsdóttir ræðir við Jakob Magnússon í London fyrir Slagsíðuna við urðum að hætta. Þaðan fór ég í Flash þar sem Peter Banks (úr Yes) situr við stjórnvölinn og á hann til að vera nokkuð stirður eða stirfinn I samstarfi. Já — ég er víst enn í Flash — opinberlega — en ég hef sagt upp. Það er bara uppsagnar- fresturinn.“ Munur á að vinna með Íslendingum og Bretum? „Hann varðar aðallega hugar- ástand og viðhorf til samstarfs. — Ja, íslenzkum hættir dálitið til að taka hlutina — og sjálfa sig — heldur hátíðlega. Svo eru Bretar og Ameríkanar ein- hvern veginn nær rótum tón- listarinnar þ.e. bluesins. Þó standast íslenzkir tónlistar- menn alveg samanburð. Margir íslenzkir gætu gengið hér inn í hvaða grúppu sem er, — alla vega 10 — 15 sem ég man eft- ir.“ Hvað með þig og Change? „Ég verð með Change á þess- ari plötu. Nei, ég er ekki fastur meðlimur enn, nóg er að eiga að heita fastur i Flash og vera á fullu með Kevin Ayers. — En ég kem til með að aðstoða þá I framtiðinni — verða laus við Flash upp úr áramótum. Mér lízt vel á það sem þeir I Change eru að gera. Ég get vel ímyndað mér þá, gera það gott á alþjóða- markaði. Svo er lika nóg að gera á sessionum I stúdíóunum og við upptökustjórn fyrir ís- lenzku hljómplötuútgáfurnar." Hvernig líkar þér brezkt kvenfólk? „Æ — nei, þá er ég hrifnari af þeim skandinavísku, ekki sízt þeim islenzku. Þær bera af. Þær eru svo blátt áfram og hressar." Vín? „Eins og Salomon kóngur sagði; hóflega drukkið vín gleð- ur hvers manns hjarta — og jafnvel Jesús og lærisveinarnir fengu sér vín.“ Markmið? „Núna er ég að afla mér reynslu i músik með iðkun og framleiðslu. En tsland kallar og músikin er ekki allt, sízt á Is- landi, sem er lítill og þröngur markaður. Poppmúsik er ekki hlutur sem ég myndi vilja vera í eingöngu alla ævi. Það er sko margt annað sem gaman væri að gera.“ „Fyrir mér er ham- ingjan einfaldasti hlutur í heimi....“ Hvernig hyggstu koma þér áfram? (Töluverð þögn) „Ég held — að frægð og músiklegt gildi manns þurfi ekki að haldast i hendur. Frægðin er lítils virði — fremur neikvæð i litlu sam- félagi — stundum aðeins til þess að lenda enn meira undir smásjánni.“ Hvert beinist þinn metnaður? „Ég stefni að framför og þroska, — en metorðagirnd er yfirleitt neikvæður hlutur og rót margs ills. Ég hefi reynt að forðast að verða frægur á „billegan hátt.“ Þó er allt í lagi að vera þekktur, — það opnar margar leiðir og möguleika. — En frægð slitur oft sambönd og blindar fólk. Það sér aðeins frægðina — ekki manninn." Og takmarkið? (Þögn) „Að verða jákvætt, virkt afl i því samfélagi sem ól mig. Ég finn að timamörk I músik nálgast. Ég er að verða búinn að svala fýsninni eftir þessari tegund tónlistar, en hef alltaf gaman af lýriskri músik.“ Uppáhald? Miles Davis. Trú? „Ég trúi á hið góða, hvort sem það er Tao, Zen, Islam eða Jesús Kristur. Ég geri sterkan mun góðs og ills í daglegri breytni — mannleg samskipti skipta mestu máli i lífinu." Kirkjan? „Ja — ég var argur og and- snúinn kirkju og kristindómi upp úr fermingu. Það má deila um margt sem kirkjan hefur aðhafst, eins og að messa á latínu, sem enginn skilur, ferma börn sem ekki eru komin til meðvitundar, o. s. frv. Alla vega hefur kirkjan ekki reynst sú lind sem æskan hefur getað sótt til andlega fullnægingu. Er það ein orsök þess að margt æskufólk leitar á önnur og óhagstæðari mið eftir andlegri reynslu. Hins vegar eru gamlar kenningar og trúarbrögð erfið i framkvæmd i vestrænni nútímamenningu, þar sem lítill gaumur er gefinn að guðdómin- um í nýtízku þægindum og stór- kostlegri tækni. En ég tel mig þekkja hjartahreint, sannkrist- ið fólk, einkum af elztu kyn- slóðinni t.d. hana ömmu mina.“ Hamingja? „Fyrir mér er hamingjan ein- faldasti hlutur í heimi. Ef ég lifi í sátt og samlyndi við annað fólk, við gott heilsufar, kær- leika og einhvern stað sem ég á í að venda að safna starfskröft- um — þá er ég alsæll.“ Ef þú lítur heim? „Á svona breytingatímum þrifst ýmislegt: lifsgæðakapp- hlaupið er ekki óskiljanlegt i harðbýlu landi, en það gerir mannleg samskipti að keppni við náungann. Þessi nýríka kynslóð hefur ekki haft af þrautum né erfiðleikum að segja — á borð við afa- og lang- afakynslóðina. Erfiðleikar þroska verðmætamat — svo sem mat á hvað er hamingja, — sem er svo einfaldur hlutur að fólk áttar sig ekki fyrr en það tapar henni, og yfirleitt þá með stressi eftir fánýti.“ óskir þínar? „Að uppvaxandi kynslóð takist að mynda fyrirmyndar samfélag þar sem kærleikur og andleg verðmæti koma fyrst. Mennirnir eru góðir i eðli sínu, en hið illa smitar út frá sér. Við vitnum einatt að biturleiki þess er fær slæma útreið hjá náunganum, stjórnar viðbrögð- um hans og gerðum, nema að maðurinn sé því yfirvegaðri. Hins vegar eykst kærleiki manns, ef hann verður var við mildi og hjálpsemi. Þvi trúi ég á gott fordæmi frekar en byltingar og umvandanir til að bæta samfélagið. Vegna fá- mennis okkar og einangrunar eigum við mun betri möguleika en flestar aðrar þjóðir til að þroska með okkur heilbrigt og jákvætt samfélag. Víkingaeðlið, hefnigirnin og rosaháttur sá er forfeður okkar voru frægir fyrir er á stöðugu undanhaldi og ég hef trú á að uppvaxandi kynslóð eigi eftir að ná mjög langt í þroska og mannlegum samskiptum. — Svo eignast ég vonandi mörg börn og endur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.