Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975 Hörður Einarsson: Á ALÞINGI 1934 voru samþykkt lög um Síldarverksmiðjur rikis- ins, þar sem það var lögboðið í 1. grein, að enginn mætti reisa eða stækka síldarverksmiðju hér á landi, nema að fengnu ráðherra- leyfi. Þessi lagasetning var eitt kastið í því einokunar og einkaleyfisæði, sem þáverandi landsstjórnendur voru haldnir. Á næstu árum var reynt að setja allt atvinnulíf landsmanna í skipulagsbundnar skorður og sett á stofn í því skyni skipulagsnefnd atvinnumála, sem meðal almennings fékk fljótlega viðurnefnið Rauðka, og tímabilið hefur síðan oft verið kennt við. Ekki var þessi skipulagsárátta vel séð af þeim mönnum, sem á Rauðku-tímabilinu sátu á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þeir börðust ósleitilega á móti stjórnarstefnunni í hverju ein- okunarmálinu á fætur öðru, þótt við ofurefli væri að etja. En nú hefur það loks gerzt, mörgum ára- tugum síðar, að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins eru farnir að bera fram lagafrumvörp í anda Rauðku, og einstaka þingmenn flokksins farnir að verja gerðir þeirra með vísun til Rauðkulaga. t sambandi við hið svokallaða Blönduósmál hefur ríkisstjórnin flutt frumvarp á Alþingi, þar sem boðið er, að eftirleiðis megi eng- inn reisa eða stækka rækju- eða skelfiskvinnslustöð hér á landi, nema að fengnu ráðherraleyfi. Og við umræður á Alþingi um málið fyrir stuttu vitnaði einn af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins til fyrrgreinds lagaákvæðis um síld- arverksmiðjurnar sem sérstakrar fyrirmyndar. Mun þetta vera í fyrsta skipti i islenzkri stjórn- málasögu, sem ráðamenn í Sjálf- stæðisflokknum leita til Rauðku um fyrirmyndir, enda hefur ekki staðið á lofinu á þá úr vinstri herbúðunum fyrir vikið, eins og t.d. skipstjóranum að Skaga- strönd (einum af eigendum rækjuvinnslunnar þar), sem skrifaði grein í Morgunblaðið fyr- ir stuttu, þar sem hann kallaði hina endurvöktu Rauðkustefnu „raunhyggju". Þó að ég hafi fundið, að það verkar á suma af núverandi ráða- mönnum eins og að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar vitnað er um. grundvallaratriði sjálf- stæðisstefnunnar til fyrri forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, get ég ekki hlift þessum ágætu mönn- um við því að rifja upp ummæli Ölafs Thors um einokunarákvæð- ið í síldarverksmiðjulögunum, þegar um það var fjallað á Al- þingi. Ólafur Thors benti á, að með ákvæðinu væri verið ,,að binda þennan atvinnurekstur al- veg viðjum einokunarinnar, svo að mönnum sé nú ekki lengur heimilt að reka þessa atvinnu nema með alveg sérstöku leyfi atvinnumálaráðherra á hverjum tíma“, og af þessum sökum leyfði Ólafur Thors sér að leggjast gegn ákvæðinu. Hann sagði lika: „Því að sannleikurinn er sá i þessu Er einokun „ byggðastefnaí máli að í þessu lýsir sér hin hættulega og í alla staði skaðlega kenning, að einstöku menn eða þingmeirihluti geti verið forsjón þjóðarinnar á öllum sviðum." En andsvör helzta talsmanns einokunarinnar þá voru að sjálf- sögðu á svipaða lund og andsvör staðgengla hans nú: „Þetta mál er fyrst og fremst flutt til þess að tryggja atvinnurekstur sem til er í landinu.“ Verndarréttur — Refsiréttur Sjálfsagt hefur öll einokunar- löggjöfin, sem sett var á Rauðku- tímabilinu, verið sett I góðum til- gangi og átt að efla þjóðarhag. Hversu góður sem tilgangurinn kann að hafa verið, er svo mikið víst, að framkvæmdin varð þá ekki í samræmi við tilganginn. Þeir, sem í náðinni voru hjá vald- höfunum, nutu að visu góðs af og var ívilnað, en aðrir voru settir hjá og jafnvel hundeltir. Gegn sjálfstæðismaður lýsti þjóðfélags- ástandinu á þessum tíma svo, að í rauninni ríkti hér tvöfalt réttar- kerfi, skjólstæðingar valdhafanna byggju við „verndarrétt", en aðrir landsmenn við „refsirétt". Þessi gamla tvískipting réttarins kemur manni vissulega i hug í sambandi við afskipti núverandi valdhafa af rækjumálum á Húna- flóasvæðinu. Nokkrum fyrir- tækjum í náðinni á að afhenda Húnaflóann til þess að vinna úr honum alla rækju. Þau eiga að lifa í skjóli verndarréttarins. A aðra skal lögreglunni sigað. Fyrir þá á refsirétturinn að gilda, og mega þeir nú þakka fyrir hvern dag, sem þeir fá að ganga lausir eftir að hafa drýgt þann voðalega glæp að veiða fisk úr sjó og selja hann til vinnslu í heimabyggð. Einokunarnjótendur þakka fyrir sig Að undanförnu hafa sjávarút- vegsráðherra borizt nokkur þakkarávörp og stuðningsyfirlýs- ingar frá þeim aðilum, sem ein- okunar eiga að njóta, ef ráð- herrann fær vilja sínum fram- gengt. Sjávarútvegsráðuneytið hefur jafnharðan sent frá sér fréttatilkynningar um þakkirnar, en af einhverjum ástæðum hefur ráðuneytið ekki enn sent frá sér fréttatilkynningar um áskoranir, sem ráðuneytinu hafa borizt, en ekki tjá þakklæti sem hin ávörp- in. Ein stuðningsyfirlýsingin er frá Skagaströnd. Er hún undirrituð af Bernódusi Ólafssyni, sem þar títlar sig oddvita, og Kristni Jóhannssyni, sem þar titlar sig formann Verkalýðsfélags Skaga- strandar. Sjálfsagt eru báðir titlarnir réttir, en segja þó aðeins hálfan sannleikann. Þvi er nefni- lega sleppt, sem hlutafélagaskrá Húnavatnssýslu upplýsir, að báðir þessir menn eru meðal eig- enda rækjuvinnslunnar á Skaga- strönd og annar þeirra i stjórn hennar. Þegar þetta er upplýst, fer stuðningurinn við ráðherrann að verða skiljanlegri. Sennilega hefur hvorki þessum framámönn- um né sjávarútvegsráðuneytinu fundizt það eins „sterkt“ að flika sannleikanum öllum. Annað þakkarávarp kvað svo við í sjónvarpsþætti fyrir skömmu úr munni eins af eigend- um rækjuvinnslunnar á Hvamms- tanga, sem þar lét að sjálfsögðu við það sitja, að hann væri kynnt- ur sem oddviti Hvammstanga- hrepps. Þriðja ávarpið var frá Hólma- vik og Drangsnesi, þar sem kaup- félagið undir stjórn tengdamanns sjávarútvegsráðherrans rekur rækjuvinnsluna. Þetta kaupfélag á samkvæmt einokunartilskipun- inni að fá hvorki meira né minna en helming alls rækjuafla úr Húnaflóa, svo að engan þarf að undra þakklætið úr þeim herbúð- um. Fjórða stuðnings- og þakklætis- yfirlýsingin til sjávarútvegsráð- herra er svo úr ráðuneytinu sjálfu, en birtist í grein Þóris Hauks Einarssonar oddvita á Drangsnesi I Morgunblaðinu 29. desember sl. Ýmis atriði í þeirri grein sýna, að hún hefur orðið til með svipuðum hætti og Akureyr- arbókin um Ragnheiði biskups- dóttur. Miðillinn, sem um pennann heldur, situr í trans vestur I Drangsnesi, en andinn, sem innblásturinn veitir, sveimar suður i sjávarútvegsráðuneyti. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti, sem valdhafi fær send þakkarávörp fyrir löglaus ofríkis- verk, svo smekkleg sem slik ávörp eru. Ég man t.d. ekki betur en sovézki innrásarherinn í Tékkó- slóvakíu 1968 hafi fengið þó nokkur þakkarávörp frá þeirrar þjóðar mönnum, sem ætluðu sér að njóta góðs af valdatöku hans. Þó að aðfarir sjávarútvegsráð- herra í Blönduósmálinu séu með vissu stórlega ámælisverðar, er þeim að sjálfsögðu ekki jafnandi við valdarán. En hugarfar þeirra, sem þakka ofríkið og lögleysu í einkaþágu, er í báðum tilvikum hið sama. Hugnast öllum ráðherrunum aðfarirnar? Grein Drangsnessmiðilsins ber það með sér, að andi hans í sjávar- útvegsráðuneytinu er orðinn eitt- hvað uggandi um afleiðingar hamfaranna að undanförnu. Að minnsta kosti leggur hann á það þunga áherzlu í greinarlok, að sjávarútvegsráðherra beri ekki einn ábyrgð á aðgerðunum við Húnaflóa. „Ríkisstjórnin í heild stendur samábyrg fyrir því, sem gert var,“ segir hann. Ekki skal ég um þetta segja, — hef ekki eins góðar upplýsingar um það, hvað fram fer á ráðherrafundum, — og meðráðherrar sjávarútvegs- ráðherra I ríkisstjórninni hafa ekki enn játað eða neitað þessum áburði. En mjög kæmi mér það á óvart, ef það ætti eftir að koma i ljós, að öllum ráðherrunum I ríkisstjórninni hugnuðust jafnvel aðfarir sjávarútvegsráðherra. Hitt er svo auðvitað rétt, að sjávarútvegsráðherra ber ekki einn ábyrgð á gerðum sinum. Pólitíska og að nokkru leyti stjórnskipulega ábyrgð á verkum hans ber sá þingflokkur, sem hef- ur valið hann til ráðherrastarfs og forsætisráðherra. Þetta verða allir aðilar að gera sér ljóst. Sjávarútvegsráðherra verður að átta sig á þvi, að hann vinnur ekki einungis á eigin ábyrgð, heldur einnig á annarra ábyrgð. Og for- sætisráðherra og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að gera sér grein fyrir þvi, að úrslita- ráðin eru í þeirra hendi, því að einn ráðherra getur aldrei gengið lengra heldur en þeir, sem á honum bera ábyrgð, vilja hleypa honum. Mótbárurnar, sem hrundu Það er til fróðleiks að rifja nú upp nokkrar helztu mótbár- urnar, sem sjávarútvegsráðu- neytið og aðrir andstæðingar rækjuvinnslu á Blönduósi hafa haldið á loft I áróðrinum gegn þessu þarfa fyrirtæki. I fyrstu var því haldið fram, að eitthvað væri athugavert við kaupin á Blönduósbátunum til staðarins og, að hafnarskilyrði á Blönduósi væru því til fyrirstöðu, að þar verði rekin rækjuvinnsla. Þá var því haldið fram, að rækju- stofninn í Húnaflóa væri ofveidd- ur, afkastageta rækjuverk- smiðjanna, sem fyrir væru á svæðinu, væri nú þegar óþarflega mikil og ný rækjuvinnsla mundi stofna i hættu afkomu annarra rækju- vinnslustöðva, útgerðaraðila og sjómanna. Allar hafa þessar mót- bárur verið rækilega hraktar, svo að þar stendur ekki steinn yfir steini, og skulu þær röksemdir ekki endurteknar hér. Þegar þessar mótbárur reyndust algjör- lega haldlausar, setti sjávarút- vegsráðherra traust sitt á það, að rækjuvinnslan á Blönduósi fengi ekki vinnsluleyfi hjá Fiskmati ríkisins. Sú von reyndist þó ósk- hyggja ein, þvi að Fiskmatið hafði engar sérreglur fyrir Blönduós, heldur mat umsókn rækju- vinnslunnar þar um vinnsluleyfi eftir sömu sjónarmiðum og um- sóknir annarra aðila. Þannig hafa allar mótbárur sjávarútvegsráðu- neytisins og vildarfyrirtækja þess verið hraktar eða hrunið af sjálfu sér. • • Ofundaráróðurinn gegn Blönduósi Á undanhaldi sínu að undan- förnu hafa andstæðingar rækju- vinnslu á Blönduósi í vaxandi mæli hörfað I það vígi, að rækju- einokunin til handa öðrum Húna- flóaplássum sé framkvæmd á byggðastefnu. Að sjálfsögðu hafa ekki verið færð fram nokkur gögn þessu til stuðnings, hvorki töluleg né annars eðlis. Slagorðin ein og fullyrðingarnar hafa verið látin nægja. Það hefur verið staðhæft að Blönduós þurfi ekki á rækju- vinnslu að halda, afkoma íbúanna þar sé betri og öruggari heldur en afkoma íbúa í öðrum byggðalög- um við Húnaflóa, atvinnuleysi á ekki að þekkjast á Blönduósi, gert er mikið úr blómlegum iðnaði, sem þar sé rekinn, og þvi er haldið fram, að tilkoma rækju- vinnslu á Blönduósi mundi „leggja heil byggðarlög I eyði“, rækjueinokunin sé forsenda þess, að „fjögur byggðalög við Húna- flóa megi lýði og byggðum halda“ o.s.frv. Með hliðsjón af þessum stað- hæfingum er það vissulega athug- andi, hvort afkoma Blönduóssbúa sé svo miklu betri en íbúa hinna byggðarlaganna, að ástæða sé til sliks öfundaráróðurs. Hvar ætli meðaltekjur séu nú t.d. hæstar? Á Blönduósi? Nei, heldur á þeim stöðum, sem sárust hafa sent frá sér neyðarópin. Á árinu 1973, (en það er síðasta árið, sem tölur liggja nú fyrir um), námu meðal- tekjur á framteljanda á Drangs- nesi 572 þús. kr. og á Skagaströnd 549 þús. kr. Blönduós kom svo i þriðja sæti með 548 þús. kr. og síðan Hvammstangi með 544 þús. kr. og Hólmavík með 533 þús. kr. Tölur um atvinnuleysis- skráningu sýna, að sem bet- ur fer hefur enginn þessara staða orðið að þola atvinnuleysi, sem talandi sé um, að undan- förnu. En þær tölur sýna jafn- framt, að þegar einhvers atvinnu- leysis gætir á annað borð, er Blönduóskauptún þar ekki undanskilið. Og t.d. á árinu 1974 hafa mun fleiri verið skráðir at- vinnulausir á Blönduósi heldur en bæði á Hvammstanga og Skagaströnd, bæði að fjölda til og hlutfallslega miðað við ibúa- fjölda. Og hvað um hin blómlegu iðn- fyrirtæki? Eitt þeirra varð hrein- lega gjaldþrota fyrir fáeinum ár- um og hefur ekki verið nein lyfti- stöng í atvinnulífi staðarins síðan. Annað iðnfyrirtæki, sem miklar vonir voru bundnar við, hefur hætt starfsemi sinni vegna rekstrarerfiðleika. Og yfirleitt má segja, að samdráttar hafi gætt í starfsemi annarra framleiðslufyr- irtækja í iðnaði á Blönduósi, sem þó eru sárafá, en hér verður að sjálfsögðu ekki farið út í að ræða rekstur einstakra fyrirtækja. Upplýsingar um lánveitingar úr opinberum sjóðum og önnur framlög til atvinnulífsuppbygg- ingar eru því miður ekki alls staðar jafnaðgengilegar, svo að ekki hefur enn verið unnt að taka saman heildaryfirlit til saman- burðar um fjárveitingar til þeirra byggðarlaga, sem hér um ræðir. En af þeim upplýsingum, sem þegar liggja fyrir, er augljóst, að í þessum efnum er Blönduós í neðsta sæti miðað við íbúafjölda. Þessar upplýsingar sýna, að Blönduósbúar búa ekki við slikar allsnægtir, að réttlætt geti þann hamagang, sem uppi er hafður, jafnvel af ríkisvaldsins hálfu, til þess að meina þeim eðlilega sjálfsbjargarviðleitni. Þvert á móti sýna þær, að ekki veitir af því á Blönduósi frekar enannars staðar í okkar harðbýla landsi, að rennt sé fleiri stoðum undir at- vinnulífið. Það getur ekki verið neitt sáluhjálparatriði fyrir islenzka byggðaþróun, að fólkið á Blönduósi verði skyldað til að vinna fyrir sér og sinum eingöngu við innanbúðarstörf eða sem kont- óristar á sýsluskrifstofunni og hjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.