Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 Vonzkuveður fær- ist yfir landið SAMKVÆMT upplýsingum Vega- gerðar ríkisins var vonzkuveður í fyrrinðtt og gærmorgun f Vík í Mýrdal, snjðkoma og hvassviðri. Voru vegir í gærmorgun orðnir ðfærir í Mýrdal og á Mýrdals- sandi. Snjðkoman og veður- hamurinn færðust sfðan inn yfir landið og í gær var þetta veður farið að hafa áhrif á Vesturlandi og mjög þung færð var komin á Holtavörðuheiði. Spáð var snjó- komu á Norðurlandi, þar sem í gær var góð færð og var jafnvel búizt við því að þá myndi færð þar fara að þyngjast. Fjallvegir voru í gærdag að lokast austan Hafnar í Hornafirði og færð mikið tekin að þyngjast á Breiðamerkursandi. ÍBorgarfirði var siðdegis komið vont veður og á Snæfellsnesi. Mikið hvassviðri var í gær á Hellisheiði og sjókóf. Stöðvuðust þar bílar vegna þess að vélar þeirra bleyttu sig og áttu menn víða í erfiðleikum af þeim sökum. Þá var og mikið kóf á Keflavíkurveginum. Þar og á Hellisheiði sáu menn varla handa sinna skil í dimmustu hryðjunum. Hér sjást fslenzku riddara- og stórrlddarakrossarnir, sem Otto Christensen keypti í verzlun f Kaupmannahöfn, svo og nótur, sem eru staðfesting á kaupunum. „Alveg orðulaus í bili” — segir Magni í Frímerkjamiðstöðinni um orðumarkaðinn „ÉG ER alveg orðulaus í bili“, sagði Magni f Frfmerkjamið- stöðinni þegar Mbl. leitaði til hans í gær og spurðist fyrir um ástandið á fslenzka orðu- markaðnum. Sagði Magni, að verzlunin hefði engar fálkaorð- ur fengið síðan f haust. Eftir- spurn væri ætfð mikil en fram- boð hins vegar lftið. t sama streng tók Guðmundur kaup- maður f Klausturhólum, sem einnig hefur verið með fslenzk- ar fálkaorður til sölu. . Á laugardaginn opnar danski safnarinn Ottó Christensen sýn- ingu á íslenzkum orðum, merkj- um og peningum, en hann hefur sérhæft sig í söfnun þess- ara hluta frá íslandi og á stór- gott safn. Á sýningu hans verða m.a. 2 íslenzkir riddarakrossar hinnar islenzku fálkaorðu og einn stórriddarakross með borða. Stórriddarakrossinn og annar riddarakrossinn eru frá konungstímabilinu, og voru þeir keyptir í verzlun í Kaupmannahöfn sumarið 1973. Stórriddarakrossinn keypti Ottó á 1350 danskar krónur eða á núgildandi verðlagi 28.350 fslenzkar krónur og riddara- krossinn á 500 danskar krónur, eða 10.500 islenzkar. Fékk hann nótur fyrir krossunum, og sjást þær á meðfylgjandi mynd ásamt krossunum. Þá keypti Ottó riddarakross í sömu verzl- un fyrir 14 árum síðan. Riddarakrossinn er frá því eftir lýðveldisstofnun, og greiddi hann fyrir hann 450 danskar krónur. Með öðrum riddara- krossinum fylgdi heiðursskjal undirritað af nokkrum helztu mönnum þjóðarinnar á þeim tíma og á þetta skjal var ritað nafn þess, sem krossinn hlaut, en það var H. L. O. Rasmusen yfirlæknir i Danmörku. Slík skjöl fá allir þeir, sem orður hljóta, og skjalið fékk Otto Christensen með f kaupbæti. Jakob Hafstein fékk ekki inni á Kjarvalsstöðum Afrýjar til borgarráðs Þórleifur Ólafsson, formaður Norðfirðingafélagsins f Rcykjavík, tekur við söfnunarfé því, er þeir Berti Mölier og Guðmundur H. Jónsson afhentu frá lögregluþjónum umferðardeildar f Reykjavfk. Ljósm. Mbl.: Sv.Þ. Hækkunarbeiðnir til athugunar RAFMAGNSVEITA Reykjavfkur og Hitaveita Reykjavíkur hafa sent iðnaðarráðuneytinu beiðni um hækkun á töxtum sínum. Raf- magnsveitan hefur óskað eftir 22,2% hækkun, en Hitaveitan um 9,4%. Samkvæmt upplýsingum Jó- hannesar Guðfinnssonar í iðn- aðarráðuneytinu er tveggja manna nefnd að vinna úr þessum hækkunarbeiðnum, en í henni eiga sæti alþingismennirnir Ólaf- ur G. Einarsson og Halldór Ás- grímsson. Er búizt við niðurstöð- um nefndarinnar fljótlega. I FYRRAKVÖLD var lagt fyrir í borgarráði bréf Jakobs Hafsteins þar sem hann krefst endurskoð- unar og ógildingar á úrskurði sýninganefndar Kjarvalsstaða um að synja honum um aðstöðu Ofsaveður undir Eyjafjöllum OFSAVEÐUR var undir Eyja- fjöllum í gærdag, þótt ekki væri farið að snjóa þar sfðdegis. Sam- kvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. þar eystra, Markúsar Jóns- sonar, fór skólabfll með eitt barn þaðan áleiðis til Seljalandsskóla, en bfllinn komst ekki nema rétt austur fyrir Markarfljótsbrú, er tvær rúður f honum brotnuðu vegna grjótflugs. Sá þar ekki út Framhald á bls. 20 17 milljónir í snjóflóða- söfnunina UM hádegisbilið f gær sýndi Iauslegt yfirlit, að um 17 milljónir kr. voru komnar í snjóflóðasöfnunina og þá var ennfremur vitað um talsverðar fjárhæðir, sem voru á leið til söfnunaraðila, sem eru Norð- firðingafélagið í Reykjavfk og nágrenni, Rauði kross Islands og Hjálparstofnun kirkjunnar. Meðal stærri gefenda sfð- ustu daga eru Umferðardeild lögreglunnar f Reykjavfk, ónefndur maður frá Málmey í Skagafirði og fyrirtækið Frið- rik A. Jónsson h.f. Vitað er, að söfnun er f gangi f mörgum hinna stærri fyrirtækja og ein- staklingar eru sffellt að leggja eitthvað af mörkum. til myndlistarsýningar f húsinu. Var umsókn Jakobs til nefnd- arinnar vfsað frá með 4 atkvæð- um gegn 2 innan nefndarinnar. I samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst Jakob hafa kært frá- vfsun Kjarvalsstaðanefndar til borgarráðs og krafizt endurskoð- unar og ógildingar á úrskurð- inum, þar eð hann teldi, að Kjar- valsstaðir væri myndlistarhús Reykvíkinga og því aðeins rétt- lætismál að þeir gætu fengið það á leigu hvort heldur þeir væru nú áhugamálarar eða atvinnumenn. Kvaðst Jakob hafa kynnt sér það Framhald á bls. 20 2. umferð í skákinni ÖNNUR umferð á Skákþingi Reykjavíkur var tefld í fyrra- kvöld. Friðrik Ölafsson vann Ómar Jónsson, Jón Kristinsson vann Leif Jósteinsson, Margeir Pétursson vann Gylfa Magnússon, Björn Þorsteinsson vann Jóhann örn Sigurjónsson. Aðrar skákir fóru í bið. 3. umferð verður tefld á föstudagskvöld. Stórtjón á hafnarmannvirkj- um á Flateyri vegna sigs að flytja mikið sandmagn í höfn- ina, eftir að um mörg ár hefur verið unnið að því að dæla sandi úr henni. Erfið tíð hefur verið um jólin á Flateyri, en allir þeir sem fóru í jólaleyfið frá Flateyri eru nú komnir þangað aftur. Sagði Jón Trausti að það væri að þakka góð- um flugsamgöngum á vegum flug- félagsins Vængja, sem unnið hefði mjög gott og þarft verk. Nefndi hann sem dæmi, að Væng- ir hjálpuðu íbúum á Ingjalds- sandi í Önundarfirði með að- drætti um og fyrir jól, en sú sveit er mjög afskekkt á vetrum og ófærð á veginum þangað. Bjarg- aði flugfélagið gjörsamlega öllum aðdráttum fólks þar nú um þessi jól, en flugvöllur er á Ingjalds- Framhald á bls. 20 — Flateyrarlæknishérað læknislaust HAFNARGARÐURINN á Flat- eyri hefur sigið allverulega á um 30 metra kafla. Er sigið um það bil einn metri og er froskmaður frá varðskipinu Albert kannaði botn stálþilsins, kom í Ijós, að stálþilið hefur gengið út neðst við botninn um það bil um 2 metra. Hafnarkantur þessi var gerður fyrir þremur til fjórum árum. Samkvæmt upplýsingum umboðsmanns Mbl. á Flateyri, Jóns Trausta, hafa fulltrúar Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar ekki enn komið á staðinn til þess að kanna skemmdirnar á hafnar- garðinum, en Jón sagði að óhætt væri að fullyrða að tjónið næmi mörgum milljónum króna. Flat- eyringum hafa verið gefin þau ráð að aka sandi í höfnina við þilið til þess að stöðva frekara sig. Sagði Jón að ýmsum þætti hart, Samtalið við Croiset - og dylgjur Tímans I FORSlÐUFRÉTT í Tímanum f gær er dregið f efa, að frásögn Morgunblaðsins af samtali við hollenzka sjáandann Croiset hafi við rök að styðjast. Tfminn segir: „Hvort samtalið við Croiset er uppspuni einn skal ósagt látið...“ Og ennfremur hefur Tfminn eftir fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík, að Croiset hafi „aðspurður sagt, að hann minnist þess ekki að hafa rætt mál þetta við blaðamenn." t tilefni af þeim óskamm- feilnu dylgjum, sem fram koma í þessari frásögn Tímans skal aðeins tekið fram, að frétt Morgunblaðsins byggðist að sjálfsögðu á sfmtali við Croiset sjálfann. Ummæli hans eru til á segulbandi. Hafi Croiset ekki gert sér grein fyrir þvf, við hvern hann var að tala er það hans mál en ekki Morgunblaðsins. Rækilega var tekið fram, að þetta væri hjá DAGBLAÐINU Morgun- blaðinu, þegar f hann var hringt. I samtalinu við Morgun- blaðið kvaðst Croiset mundu senda íslenzku lögreglunni frekari upplýsingar og munu þær vera á leiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.