Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. slmi 10 100. ASalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. ð mánuSi innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsta Auglýsingar 18 Ljóst er nú, aö horfur í efnahags- og atvinnumálum eru mun alvarlegri en velflestir hafa gert sér grein fyrir allt til þessa. Engum blöð- um er um það að fletta, að kjararýrnun hefur átt sér stað miðað við þá samn- inga, sem gerðir voru fyrir tæpu ári. Meginverkefnið nú er að tryggja fulla at- vinnu og draga úr dýrtíðar- vextinum eftir því sem föng eru á. Við núverandi aðstæður dylst engum, að þessu marki verður ekki náð nema með samstilltu átaki þjóðarheildarinnar. Yfirlýsingar forystu- manna stjórnmálaflokk- anna um sl. áramót voru fyrir margra hluta sakir at- hyglisverðar: Ummæli þeirra um eðli efnhagsörð- ugleikanna og viðnám gegn þeim féllu mjög á einn veg. Aldrei þessu vant var ekki deilt um stað- reyndir, og auk þess virt- ust forystumennirnir leggja svipuð viðhorf til grundvallar í umræðum um nauðsynlegar efna- hagsaðgerðir. Vitaskuld stendur ávallt ágreiningur milli stjórnar og stjórnar- andstöðu. En þessi við- brögð sýna gleggst við hvern vanda er að etja og þau vekja upp vonir um, að unnt verði að mæta erfið- leikunum með samstilltu átaki. Til marks um þessa af- stöðu má minna á ummæli Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra. Hann minnti m.a. á, að útlit væri fyrir, að þjóðartekjurnar minnkuðu nú annað árið í röð, og hallinn á greiðslu- jöfnuði landsins væri miklu meiri en staðist gæti lengur. Forsætisráðherra sagði ennfremur, að brýn þörf væri á, að menn gerðu sér ljósa grein fyrir þörf- inni á breyttri stefnu, og lífskjörin gætu ekki haldið áfram að batna frá því sem verið hefði á undanförnum árum og opinber þjónusta gæti ekki haldið áfram að aukast. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, hvatti m.a. til aukins sparn- aðar og lagði áherzlu á, að landsmenn gætu ekki allir fengið kjarabætur, nema þjóðartekjur ykjust. Hins vegar gætu einstakar stétt- ir eða aðilar fengið kjara- bætur. Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra sagði, að eins og nú horfði væri ekki grundvöllur fyrir kjarabót- um og gæta yrði hófs í framkvæmdum, bæði hjá opinberum aðilum og ein- staklingum. Jafnframt lagði hann áherslu á, að beitt yrði ströngu aðhaldi í peninga- og lánamálum. Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, tók fram, að ekkert svig- rúm væri til almennra kjarabóta, en brýnt væri að hlutur þeirra, sem lægst hefðu launin, yrði réttur. Hann lagði ennfremur áherslu á, að sníða yrði af verðbótakerfinu þá agnúa, er gerðu það að sjálfvirkri verðbólgukvörn. Þannig leggja forystu- menn beggja stjórnar- flokkanna og beggja lýð- ræðisflokkanna í stjórnar- andstöðu áherslu á hófsemi í framkvæmdum og eru sammála um, að útilokað sé að standa að almennum kjarabótum, þegar þjóðar- framleiðslan fer minnk- andi og verð á afurðum okkar erlendis fer stórlega lækkandi. Ef þessar yfir- lýsingar verða annað og meira en orðin tóm, má e.t.v. vænta þess að unnt verði að kljúfa þá erfið- leika, sem við er að etja, án verulegra áfalla. Hitt er augljóst, að við slíkar aðstæður er mjög mikilvægt að treysta stöðu þeirra, sem lægst hafa launin. Að því leyti mörk- uðu launajöfnunarbæturn- ar, sem ákveðnar voru sl. haust, tímamót, en það var í fyrsta skipti, sem sérstak- ar aðgerðir í launamálum voru gerðar í kjölfar efna- hagsráðstafana láglauna- fólki til hagsbóta. Nú sýn- ast menn vera sammála um að halda þessari stefnu áfram. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði í áramótagrein sinni, að það lægi í augum uppi, að við yrðum að stefna að sem mestum jöfnuði í tekjuskiptingu, að ekki yrði unað við annað en allir nytu viðunandi lífskjara og hefðu jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og njóta lísins. Á hinn bóginn hefur það ekki farið framhjá neinum, að talsmenn Alþýðubanda- lagsins eru gjörsamlega einangraðir í þessum um- ræðum, enda ljóst að fyrir þeim vakir annað en hags- munir þess fólks, sem á allt undir því, að full atvinna haldist í landinu. Daginn eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum sagði Lúðvík Jósepsson á Alþingi, að koma yrði í veg fyrir að kaupið, eftir ein- hverjum vísitölureglum eins og þeim, sem við hefð- um búið við, æddi upp á eftir verðlagi, því að það kippti vitanlega fótunum undan eðlilegum rekstri eins og nú væri ástatt. Nú hefur Alþýðubanda- lagið gjörsamlega snúið blaðinu við, og vísitölu- bannið, sem ráðherrar þess settu sjálfir með bráða- birgðalögum, er nú hið versta kauprán. Rekst- ur atvinnufyrirtækjanna skiptir ekki lengur máli heldur hitt að ýta undir sem mestan glundroða og erfiðleika. Þannig eru flokkspólitískir hagsmunir teknir fram yfir þjóðarhag. Flestir ættu þó að geta verið sammála um að mestu máli skiptir við nú- verandi aðstæður að sýna hófsemi og vilja í verki til að vinna á erfiðleikunum. EKKI GRUNDVÖLLUR FYRIR ALMENNUM KJARABÓTUM Bðkmennlir eftir ERLEND JÓNSSON Frá - koti og herragarði NORRÆNU félögin senda árlega gjafabók tii meðlima sinna. Folket i Norden beráttar heitir þessa árs bók, gefin út í Svfþjóð og með sænskum titli. Eru í henni, auk tveggja formála, tíu þættir, tveir frá hverju Norður- landa (Færeyjar ekki með) og segir þar frá alþýðulífi á Norður- löndum um síðustu aldamót. Höfundar eru jafnmargir (tíu) og segir hver frá sinni reynslu í líf- inu. Fyrst er þáttur eftir Axel Thrane (danskur) og heitir Hús- bændur og hjú á litlum herra- garði. Annar þáttur (einnig danskur) er ritaður af Önnu Möjen og heitir Barnaleikir. Alma Kiiski (finnsk) segir frá fyrstu kirkjuferð sinni og John Nyman (einnig finnskur) lýsir vinnunni árið um kring úti á landsbyggðinni. Þá er komið að islensku höfundunum, Eyjólfi Guðmundssyni sem segir segir frá afa og ömmu og Ölöfu frá Hlöðum sem segir frá bernskuheimili sfnu. Þá kemur þáttur eftir Johan Slátteröy er ber nafnið Pá skreifiske og markedsferd i Nord- Norge 1870—1900 og Olav Kirk- horn rekur minningar frá norskri vesturlandsbyggð frá 1880—1900. Að lokum segir svo Ernst Carls- son frá athöfnum sínum f verka- lýðshreyfingunni (sænsku) en lestina rekur þáttur eftir Lilly Fritz er heitir Vid spisen och tváttbaljan (einnig sænskur). - Allt er efni þetta vel valið, í raun og veru samvalið og gefur þvi glögga mynd af kjörum vinn- andi fólks á Norðurlöndum á timabilinu frá 1870 og fram að fyrri heimsstyrjöld. 1 fyrsta þættinum er t.d. gefin alhliða lýs- ing á daglegu lífi á dönskum bóndabæ og hvaðeina tínt til: störf, tómstundir, skemmtanir, mataræði og þar fram eftir götun- um; og allt sagt umbúðalaust. Svipaðs eðlis er þáttur Olavs Kirkhorns en tæpast jafnalhliða. Kirkhorn fræðir okkur á því að í ungdæmi sínu hafi norskur „húsmannssonur átt um þrjá kosti að velja: að verða verkamað- ur, flytjast til Vesturheims eða ganga í kennarskóla. Ég auk margra annarra valdi kennara- skólann því námið þar var svo stutt að unnt var að kosta sig með lánsfé." Kirkhorn lýsir meðal annars hvernig kirkjugestir skip- uðu sér til sætis eftir mann- virðingum við sunnudagsmess- urnar. Þegar hann kom heim úr kennaraskólanum átti hann rétt á virðulegra sæti en áður en notaði ekki — móður sinni til sárra von- brigða. íslensku þættirnir sóma sér þarna vel. Bernskuheimili mitt eftir Ólöfu frá Hlöðum lýsir ekki hugna legu lífi síður en svo. Enda þótt Ólöf segist hvergi hafa „séð lika heimilisháttu og á heimili foreldra minna“ mun lýsing hennar fara nærri því er víðar gerðist á sama tíma. Merkileg er frásögn Ólafar einnig fyrir þá sök að hún samdi hana i gagngerum menningarsögulegum tilgangi en ekki fyrst og fremst til að rekja endurminningar sínar sjálfri sér til upprifjunar en öðrum til skemmtunar eins og títt er nú. Hreinlætinu á bernskuheimili sínu gefur hún meðal annars þennan vitnisburð: „Allir borð- uðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu fyrir jólin og á sunnudaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir „verka“ þá eftir hverja máltíð: askurinn settur niður á gólf með ofurlitla matarleif í Iögg- inni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan i hann, setti hann upp á hillu, með það var hann góður." Fjölskyldan bjó þá við sára fátækt. Síðar rýmkaðist efnahag- urinn litið eitt og kveðst Ólöf þá hafa séð „hvað móðir mín var hreinlát að náttúrufari.“ Ekki munu allir ættingjar Ólafar hafa kunnað henni þakkir fyrir ber- söglina sem að likum lætur. Þegar kom fram yfir aldamót töldust heimilishættir af því tagi, sem hún lýsir, til liðinnar tiðar þó enn væri viða þröngt í búi. Læknavísindin ruddu sér til rúms, sóttkveikjur og bandormar þröngdu sér inn á þekkingarsvið almennings og eftir það vissi fólk hvað það gilti að láta hundana sleikja askana. Spyrja má með hliðsjón af þátt- um þessarar bókar hvort lífið hafi verið harðara hér en í hinum löndunum á uppvaxtarárum þeirrar kynslóðar sem þarna rek- ur sögu sina. Var bæði erfiðara og gleðisnauðara að alast upp sem íslenskur kotbóndasonur eða dótt- ir en t.d. danskur eða norskur „húsmannssonur"? Já, að öllum likindum hefur lífið verið öllu harðara hér. Landið var erfiðara, loftslagið kaldara, maturinn af skornara skammti og þannig mætti lengi telja. Hitt er jafn- framt álitamál hvort landið — þetta kalda og torfæra land — hefur ekki að sínu leyti veitt börnum sinum meira svigrúm og þar með persónulegra frjálsræði en til að mynda hin indæla en þéttbýla Danmörk eða sá róman- tíski Noregur þar sem frelsið var þó ekki meira en svo að börnin þorðu varla að sofna á kvöldin af ótta við helviti sem hótað var af predikunarstóli kirkjunnar á helgidögum. Hvað sem því líður mun víst mega segja — þegar öllu er á botninn hvolft — að lífið hafi alls staðar verið hart á þessum timum þó fyrir mismunandi sakir væri. 1 einu áttu þó allir samleið hvar sem forsjónin hafði kjálkað þeim niður en það var í erfiðinu. Allir máttu sveitast blóðinu til að draga fram lífið og það fram i rauðan dauðann hvort sem þeir reyttu gras af þúfnakollunum á Islenskum túnbleðli eða skáru korn á dönskum eða sænskum akri. Naumast þarf að taka fram að bók þessi er gefin út á þeim þrem tungumálum sem viðurkennd eru samnorræn: dönsku, norsku og sænsku. Það er að segja: dönsku þættirnir eru á dönsku, norsku þættirnir á norsku, hitt allt á sænsku, einnig islensku þættirn- ir. Margar myndir eru i bókinni og er þær bæði vel valdar (það er hæfa vel þeim textum sem þær standa með) og vel prentaðar. Með íslensku þáttunum gefur t.d. að líta kvöldvöku og baðstofu- myndir auk fleiri mannlífsmynda úr gamla tímanum, einnig myndir af gömlum munum og áhöldum, sem ekki ber hér lengur fyrir augu nema á söfnum. Þór Magnússon þjóðminjavörður hef- ur skrifað stuttar en greinagóðar leiðbeiningar með þáttunum og vafalaust eru myndirnar einnig í bókina komnar fyrir hans tilstuðl- an. Með svona bók fyrir augunum hlýtur maður að óska sér að fleira islenskt menningarefni kæmist jafngreiða leið fyrir sjónirnorr- ænna lesenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.