Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975 Norðfirðingar berjast við olíuna FUNDUR var haldinn um ollu- mengun I Neskaupstað I fyrradag að frumkvæði Almannavarna- nefndar Neskaupstaðar, en eins og kunnugt er varð mikil mengun af olfu við snjóflóðið, sem hljóp fram rétt fyrir hátfðarnar. Á fundinum var einnig rætt um stöðu varnaraðgerða vegna olíunnar. Fundinn sátu af hálfu Siglinga- málastofnunar ríkisins Hjálmar R. Bárðarson og Stefán Bjarna- son, fráOlíufélagi Islands Svan Friðgeirsson og af hálfu heima- manna Björn Björnsson, Böðvar Bragason, Hjörleifur Guttorms- son, Logi Kristjánsson, Ölafur Gunnarsson og Ragnar Sigurðs- son. A fundinum gáfu Svan Frið- geirsson og Stefán Bjarnason yf- irlit um aðgerðir til þessa til að draga úr mengunaráhrifum og Svan útskýrði vinnuáætlun starfs- manna Olíuvezlunarinnar. Athug- anir benda til að mun meira magn af olíu sé eftir á landi en talið var í fyrstu ogerolían enn dreifð um allstórt svæði og blönduð snjó og is I misjafnlega miklum mæli. Hætta er á því að strax og hláni dreifist olian enn frekar og renni í sjó fram og þarf að leggja sem Loðnuverð til yfirnefndar EKKERT nýtt er af fiskverðs- ákvörðun að frétta, en yfirnefnd- in vinnur enn að henni. I gær var visað til yfirnefndarinnar ákvörð- un um loðnuverð, sem fer nú að verða aðkallandi, þar eð lóðað hefur verið á talsverðar loðnu- torfur austnorðaustur af Langa- nesi eins og skýrt er frá I Mbl. á öðrum stað í dag. Formaður yfirnefndar er Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar. — Danmörk Framhald af bls. 1 Gallupskoðanakönnum sýnir, að meirihluti danskra kjósenda óskar eftir samsteypustjórn jafnaðarmanna, Venstre og Radikale Venstre. Baunsgaard sagði er hann lagði fram þessa tillögu sfna, að „danska efnahags- ástandið þyldi ekki að þriðja minnihlutastjórnin keyrði sig fasta“. Fátt bendir hins vegar til að þeir Hartling og Jörgensen geti komið sér saman um sam- starfsgrundvöll, og báðir sækjast þeir eftir forsætisráðherra- embættinu. Hins vegar er betri möguleiki á myndun ríkisstjórnar jafnaðar- manna og Radikale Venstre, sem áður hafa starfað saman í stjórn. I sjónvarpsumræðum stjórnmála- leiðtoga í gærkvöldi tók Hilmar Baunsgaard að vísu fram, að Radikale Venstre gæti ekki fallizt á hugmyndir jafnaðarmanna um efnahagslýðræði í upprunalegu og óbreyttu formi, en Anker Jörgensen gaf í skyn á kosninga- fundi í Árósum í dag, að mögu- leikar á samstarfi þessara flokka færu vaxandi. Hann virtist vilj- ugri til að ræða um þessar tillögur flokksins með málamiðlun f huga. Poul Hartling, forsætisráð- herra, hefur þó ekki vísað alger- lega á bug ofannefndri tillögu Hilmars Baunsgaards. Mogens Glistrup, formaður Framfaraflokksins, sagði í sjón- varpsumræðunum, að hann teldi kosningarnar snúast um það, að hve miklu leyti danskt þjóðfélag ætti að vera sósfalfskt með meiri neyzlu hins opinbera og skriffinnsku eða hvort það ætti að fara eftir stefnu Framfaraflokks- ins, sem hann kvað vera algjöra andstæðu hins fyrrnefnda. mesta áherzlu á að ná sem mestu magni af henni í heldar geymslur áður en til slíkra veðrabrigða kemur. Tiltækt geymslurými eru tveir heilir hráefnisgeymar Síldarvinnslunnar, en með við- gerð og auknum tækjakostnaði má ef til vill fá tvo geyma og þrær bræðslunnar í gagnið til viðbótar og verður að því unnið. Reynt verður með hitun að skilja sundur vatn og olíu í öðrum heila geymin- um og dæla olfunni síðan yfir á hinn geyminn, svo og því sem næst úr leyfum svartolíugeymis- ins. Þetta takmarkaða geymslu- rými verður að nýta undir þann snjó, sem mest er olíumengaður, en moka öðru í sjóinn innan flot- girðingarinnar og sjá til hverju unnt reynist að ná þaðan af olíu til baka. Óráðlegt er að flytja olíu- mengaðan snjó af svæðinu í gryfj- ur eða á sorphauga vegna víðtæk- ari mengunarhættu. Fundarmönnum var ljóst að ekki verður komizt hjá einhverri mengun sjávar með oliu, en til- tækum ráðum verður beitt til þess að hún verði sem minnst. Full samstaða var á fundinum um þau vinnubrögð, sem beita þarf i þessu skyni og verður því verki stjórnað af starfsmönnum olíu- FH vann Fram TVEIR leikir voru f gærkvöldi háðir f Islandsmótinu í hand- knattleik og fóru báðir fram f Iþróttahúsinu f Hafnarfirði. Jafntefli varð f fyrri leiknum milli Vfkings og Gróttu 20:20, en sfðari leikinn vann FH með 26 mörkum gegn 20 mörkum Fram. — Ekkert Framhald af bls. 1 fljótt og unnt er á þessu ári. I sameiginlegu áliti segja nefndar- menn, að bannsvæðin yrðu aðeins fyrsta skrefið til að framfylgja fiskveiðistefnu sem miðaðist við að vernda fiskstofnana og einnig hagsmuni sjómanna. Á blaðamannafundinum að loknum viðræðunum i dag, sagði David Ennals, að Bretar viður- kenndu setningu togveiðibanns á ákveðnum svæðum, en gætu hins vegar ekki viðurkennt tillögur Norðmanna um lögsögu Noregs utan 12 mílna markanna. „Báðir aðilar lögðu áherzlu á mikilvægi þess, að samkomulag næðist og viðurkenndu ókosti einhliða að- gerða,“ sagði hann. Hann kvaðst ekki geta sagt fyrir um hvað gerðist ef ekkert samkomulag næðist, en sagði, að afleiðingarnar yrðu a.m.k. fjór- þættar. I fyrsta lagi hefði það áhrif á samstarfsvilja brezkra at- vinnuvega við norska atvinnu- vegi, t.d. er varðaði bætur fyrir skemmdir á veiðarfærum undan Noregsströndum. I öðru lagi á af- stöðu brezkra stjórnvalda til við- ræðna um takmarkanir á afla- magni, í þriðja lagi á samningi Noregs við Efnahagsbandalag Evrópu, t.d. um tollaívilnanir, og í fjórða lagi á almenn samskipti Norðmanna og Breta. Ennals kvað Norðmenn ekki geta komið til móts við hinar nýju tilslakanir Breta með tilboðum um sjálfviljugar takmarkattir á veiðum norskra skipa undan Bret- landsströnd. verzlunar Islands, en Siglinga- málastofnunin mun áfram fylgj- ast með framvindu mála og safna gögnum um þá dýrkeyptu reynslu sem af þessu slysi fæst. Fundurinn minnti á þá meng- un, sem menn og farartæki verða fyrir á svæðinu og hættuna á að hún berist þannig út um kaup- staðinn og grennd. Er þeirri áskorun beint tii bæjarbúa, að hafa þetta vel í huga framvegis og gæta ítrasta hreinlætis, svo og að varast óþarfa umferð um hið mengaða svæði. I framhaldi af þessum fundi kom fram sú hugmynd, að flytja olíumengaðan snjó í smábátakvf, sem gerð var síðastliðið vor inn af nýju höfninni og er það nú afráð- ið. Verður lokað fyrir þessa dokk með margfaldri flotgirðingu og sett niður stauragirðing utan við hana til frekara öryggis. Má koma þarna fyrir miklu magni af snjó og þykir einsýnt, að þannig verði hægt að halda sjávarmengun í lágmarki. Drög hafa verið lögð að því að fá sérstakar skúffur frá Vestmannaeyjum til að setja á vörubila og flytja í þeim mengaða snjóinn þannig að hann dreifist ekki um götur á leiðinni. Einnig verður olíuprammi Siglingamála- stofnunar sendur með m.s. Heklu, sem er að leggja af stað austur frá Reykjavík. Loforð hefur fengizt fyrir Lorankrana frá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni og verð- ur hann fluttur frá Húsavík næstu daga. Þannig er margt i gangi til að auðvelda baráttuna við olfuna og koma I veg fyrir mengun sjávar í Norðfirði eftir því sem unnt reynist. Mikið er þó undir veðurfari komið á næstunni hvernig til tekst. — Jafntefli Framhald af bls. 1 og eru þær við Bretana Michael Stean og Anthony Miles, Banda- ríkjamanninn Mark Diesen, Albin Planinc frá Júgóslavfu og Kúbumanninn Guillermo Garcia. I biðskákinni úr 9. umferðinni við Rússann Rafael Vaganian sá Guðmundur enga útleið, og þeir samþykktu jafntefli eftir 42 leiki, án þess að hefja skákina að nýju. Síðan hélt hann áfram maraþon- skák sinni úr 7. umferðinni við William Harston frá Bretlandi. Þetta var fimmta atrenna þeirra við þá skák og er henni lauk voru kóngur, hrókur og peð Harstons betur staðsett en kóngur Guð- mundar og gaf sá síðarnefndi skákina eftir 105 leiki og 13 klukkustunda skák. 1 kvöld tókst svo Rússanum Alexander Bely- avsky að ná jafntefli við Guð- mund eftir 23 leiki. Staðan eftir 10 umferðir: Hort 7 vinningar, Andersson 6 (og ein biðskák), Belyavsky 6, Guð- mundur 6, Miles 6, Vaganian 6, Garcia 5V4, Harston 5H, Planinc 5, (og ein biðskák), Botterill 4Ví, Stean 4'A, Benco 4, Basman 3i4, Csom 3 (og ein biðskák), Mestel 2i4 (og ein biðskák), Diesen 2'/í. — Notaðir bílar Framhald af bls. 36 inu sagði, að ef til vill væri ekki fjarri lagi að þeir greiddu ívið hærra verð, þvi að oft væru þessir bílar betur með farnir og valdir úr meira úrvali en hér er — en hann kvað mismuninn ekki mega verða stórfelldan. 1 vor eða um 30. apríl má búast við að vorverð not- aðra bíla hækki hér innanlands og er þá gert ráð fyrir, að afslátt- urinn falli niður og verðið jafnist út. r — Isal Framhald af bls. 36 heimsmarkaðsverði, en um 10% eru seld til óháðra framleiðenda og er það verðið, sem nefnt er í sambandi við þær einstöku sölur, sem áður er getið. Eins og áður sagði fer helm- ingur framleiðslunnar f birgða- geymslur I Straumsvík um þessar mundir. Um áramótin voru í Straumsvik um 1400 tonn I birgð- um og við bætast um 3 þúsund tonn á mánuði. Ragnar sagðist ekkert vilja spá um þróun mark- aðarins á næstunni, en hann kvaðst alla vega ekki geta búizt við batnandi horfum fyrr en i vor i fyrsta lagi. — Sjómenn Framhald af bls. 36 mannasambandsins, sagði í gær, að viðtökur samninganefndarinn- ar hjá fulltrúum FlB hefðu verið þær, að ákvörðun um að skjóta deilunni til sáttasemjara hefði verið tekin. Taldi saminga- nefndin ekki vænlegt til árangurs að ræða við FlB nema undir for- sjá sáttasemjara. Aðspurður sagði Jón, að ekki væri víst að deilunni við LlU yrði skotið til sáttasemjara: „Það fer eftir viðtökunum á morgun," sagði hann. — Minning Margréí og Hallgrímur Framhald af bls. 27 voru vel látin i starfi sínu, vegna alúðar og skyldurækni. Skólapilt- ar voru þeim vinveittir, og var oft glatt á hjalla í stóra eldhúsinu, þegar skólapiltar komu með sin áhugamál og alls konar umræðu- efni og snerust kringum hjónin eins og börn. Eftir beiðni skólapilta hélt Mar- grét veislur fyrir þá i skólanum, sem þóttu í alla staði takast vel. Við burtför hjónanna úr skólan- um 1921 gáfu skólapiltar Mar- gréti vandað gullúr áletrað, sem mun verða ættargripur. öll störf, sem Margrét tók sér fyrir hendur, voru henni til sóma. Hún starfaði lengi að þvi að stífa lín fyrir bæjarbúa, og þótti það handbragð hennar með ágætum. Heimili Hallgrims og konu hans var alla tfð aðlaðandi. Framan af búskap þeirra var oft margt af ungu fólki saman komið á heimili þeirra f sambandi við kennslu. Mátti þá heyra létta hlátra. Börn Hallgrfms og konu hans eru þrjú, tvær dætur og einn son- ur. Jóhanna elst, Guðbjörg og Haraldur, þau tvo síðarnefndu ógift. Jóhanna giftist Einari Guð- mundssyni heildsala. Þau eignuð- ust 4 börn, sem urðu gleðigjafar hinum öldnu foreldrum og svo langömmubörnin, sem Margrét gladdist yfir i sinni háu elli. Ekki get ég skilist svo við þess- ar línur, án þess að minnast Guð- bjargar Sigurðardóttur ljósmóð- ur, sem dvaldi alla tíð á heimili dóttur sinnar, Margrétar. Hún var höfðingleg, gömul kona og vel gefin. Hún naut trausts og virð- ingar í ljósmóðurstarfi sínu í Skagafirði, siðast á Sauðárkróki. Guðmundur Hannesson læknir hafði mikið álit á henni, þau kynntust vel í sambandi við starf hennar og hjúkrun sjúkra. Hún dó hjá dóttur sinni í Menntaskól- anum 1919. Síðustu æviár lifðu Hallgrímur og kona hans á Sólvallagötu 6. Hallgrimur andaðist 9/11 — 1952. Eftir lát hans hélt Margrét heim- ili með börnum sínum, Guðbjörgu og Haraldi til siðustu stundar. Innilegt kærleikssamband var milli hennar og barnanna. Á heimili Margrétar ríkti ró og friður. Margrét var glöð í vina- hópi, og hlátur hennar innilega glaður og hlýr. Hún lifði langa ævi og naut óvanalega góðrar heilsu lengst af elliárum. Þó lá hún langa legu á spítala vegna beinbrots, þá á tíræðisaldri, en komst aftur til heilsu og hafði fótavist. Yfir lífi og ævikvöidi Margrétar var hin sanna heið- ríkja hugans, og friður sálar- innar. „Sá sem gengur grandvar- leikans vegu, skal þjóna mér segir drottinn". Margrét valdi ung að ganga þennan veg, í ljósi guðs fyrirheita. Blessuð veri minning þessara góðu hjóna. Þóra S. Þórðardóttir. —Ofsaveður Framhald af bls. 2 úr augum fyrir sandbyl. Annar skólabíll var að fara í gær frá Skarðshlfð og ætlaði að Skógum. Lenti sá bíll i miklum erfiðleikum og var eina klukku- stund þessa vegalengd, sem ekki er steinsnar. Simasambandslaust var í gær við Seljaland og Varma- land, en fjölsímaleið var þó opin og var þvi unnt að tala austur í Skarðshlíð í gær. Við Merkurbæ- ina sá ekkert i gær fyrir byl. Markús Jónsson sagði sem dæmi um veðurofsann hjá honum á Borgareyrum, að allstórar stein- völur þytu út um allt tún hjá sér. Engin slys höfðu orðið á mönnum vegna þessa mikla veðurs. — Minning Sigríður Framhald af bls. 22 varð maður mest var við það I gegnum hin áralöngu veikindi manns hennar. Aldrei heyrði ég hana kvarta eða efast um forsjón Guðs. Hún þakkaði Guði fyrir hvern dag, sem hún gat eitthvað fyrir hann gert, enda var sambúð þeirra mjög góð. Ætt og uppruna frú Sigríðar ætla ég ekki að rekja hér. Það gera mér fróðari menn. Þegar ég lít yfir farinn veg, þé er svo ótal margt, sem kemur I hugann. — Ég vil fyrir mína hönd og okkar allra f Kvenfélagi Akraness þakka henni samfylgd- ina, störfin og allar gleðistundirn- ar, sem hún hefur veitt okkur. — Okkar beztu óskir og þakkir fylgja henni yfir á land lifenda. — Guð blessi minningu hennar. Jónfna Bjarnadóttir. — Jakob Hafstein Framhald af bls. 2 áður en hann sótti um að salurinn væri laus á þessu timabili. Samkvæmt reglum um Kjar- valsstaði má áfrýja ákvörðunum sýningarnefndar myndlistarhúss- ins varðandi sýningaumsóknir til borgarráðs, sem skipar þá tvo menn í nefndina til viðbótar og er siðan umsóknin tekin fyrir að nýju. Deiiumál af þessu tagi kom upp fyrir fáeinum mánuðum er Jóni E. Guðmundssyni var synjað um sýningaaðstöðu á Kjarvals- stöðum. Hann áfrýjaði til borgar- ráðs með þeim árangri að fallizt var á að leigja honum sal undir sýningu hans. — Stórtjón Framhald af bls. 2 sandi. Jón Trausti gat þess að i frétt- um ríkisútvarpsins í gær hefði verið haft eftir landlækni, að læknar væru nú í öllum læknis- héruðum. Hann kvað það ekki vera rétt að því er varðaði Flat- eyrarlæknishérað. Er það læknis- hérað óskipað, en læknir kemur vikulega frá Þingeyri til þjónustu við íbúa Flateyrar. Þó sagði Jón að læknum ætti ekki að vera I kot visað á Flateyri, þvi að þar er heilsugæzlustöð með góðum tækjabúnaði, íbúð til handa lækni og sitthvað fleira. Þá eru í héraðinu 2 hjúkrunarkonur. — Búrfellslínan Framhald af bls. 1 austur að Kolviðarhóli, en ekkert hafði komið fyrir línuna á þessu svæði. Hlýtur þvf bilunin að vera á Hellisheiði eða fyrir austan Fjall. Var hætt við að leita að biluninni vegna veðurs, hrfðar og myrkurs i gærkveidi, en beðið dagrenningar. Ef aðeins hefði verið ein lina frá Búrfelli, hefði rafmagn fyrir Stór-Reykjavik og Suðurnes að- eins fengizt frá Sogsvirkjunum og hefði orðið að skammta rafmagn í stórum stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.