Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 Skipta 4 af sterkustu Völsurunum um félag? ALLT bendir til þess að það Vals- lið sem kemur til með að leika í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar verði að talsverðu leyti skipað öðrum leikmönnum en slð- astliðið sumar. Þannig er mjög ólíklegt að Jón Gíslason og Hörð- ur Hilmarsson verði meðal leik- manna liðsins og Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði Vals og landsliðsins, stefnir að því að komast í atvinnumennsku fyrr en seinna. Þá hefur Þórir Jónsson skipt um félag og gengið í raðir FH-inga. Hörður Hilmarsson hefur und- anfarna vetur verið búsettur á Þórir Jónsson — leikur með FH næsta sumar Akureyri yfir vetrartímann og stundað þar kennslustörf. Á sumrin hefur Hörður hins vegar komið suður og leikið með Vals- liðinu með góðum árangri. Allt bendir til þess að næsta sumar verði Hörður áfram á Akureyri, en alls er óvíst hvort hann leikur með liði ÍBA í 2. deild. Jón Gíslason leggur stund á há- skólanám í Osló og næsta sumar hyggst hann ekki koma heim heldur vinna ytra og leika með einhverju Oslóarliðanna. Hvaða lið verður fyrir valinu hefur Jón ekki enn gert upp við sig, en liklegt er að það verði annað hvort Skeid eða Válerengen i 1. deild eða þá hið kunna félag Lyn sem leikur í 2. deild. Þórir Jónsson hætti æfingum um mitt síðastliðið sumar og lék ekki með Valsliðinu nema í fyrstu leikjum Islandsmótsins. Astæðan fyrir því að Þórir hætti æfingum var m.a. ósamkomulag við sovézka þjálfarann Ilytchev. Nú hefur Þórir skipt um félag og gengið i raðir FH-inga. Er við ræddum við Þóri I gær sagði hann ástæðuna fyrir félagsskiptum á engan hátt vera leiðindi við sitt fyrra félag. Hann væri Hafnfirðingur og það væri á allan hátt auðveldara fyrir hann að leika með Hafnarfjarðar- liðinu og æfa, heldur en að keppa með Reykjavíkurfélagi. Ekki er að efa að taki Þórir æfingarnar með FH alvarlega þá á hann eftir að verða liðinu mikill styrkur. Loftur Eyjólfsson, sem varð markakóngur Hauka og reyndar 2. deildar siðastliðið sum- ar hefur einnig skipt um félag og mun klæðast FH-treyjunni næsta sumar. Pat Quinn, hinn skozki þjálfari FH-inga, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. Þá er það Jóhannes Eðvaldsson. Hann bíður enn eftir að komast á samning hjá einhverju atvinnu- knattspyrnuliði. Heldur gengur það seint fyrir sig og seinna en Jóhannes átti von á. Er við rædd- um við Jóhannes í gær sagðist hann ekki hafa heyrt neitt nýtt frá Jack Johnson, sem annast þessi mál fyrir hann. Johnson ynni að því að kanna möguleika á Prófessorinn hljóp keppinautana af sér 214 KEPPENDUR voru í hinu árlega nýjárshlaupi sem fram fór um áramótin í Sao Paulo í Brasilíu. Var þetta í fimmtug- asta sinn sem hlaup þetta fór fram, en það hefst rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld og hlaupa keppendurnir „inn í nýja árið*', eins og það er orðað. Af keppendunum 214 voru 150 frá Brasilíu, en 64 frá 34 þjóðum, þeirra á meðal nokkrir beztu langhlauparar heims, enda hafa Brasilíumenn jafnan lagt á það mikla áherzlu að fá góða hlaupara til þess að taka þátt í þessu hlaupi. Hlaupin er um 8.900 metra vegalengd og að þessu sinni tók 27 ára háskólakennari frá Costa Rica, Rafael Perez að nafni, forystuna þegar hiaupnir höfðu verið um 2000 metrar og hélt henni alla leið i mark. Varð hann um 3 sekúndum á undan Rafael Palomares frá Mexikó, sem hljóp síðustu 2 km hlaupsins mjög vel og dró þá á Costa-Rica-búann. Palomares þessi vann hlaupið árið 1971. Vestur-Þjóðverjinn Delef Uhle- mann varð í þriðja sæti, átta sek- úndum á eftir Perez. Elzti þátttakandinn i hlaupinu var hinn 38 ára gamli Belgíu- maður Caston Roelents, en hann sigraði í hlaupi þessu árin 1964, 1965, 1967 og 1968. Nú varð hann að sætta sig við áttunda sætið, fjórði i röðinni af Evrópubúun- um. Þótt Perez hefði umtalsverða yfirburði í hlaupinu var hann þó 34 sekúndum frá metinu sem Victor Mora frá Kolombia setti árið 1972. Tími Rafaels var 23:58,0. Rafael Palomares hljóp á 24:01,0 mín., Delef Uhlemann á 24:06,4 min., fjórði varð Jairo Correa frá Kolombia á 24:12,06 mín., fimmti Leon Schots Belgíu á 24:16,2 mín., sjötti varð José de Andrade da Sosva frá Brasilíu á 24:22,0 mín., Tapio Kantanen, Finnlandi varð sjöundi á 24:27,0 mín., Gaston Róelants, Belgíu áttundi á 24:28,0 mín., Luis Hernandez, Mexíkó níundi á 24:31,0 mín. og Knut Börö frá Noregi varð tíundi á 24:34,0 mín. atvinnumennsku í Bandaríkjun- um og víðar. Frá v-þýzka liðinu sagðist Jóhannes ekkert hafa heyrt enn. Af þjálfaramálum Vals er það að frétta að miklar líkur eru á þvf að þeir geri samning við enskan þjálfara að nafni Roy Lawrenson. Sjá þjálfar hjá Tranmere Rovers í 3. deild og hefur lýst yfir áhuga á að koma til Vals. Samningavið- ræður við hann eru þó enn á byrjunartigi og eru Valsmenn einnig að reyna fyrir sér í Skot- landi, þar sem 3 skozkir þjálfar- ar hafa sýnt áhuga á starfanum. — áij Danir unnu DANMÖRK sigraði England 4:3 f landskeppni I badminton sem fram fór I Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Einliðaleikirnir vöktu mesta athygli, en I karla- flokki sigraði Svend Pri Ray Stevens 15:13, 14:15 og 15:4 og Flemming Delfs sigraði Mike Tredgett 15:2 og 15:9. t einliða- leik kvenna sigraði Lene Koppen Gillian Gilks 11:8 og 12:9. Enska badmintonfólkið sigraði svo I tvf- liðaleikjunum, en það danska f tvenndarkeppninni. Colin Stein — einn af leikmönnunum sem nú eru falir vegna fjárhags- vandræða Coventry Ensku félögin í kröggum og hyggjast selja leikmenn I BREZKA blaðinu „Daily Express" birtist nýlega grein um fjárhagsvandræði margra knatt- spyrnufélaganna í Englandi. Seg- ir í greininni að 80 af þeim 92 félögum sem nú leika í deildun- um, séu í meiri eða minni krögg- um, og jafnvel félögin sem hafa hvað bezta aðsókn að leikjum sín- um séu þar ekki undanskilin. Með tilliti til þessa sé ekki ólíklegt að mikið verði um kaup og sölur á leikmönnum á næstunni, og að verð á leikmönnum muni lækka verulega, þegar á heildina er litið. Um einstök félög segir blaðið m.a.: LEEDS UNITED: Það kann að hljóma undarlega, að félag sem hefur um 30.000 áhorfendur að leikjum sfnum að jafnaði sé í fjár- hagskröggum, en eigi að síður er það staðreynd. Þeir 44 dagar sem Brian Clough var framkvæmda- stjóri félagsins reyndust því dýr- ir. Hann eyddi um 120 milljónum króna í kaup á Duncan McKenzie og f Derby-leikmennina John O’Hara og John McGovern, en þeir fjármunir hafa ekki ávaxtast vel hjá félaginu. Því er líklegt að það muni reyna sölur á næstunni. ARSENAL: Eftir að félagið keypti Alex Cropley fyrir 56 milljónir króna frá Hibernian i Skotlandi setti það Jeff Blockley og Charlie George á sölulista, og voru þeir verðlagðir á 168 milljón- ir króna. Sala þeirra myndi þó ekki bjarga Arsenal úr krögg- unum, og er líklegt að það freisti þess að koma fyrirliða sínum, Alan Ball, í verð, áður en langt um líður. NEWCASTLE: Félagið eyddi rúmlega 70 milljónum króna í kaup á Tommy Craig frá Sheffi- eld Wednesday og Geoff Nulty frá Burnley, og þarf að ná þeim peningum aftur með sölu á leik- mönnum. Líklegt er að þeir sem félagið reynir að selja verði Jim Smith, Tommy Gibb, Stewart Barrowclough og Alex Bruce. STOKE: Tony Waddington, framkvæmdastjóri Stoke, hefur nú eytt um 210 milljónum króna í kaup á Alan Hudson, Geoff Sal- mons og Peter Shilton. Nauðsyn- legt er fyrir félagið að ná a.m.k. þriðjungi þeirrar upphæðar með sölu á öðrum leikmönnum og hafa þeir John Farmer, fyrrum aðal- markvörður liðsins og sóknarleik- maðurinn Terry Conroy verið boðnir falir. COVENTRY: Fá 1. deildar lið- anna eru eins illa sett fjárhags- lega og Coventry, og hefur jafnvel heyrst að svo kunni að fara að það Knapp vildi meira en KR gat borgað SAMNINGAVIÐRÆÐUR KR- inga við enska þjálfarann Tony Knapp fóru út um þúfur f fyrra- kvöld. Vildi Knapp fá meiri pen- inga fyrir störf sfn hjá félaginu en KR-ingar voru fúsir til að greiða. Hélt Knapp að nýju til Englands f gærmorgun og sagðist vera leiður yfir þvf að samningar náðust ekki, hann hefði haft mik- inn áhuga á að starfa áfram með KR-ingum og sömuleiðis með landsliðinu, en um landsliðsþjálf- un ræddi hann við Ellert Schram, formann KSt, á sinni stuttu og árangursrýru Islandsferð að þessu sinni. Hyggjast KR-ingar ieita fyrir sér áfram f Englandi og segjast þess fullvissir að þar geti þeir fundið þjálfara, sem sé fús til að taka að sér lið þeirra fyrir minni pening en Knapp fór fram á. lendi undir hamrinum. Félagið hefur þegar boðið þá Colin Stein, Mick McGuire og Les Cartwright til kaups, og fáist sæmilegt verð fyrir þá kann svo að fara að Coventry geti bjargað sér úr vandræðunum — í bili. EVERTON: Þótt Everton sé ekki illa sett fjárhagslega, hyggja forráðamenn félagsins á sölur leikmanna til þess að styrkja fjár- hagsstöðuna. Joe Royle var seldur fyrir um 70 milljónir króna tU Manchester City um jólin, en það er aðeins helmingur þeirrar upp- hæðar sem félagið eyddi til kaupa á Martin Dobson og Bob Latsc- ford. LUTON: Þótt Luton megi alls ekki við, verður það að selja sinn bezta leikmann, Peter Anderson, og hefur upphæðin 50 millj. kr. verið nefnd í sambandi við sölu á honum. SOUTH AMPTON: Félagið stendur vel fjárhagslega, en vill samt selja Peter Osgood sem það keypti frá Chelsea fyrir um 66 millj. króna í fyrra. Osgood hefur ekki gert mikla lukku hjá Dýrð- lingunum og segist sjálfur vera mjög þreyttur á þvi að leika í 2. deild. — Knattspyrnan þar er ekkert svipuð og í 1. deild, jafnvel hjá beztu liðunum segir Osgood, og kvartar einnig yfir því að áhorfendur að 2. deildar leikjum séu miklu leiðinlegri en að 1. deildar leikjunum — stundum hreinn skríll. Osgood segist vera einn af þeim beztu í brezkri knatt- spyrnu, og þvf vilji hann vera í toppliði. Ég var í landsliðinu fyrir 14 mánuðum, en hvar er ég nú, spyr hann. 1974 er versta árið á ferli minum sem knatt- spyrnumanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.