Morgunblaðið - 09.01.1975, Page 26

Morgunblaðið - 09.01.1975, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 María Ragnars —Minningarorð Fædd 16. ágúst 1911 Dáin 1. janúar 1975. A kveðjustundum koma minn- ingarnar upp í hugann. Hver af annarri líða þær hjá og mynda hugljúfa mynd, sem aldrei gleym- ist, en geymist í helgireit. Þegar við nú kveðjum Maríu Matthías- dóttur Ragnars, geymum við minninguna um hana, hver í sín- um helgireit. Allar samveru- stundirnar urðu að gleðistundum í návist hennar. Hún heillaði alla sem henni kynntust með gáfum sínum, góðleik og persónutöfrum. Efst í huganum er þó þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini. Þakklæti fyrir lff hennar, sem oft lék á svo veíkum þræði sakir erfiðs og langvarandi sjúkdóms, sem hún bar með þeim hetjuskap, að einsdæmi er. Aldrei kvartaði hún, og ef við spurðum hana um liðan hennar var alltaf sama svarið: „Ég hefi það ágætt“. Hún æðraðist aldrei. Ef frá eru tekin veikindi hennar var hún mikil lánsmanneskja. Hún átti því láni að fagna að eiga ástrika og mikil- hæfa foreldra. Hún eignaðist frá- bærlega góðan og umhyggjusam- an eiginmann og tvær yndislegar dætur. Síðan komu góðir tengda- synir og elskuleg barnabörn. Fyr- ir allt þetta var hún þakklát. Öll- um sem kynntust henni þótti vænt um hana. Það er mikið lífs- lán. Nú drúpum við höfði í sökn- uði, en minningin um góða konu geymist. Sverri, Ellen og Rögnu og fjölskyldur þeirra biðjum við guð að blessa og henni óskum við guðsblessunar í æðri tilveru. Ágústa Ragnars. Það var nokkru áður en ég var fermd, að ég kynntist Maju Ragn- ars persónulega, en þá kom ég inn á heimili hennar fyrsta sinni. Ég hafði þá nokkuð lengi, sem barn, litið á hús hennar sem eins konar höll. Og vissulega var það höll, sem stóð ein sér fyrir ofan bæinn, í stóru túni með blómum og trjám um kring. Inni í höllinni var svipað og ég hafði gert mér í hugarlund. Feg- urð, smekkvísi, en fyrst og fremst hlýja. En þar var lika kátína og glaðværð i hverju horni. Og músík. Líka bananakremterta og hnetukaka. En allt féll þetta i skuggann, þegar Maja gekk inn í hallarstofuna með fallega brosinu sinu. Þá stóð af henni ljómi, sem alla tíð fylgdi henni. Hún var eins og ævintýradrottning, sem allir elskuðu og dáðu. Hún bar með sér ilm fegurðarinnar og óm heims- menningarinnar. Margt hefir drifið á dagana siðan þennan fyrsta dag okkar saman. Oft höfum við blandað geði og hlegið að hinu skoplega, sem hún hafði svo næmt auga fyrir, án þess þó nokkru sinni að gera nokkrum mein i tali. Hún var svo yndislega hláturmild. Ég vissi lengi vel ekki, hve þjáð hún var af þeim ólæknandi sjúk- dómi, sem að lokum varð sigur- vegari. Hún var slik hetja að bera þjáningar sínar ekki á torg. Mér hefir orðið ljóst með árunum, að hún stóð, þar sem aðrir hefðu hnigið. Ég varð svo lánsöm að fá að sjá og kyssa hana á vangann viku áður en hún hvarf okkur, án þess að hugsa út i, hve örskammt er milli lífsins og dauðans. Við árn- uðum hvor annarri árs og friðar. Megi hún njóta friðar nú. Sverri, Ellen, Rögnu og þeirra fjölskyldur bið ég almættið að blessa. Með þessum fáu orðum kveð ég Maju Ragnars í bili, með söknuði og tárum. Bryndís Jakobsdóttir. Að nýjársdagskvöldi andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri frú María Matthíasdóttir Ragnars. Hún hafði um margra ára skeið átt við mikla vanheilsu að striða, sem ágerðist með árun- um, og þó að okkur vinum hennar hafi fundist andlát hennar bera skjótt að, má kannski segja, að Ijóst hafi verið fyrir nokkru að hverju stefndi. María Ragnars, eða Maja eins og hún var oftast nefnd í vina- hópi, var fædd í Reykjavík 16. ágúst 1911. Hún var dóttir hjón- anna Ellenar Johannessen og Matthíasar Einarssonar hins þjóð- kunna læknis. María ólst upp á fögru og skemmtilegu menningar- heimili við mikið ástríki foreldra og systkina. Hinn 13. apríl 1932 giftist hún eftirlifandi manni sínum Sverri Ragnars, ræðismanni og spari- sjóðsstjóra á Akureyri. Eignuðust þau hjón tvær myndarlegar dæt- ur sem báðar eru búsettar í Reykjavík, Ellen, sem gift er Arn- grimi Sigurðssyni, gagnfræða- skólakennara og Rögnu, sem gift er Ölafi Egilssyni lögfr., deildar- stjóra í Utanrikisráðuneytinu. Ég, sem þessar línur rita, kynntist ekki Maríu fyrr en eftir að hún flutti hingað norður til Akureyrar. En mér er minnis- stætt þegar þessi unga og glæsi- lega stúlka kom hingað til bæjar- ins, þá var eins og að henni fylgdi, ljúfur, bjartur oghressandi blær, og hún setti fljótt sérstakan svip á umhverfi sitt. Frá þessari fallegu, kátu og lífsglöðu ungu konu, streymdu einhver lifandi áhrif, yndisþokki hennar hreif alla við- stadda, allt fas hennar og um- gengni var mótað á þann veg, að í nærveru hennar fannst manni að maður væri einhvern veginn aðnjótandi meiri menningar og háttvísi, heldur en maður átti að venjast í daglegu lífi, sem í þá daga var nú kannski að mörgu leyti fábreytilegt. Maria var ákaflega traustur og góður vinur, og því meira sem maður umgekkst hana, því betur lærðist að meta kosti hennar. Hún var höfðingi í lund, sérstaklega greind að eðlisfari, vel mennt- uð og tamdi sér mikla háttvisi í ailri framkomu. Það duldist engum, að þar sem hún fór, var hefðarkona á ferð. María var ákveðin í skoðun- um sinum um menn og málefni, djarfmælt og hreinskilin. En hún var einnig mjög skilningsrík og umburðarlynd ef þvi var að skipta og ákaflega trygglynd. María var lífsglöð kona, hún unni lifinu heilshugar og naut þess. Hún var, meðan allt lék i lyndi. hrókur alls fagnaðar og mikill gleðigjafi, og var henni mjög um- hugað um að miðla öðrum af þeim nægtabrunni, sem hún hafði yfir að ráða af lífsgleði, menningu og fegurðarskyni. Fáir kunnu betur en hún að gleðjast með glöðum. Hjónaband þeirra Sverris var einstaklega ástúðlegt alla tið og yfir sambúð þeirra og heimili ríkti einstök heiðríkja og yndi. Þau bjuggu frá upphafi við mikla rausn og voru samhent um að skapa vistlegt og notalegt heimili, og öll hússtjórnarstörf Maríu voru til fyrirmyndar. Endurminn- ingarnar um allar þær ánægju- legu stundir, sem við vinir þeirra hjóna urðum aðnjótandi f svo rík- um mæli á heimili þeirra, munu ávallt skipa ljúfan og bjartan sess í huga okkar. Þegar allt virtist leika í lyndi og framtíðin blasa við björt og fögur, skall yfir mikil ógæfa, er María, ung að árum veiktist af sjúkdómi, sem reyndist ólæknandi. Megnið af æfiskeiði sfnu átti hún í stöð- ugu stríði við þennan mikla böl- vald. En allt þetta mikla mótlæti bar Maria með einstakri rósemi og æðruleysi. Kjarkur hennar, skaplyndi og baráttuhugur var með eindæmum og kannski hefur reisn hennar aldrei verið meiri heldur en í þeirri þrotlausu bar- áttu sem hún háði við hinn erfiða sjúkleik sinn. Er alveg með ólfk- indum hvernig henni tókst að halda gleði sinni, lifa og starfa og sinna umfangsmiklu heimili, miðla öðrum ástrfki, hlýju og vin- áttu á sama tíma og hún barðist vonlausri baráttu við hinn erfiða sjúkdóm. Æðruleysi hennar, djörfung og óbilandi kjarkur vakti óblandna aðdáun allra sem til hennar þekktu. Efst í huga Marfu var ávallt að vera veitandi, hún vildi vera hinn sterki meiður fjölskyldu sinnar, hugsunin um að geta verið eiginmanni sínum, dætrum og ástvinum og þá ekki síst barnabörnunum, sem voru henni svo einstaklega kær, stoð og styrkur, virtist á stundum yfir- stíga alla þá þjáningu og erfið- leika, sem hinn ólæknándi sjúk- dómur olli henni. Nú er þessi ljúfa og elskulega kona frá okkur horfin. Eftirlif- andi vinir hennar sakna hennar með miklum trega og angurværð. Minningin um hana mun ávallt verða okkur öllum sem öðluðumst þá gæfu að eignast hana að vini, dýrmæt og kær. Hún var ein skærasta stjarnan í því mannlífi sem ég hefi kynnst um dagana. Við hjónin, vottum eftirlifandi t ÓLAVÍA GÍSLADÓTTIR, t Útför Seljalandsveg 46, BJARNA JONSSONAR, ísafirði, fyrrverandi skipstjóra, Seljavegi 5, lézt að Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar 8 janúar. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 0. janúar kl 2 e.h Fyrir mína hönd. barna, tengdabarna og barnabarna. Halldóra Sveinsdóttir, Jón Páll Pétursson. börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín og tengdamóðir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför dóttur minnar, móður SVEINBJÖRG SVEINSDÓTTIR, okkar, tengdamóður og ömmu, Heiðargerði 60, ÞÓREYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR, verður jarðsungin frá Fössvogskirkju, föstudaginn 10. janúar kl Kleppsveg 66. 1 3 30 Blóm eru vínsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins eða aðrar líknarstofnanir. Svava Gisladóttir, Bára Helgadóttir, Svava Eyland, Elías Elíasson, Helgi E. Loftsson, Jenný Eyland, Reynir Þorleifsson, Margrét Sigurðardóttir, Gísli Eyland, Þorsteinn Eyland, Hrefna Þórðardóttir. Þorleifur Reynisson. t Minningarathöfn um eiginmenn okkar og feður SÆVAR JÓNSSON frá Patreksfirði og EINAR BIRGIR HJELM frá Keflavík, sem fórust með m b Hafrúnu BA 10 þann 1 1 desember sl fer fram frá Keflavíkurkirkju laúgardaginn 1 1. janúar kl. 3 e.h. Fyrir okkar hönd barna og annarra vandamanna Birna Helga Bjarnadóttir, Erla Jensdóttir. Sérstök minningarathöfn á Patreksfirði um Sævar Jónsson auglýst siðar. t Innilegt þakklæti færum við öllum, sem sýndu vinsemd og hluttekn- ingu við fráfall og útför. ELLENAR SVEINSSON, Suðurgötu 13, Hörður Þórðarson, Úlfar Þórðarson, Sveinn Þórðarson, Nína Þórðardóttir, Agnar Þórðarson, Gunnlaugur Þórðarson, Sverrir Þórðarson, og fjölskyldur. Ingibjörg Oddsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Þórunn Hafstein, Trausti Einarsson, Hildigunnur Hjálmarsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Petra Ásgeirsdóttir, eiginmanni, dætrum og öðrum ástvinum Maríu einlæga samúð okkar, um leið og við biðjum þeim huggunar og blessunar Guðs um alla framtíð. Jón G. Sólnes. Hún var fædd og upp alin í Reykjavík, dóttir hjónanna Ellen- ar, f. Johannessen og Matthíasar ELnarssonar yfirlæknis, sem tal- inn var í röð færustu skurðlækna hér á öndverðri þessari öld. Tvitug giftist Marla bróður mínum, Sverri Ragnars, kaupm. á Akureyri, og átti þar heimili unz yfir lauk. Skömmu eftir að hún giftist varð þess vart, að hún væri haldin hættulegum sjúkdómi, sykursýki, sem hún átti í höggi við æ siðan, eða því sem næst fjóra áratugi. — Var það að sönnu undravert og með ólikindum, hversu ótrauð hún bar sjúkdóm sinn, en þar reyndi á fast mótaða skaphöfn hennar og hartnær ósveigjanleg- an kjark, sem henni var hvort tveggja rlflegar gefið en almennt gerist. María var prýðilega greind kona, sjálfmenntuð og kunni skil á margvíslegum fróðleik, viðmóts- þýð og skemmtileg I viðræðu, enda samkvæmiskona I bezta skilningi þess orðs. Hún var glað- sinna og kát að eðlisfari, gat jafn- vel verið hrókur alls fagnaðar I góðum hópi, þrátt fyrir sjúkdóm- inn harða, sem allir vissu um, en enginn varð þó var við, nema hún sjálf, því að hún kvartaði aldrei. Dálítið glettin gat hún verið á stundum, en allt var það græsku- laust gaman, enda var skopskyn hennar frábært. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið, sem báðar eru giftar I Reykjavík. Þær heita Ellen og Ragna og voru einmitt að vaxa úr grasi þegar ég, sveinstauli milli tektar og tvltugs, var heima á Akureyri. Bað móðir þeirra mig stundum að hafa ofan af fyrir dætrunum, t.d. við sund og aðra leiki, enda á ég margar og fal- legar endurminningar um „litlu stúlkurnar ljúfu með ljósu flétturnar tvær.“ Þrátt fyrir sjúkdóm sinn tókst Marlu með prýði að búa manni sínum og dætrum vistlegt og fal- legt heimili og þar þótti öllum gott að koma, enda var þar oft gestkvæmt. María var fríð kona, bar sig vel og vakti hvarvetna athygli — hitt var þó meira um vert hversu hjálpfús hún var og tillögugóð; t Dóttir min og systir okkar. SIGRÍÐUR HJÁLMARSDÓTTIR, andaðist 7. þessa mánaðar. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi og systkinin. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, BRYNJÓLFS ÞORVARÐSSONAR Ásta Beck Þorvarðsson börn og tengdabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins mins og föð- ur okkar, RAGNARS AXELS JOHANNESSONAR Halldóra Karlsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir, Steingrimur Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.