Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975 21 Vilhjðlmur Heiðdal verfafélög stæðismanna í M agnús Þórðarson Ö1 af ur Jensson sjálf- Reykjavík 1 frétt frá Fulitrúaráði sjáifstæðisfélaganna í Reykjavík kemur fram, að í byrjun slðasta árs voru stofnuð 11 hverfafélög sjálfstæðis- manna f Reykjavfk. Um leið var sú breyting gerð, að Landsmálafélagið Vörður varð samband sjálfstæðisfélaganna f Reykjavík. Stofnendur hverfafélaganna voru um 3200, en á árinu gengu í félögin um 900 manns. 1 frétt Fulltrúaráðsins segir ennfremur: Hverfafélögin hafa haldið uppi mjög virkri starfsemi á s.l. ári, en starfsemin miðaðist að miklu leyti við undirbúning sveitarstjórnar- kosninganna og alþingiskosning- anna. Nú hafa öll hverfafélögin hald- ið aðalfundi sína og hafa fundirn- ir verið ágætlega sóttir. Á fundunum hefur ríkt mikil eining og áhugi um að efla félögin og starfsemina eftir mætti og hafa nú flest félögin hafið vetrarstarf- ið af fullum krafti. Á flesta aðalfundina hafa mætt ýmist alþingismenn eða borgar- fulltrúar og rætt fjölmörg mál á vettvangi landsmála og borgar- mála. Aðalfundirnir hafa verið haldn- ir sem hér segir og eftirtaldir kjörnir í stjórn: 1 Nes- og Melahverfi 14. októ- ber að Hótel Sögu. Vilhjálmur Heiðdal var kjörinn formaður en aðrir í stjórn, Kristin Magnúsdótt- ir, Skúli Sigurðsson, Sigrún Guð- björnsdóttir, Luðvig Hjálmtýsson, Kristjón Kristjónsson, Björn Björgvinsson. 1 Vestur- og Miðbæjarhverfi 20. nóvember í Tjarnarbúð. Magnús Þórðarson var kjörinn formaður en aðrir í stjórn, Hulda Guðmundsson, Árni Kristjánsson, Magnús Eymundsson, Ölafur Jónsson, Áslaug Cassata, Bene- dikt Blöndal. Ellert B. Schram ræddi um störf Alþingis. 1 Austurbæ- og Norðurmýri 23. október í Templarahöllinni. Ólaf- ur Jensson var kjörinn formaður en aðrir i stjórn, Hermann Hermannsson, Hermann Bridde, Jakob Hafstein, Ragnar Fjalar Lárusson, Gústaf Einarsson og Sigriður Ásgeirsdóttir. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, ræddi um stjórnmálaviðhorfið og efnahagsmálin. t Hlfða- og Holtahverfi 21. októ- ber að Hótel Esju. Ásgrímur P. Lúðvíksson var kjörinn formaður, en aðrir f stjórn, Axel Tulinius, Bogi Ingimarsson, Valdimar Ólafsson, Bogi Bjarnason, Jónina Þorfinnsdóttir, Hannes Péturs- son. Ræðumenn voru Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, og Ragnhildur Helgadóttir, alþingis- maður. 1 Laugarneshverfi 29. október i Kassagerð Reykjavikur. Gunnar Hauksson var kjörinn formaður, en aðrir í stjórn, Margrét Jóns- dóttir, Halldór Sigurðsson, Svavar Júliusson, Páll Björnsson, Sigurður Árnason, Ragnar Pétursson. Ræðumaður var Matthias Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra. 1 Langholti 24. október í Glæsi- bæ. Halldór Jónsson var kjörinn formaður en aðrir í stjórn, Árni B. Eiríksson, Elín Pálmadóttir, Ingimar Einarsson, Matthias Haraldsson, Svavar Sigurðsson, Þóroddur Th. Sigurðsson. Matt- hías Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, ræddi um stjórnmálahorf- ur. 1 Háaleitishverfi 15. október í Miðbæ v/ Háaleitisbraut. Guðni Jónsson var kjörinn formaður, en aðrir í stjórn, Ásgeir Hallsson, Benedikt Bogason, Helena Halldórsdóttir, Hilmar Guðlaugs- son, Jón B. Stefánsson, Reynir Þórðarson. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, ræddi um stjórnmálaviðhorfið. 1 Smáfbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi 11. nóvember í Miðbæ v/Háaleitisbraut. Gísli Jóhanns- son var kjörinn formaður, en aðr- ir i stjórn, Bjarni Helgason, Gunnar Jónasson, Hróbjartur Lúthersson, Jóna Sigurðardóttir, Leifur ísleifsson, Óttar Októsson. Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjóri, fjallaði um borgarmálefni. I Bakka- og Stekkjahverfi 13. nóvember í Miðbæ v/ Háaleitis- braut. Jón Grétar Guðmundsson var kjörinn formaður, en aðrir í stjórn, Grétar Hannesson, Vil- hjálmur Ingólfsson, Óskar Friðriksson, Inga Magnúsdóttir, Steindór Ulfarsson, Stefán Aðal- steinsson. Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, fjall- aði um stjórnmálaviðhorfið. I Fella- og Hólahverfi 14. októ- ber í Glæsibæ. Magnús Jensson var kjörinn formaður en aðrir í stjórn, Berta Biering, Ragnar Magnússon, Björn Bjarnason, Jón Guðbjörnsson, Jón Guðmundsson, Edgar Guðmundsson. 1 Arbæjarhverfi 29. október í Miðbæ v/ Háaleitisbraut. Ingi Torfason var kjörinn formaður en aðrir í stjórn, Bjarni Guðbrands- son, Margrét Einarsdóttir, Gutt- ormur P. Einarsson, Bergur Ólafsson, Björgvin Schram, Jón Ólafsson. Ásgrfmur P. Lúðvíksson Magnús Jensson Gunnar Hauksson Halldór Jónsson Guðni Jónsson Gfsli Jóhannsson Jón Grétar Guðmundsson Sverrir Runólfsson: Opið bréf til alþingismanna JÆJA: nú er þetta merka ár að enda, en ekkert bólar á hinni nýju eða endurskoðuðu stjórnarskrá, þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé í rfkisstjórn. Hvar er viljinn og áhuginn sem okkur í Valfrelsi var lofað fyrir kosningar. Þar sem hér fer á eftír, var skrifað f júlí 1974. í þrjátíu ár hefur þjóðinni verið heitið endurbættri stjórnarskrá, með þeim breytingum sem þyrfti til að skapa fuilkomnara lýðræði. Fullkomnara lýðræði skapast ekki, að minu áliti, nema með auknu aðhaldi frá hinum al- menna skattborgara á meðhöndl- un fjármagns þjóðarinnar. Auð- veldasta leiðin til þess aðhalds er að hinn almenni kjósandi taki þátt I atkvæðagreiðslum um mál- efnin. Það ætti t.d. ekki að vera leyfilegt að færa fé á milli sjóða, án þess að spyrja skattborgara fyrst. Ég skal nefna dæmi. Segj- um sem svo, að framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, fari fram á 100 milljónir til að reka fyrirtækið, en yfirvöld segjast aðeins hafa eina milljón, þá ætti að leggja það fyrir dóm kjósenda hvort þeir vilji hækka framlagið, kjósendur verða að fá upplýsingar hvað það myndi hækka skatta hvers manns, að veita Sinfóníunni hverja milljón. Sinfóníudæmið er aðeins nefnt vegna þess að það verksvið þekki ég, en mörg önnur mál mætti nefna, t.d. önnur menntamál og vegamál. Ég læt hér fylgja tillögu um frumvarp til laga, sem hefur verið samþykkt og stutt grund- vallarlega af um einum hundraðs- hluta kjósenda landsins á almenn- um borgarafundum Valfrelsis. Eins og margir vita, hefur Val frelsi barist fyrir málefni frum- varpsins síðan 1. des. 1969. Ráða- menn lands vors hafa talað fögru máli, mörg alþing og margar kosn- ingar hafa liðið hjá, en ekkert gerzt með löggjöfina. Ég leyfi mér hér með að vísa til „Þingsályktun um undirbúning löggjafar um þjóðaratkvæði", sem var samþykkt á Alþingi 28. janúar 1970, en legið hefur í nefnd síðan. Nú skora ég á alla alþingismenn að segja álit sitt á frumvarpinu, eða málefnakosningum almennt, sem sagt hvort þeir álíta að hinn almenni ISLENZKI kjósandi geti haft vit á þjóðmálum. Að mínu áliti væri það fögur gjöf þeirra á þessu merkis ári, að löggjöf um almennar þjóðaratkvæðagreiðsl- ur yrði sett á árinu. Það er fram- kvæmanlegt ef samvinna er fyrir hendi. Lýðræðið skapast með val- frelsi um menn og málefni. Þann- ig tekur hinn almenni kjósandi beinan þátt í stjórnun lands sfns. FRUMVARP TIL LAGA um breytingu á 25. grein stjórnar- skrár lýðveldisins Islands 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um frumvarp til laga, þess efnis, að 25. gr. stjórnar- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.